Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 9

Morgunblaðið - 27.05.1959, Side 9
'Æiðvikudagur 27. maí 1959 1UORCIINBL4Ð1Ð 9 r'Rrt. S. U. S. RITSTJÖRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON Sjöunda „heimsmót" kommúnista í Vínarborg Póitískt mót | Hinn pólitíski tilgangur heims- mótanna hefur jafnan verið aug- ljós, þótt ■ misjafnlega vel hafi tekizt að breiða yfir hann. Minna mætti hér á ræðu, sem Guðmund ur Magnússon, fararstjóri ís- lendinga á síðasta heimsmóti í Moskvu hélt á þingi WFDY i Búkarest. Hann byrjar á því að fræða þingheim um það, hvert hörmungarástand ríki á íslandi. „Á síðari árum hefur hagur ís- lenzkrar æsku farið hríðversn- andi. Vegna Marshalláætlunar- innar hefur endurreisn (!) iðnað arins stöðvazt og atvinnuleysi sí- aukizt .... 1949 var ísland þving að til þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu þrátt fyrir mótmæla öldu hins friðelskandi íslenzka almúga,.... Land okkar er her- setið af Bandarískum hersveit- um .... æskan tekur æ meiri þátt í baráttunni fyrir hærri launum og gegn atvinnuleysi .. þjóðin horfist r.ú í augu við fyrir ætlanir ríkisstjórnarinnar um að hervæða æskulýðinn. Áætlunum stjórnarinnar um að mynda ís- lenzkar hersveitir var mætt með slíkri mótmælaöldu alls lands- lýðs, og þá einkum æskulýðsins, að ríkisstjórnin hefur orðið að slá fyrirætlunum sínum á frest um sinn . . . Ein þýðingarmesta tilraunin til að sameina öll öfl, sem eru mótsnúin hernámi og hervæðingu íslenzkrar æsku, var gerð, þegar þjóðarráðstefna var kölluð saman í maí ... 20 ungir listamenn og rithöfundar, sem standa mjög framarlega, sendu áskorun til þjóðarinnar". Að þessari raunarollu lokinni þurrkar Guðmundur tárin úr augunum og brýnir raustina: .Þátttaka æskulýðs íslands í næsta heimsmóti æskunnar fyr- ir friði og vináttu sannar hinn vaxandi og ákaflega áhuga ís- lenzkrar æsku á hugsjónalegum markmiðum og baráttu WFDY , . . Vér erum þess fullvissir, að sá innblástur (the inspirations), sem íslenzk æska flytur með sér heim af þessu þingi og festival- inu, mun verða að ómetanlegu gagni í baráttu okkar“. Hér er sem sagt ekki verið að fara í launkofana með það, að íslenzk æska eigi að verða fyrir áhrifum á heimsmótinu, sem verði að liði í hinni pólitísku „baráttu okkar“ heima fyrir. Þetta er svipað því, sem brezka kommúnistablaðaið „Daily Work er“ hefur að segja um festivalið í Moskvu 17. ágúst 1957: ,Margt ungt fólk, og þá sérstaklega ung- ir verkamenn, hafa orðið sann- færðir um það vegna þátttök- unnar í heimsmótinu í Moskvu, að sósíalisminn er þjóðfélags- kerfi, sem þeim hentar . . . Margir þeirra munu vissulega ganga í Ungkommúnistafylking- una vegna hins góða árangurs heimsmótsins ... Þeir verða boðn ir velkomnir með opnum örmum, þar eð bæði efling Friðarhreyf- ingarinnar og útbreiðsla sósial- ískra hugmynda meðal ungra- verkamanna í Bretlandi er kom- inn undir fjölmennari og sterk- ari Ungkommúnistafylkingu“. Hið pólitíska eðli heimsmót- anna er löngu ljóst orðið meðal æskulýðssamtaka