Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 1
20 síður
46. árgangur
115. tbl. — Miðvikudagur 27. maí 1959
PrentsmiSja MorgunblaSslna
Dæmd saklaus en fær ekki
að fara til dóttur sinnar
Stokkhólmi, 26. maí. NTB/TT.
SÆNSK kona af rússneskum ætt
um, Raiend, gerði í dag enn eina
Kardelj í Höín
KAUPMANNAHÖFN, 26. maí —
NTM-RD. Eudard Kardelj vara-
forseti Júgóslavíu kom í dag í
opinbera heimsókn til Danmerk-
ur. Kastrup-flugvöllurinn var
hátíðlega skreyttur, og dönsk og
júgóslavnesk flögg blöktu hlið
við hlið í golunni, þegar varafor-
setinn lenti. H. C. Hansen for-
sætisráðherra og kona hans, Jens
Otto Krag, utanríkisráðherra,
sendiherra Dana í Belgrad og
sendiherrar margra annarra ríkja
voru á flugvellinum til að taka
á móti júgóslavnesku gestunum.
í fylgd með Kardelj var kona
hans og mannmargt föruneyti. Á
flugvellinum voru haldnar ræður
og þjóðsöngvar beggja ríkja leikn
ir, en síðan óku gestirnir í fylgd
lögregluþjóna til Hotel Angle-
terre. Seinna í dag fóru gestirnir
til ráðhússins í Frederiksberg, I
þar sem stór sýning á júgóslavn-
eskri húsagerðarlist verður opn-
uð í kvöld.
örvæntingarfulla tilraun til að
bjarga 65 ára gamalli móður
sinni, frú Aliine Gauf, sem dvelst
nú sjúk og heimilislaus í Tallin. I
símskeyti tii Grómýkós utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna fór frú
Raiend þess á leit að móðir henn
ar fengi leyfi til að fara til Sví-
þjóðar, en rússnesk yfirvöld hafa
vísað beiðni hennar á bug fjórum
sinnum áður, en fimmtu beiðni
hennar hefur ekki verið svarað.
Frú Gauf var tekin föst árið 1945
og dæmd í sjö ára fangelsi fyrir
að hjálpa þremur mönnum að
flýja frá Estlandi. Árið 1957 var
henni veitt full uppreisn ærú,
eftir að rússnesk yfirvöld viður-
kenndu að hún hefði verið dæmd
saklaus. En þá hafði hin langa
fiangelsiavist fiullkon^ega eyðí-
lagt heilsu hennar. Siðan lá hún
um skcið á sjúkrahúsi í Tallin,
en nú hefur hún verið send það-
Þegar brezki stjórnmálamaður-
inn Aneurin Bevan var í Sovét-
ríkjunum, fór hann þess einnig á
leit við rússnesku stjórnina að
gömlu konunni yrði leyft að fara
tU Svíþjóðar, en þeirri málaleit
un hefur ekki verið sinnt ennþá.
Egyptar
fá stórlán
KAÍRÓ, 26. maí. — NTB/Reuter.
Alþjóðabankinn hefur veitt Ara-
bíska sambandslýðveldinu stórt
lán til framkvæmda við Súez-
skurðinn. Formælandi fjármála-
ráðuneytisins í Kaíró sagði í dag,
að Súez-félagið hefði fyrst um
sinn fengið 40 milljónir dollara
til umráða, en ekki er vitað hve
stórt lánið er í heild.
Giómýkó flýgui með Heitei og
Lloyd til Genf eftii útföi Dullesni
GENF, 26. maí. NTB-Reuter. —[ það, að hernaðarandinn í Vestur-
í dag gerði Christian Herter ut-| Þýzkalandi þróaðist með hjálp
Faubus bíður ósigur í
Little Rock
anríkisráðherra Bandaríkjanna
grein fyrir áætlun Vesturveld-
anna um Berlín á ráðstefnu utan-
ríkisráðherranna í Genf. Fundur-
inn í dag stóð í rúma klukku-
stund, og strax að honum lokn-
um fóru utanríkisráðherrar Vest-
urveldanna með flugvél áleiðis
til Washington til að vera við-
staddir útför Duilesar fyrrver-
andi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna.
