Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 6
e
MORCVTSBLAÐIÐ
Mánudagur 23. júni 1959
v ÍA wJÍHlr
Þessl mynd var tekin er fyrsta síldin, sem veidd er í hringnót við Vestmannaeyjar, kom á land.
Það var hringnótabáturinn Bergur VE 44, sem síldina fékk, 200 tunnur í fjórum köstum. Fór sá
afli til frystingar og í bræðslu. — Fréttaritari blaðsins í Vestmannaeyjum símaði í gær að í
fyrrinótt hefði Bergur svo farið aftur á veiðar með hringnótina og fengið 100 tunnur. Skip-
stjórinn á Bergi, Kristinn Pálsson, sagði mikla sild en hún hélt sig við botninn og erfitt er að
ná henni. — Vélbáturinn Gullborg, skipstjóri Benóný Friðriksson, reyndi einnig með hringnót
í fyrrinótt, en aflaði ekkert. —
Hifaþörf Hverg eröinga
HVERAGERÐI er heimsins bezti
staður, sagði eitt af stórskáldum
Hveragerðis í skemmtibrag, sem
ortur var fyrir nokkrum árum.
Undir þetta gátu víst allir Hver-
gerðingar tekið þá. Nú er hins
vegar ekki víst að allir væru því
sammála. •
Um þessar mundir er verið að
fleygja út úr gróðurhúsum Hvera
gerðis tómata og agúrkuplöntum,
sem hefðu átt að vera að gefa
fulla uppskeru um þetta leyti
Stafar þetta af langvarandi hita-
skorti í gróðurhúsunum. Tjón á
þessari matjurtauppskeru mun
nema frá 200—300 þúsund krón-
um. Annað tjón, svo sem seinkun
á biómauppskeru og fleiru mun
vart verða metið tii fjár.
Að baki þessu liggur löng saga
um baráttu við jarðarhita Hvera-
gerðis, sem ennþá hefur ekki ver
ið beizlaður, svo að gagni sé.
Þegar Hveragerði byrjaði að
byggjast, var sá háttur hafður á
að menn reistu gróðurhús, sem
næst þeim heitu lindum sem á
staðnum voru og leiddu vatnið
úr þeim beint inn í gróður- og
íbúðarhús. Þegar byggð jókst
urðu þessar lindir brátt full-
nýttar og einnig tóku þær stöð-
ugum breytingum og var því erf-
itt á þær að treysta.
Tóku menn þá að bora holur,
hver upp á sitt eindæmi og
þurftu venjulega ekki djúpt að
bora þar til vatn og gufa kom
upp. Þesi aðferð var notuð um
fjölda ára og var þá svo komíð
að mikill fjöldi af borholum var
í notkun og voru þær ýmist not-
aðar af einum eða fleiri aðilum
saman.
Þessar borholur ullu alltaf ein-
hverjum erfiðleikum. Þær áttu
það til að stíflast, gefa misjafnt
og jafnvel að hætta að gefa.
Byggingar gróðurhúsa og íbúðar-
húsa héldu alltaf áfram að auk-
ast og þar kom að menn sáu
fram á að þetta fyrirkomulag
væri ónógt.
Upp úr 1950 var farið að ræða
um að stofna sameiginlega hita-
veitu fyrir allt þorpið.
Þessu var svo hrundið í fram-
kvæmd þannig að virkjuð var
gufuhola á aðalhitasvæði Hvera-
gerðis. Gufan var látin hita upp
kalt vatn í hringrásarkerfi og
náði þetta kerfi til að byrja með
til meiri 1 uta íbúðar- og gróður-
húsa í austurhluta þorpsins.
Bráðlega kom í ljós að þessi
eina hola væri ekki nægjanleg
og var þá boruð önnur og virkjuð
á sama hátt. Stóð það á endum
að þegar sú seinni hafði verið
boruð, brást hin fyrri að mestu
leyti.