um heim all- an, og má t.d. geta þess, að Ind- verjinn R. Varma, forseti Alþjóð lega Æskulýðssambandsins hef- ur gefið út yfirlýsingu, þar sem hann ræður æskumönnum ein- dregið frá aðild að heimsmótinu í Vín, meðal annars vegna póli- tísks eðlis þess. Stúdentaráð tók fram, að jafn vel þótt trygging fengist fyrir því, að mótið yrði ekki megnað pólitískum áróðri hefði það áróð- ursgildi og „prestige“iþýðingu fyrir kommúnista, að sem flest- ir hlutlausir aðilar tækju þátt í því, vegna fortíðar og aðstand- enda þessara móta. Þjóðviljinn segir þetta tal um „prestige" minna á reiða krakka. Þetta er þó augljóst mál. Við skulum t.d. ímynda okkur, að samtök á borð við Æskulýðsfylk- inguna, MÍR, KÍM, Félag rót- tækra stúdenta, Kvenfélag sósíal ista, Menningar- og friðarsam- tök kvenna o. s. frv. hefðu ár- SÍOARI CREIN um saman haldið „Allsherjarmót íslenzkrar æsku“ á Þingvöllum um hvítasunnuna. Þótt lofað yrði, að héðan í frá einkenndust mót- in ekki af pólitískum áróðri, hefði það samt greinilegt áróðursgildi og „prestige“-þýðingu fyrir fyrr greind félög, ef þátttaka yrði al- menn meðal æskunnar. Þá sak- ar ekki að geta þess að í gagn- rýnisbréfi þvi, er samtök pólskra stúdenta sendu frá sér fyrir rúmu ári um IUS, leggja Pólverjar einmitt áherzlu á að sanna, hví- líkt ofurkapp IUS leggi á „prest- ige“ samtakanna: „Svo virðist, að IUS haldi áfram að taka of mikið tillit til aðstöðu sinnar sem alþjóðlegrar stofnunar, og hafi meiri áhyggjur af því að viðhalda og efla „prestige" sitt, heldur en hinum raunverulegu hagsmunamálum meðlima sinna“ o. s. frv. Sovézkir þátttakendur hafa þegar fengið fyrirmæli um það, hvernig þeiri eigi að hegða sér á mótinu í Vín: „í samræmi við fyrirmæli þings kommúnista- flokks Sovétríkjanna og síðari fyrirmaeli kommúnistaflokksins og Sovétstjórnarinnar" (K. Pravda, 14. ágúst 1958). Umræðu efni sovézkra þátttakenda á mót- inu var valið í greininni ,Sjö- unda heimsmótið" eftir V. Vdo- vin, varaforseta æskuiýðssamtaka Sovétríkjanna, sem birtist í tíma- ritinu „Ungkommúnistinn“ nr. 1. 1959: „Þátttakendur í heimsmót- inu í Moskvu sögðu þúsundum ungra manna og kvenna frá landi sósíalismans. Þessi samtöl og umræður þátttakenda eru æsku- lýðnum innblástur í baráttunni fyrir friði og hamingjusamri og glaðværri framtíð. Hver einasti maður, sem metur friðinn ein- hvers, mun kunna að meta tillögu Sovétríkjanna um að ljúka stjórn erlendra herja í Berlín, og að Vestur-Berlin verði gerð að her- og vopnlausu borgríki“. Stuðningnir við nýlenduþjóðir „Alþjóðasamvinnunefndin" upplýsti, áður en undirbúnings- nefndinni var komið á laggirn- ar, að stofnaður yrði sjóður með framlögum íslenzkra festivalfara til þess að styrkja ferðalög æsku fólks úr nýlendum á Vinarmótið. Stúdentaráð benti á, að væntan- legri upphæð væri betur varið til hjálparstarfsemi meðal æskulýðs í viðkomandi löndum. Ennfremur benti SHÍ á, að beinn kostnaður af þátttöku ís- lendinga í mótinu myndi nema um 750.000 krónum, en betur yrði stuðlað að friði og vináttu í