Morgunblaðið - 19.06.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.1959, Qupperneq 2
2 WoncrnvnLAÐiÐ Föstudagur 19. júní 1959 Rógur í landhelgismálinu Kaupfélagsstjóri uppvis af opinberum ósannindum í TÍMANUM á þriðjudag er frá- sögn af kjósendafundi í Grafar- nesi undir margdálka fyrirsögn: „Er Sjálfstæðisflokkurinn að boða undanhald í landlhelgismál- inu?“, og síðan er í annarri minni fyrirsögn sagt, að Sigurður Ágústsson hafi látið „liggja að því“ í ræðu sinni. Ástæðan til þessarar æsifregnar er talin sú, að Sigurður hafi ekki svarað þarflausri fyrirspurn frá Pétri Sigurðssyni kaupfélagsstjóra. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að þegar Sigurður var að skýra frá sprengingunni út af landhelgismálinu í vinstri stjórn inm í fyrra og skoðanamun ráð- herranna innbyrðis, missti komm únisti nokkur á fundinum alla stjórn á sjálfum sér, rauk upp úr sæti sínu með hrópi miklu og sagðist ekki geta hlustað á annað eins. „Við viljum 12 mílur og ekkert ann- að en 12 mílur“, hvein í honum, og skoraði hann á alla góða menn að ganga af fundi með sér. Rauk hann síðan af fundi, aleinn, en fundarmenn brostu að látun- um í manninum. Báðir lýstu frummælendur á fundinum bví, að allir væru sam- mála um það, að engin undan- látssemi gegn ofbeldi Breta kæmi til greiria. Pétur Benediktsson tók alla sögu landihelgismálsins til rækilegrar meðferðar og vítti það sérstakega, að illa hafi verið haldið á spilunum í fyrrasumar. Því hafi farið fjarri, að allar leið ir til að koma málstað okkar fram með festu og eindrægni, en án þess að óvingast við aðrar þjóðir hafi verið fullkannaðar. í stað þess hafi Hermann Jónasson knúið fram stefnu Lúðvíks og annarra kommúnista, Moskvu- stefnuna, sem líklegust var til þess að valda árekstri við vin- veittar þjóðir á Vesturlöndum. Oft væri fleiri en ein leið að settu marki, og aðferðin til að afla málstað sínum stuðnings væri ekki sú að berja höfðinu við steininn og endurtaka sömu orðin í sífellu. I ræðu sinni hafði Sigurður einnig sagt mönnum frá tvö- feldni Rússa í málinu, hvernig þeir viðurkenndu víkkun fisk- veiðilögsögunnar við ísland, eftir að hafa spillt fyrir því á Genfar- ráðstefnunni að þessi regla næði samþykki fundarins oð yrði ekki lengur deilumál milli þjóða. Báð- ir höfðu frummælendur og á það bent, að „12 mílur og ekkert ann að en 12 mílur“ væri ekki hið endanlega markmið íslendinga, heldur verndun allra fiskimiða á landgrunninu. Það mætti ein- mitt vara sig á því, að það, hve klaufalega var á málinu á haldið undir stjórn Lúðvíks Jósepsson- ar, yrði ekki til þess að binda okkur við þessa ónógu verndun fiskimiðanna, sbr. það, er hann í einstrengingshætti sínum og á- kefð „gleymdi" að rétta grunn- línurnar, þrátt fyrir það, að um það atriði hafi náðst tilskilinn meirihluti á Genfarráðstefnunni. Það sést af þessu, hvort ástæða var til þess að eyða orðum að því á fundinum að svara mann- inum um þetta atriði, þegar hann hafði sýnilega ekki hlustað á það sem fram fór, nema með hálfu eyra. Fréttaflutningur hans af þessum fundi kemur hins vegar engum á óvart, sem viðstaddur var, því að þarna varð hann upp- vís að ósvífnum ósannindum, er hann bar það á Sigurð Ágústsson að hafa farið með óviðurkvæmi- Iegt orðbragð um annan fram- bjóðanda, Pétur Pétursson, á leiðarþingi. Þetta var rækilega rekið ofan í kaupfélagsstjórann af fjölda fundarmanna, sem verið höfðu viðstaddir á leiðarþinginu og vissu af eigin