Morgunblaðið - 27.05.1959, Page 12

Morgunblaðið - 27.05.1959, Page 12
12 MORGVISRLAÐIÐ Miðvikudagur 27. maí 1959 Cinbýlishús í smáíbúðahverfinu 5 herbergi og eldhús til leigu. Tllboð sendist Morgunblaðinu auðkenntá „Smáíbúða hverfi — 4470“. Nýkomiö Hvít gerfi-Ieður í jakka. Dömu & HerrabúÖin Laugavegi 55 — Sími 18890. STEFNULJÓS, STUÐARATJAKKAR, SMURDÆLUR, LOFTDÆLUR, GLITLJÓS og m.fl. Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10 — Sími 11745. Kona óskast til eldhússtarfa. — Vaktaskipti. Uppl. á staðnum. Matbarinn Lækjargötu 6. 7. vélstfóra vantar á góðan hringnótabát frá Hafn- arfirði. Uppl. í síma 50565. Tilkynning Vér viljum hér með vekja athygli á að vér seljum fram- leiðsluvörur vorar í heildsölu aðeins til Kaupfélaga og kaupmanna sem sjá um dreifingu þeirra. Er því miður ekki hægt frir oss að afgreiða framleiðslu vora beint til neytenda og því þýðingarlaust fyrir fólk að leita til verk smiðjunnar eða starfsfólks hennar um slíka fyrirgreiðslu. Virðingarfyllst, VINNUFATAGEKÐ ISLANDS H.F. Góð verzlunaratvinna Við viljum ráða duglegan og reglusaman mann með góða verzlunarþekkingu, til algengra skrifstofu- og vátrygg- ingarstarfa. Enskukunnátta nauðsynleg. Þeir sem hafa áhuga fyrir þessari atvinnu, geta fengið nánari upplýs- ingar á skrifstofu okkar, Hafnarstræti 10—12, kl. 4 til 5 e. h. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Laus staða Staða byggingafulltrúa fyrir Skagaf jarðarsýslu, Austur- Húnavatnssýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu er hérmeð auglýst laus til umsóknar. Laun samkv. VHI fl. launalaga Umsóknarfrestur til 10. júní n.k. Umsóknir sendist til sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu, Húna- vatnssýslum eða Strandasýslu. Sauðárkróki, 25. maí 1959. Jóhann Salberg Guðmundsson e.u. — Hagkerfi Framh. aí bls. 11 En að þessum möguleikum mun- um við koma síðar. Reynslan af verðbólgu- aðgerðum Um reynslu annarra þjóða af viðureigninni við þetta vanda- mál, væri vert að birta íslenzk- um lesendum ýtarlegt mál. En blaðagrein eru eðlilega þröngar skorður settar. Því verður að nægja að drepa á örfáar niður- stjiður, án þess að hægt sé að koma við fullum rökstuðningi og tilvitnunum í raunveruleg dæmi. Þær aðgerðir, sem beitt hefur verið til hindrunar verðbólgu, má í aðalatriðum flokka i þrennt: 1. beiting peningalegrar jafnvæg- isstjórnar, 2. heildarsamninga stéttanna um kaupgjald, tekju- skiptingu og skyld atriði, 3. bein ríkisafskipti af ákvörðun kaup- gjalds og launa. Um fyrstu leiðina er skemmst frá að segja, að þær aðgerðir hafa reynzt ófullnægjandi út af fyr- ir sig. Engin þjóð getur án þess verið að leita peningalegs jafn- vægis. En jafnvægi er sitt hvað, eftir því við hvað er miðað. Vandinn er sá, að það jafnvægi, sem að öðru leyti er talið hæfi- legt, dugir ekki að þessu leyti. Aðeins með því að beita all harkalegum samdráttaraðgerð- um, er aukið hafa atvinnuleysi um t. d. 1% vinnuaflsins, hefur tekizt að hægja á verðbólgunni sem nemur t. d. 2—3%, en ekki að stöðva hana. Jafnframt hefur dregið að ráði úr vexti fram- leiðslu og framleiðni. Við sérstök skilyrði, eins og á viðreisnar- tímabili Þýzkalands eftir stríðið, hefur sérstaklega ör afkastaaukn- ing vegið upp kauphækkanir, svo að ekki hefur komið að sök. En annars hefur þessi hagstjórn- araðferð verið þeim annmarka bundin, að tveim torsættanlegum meginmarkmiðum er fórnað á víxl hverju fyrir annað. Verð- bólgan