heiminum með því að íslenzk æskulýðssamtök höfnuðu þátt- töku í mótinu, en söfnuðu í þess stað fyrrnefndri upphæð í sjóð, sem varið yrði til hjálparstarf- semi í vanþróuðum löndum, t.d. með því að styrkja ungt fólk tli mennta. Festivalskríbentar Þjóðviljans hafa ekki getað fallizt á þessa hugmynd og farið fremur háðu- legum orðum um hana. Hver og einn verður að gera það upp við sig, hvor stuðningurinn sé raun- hæfari og efli betur frið og vin- áttu í heiminum. Hvort er æski- legra, að íslendingar kasti út fé til þess að senda ungt fólk úr síðþróuðum löndum á áróðurs- og gleðileiki kommúnista, eða að þeir leggi sitt fram til þess að efla menntun og annað það, sem ábótavant kann að vera í löndum þessum? Hringlar í rúblum Vegna óviðkunnanlegrar fjár- málastarfsemi í sambandi við þátttöku íslendinga í síðasta heimsmóti taldi SHÍ aðild íslend- inga í heimsmótunum óæskilega. Síðasta undirbúningsnefnd hefur aldrei fengizt til þess að skýra fjárreiður sínar, en eins og mönn- um mun enn í minni, var margt ærið gruggugt í sambandi við þær. Ólögleg gjaldeyrissala, dul- arfull peningaskipti, óútskýrt peningahvarf o. fl. hefur Þjóðvilj inn enn ekki fengizt til þess að tala um, enda lýsti hann því bein línis yfir, að hann væri ekki til viðtals um þessi mál. Hinn fyrr- verandi starfsmaður IUS hefur hins vegar gefið þessa yfirlýs- ingu í Þjóðviljanum 12. marz sl.: „Það nær engri átt að gera vænt- anlega undirbúningsnefnd 7. heimsmótsins ábyrga fyrir meint- um misfellum hjá undirbúnings- nefnd 6. mótsins, þar sem hér er um tvo sjálfstæða aðila að ræða, óháða hvorn öðrum". Hver trygging er þá fyrir því á hinn bóginn, að 7. undirbúningsnefnd- in noti ekki sömu aðferðir á fjár- málasviðinu og sú sjötta?^ Fjár- málamenn kommúnista á íslandi hafa jafnan verið séðir, og hinn snjallasti þeirra fór æfðum hönd- um og fimum fingrum um sjóði síðustu undirbúningsnefndar, að þvi er fróðir alþýðubandalags- menn hafa fortalið. Er snillmg- urinn kannske fallinn í ónáð? Hvaðan skyldi annars það fé komið, sem þegar hefur verið lagt fram í Vín? Hver borgar uppi hald fjölmargra sérfræðinga kommúnista víðs vegar að úr heiminum, sem nú eru komnir á vegum heimsmótsins til Vínar, löngu áður en nokkrar þátttöku- þjóðir hafa greitt gjald sitt? Hver greiðir alla undirbúningsstarf- semi í Austurríki? Skv. upplýs- ingum blaðsins „Wahrheit** (mál gagn kommúnista í Graz í Aust- urriki) þann 11. des. 1958 verður festivalið í Vín „dýrasta heims- mótið, sem haldið hefur verið". Fyrirtækin, sem leggja féð fram, eru flest til húsa í Möllwald- platz 3, 4 og 5 i Vín en þær bygg- ingar voru miðstöðvar sovézku ritskoðunarinnar og sovézku leyniþjónustunnar á hernámsár- unum. Þau voru síðan afhent leppfyrirtækjum á borð við „Estate Kongressorganisations — G.m.b.H." og „Gazetta Zeitschrift en — G.m.b.H.“, en þau annast viðskipti kommúnista víða um heim ásamt „Metros Handels- und Vertiebsg. m.b.H.“. Höfuð- paur þessara fyrirtækja og sá, sem sér um undirbúning heims- mótsins er heiðursmaðurinn Hein rich Dúrmayer, gamall bolsa- þjarkur, útskrifaður úr Lenín- skólanum í Moskvu. 