Fyrr í dag hafði Andrei Gró-
mýkó utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, sem verður fulltrúi
stjórnar sinnar við útförina, flog
ið áleiðis til Washington með
venjulegri farþegaflugvél og haft
stutta viðdvöl í London. Herter
hafði boðið honum far með flug-
vélinni, sem hinir utanríkisráð-
herrárnir fóru með, og þáði hann
það, en seinna sá hann sig um
hönd og ákvað að fara með
venjulegri farþegaflugvél. Bar
hann því við að hann hefði svo
mannmargt föruneyti, að hann
gæti ekki þegið boðið. í för með
Grómýkó voru Arkady Soldatov,
yfirmaður bandarísku deildar-
innar í rússneska utanríkisráðu-
neytinu, og einn túlkur.
Zorin í sæti Grómýkós
Á fundi utanríkisráðherranna
i Genf í dag var Valerian Zorin,
aðstoðarutanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, fyrir rússnesku sendi-
nefndinni. Eftir að Herter hafði
gert grein fyrir tillögum Vestur-
veldanna um sameiningu Berlín-
ar, sem eru hluti af alisherjar-
áætlun Vesturveldanna umÞýzka
land, tók Lothar Bols utanríkis-
ráðherra Austur-Þýzkalands til
máls og lýsti yfir stuðningi við
tillögur Rússa um friðarsamninga
við Þýzkaland og lagði áherzlu á,
að frumskilyrði fyrir betri friðar
horfum í Þýzkalandi og allri
Evrópu sé að koma í veg fyrir
eldflauga og kjarnavopna.
f sömu flugvél til baka
Herter, Lloyd og de Murville
óku rakleitt frá fundarsalnum í
Palais des Nations til flugvallar-
ins, þar sem þeir fóru í einka-
flugvél Herters. Þegar utanríkis-
ráðherrarnir fara aftur til Genf
að tveim dögum liðnum, mun
Grómýkó fljúga með sömu flug-
vél og þeir Herter og Lloyd, og
mun þá gefast tækifæri til að
ræða við þá um ýmis þau mál,
sem tekin verða fyrir, þegar ráð-
stefnan hefst aftur. Couve de
Murville utanríkisráðherra fer
aftur til Genf með annarri flug-
vél.
LITTLE ROCK, 26. maí. Reuter.
Faubus, fylkisstjóri í Arkansas,
sá er stóð fyrir aðskilnaði kyn-
þátta 1 skólum í fylki sínu, beið
ósigur í dag, þegar kosið var í
skólanefndina í Little Rock. Þrír
fylgismenn hans, sem setið höfðu
í nefndinni, náðu ekki kosningu,
en aðrir þrír skólanefndarmenn,
sem verið höfðu andstæðingar
fylkisstjórans, voru endurkosnir.
í stað þeirra sem féllu voru kosn-
ir þrír menn, sem eru andvígir
fylkisstjóranum í kynþáttamál-
um.
Faubus skoraði á menn rétt
fyrir kosninguna að styðja mál-
stað sinn, en það kom fyrir ekki.
Kosningin fór fram vegna mis-
klíðar sem varð, þegar 44 kenn-
urum var sagt upp starfi vegna
þess að þeir voru meðmæltir
sameiningu kynþátta í skólum.
Forseti nefndarinnar, sem stóð
fyrir uppsögninni, var felldur í
kosningunni.
vera viðstaddir útför Dullesar.
Meðal annarra heimskunnra
stjórnmálaleiðtoga, sem verða við
staddir útförina, má nefna Aden
auer forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands, Hammarskjöld fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna og utanríkisráðherra all-
margra NATO-ríkja.
Dulles greftraður í dag
Washington, 26. maí.
NTB/Reuter.
JOHN Foster Dulles, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
sem lézt á sunnudaginn, var í dag
lagður á líkbörur í lítilli gotneskri
kapellu í Þjóðkirkjunni í Wash-
ington. Áður en almenningur
fékk heimild til að kveðja hinn
látna stjórnmálamann hinzta
sinni, var haldin stutt minningar-
guðþjónusta í Betlehems-kapell-
unni, þar sem m.a. voru viðstadd-
ir sendimenn erlendra ríkja og
nánustu skyldmenni Dullesar. —
Frú Dulles tók ekki þátt í minn-
ingarathöfninni.
Dulles mun liggja á opnum lík-
börum í 24 tíma eða þangað til
hann verður grafinn í ríkisgraf-
reitnum í Arlington á morgun
(miðvikudag).