Þessi hitaveita reyndist allvel
fyrstu tvö árin og var þá unnið
að því að koma hitaváitunni á
fyrir stærri hluta þorpsins. I því
skyni var boruð þriðja holan og
hún virkjuð og er það eina hol-
an, sem nothæf hefur verið fram
að þessu.
Fyrstu holurnar reyndust hins
vegar mjög óöruggar og á sama
tíma var stöðugt verið að færa
út kerfið, með vaxandi byggð.
Til að reyna að bæta úr þessu
voru boraðar margar fleiri hol-
ur, án teljandi árangurs.
Á síðasta ári var svo komið að
nýr og mikill djúpbor væri vænt
anlegur til landsins, og hugðu
Hvergerðingar gott til að sá bor
mundi fáanlegur til að bæta end-
anlega úr þessu hitavandamáli.
Eftir að sá bor kom til lands-
ins var hann fluttur austur fyrir
fjall og inn í Hengil. Þar boraði
hann eina holu og var síðan flutt
ur í áttina að Hveragerði og
fréttu menn af vaxandi góðum
árangri, eftir því sem nær dro
þorpinu. Hvergerðingar bjuggu
sig undir að taka hátíðlega á
móti bornum, enda hafði frézt
að búið væri að mæla fyrir holu
í útjaðri þorpsins.
Þetta varð þó aldrei að veru-
leika, því einn góðan veðurdag
sáu þeir á eftir honum í átt til
Reykjavíkur.
Síðastliðinn vetur var hitinn
ótryggari hjá Hvergerðingum en
nokkru sinni fyrr. Holurnar voru
mjög ótryggar og hættu að gefa
öðru hvoru.
Um mánaðamótin marz og apríl
hættu þær næstum alveg að gefa
og síðan má segja að hafi verið
algjört neyðarástand í gróðurhús
unum. í byrjun apríl var fengin
gamall bor, sem staðsettur hafði
verið á Selfossi. Þessi bor var
sagður sæmilega fljótvirkur og
geta borað miklu dýpra, en þeir
borar, sem áður höfðu verið not
aðir. Hann hefur hins vegar
reynst mjög seinvirkur og þar að
auki hefur hann verið óstarf-
hæfur upp undir mánuð.
Á meðan þessu fer fram bíða
garðyrkjumenn með gróðurhúsin
næstum hitalaus og þó þessi bor
komizt í gang, þá er lítil von að
hann bjargi málunum7 a. m. k.
nógu fljótt. Þeim gengur illa að
skilja, að á sama tíma er stór-
virkasti bor landsins í notkun
þar sem lífsafkoma manna velt-
ur ekki eins á árangrinum.
Garðyrkjumenn Hveragerðis
eru fast að 30 talsins og flestir
ungir menn, sem að loknu garð-
yrkjunámi hafa reist gróðarstöð,
í flestum tilfellum með tvær
hendur tómar. Með þrotlausu
erfiði hefur þessum mönnum tek
ist að skapa sér lífvænlega af-
komuskilyrði og á sama tíma
upp nýjan atvinnuveg. Verði
ekki skjótt og varanlega brugðið
við til bjargar, sjá þeir sitt ævi
starf í rústum, áður en árið er
liðið.
Þó garðyrkjumenn eigi þarna
um sárast að binda, þá eiga allir
Hvergerðingar þarna hlut að máli
því illa verður líft í óhituðum
íbúðarhúsunum næsta vetur.
Ekki verður því þó að óreyndu
trúað að þessi mál verði ekki
leyst hið bráðasta og ættu allir
þeir, sem hér geta lagt hönd á
plóginn að bregða skjótt við og
bjarga því sem bjargað verður.
Sveinn Indriðason.
