Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 22
22 MOTtCVVntlAÐIÐ Mánudagur 23. júnl 1959 Danir setja þrjá nýliða í landsliðið gegn íslandi m * * • • Æ mm m G ..... —-- Breyfa vörn sinni effir ófarirnar við Svía DANSKA knattspyrnusambandið hefur valið lið það, sem leika á 1 landsleiknum í knattspyrnu gégn íslandi nk. föstudagskvöld á Laugardalsvellinum. Danska liðið er þannig skipað: Henry From (AGF) Börge Bastholm Poul Jensen (Köge) (Vejle) Flemming Nielsen Willy Kragh Erik Jensen (AB) (Bröndshöj) (AB) Ole Madsen Tommy Troelsen (HIK) (Vejle) Poul Petersen Henning Enoksen Jens Peter Hansen (AIA) (Vejle) (Esbjerg) Varamenn eru valdir: Per Funk Jensen (KB), Poul Basset (B 1909), Bent Hansen (B 1903) og John Danielsen (B 1909). S1 sunnudag léku Danir gegn Svíum í Kaupmannahöfn. Voru Danir mjög sigurvissir fyrir þann leik og básúnuðu knattspyrnu- rnenn, forystumenn knattspyrnumála o. fl. þá sigurvissu opinber- lega. En sigurvissan hefndi sín, því Svíar unnu stórsigur, skoruðu 6 mörk gegn 0. Er langt síðan Danir hafa fengið slíkt „burst“ í Kristleifur sigraði í 3000 m hlaupi FYRRI hluti KR-mótsins fór fram á íþróttavellinum á Melun- um í gærkvöldi. Helztu úrslit: 100 metra hlaup: 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 11,4 2. Grétar Þorsteinsson Á 11,6 3. Þorkell St. Ellertsson Á 11,8 RR. míótinu lýkur í kvöld Keppt m.a. í hástökki og 5 km. hlaupi sleggjukasfi í KVÖLD er síðari dagur af- mælismóts KR í frjálsíþrótt- um á Melavellinum, en meðal keppenda eru sem kunnugt er fjórir kunnir frjálsíþrótta- menn frá Danmörku og Sví- þjóð. Auk þeirra keppa allir okkar beztu frjálsíþróttamenn sem heima eru. Ekki er að efa að ein helzta keppnin í kvöld verður 5 km hlaupið. Þar eigast þeir við Dan- inn Thögersen og Svíinn Kelle- v&g að ógleymdum okkar unga og efnilega Kristleifi Guðbjörns- syni. Keppnin í gærkvöldi milli þeirra í 3 km hlaupinu var ein mest spennandi keppnisgrein kvöldsins. Þá mætast þeir aftur í hástökki Jón Pétursson og Svíinn Stig Anderson og í sleggjukasti Dan- inn Cederquist og Þórður Sig- urðsson. Ekki er að efa að bæjarbúar fjölmenna á völlinn á þetta mót. KR vann Keflavík 3:0 400 metra hlaup: 1. Hörður Haraldsson Á 49,9 sek. 2. Þorkell Ellertsson 54,7 sek, 3000 metra hlaup: 1. Kristl. Guðbjörnss. KR 8:27,6 2. Bertil Kallevagh, Svíþj. 8:28,2 3. Thyge Tögersen, Danm. 8:30,6 110 metra grindahlaup: 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 16,7 1500 metra hlaup unglinga: 1. Helgi Hólm ÍR _ 4:40,6 Í. Friðrik Friðriksson ÍR 4:42,2 4x100 metra boðhlaup: Sveit ÍR 45,5 sek. Langstökk: 1. Einar Frímannsson KR 6,83 2. Helgi Björnsson ÍR 6,54 3. Ingvar Þorvaldsson KR 6,37 Hástökk: 1. Stig Anderson Svíþjóð 1,95 m 2. Jón Pétursson KR 1,90 — 3. Jón Ólafsson ÍR 1,70 — Sleggjukast: 1. Poul Cederquist Danm. 53,51 2. Þórður Sigurðsson KR 49,95 3. Friðrik Guðmundss. KR 47,40 Kringlukast: 1. Þorsteinn Löve ÍR 48,60 2. Friðrik Guðmundss. KR 46,13 3. Poul Cederquist Danm. 41,70 — Biskupsvigsla