raun, hvað þar hafði fram farið. Annars er mann inum bezt lýst með því, að í frétta klausu sinni heldur hann því fram, að það sj,é eitthvert aðal- atriði í þjóðmálunum, hvort það var í herskála eða íþróttaskála, sem Hermann Jónasson varð af- velta í desember. Hjónin Oddfríður og Paul Sætre frá Álasundi. Norðmenn koma areiðan- lega með sömu kröfur Spjallað við norsk-íslenzk hjón um landhelgismálið og sitthvað fleirra Fréftir í stutfu máli HINGAJÐ til lands eru komin í stutta heimsókn hjónin Oddfríð- ur og Paul Sætre frá Álasundi í Noregi. Þau slóust í förina með þátttakendum í fyrstu ferð ungs skólafólks frá bænum Lathi í Finnlandi, Vesterás í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Álesund til vinabæjarins Akureyrar. Ekki er þó svo að skilja, að þau njón- in séu ekki fyrir löngu staðin upp af skólabekknum. Þau sáu sér hins vegar snjallan leik á borði, þeg’r boð var látið ganga um að hægt væri að fá far með hópnum, og ákváðu að bregða sér til íslands, þar sem þau dvelja í huganum, enda er frúin fædd hér og uppalin. Fór utan fyrir 35 árum. — Ég var byrjuð að læra hjúkrun árið 192J, sagði frú Odd- fríður tíðindamanni blaðsins. er þau hjónin litu inn á ritstjórnar- skrifstofurnar síðdegis í gær. — Það var á Vífilsstöðum. En á Á Dublin, 18. júní. Reuter. Úr- slit forsetakosninganna í írlandi, sem fram fóru í gær, verða vart kunn fyrr í nótt. Þó er ljóst, að de Valera hefur fengið miklu fleiri atkvæði en keppinautur hans, MacEoin, hershöfðingi. í kvöld hafði de Valera fengið 289.000 atkvæði, en MacCoin 223.000 at- kvæði Um 60% kjósenda á kjör- skrá greiddu atkvæði. Little Rock, 18. júní. Faubus ríkisstjóri í Arkansas beið ósigur í dag, þegar sambandsdómstóll- inn í Little Rock kvað upp þann úrskurð, að lög sem Faubus setti í fyrra um að loka skólum frem- ur en leyfa börnum hvítra manna og blökkumanna að ganga sam- an í skóla, væru brot á stjórnar- skrá Bandarikjanna. Dómstóll- inn taldi það einnig brot á stjórn arskránni að láta það fé, sem áður rann til skóla ríkisins, ganga nú til einkaskóla, þar sem börn blökkumanna fá ekki aðgang. ÍT Kaupmannahöfn, 18. júní. Reuter. Forsætis- og utanrík- isráðherrar Dana, Norðmanna og Svía koma saman til fundar 11. júlí í Svíþjóð. Þennan fund sitja líka ráðherrar sem fara með sam vinnumál landsmanna. Á rundin- um verður rætt um stofnun við- skiptabandalags sjö Evrópuríkja. Danir hafa mikla sérstöðu í þessu máli, og eru margir hræddir um, að aðild Dana að bandalaginu geti orðið óhagstæð fyrir dansk- an landbúnað. Godthaab, 18. júní. — Nýlega kom upp kvittur um það, að hætta /æri á að sárasóttarfar- aldur væ.i í uppsiglingu í Græn landi. Málið hefur nú verið rann- sakað, og ‘hefur komið í ljós, að smithætta er ekki. Danskur sjómaður, sem talið er að hefði smitazt aí sárasótt í Grænlandi, hefur smitast annars staðar, að sögn lækna. ir Madrid, 18. júní. Reuter. Að undanförnu hefur verið dreift flugmiðum og dreifibréfum víða á Spáni, og er þar skorað á verka menn að gera sólarhringsverk- fall í landinu öllu. Átti það að hefjast í morgun, en þátttakan hefur verið lítil sem engin. Kom- múnistar stóðu að þessari verk- fallsboðun ásamt ýmsum öðrum flokkum, sem andvígir eru stjórn inni, en andkommúnistaflokk- arnir hættu stuðningi við verk- fallið, þegar í Ijós kom að kom- múnistar hugðust verða einráðir um framkvæmd þess. Spænska lögreglan hefur andtekið um 100 manns, sem grunaðir eru um að hafa staðið að