Hásetahlutur á Sólborgu
nœr 83. þús. kr. 1958
AÐALFUNDUR togarafélagsins
ísfirðings h.f. var haldinn hér á
ísafirði í húsakynnum félagsins
við Suðurgötu. Matthías Bjarna-
son, formaður félagsstjórnar
flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir
árið 1958. Grendi hann frá því,
að á því ári hefði hagur félagsins
batnað til muna, enda þótt langt
sé frá því að allir fjárhagsörðug-
leikar séu úr sögunni, er verið
hafa vegna hallareksturs undan-
farinna ára og mikillar fjárfest-
ingar. Afli skipa félagsins var
betri árið 1958 en 1957, eða sem
hér greinir:
ísborg 4221 tonn á móti 3467
tonnum árið áður. Sólborg 5554
tonn á móti 4456 tonnum árið
1957. Hásetahlutur á Sólborgu
var kr. 82.822,13. Saltfiskverkun
var minni en árið 1957, eða um
150 tonn.
Árið 1958 var fyrsta starfsár
hraðfrystihúss félagsins. Vinnslu
dagar þess voru 204 og framleiðsl
an alls 67.358 kassar eða 1.685.976
kg. af fiskflökum. í því sambandi
má geta þess, að þessi framleiðsla
er meiri en nokkurs annars hrað-
frystihúss á Vestfjörðum árið
1958.
i* '. *W¥á Í /' • ' M 111. yifg 'sa skrifar úr daglega lífinu .
„Hlustar.di" skriiar:
„]|*|'ARGT bar á góma í eldhús-
ilJI. dagsumræður.um á síðasta
alþingi. Ég hefi verið að furða
mig á að .kki skuli hafa verið
talað um eitt atriði, sem ég veitti
sérstaka athygli.
Eitt af því, sem mér er minnis-
stæðast frá umræðunum, er kafli
úr ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar ráð-
herra, þegar hann talaði um efna
hagsmál, en þar ætti hann, hag-
fræðingurinn,, að vera á réttri
hillu. f því efni kvað hann flokk
sinn, Alþýðuflokkinn, eiga sam-
stöðu með flokksbræðrum sínum
á Norðurlöndum. En þai sem þeir
stjórnuðu, væri oft opinbert eft-
irlit með öllum atvinnurekstri,
en einstökum atvinnurekendum
þó gefið nokkurt svigúm til at-
hafna.
Um aðra flokka var ráðherrann
fáorður h\ . ' tta snerti. Þó gat
hann þess, að stefna Sjálfstæðis-
flokksins I atvinnumálum, væri
mjög svipuð og hjá Kristlega lýð
ræðisflokknum í Vestur-Þýzka-
landi. En ekki gerði hann frekar
grein fyrir hvernig sú stefna
væri.
Þótt Gylfi láti þar við sitja,
þá bar hami óbeinlínis mikið lof á
Sjálfstæðisflokkinn. Því það
er lýðum ljóst, að hvergi á jarð-
ríki eru framfarir jafn hrað-
stígar og í Vestur-Þýzklandi. —
Þjóðverjar hafa miður góða
réynslu af tveim öfgaflokkum,
kommúnistum og nazistum, og
hafa nú hafnað leiðsögu hvorra
tveggja. Þeir hafa áttað sig á að
heilbrigð skynsem. á að ráða,
með athafnafrelsi, en fordæma
öll höft og hömlur.
Öruggasta vitnið um að rétt
stefni hjá Vestur-Þjóðverjum er
gjaldmiðih þeirra. Eða hversu
langt mun þangað til íslenzka
krónan skipar slíkt virðingar-
sæti?
Sjálfstæðismenn geta vel unað
mannjöfnuði Gylfa hagfræðings,
að vera settir á borð með Vestur-
Þjóðverjum í þessu efni. En þar
sýna verkin merkiii".
Greiðlega gekk að hreinsa.
ÞAÐ var ákaflega slæmt að veð
urguðirnir skyldu gera okk-
ur þennan grikh á þjóðhátíðar-
daginn, einkum þar sem næstu
dagar á eftir voru alveg viðun-
andi hvað veður snerti hér í
Reykjavík. En við þessu megum
við alltaf búast, við sem búum
norður undir heimskautsbaug, og
í rauninni ættum við sennilega
að miða okkar líf og skemmtanir
meira við þá staðreynd.