landsleik. Að vonum orsakaði þetta breytingar á liðinu. Koma þrír ný- l'ðar með danska landsliðinu nú, bakvörðurinn Poul Jensen, mið- vörðurinn Willy Kragh og innherjinn Tommy Troelsen. Það má fullvíst telja, að Danir hætti nú ekki á neitt í leiknum gegn íslandi eftir ófarirnar við Svía. Hafa Danir fullan hug á að komast til Rómar til úrslitakeppni Ólympíuleikanna, sem leikurinn á föstudaginn er „forleikur" að. Þeir gera sér vissulega grein fyrir því, að íslenzka landsliðið er óútreikanlegt og telja það alltaf hættu- legt á heimavelli sínum, þó aldrei hafi til þessa verið minni miínur á íslenzku og dönsku landsliði en 3:0 — fyrir 13 árum er Island lék s?nn fyrsta landsleik. Akranes vann Val 3:1 f»AÐ var suðaustan stinnings-1 kaldi og byrjað að rigna þegar Valur og Akranes mættust í ís- landsmótinu á malarvellinum á Akranesi á sunnudaginn kl. 4. Völlurinn er malarvöllur í þess orðs eiginlegu merkingu, aisett- ur smásteinum, en undir laus sandur. Myndast fljótt miklar mishæðir á vellinum og er hann sannast sagna varla boðlegur til keppni í 1. deild. Verða Akurnes- ingar að róa að því öllum ár- um að taka nýja grasvöllinn í notkun. Vonandi verður það fyrir næsta leik á Akranesi, 19. júlL Akurnesingar hófu leikinn 10 talsins, því að Ríkharður mætti of seint, þar sem hann þurfi að lagfæra merkingu vallarins, sem upphaflega var ranglega krítað- ur. Valsmenn hófu þegar sókn og héldu henni framan af hálfleikn- um. Er 5 mínútur voru af leik, gaf Björgvin fyrir frá hægri við endamörk og Gunnar Gunnars- son, sem kominn var upp að marki, fékk skorað á stuttu en þröngu færi. Þegar Ríkharður kom til leiks, færðist meira fjör í Akranesliðið, og smám saman breyttu þeir vörn í sókn. Á 17. mínútu gefur Donni fyrir og fram. Magnús miðvörður var bundinn við miðherja Akurnes- inga til hliðar og vörnin opnað- ist gersamlega, Ríkharður brunar upp óhindraður og skorar. Stuttu síðar eru Akurnesingar enn í upphlaupi. Sveinn Teitsson er kominn upp að endamörkum, gefur vel fyrir og vinstri inn- herji skallar fallega í mark, enda var hann óhindraður af Valsvörn inni. Rétt fyrir lok hálfleiksins skora Akurnesingar þriðja mark- ið ,næstum á sama hátt og hið fyrsta, Donni gefur fyrir og Ríkarður brunar óhindraður upp. Hálfleik lauk 3:1 og fleiri urðu I mörkin ekki þrátt fyrir góð tæki- færi á báða bóga. Akranes-liðið vann verðskuld- aðan sigur, en 3:1 gefa ekki rétta hugmynd um mótstöðu Vals- manna. 3:2 gæfi réttari mynd af leiknum. Ríkarður var sem fyrr stoð og stytta Akranes-liðsins. Og „nýliðarnir", Gísli og Skúli, áttu nú sinn bezta leik í sumar. Sveinn aðstoðaði vel bæði í sókn og vörn, en fékk af hálfu dómarans — óáreittur — að leika nokkuð gróflega. Vals-liðið slitnaði nokkuð sund ur í þessum leik. Bergsteinn og Björgvin voru dauðir punktar í framlínunni, og Magnús miðvörð- ur batt sig um of við miðherj- ann, svo að eyður opnuðust. Ofan á bættist, að hliðarframverðirnir misstu tökin á mönnum sínum. Gunnlaugur varði vel í markinu, m. a. þrívegis