þessari verkfalls- boðun. •k Durhan, 18. júní Reuter. — Óeirðir urðu í dag í Durban í Suður-Afríku, og skaut lögregl- an á hóp blökkumanna, sem hafði grýtt lögregluþjóna. Um 3000 konur, vopnaðar kylfum og öðrum bareflum, þustu inn í veit ingastofur og vínstúkur borgar- innar, brutu mjaðartunnur og bönnuðu blökkumönnum að eiga viðskipti við vínstúkurnar. Var þetta gert vegna þess, að lögregl- an hafði hellt niður miklu af bruggi blökkumanna. Út af þessu urðu óeirðirnar. * HAMBORG, 15. júní. — I morgun kom upp eldur í brezka sæsímaskipinu „Ocean Layer“ á miðju Atlantshafi. Þýzka skipið „Flavia" bjargaði öllum sem voru um borð, 98 manns, en síðan reyndu sjö þýzkir sjómenn að fara um borð og bjarga skipinu, sem er 4534 tonn. 1 kvöld var sagt að eldurinn væri næstum útdauður. Von var á dráttarbáti til að draga sæsímaskipið til hafnar. þeim tíma þóttist enginn maður með mönnum sem ekki kunni dönsku og var meira eða minna forframaður. Svo að ég for t'd Oslo árið eftir og ílentist þar við hjúkrunarstörfin í ein 15 ár, þangað til við giftum okkur; ég hef raunar síður en svo ieitt þau alveg hjá mér síðan. Meiri viðskipti báðum til hags. Paul Sætre starfar við fyrirtæki sem heíur margvislegar raf- magnsvörur á boðstólum en verzl ar einnig með notaða báta, bíla, vinnuvélar og annast þessháttar milli landa. Það er því sízt að undra, þótt hann láti viðskipta- málin hvað helzt til sín taka. — Margir eru þess fýsandi, að ekki aðeins samgöngurnar held- ur einnig verzlunarviðskipti milli þessara gömlu frændþjóða geti gengið greiðlega. Og þo að þær séu líkar um margt og jafnvel keppinautar á vettvangi fisk- Cenfarráðstefnan að renna út í sandinn GENF, 18. júní. — Reuter. — Herter utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kvaddi einkaflugvél sína til Genfar i dag, svo að hún væri til taks þegar ráðstefnu ut- anríkisráðherranna lyki. Á sama tíma gerði brezki utanríkisráð- herrann síðustu tilraun til að blása nýju lífi i ráðstefnuna, cn hún virðist vera að fara út um þúfur. Einkaflugvél Herters kom frá Bandaríkjunum og lenti í Genf kl. 2 e. h. Formælandi banda- rísku sendinefndarinnar sagði, að ekki mætti draga þá ályktun af komu flugvélarinnar, að Hert- er mundi fara frá Genf þegar í stað. Sagði hann, að utanríkis- ráðherrar Vesturveldanna væru nú að bíða eftir endanlegu svaii Grómýkós utanrikisráðherra Rússa við síðustu Berlínar-tillögu Vesturveldanna, sem var lögð fyrir hann í fyrrakvöld. Grómý- kó hefur lofað að gefa svar við henni eins fljótt og auðið er. Grómýkó bíður fyrirmæla Lloyd utanríiksráðherra Breta skoraði í dag á Grómýkó að fall- ast á síðustu málamiðlunartil- lögu Vesturveldanna. Þeir snæddu saman hádegisverð, skömmu áður en utanríkisráð- herrarnir fjórir komu saman til að skera úr um það, hvort slíta skyldi ráðstefnunni. Það er haft fyrir satt, að Grómýkó hafi verið í sambandi við stjórnina í Moskvu til að fá ný fyrirmæJl eftir fundinn í gær. Fyrr í dag áttu Herter, Lloyd og de Murville hálftíma fund þar sem þeir ræddu möguleikann á því að slíta ráðstefnunni, ef Grómýkó hafnaði síðustu tillögu þeirra. Það er haft eftir bandarískum heimildum, að Herter búist við að ráðstefnunni Ijúki í þessati viku. Hann hefur hug á að heim- sækja Berlín áður en hann flýg- ur aftur til Washington, en slík heimsókn er því aðeins möguleg að ráðstefnunni Ijúki fyrir næsta föstudag. Fundi frestað Fundi utanríkisráðherranna var frestað í dag að beiðni