Ég held, að mér sé óhætt að
segja, að þennan dag hafi verið
áberandi meira um ölvun á al-
mannafæri en áður hefur verið,
og er það____.m ef svo fer að
verða á þjóðhátíðardaginn okk-
ar. E. t. v. hefur veðrið átt ein-
hverja söi. á því að mönnum hef
ur þótt þeir þurfa á hressingu að
halda. En stefni í þá átt að
mikið verði um drykkjuskap
þennan dag, þá þyrfti að gera
ráðstafanir til að hægt væri að
fjarlægja umsvifalaust þá, sem
setja leiðinlegan svip á hátíða
höldin á götunum.
Ekki er síður skylt að geta
þess sem vel e Ég hef í mörg
ár dáðst að því hve fljótt og
greiðlega gengur að hreinsa
bæinn eftir útiskemmtanirnar 17.
júní. Þó dansað sér fram á nótt
á þremur stöðum í miðbænum,
innpakkað sælgæti og annað selt
í sölutjöldum og allur þessi mann
grúi eyði þar meiri hluta dagsins,
er allt orðið hreint og þrifalegt
morguninn eftir, eins og aldrei
hafi verið haldin þar þjóðhátíð.
Á þjóðhátíðarnefnd þakkir skild
ar fyrir slíkt skipulag.
Launagreiðslur félagsins námu
alls kr. 10.976.477,86.
Formaður greindi frá því, að
vonir stæðu til, að ísfiskfram-
leiðsla byrji í frystihúsinu á
þessu ári.
Að lokum sagði formaður, að
helztu verkefnin sem fram und-
an biðu væru að skapa fiskiðju-
veri félagsins meira hráefni til
vinnslu og að félagið eignaðist
einn togara í viðbót.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Ásberg Sigurðsson las reikninga
félagsins fyrir s.l. ár og skýrði þá
ítarlega. Ræddi hann um fram-
tíðarverkefni félagsins og þann
mikla þátt, sem félagið hefir átt
og á í því að byggja upp atvinnu
líf ísfirðinga.
í stjórn voru endurkjörnir þeir
Matthías Bjarnason, framkv.stj.
og Kjartan J. Jóhannsson ,alþm..
Varamenn þeirra eru Hannes
Halldórsson og Símon Helgason.
Frá bæjarstjórn eiga sæti í stjórn
félagsins: Ásberg Sigurðsson,
framkv.stj., Stefán Stefánsson,
innheimtum. og Baldur Jónsson,
frakvstj.. Varamenn þeirra eru:
Marselíus Bernharðsson, skipa-
smíðam., Guðmundur Guðmunds-
son, skipstj. og Haraldur Guð-
mundsson, skipstjóri. Endurskoð-
endur voru endurkosnir: Jón Ö-
Bárðarson, kaupm. og Sverrir
Guðmundsson, bókari. — GK.
Seyðisfjarðar-
bátar á síld
SEYÐISFIRÐI, 18. júní. — Bát-
arnir héðan eru nú að fara á
síldveiðar og voru þeir ferðbún-
ir á þriðjudag. Vegna veðura
frestuðu þeir förinni fram yfir
17. júní og lögðu af stað í dag,
Tveir bátar héðan fara á hring-
nót. Eru það Valþór og Gullvör.
Tveir bátar Þórðar Sigurðs-
sonar, Pálmar og Sigurður, hófu
í lok síðustu viku humarveiðar
og er það algert nýmæli hér á
Austurlandi, en humarveiðar
hafa ekki fyrr verið reyndar hér
við ströndina. Tíðin hafur verið
erfið, enda hefur enginn árang-
ur komið í Ijós. — Fréttaritari.
Faðirinn
í Hornafirði
HÖFN í Hornafirði, 19. júní. —
Þjóðleikhúsið hafði sýningu á
sjcnleiknum Faðirinn í Mána-
garði í gærkvöldi við húsfylli og
ágætar undirtektir áhorfenda. I
dag heldur leikfólkið til Breið-
dals í einstaklega fögru veðri.
Sláttur er hafinn á nokkrum
bæjum, einkum í Lóni. — Gunar.