þykir ganga of langt, svo að kippt er í taumana. En brátt þykir samdráttur atvinnulifsins of alvarlegur miðað við árang- ur, svo að losað er um taumhald kaupgetu og eftirspurnar, og sami leikurinn endurtekur sig. Til þess að komast út úr þess- ari sjálfheldu hefur verið reynd leið heildarsamninga stéttanna að tilstuðlan ríkisins, og að meira eða minna leyti með samningum við ríkið sjálft. Til þess að þessi leið sé fær, verða stéttasamtök- in að hafa náð vissum þroska og samheldni. Þau verða að lúta sterkri stjórn eða forustu heild- arsamtaka. Þessi leið hefur eink- um verið reynd á Norðurlöndum og í Hollandi og að nokkru leyti undir stjórn Verkamannaflokks- ins í Bretlandi. í rauninni var það þessi leið, sem vinstri stjórn- in á íslandi ætlaði að reyna. En við skipulag og starfshætti stétt- arsamtaka okkar reyndist hún ekki fær. Yfirleitt hefur þessi leið reynzt vel yfir skemmri tímabil, 2—3 ár, en til lengdar byggist stöðugleiki kaupgjalds við slíkt fyrirkomulag á fylgi þeirrar stefnu meðal einstakra félaga og óbreyttra iiðsmanna. Hafa þessi öfl stundum brotið svo af sér böndin að grípa hefur orðið til samdráttaraðgerða til að hemja ólguna. Hefur þessi leið því í heild ekki sýnt mikla yfirburði yfir hina fyrri. Þó bendir hún að ýmsu leyti fram á við. Stéttabaráttan verður ekki umflúin. Hana verður að heyja á einhverjum vettvangi utan stjórnmálasviðsins sjálfs. Með því að hemja þessa baráttu inn- an ramma heildarsamninga er hægt að gera hana í senn árang- ursríkari fyrir launþegasamtökin í heild og síður liklega til að leiða út í öfgar og glundroða. Yfirleitt hefur það verið talið skilyrði fyrir framkvæmanleika kaupstöðvvmar, að heildarsamtök launþega eigi greiðan aðgang að ríkisvaldinu til samráðs um af- skipti ríkisins af kjaramálum. Hins vegar hefur vantað úrslita- vald opinberra aðila um hámarks hækkun kaupgjalds. Gerðar háfa verið tilraunir með að Veita opinberum stofn- unum slíkt úrslitavald, og er það þriðja leiðin, sem að ofan grein- ir. í Hollandi hefur þetta verið tengt nægilega skipulögðu kerfi heildarsamninga. 1 Bandaríkjun- um hefur þetta verið reynt á tvennum stríðstímum við skip- an dreifðra samningagerða. í Ástralíu hefur slik skipan verið við líði i meira en hálfa öld, en lengst af verið beitt til að ná öðr- um markmiðum en peningalegum stöðugleika. Frá einræðisríkjun- um eru nóg dæmi slíkrar beit- ingar ríkisvalds. En þau dæmi eru ekki lærdómsrík fyrir okk- ur, þar sem því marki var náð með því að eyða lýðræðinu í verkalýðssamtökunum eða koma þar á mjög kynlega skilgreindu lýðræði. Þessi kaupstjórnarkerfi lýð- ræiðsþjóðanna hafa alls ekki staðizt allan þann þrýsting, sem að þeim hefur verið beint. Marg- ar tilslakanir hafa verið gerðar af pólitískri nauðsyn. Þó hefur náðst verulegur órangur með þessum aðgerðum, og að jafnaði svo mikill sem valdhafarnir hafa haft hug og dug til, þar eð úr- skurðunum hefur undantekning- arlítið verið hlýtt. Mistök og árangursleysi má einkum kenna því, að ekki hefur tekizt að byggja þessi kerfi á skýrum og samstæðum grundvallarreglum. Hið sama gildij; um leið heildar- samninganna. Helztar þeirra meginreglna, sem fylgja ber, eru sem hér segir: 1. Hver árangursrík lausn hlýt- ur að sameina þá meginkosti að halda starfhæfu verðmyndunar- kerfi með stöðugu peningagildi, en þó sveigjanleika og aðlögunar- hæfni í verðmyndun, og að veita félagslegum öflum hugsjóna og hagsmunabaráttu aðstöðu til á- hrifa á hlutaskipti áfrakstursins. Fólk lifir ekki einungis í efna- hagslegri heldur engu síður í fé- lagslegri tilveru. Það er eins mik- ið skilyrði velferðar og hamingju að hafa tækifæri til að leita fé- lagslegs réttlætis og sanngirni eins og að njóta tækifæra starf- hæfrar efnahagsskipunar. I stað þeirra baráttuaðferða, sem dæmd ar eru óhæfar, verður að gefa kost á öðrum, sem eru í senn áhrifameiri og skaðlausari. 