Grómýkós, og er það talið stafa af því að hann hafi ekki fengið fyrirmæli um það frá Moskvu, hvemig hann eigi að svara til- lögu Vesturveldanna. Verður fundurinn haldinn á morgun. Krúsjeff ræðir nú við leiðtoga austur-þýzkra kommúnista, þá Grotewohl og Ulbricht, og er talið víst að hann taki ekki á- kvörðun um svarið til Vestur- veldanna, fyrr en þeim viðræð- um er lokið. Vestrænir leiðtogar hittast Stórblaðið „New York Times“ skýrir frá því í dag, að hver sem árangurinn verður af ráðstefnu utanríkisráðherranna, þá muni æðstu menn Vesturveldanna koma saman til fundar í París í sumar til að ræða ýmis aðkall- andi vandamál, m. a. kröfu Frakka um yfirráð yfir þeim kjarnavopnum og flugvélum, er flytja þau, sem nú eru á franskri grund. framleiðslunnar, þá held ég, að hvor um sig framleiði sitthvað, sem hin hefir þörf fyrir. Má t. d. nefna timbrið hjá okkur og svo ullina og einkum kindakjötið, sem við hjónin söknum mikið, frá ykkur. Þjóðirnar gætu stutt hvor aðra með viðskiptum sín á milli. Norðmenn fylgja á eftir. Þá barst talið að landhelgis- málinu og sögði- þau hjónin, seni búsett eru í mesta fiskveiðabæ Noregs, að ekki þyrfti að efast um samúð norsks almennings með málstað íslendinga, enda væri honum Ijóst, að hér væri um lífsnauðsynjamál að ræða. — Við Norðmenn komum áreið- anlega með sömu kröfur síðar, þó að stjórnin hafi um sinn kosið að bíða eftir nýrri ráðstefnu, sagði Paul, alvarlegur í bragði. — Framferði Breta innan fisk- veiðitakmarkarma nýju er fyrir neðan allar heilur. Mikill áhugi fyrir íslenzkum malum. f Álasundi, sem er um 19. þus manna bær, búa 10—12 íslend- ingar. — Við reynum að hittast eins oft og hægt er, segir frú Oddfríður. — Þegar maður er erlendis, þykir manni erm vænna um landið. Ég fylgist all- vel með gangi mála hérna, þar á meðal stjórnmálunum, þó að ekki sé allt sem fallegast, sem sagt er í þeim efnum. Fréttir heyrum við í íslenzka útvarpinu, þegar skilyrði eru góð. En oft eru þær þó yfirgnæfðar af sænskri stöð og eins sovezkri. Annars flytur Thorolf Smith frábæra fréttaþætti í norska útvarpið allt af við og við. Og Paul bætir við: Þegar hann er kynntur, þagna allir, hvort sem þeir eru Norð- menn eða íslendingar, því að á- huginn er mikill fyrir íslenzkum málefnum. Thorolf segist mjög skilmerkilega frá því, sem efst er á baugi hverju sinni. Ekki er áhuginn síztur meðal þeirra Norðmanna, sem heimsótt hafa ísland síðustu árin, sagði frú Oddfríður, enda eru þeir flestir stórhrifnir af landi og þjóð. Daginn áður en við lögð- um af stað gekk Edwin 'Solen, stjórnandi Alesunds Mandsang- forening, sem var hér í fyrra, þvert yfir götu í veg fyrir mig og bað mig að skila beztu kveðju til hinna mörgu vina kórmanna hérlendis. — Þeir áttu ekki orð til að lýsa dvölinni á íslandi, þegar þeir komu heim í fyrra. Við gleymum henm aldrei, sögðu þeir okkur og andlit þeirra ljóm- uðu af ánægju, sögðu þau hjónin að lokum. Margt breytt á skömmum tíma. Þau Oddfríður og Paul Sætre ætla að nota þá daga, sem þau dveljast hér til pess að kyrina sér sem flestar af þeim breyting- um og framförum, sem hér hafa orðið, síðan þau komu síðast hingað til lands fyrir meira en áratug. Flest það, sem þeim hef- ur nú þegar unnist tíma til að skoða, hefur tekið svo miklum stakkaskiptum, að þein þykir furðu sæta. Að lokum má geta þess, að þau fögnuðu sérsvaklegr, að geta verið hér á þjóðhátíðar- daginn k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.