1945 gerði sovézka hernámsstjórnin í Aust- urríki hann að yfirforingja hinn- ar kommúnistísku ríkislögreglu sinnar „Staatspoiizei“, og hefur núverandi innanríkismálaráð- herra Austurríkis, sósialistinn Oskar Helmer, lýst þvi í endur- minningum sínum, hvernig Dur- mayer þessi aðstoðaði Rússa við tilraunir þeirra til þess að „volks demokratisera“ AUsturríki, þ. e. að gera það að „alþýðulýðveldi“ eftir ungverskri fyrirmynd. í þokkabót er maðurinn lögfræð- ingur Heimsfriðarráðsins (nú A1 þjóðafriðarstofnunarinnar, síðan Heimsfriðarráðið var rekið úr Austurríki vegna hlutleysis- brota), svo að ekki er dyggðin fín. í'rábærar fígúrur: Hannibal og hertoginn Það hefur vakið talsverða at- hygli, að í áróðri sínum fyrir heimsmótinu hafa kommúnistar misnotað islenzk nöfn herfilega. f málgögnum þeirra erlendis, eink um þeim, sem ætluð eru æsku- mönnum víðs vegar um heim til lesturs, birtast oftlega dálkar með heitinu „Frábærar fígúrur", þar sem hlaðið er saman vinsamleg- um ummælum þekktra manna um festivölin. Kommúnistar eru manna snobbaðastir og leita gjarn an til kóngafóiks, (t.d. fær amma Baldvins Belgíukonungs aldrei að vera í friði fyrir þeim), land- lausra aðalsmanna, uppgjafa ráð- herra eins og t.d. Hannibals, og annarra stórmenna mannkynssög unnar. Fyrir skömmu var Hanni- bal talinn til þessara frábæru fígúra, en tvennt þótti eftirtekt- arvert í sambandi við þá auglýs- ingastarfsemi. í fyrsta lagi var titill hans falsaður, því að auk félagsmálaráðherra var hann kallaður menntamála eða menn- ingarmálaráðherra, sem hann hef ur aldrei verið. Þetta var vita- skuld gert til þess að láta útlent æskufólk standa í þeirri mein- ingu að sá ráðherra íslenzkur, sem mest afskipti hefði af æsku- lýðnum, hvetti ungu kynslóðina í landi sínu til þess að sækja heimsmótið. f öðru lagi þóttu hvatningarorð Hannibals undar- leg fyrir þær sakir, að þótt ein- dregið og ákveðið orðalag áskor- unarinnar benti til gífurlegs á- huga hans á heimsmótinu, þá hafði hann aldrei beitt áhrifum sínum á æskulýð síns heima- lands. ísienzkir kommúnistar hafa gefið þá skýringu á því í einkaviðtölum, að þeim hafi þótt ráðlegast að láta ummæli Hanni- bals liggja í þagnargildi hér heima, því að ekkert væri lík- legra en að þau hefðu þveröfug áhrif við tilganginn. Um réttmæti þessarar skýringar skal ekki dæmt hér. Hitt stendur enn, að titill hans var falsaður erlendis, og að beiðni hans um að ungt fólk flykkist á festivalið, hin ein- læga ósk hans um að hann megi endurheimta hina fjarlægu æsku sína, svo að hann komist á heims- mótið, yfirlýsing hans og áskor- un, boðskapur og föðurleg bless- un hefur hvergi verið birt enn hér á landi. Fulltrúi kommúnista í utanríkisnefnd stúdentaráðs segir i áliti sínu 22. febr. sL: „Engu að síður hefur Alþjóða- samvinnunefndin fyrir nokknl sent leiðréttingu til viðkomandi blaða, og er þess að vænta, að þær birtist innan skamms". Ekki er enn vitað til þess, að