2. Ákveða þarf, að hve miklu leyti kjarabaráttan skuli koma fram í að hafa áhrif á verðlag að óbreyttu kaupgjaldi og að hve miklu leyti í að hafa áhrif á kaup gjald að óbreyttu verðlagi. Sé ekki hirt um að binda þetta á- kveðnum reglum, lætur allt und- an upp á við, kaupgjald og verð- lag. Þær ákvarðanir sem þannig eru teknar hverju sinni, verða að vera endanlegar, þannig að kaupgjaldi sé ekki breytt til að jafna upp þá breytingu, sem sam- þykkt hefur verið í verðiagi, eða öfugt. 3. Gengi gjaldeyrisins verður að vera sveigjanlegt að því marki, sem kaupgjaldi er haldið stöðugra en með öðrum þjóðum. Að öðrum kosti hlýtur kaupgjald ið að brjóta af sér öll bönd vegna röskunar, sem kemur erlendis frá. 4. Aðskilja verður ákvörðun kauplagsins í heild, eins og það birtist í veginni meðalvísitölu ahra kauptaxta, og ákvörðun launahlutfalla eða launmismuna. Kauplagið er hin mikilvæga stærð peningakerfisins, er ákveð ur sjálft gildi peninganna, og er stefnt að því að halda því stöð- ugu. Launahlutföllin eru allt annars eðlis. Þau hafa raunveru- lega þýðingu fyrir tílfærslur mannafla og jafnvægi vinnumark aðarins og þurfa því að vera hæfilega sveigjanleg, þótt fáum detti lengur í hug, að þau eigi að vera gjörsamlega á valdi markaðsafla. Jafnframt ráða þau tekjuskipting unni milli launþega í hinum ýmsu launþegastéttum, og er það hin eina tegund tekjuskiptingar, er kaupgjaldsbaráttan getur raun verulega ráðið. Þannig hafa launahlutföllin milli launþega- stéttanna þýðingu bæði sem markaðsfyrirbæri og sem hags- munamál. Engin hugmynd hefur komið fram um að aðskilja þessa tvo þætti kaupgjaldsákvörðunar. Hefur það reynzt mikill ásteit- ingarsteinn kaupfestingartil- rauna. Sé ekki gætt ofangreindra meg inreglna, lendir stéttabaráttan í glundroða, þar sem háð er þrenns konar barátta, samflækt í einn allsherjar slag. Baráttan er um peningagildið, um skipt- ingu þjóðartekna milli fjármagns og vinnuafls og um launahlutföll- in milli launþegastéttanna. Það hlýtur að vera meginatriði góðs hagstjórnarkerfis að aðskilja þessi baráttuatriði svo sem verða má, þannig að hvert þeirra sé ákveðið eftir sínum eigin rökum. Fokhelf steinhús 126 ferm., tvær hæðir, 5 herb. íbúð og 3ja herb. íbúð við Borgarholtsbraut til sölu. Söluverð kr. 280 þús. IXIýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546 Piltur með bifreiðastjórapróf óskast strax. J.C. Kle .i Baldurgötu 14. - Utan úr heimi Framh. af bls. 10 marki, hvað þjónustu viðkemur, sem vestræn flugfélög hafa náð í harðri samkeppni. Farþegarými rússnesku þotanna er ekki ýkja- vandað; þær eru t.d. ekki svipað því eins þægilegar fyrir farþega og Caravelle hin franska. Það verður engan veginn auð- velt fyrir Rússa að ná í fyrstu atrennu því stigi, sem PAA, KLM, SAS og önnur vestræn flugfélög hafa náð í þeirri list að láta fara vel um farþega sína. 5 herbergja íbúð til leigu í Grænuhlíð 9 frá 1. júní. Upplýsingar í síma 36112. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.