Eins og getið er um á öðrum
stað í blaðinu hafa utanríkisráð-
herrar stórveldanna hætt umræð-
um sínum í Genf í tvo daga til að
Séra Gunnar Gíslason
Gísli Gottskálksson
Kári Jónsson
Jón Sigurðsson
Fiamboð Sjdlislœðismanna í
SkagaEjaiðaisýsIu
MIÐVIKUDAGINN 20. maí sl. var almennur flokksfundur Sjált-
stæðismanna í Skagafirði haldinn í Félagsheimilinu Bifröst á Sauð-
króki og hófst hann kl. 2 sd. Formaður héraðsnefndar, Kári Jóns-
son, Sauðárkróki, setti fundinn og stjórnaði honum. Skýrði hann
fiá störfum héraðsmiðstjórnar og lagði fram tillögu hennar um
skipan framboðslista flokksins við væntanlegar Alþingiskosningar.
Var tillagan samþykkt einróma og er listinn þannig skipaður:
1. Séra Gunnar Gíslason, Glaum
bæ.
2. Gísli Gottskáksson, bóndi, Sól-
heimagerði.
3. Kári Jónsson verzlunarstjóri,
Sauðárkróki.
4. Jón Sigurðsson alþm., Reyni-
stað.
Á fundinum flutti Jón á Reyni
stað snjalla ræðu um síðustu
stjórnmálaviðburði og urðu miki
ar umræður að henni lokinni.
Voru Jóni færðar sérstakar þakk
ir fyrir langt og gifturíkt starf
á Alþingi í þágu Skagfirðinga
og alþjóðar. Jafnframt fögnuðu
fundarmenn framboðslistanum,
sem skipaður er valinkunnum
innanhéraðsmönnum, sem gjör-
þekkja málefni og þarfir Skag-
firðinga. Fundinn soitu flokks-
menn víðs vegar að úr hérað-
inu og ríkti geysimikill áhugi
meðal þeirra um að gera kosn-
ingu séra Gunnars í Glaumbæ
sem glæsilegasta.
Séra Gunnar Gíslason er fædd
Brondl óhræddur við 27. moí
BERLÍN, 26. maí. Reuter. —
Willy Brandt yfirborgarstjóri
Vestur-Berlínar, sagði í dag, að
dagurinn á morgun (27. maí)
mundi verða eins og hver annar
dagur, en eins og kunnugt er
hótuðu Rússar að fá Austur-Berl-
ín í hendur Austur-Þjóðverjum
þann dag og rjúfa þannig sátt-
mála fjórveldanna um hersetu í
Berlin.
Á morgun mun ekkert sérstakt
gerast“, sagði Brandt í ræðu, sem
hann hélt á þingi Alþjóðlegu
fréttastofnunnarinnar í Berlín.
Mótmæli til 8 ríkisstjórna
Á fundinum í dag sagði for-
stjóri fréttastofunnarinnar, E. J.
B. Rose, að mótmæli hefur ver-
ið send til átta ríkisstjórna vegna
skerðingar á fréttafrelsi, síðan
sjöundan ársþing stofnunarinnar
var haldið í fyrra.
ur 5. apríl árið 1914 á Seyðisfirði,
en alinn upp að Hvammi í Lax-
árdal í Skefilsstaðahreppi, sonur
hjónanna Margrétar Arnórsdótt-
ur prests í Hvammi og Gísla
Jónssonar kaupfélagsstjóra. Sr.
Gunnar hefur verið sóknarprest-
ur í Glaumbæ síðan 1943 og búið
þar hinu mesta sæmdarbúi. Hann
er eihn af forystumönnum sveit-
ar sinnar og lætur félagsmál sig
miklu varða, endr. vel til forystu
fallinn. Varaþingmaður Skagfirð
inga hefir hann verið síðan 1953
og átti um skeið sæti á Alþingi.
Gunnar er þekktur drengskapar-
maður, traustur og hleypidóma-
laus og nýtur almennra vinsælda
meðal Skagfirðinga. Vænta hér-
aðsbúar mikils af honum, sem
þingmanni.
Gísli Gottskálksson bóndi í Sól
heimagerði er meðal þekktusto
Framh. á bls. 2.
Miðvikudagur 27. maí
Efni blaðsins er m.a.:
BIs. 3: Háðung fyrir Breta að berjast
við varnarlausa smáþjóð.
— 6: Betlistúdentinn — söngleikur
Þjóðleikhússins.
— 8: Aldarminning sr. Arnórs Þor-
lákssonar.
— 9: Síða S.U.S.
— 10: Hvað veldur.
Rússar hugsa til „landvinninga*'
á sviði farþegaflugs. (Utan úr
heimi).
— 11: Hagkerfi og hagstjórn.
— 13: Gunnlaugur Scheving sýnlr
Fjölbreytt sumarstarf skáta»
— 18: íþróttir.