leið- rétting hafi verið birt, og í síð- asta hefti „News Service", sem gefið er út af IUS, er tignasti vitnisburðurinn frá „ráðherra íslands í menningar- og þjóðfé- lagslegum vandamálum“, herra Hannibal Valdimarssyni. Þarna hefðu átt að vera hæg heimatök- in við að upplýsa útgefendur um, að H.V. hefur ekki verið ráð- herra síðan á fyrra ári og aldrei komið nálægt menningarmálum, því að fulltrúi kommúnista í utan ríkisnefnd SHÍ, sem sagði leið- réttingu hafa verið senda „fyrir nokkru“, vann um langt tima- bil hjá ISU. Öllu alvarlegra var það, þegar kommúnistar birtu í 3. tbl. blaðs- ins „Festival" yfirlýsingu og á- skorun frá manni, sem kallaður var „Hr. Theodor Gislason, for- seti Kennarasambandsins“. í is- lenzkri kennarastétt fyrirfinnst enginn með þessu eða svipuðu nafni, hvað þá að hann sé „for- seti Kennarasambandsins". Það er ekki ný bóla, að fyrir- svarsmenn heimsmótanna flaggi með nöfn frægra manna í heim- ildarleysi. Þeir hafa aldrei ver- ið vandir að áróðursmeðulum. Fyrir hvert heimsmót er útbásún að um alla heimsbyggðina, að hinn eða þessi líti með velþókn- un á væntanlegt festival, en síð- an kemur skæðadrífa af mótmæl- um frá fórnarlömbunum, sem segja nöfn sín hafa verið tekin traustataki. Eftirtalin nöfn eru hin fræg- ustu og tignustu, sem kommún- istar hafa notað í heimsmóta- áróðri sínum: Dr. Albert Schweitz er (mannvinurinn í Lambarene), Tensing (sá sem komst upp á Evrest um árið), Gina Lollobrig- ida (La Lollo), hertoginn af Mecklenburg (óþekktur) og Hannibal Valdimarsson (skýring ar óþarfar). Schweitzer, Tensing og Lollobrigida sendu þegar út mótmælayfirlýsingar, svo að eft- ir standa þá hertoginn og Hanni- bal, — og Theodor Gislason, en hann getur ekki mótmæit af skiljanlegum ástæðum. Hvers vegna íslendingar taka ekki þátt í mótinu Hér að framan hefur að nokkru verið rakið, hvers vegna heildar- samtök íslenzkrar æsku og stúd- entar hafa hafnað allri aðild að næsta heimsmóti. Enn er samt hætta á, að kommúnistar reyni að fá ýmsa hlutlausa aðila til þátttöku. í athyglisverðu bréfi um festivaláróður í Svíþjóð, sem WFDY sendi fyrir skemmstu frá sér, er opinskátt talað um það, hvernig festivalvinir (festival friends) og áróðui’smenn (propa- ganda workers) leggi allt kapp á að vinna menn til fylgis við heimsmótið „innan samtaka sinna og félaga, á vinnustað, meðal kunningja sinna og alls staðar, sem tækifæri býðst“. Einnig er minnzt á nauðsyn áróðurs innan verkalýðsfélaga, og að láta þekkta menntamenn (well- known cultural personalities) reka áróður innan félaga og í blöðum allra stjórnmálafloíka. Hér hefur þetta lítinn árangur borið. Helzt væri ástæða til þess að minnast á það, að tónsmíðum, sem senda á til samkeppni á heimsmótinu, ber að skila til Tónskáldaféiags íslands. Verk- efni Tónskáldafélagsins virðist ekki vera annað en að koma tón- smíðunum áleiðis til ísler.zku undirbúningsnefndarinnar, eða þá að póstleggja þau til Vínar. Tilgangurinn með því að láta Tón Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.