er sóknarleikmenn Akurnesinga voru konmir inn fyrir Valsvörnina. — A. St. 2. deildar keppnin HAFNARFIRÐI — Á laugardag- inn fóru hér fram tveir knatt- spyrnukappleikir í 2. deild. Fyrri leikurinn var milli Reynis og Aftureldingar, og lauk honum með sigri hins fyrrnefnda, 5:2. Hinn leikurinn var milli Knatt- spyrnráðs Hafnarfjarðar (KRH) og Ungmennasambandsins Skarp- héðins. Unnu Hafnfirðingar þann leik með 11 mörkum gegn 4. — I kvöld kl. 8 keppir svo KRH við Reyni — og í 4. flokki eigast við Þróttur og ÍBK. — G. E. AUSTAN stinningskaldi og rign- ingarsúld var, þegar KR og Keflavík mættust á grasvellinum í Njarðvík. KR-ingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og voru lengstum í sókn. Þrátt fyrir það vildu mörkin ekki koma. Ellert átti þrívegis skalla framhjá stöng, Sveinn skaut yfir úr góðu færi og markmaður varði skot Þórólfs í horn. Keflvíkingar náðu nokkrum upphlaupum, sem engin voru þó hættuleg nema skot Þór- halls Stígssonar á 19. mínútu, sem Heimir varði í horn. Hálfleiknum lauk þannig, að hvorugur hafði skorað. Maður heyrði í hléinu að keflvískir áhorfendur voru vongóðir um sig- ur fyrst KR tókst ekki að skora undan vindi. En KR-ingar voru ekki af baki dottnir. Þeir byrjuðu síðari hálf- leik með samleik, sem þegar gaf góðan árangur. Á þriðju mínútu gefur Þórólfur fyrir markið og Ellert skallar í stöngina. Á 8. mín. skorar svo Þóróifur og Sveinn Jónsson bætir öðru marki við 10 mínútum síðar. Garðar Árnason skoraði 3. markið á 23. mínútu. Enda þótt mörkin yrðu ekki fleiri þá voru yfirburðir KR í þessum hálfleik, að helzt er hægt að bera saman við leikinn gegn Fram á dögunum. Léku þeir vörn Keflvíkinga sundur og saman og markatalan hefði eins vel getað orðið 7 eða 8. T. d. komst Sveinn Jónsson framhjá markmanni á 44. mínútu en skaut í stöngina og markamður náði knettinum á út- leið. ÍBK var nálægt því að skora er Heimir markvörður missti knöttinn á 40. mínútu. Knöttur- inn féll niður á marklínu út við stöng þar sem Heimir náði hon- um aftur. Vildu margir áhorf- Island vann Noreg ÍSLENZKA landsliðið í kvenna- handknattleik keppti sl. laugar- dag við Noreg í Norðurlanda- mótinu. ísland sigraði með 7:5. Þetta er annar landsleikssigur ís- lenzkra kvenna í handknattleik. Ásiunnudaginn átti mótinu að ljúka. ísland átti þá að keppa við Danmörku. Fréttir af þeim leik og nánari fréttir af leiknum við Noreg hafa ekki borizt. endur telja þetta mark, en línu- vörðurinn var vel staðsettur og KR-ingar héldu heim með hreint mark. Liðin Tvær breytingar voru á liði ÍBK frá leiknum gegn Akranesi. Þórhallur Helgasn lék bakvörð í stað Gunnars Albertssonar, sem er meiddur, og Þórhallur Stígsson stöðu vinstri útherja í stað Skúla Skúlasonar, sem nú var varamað- ur. Hvorugur þessara manna var til að styrkja liðið. Leikur ÍBK var að þessu ólíkt lélegri heldur en gegn Akranesi á sunnudaginn var. Hafsteinn í vörninni og Heim ir Stígsson í markinu voru einu mennirnir er skiluðu jafngóðum leik og þá. Ein breyting var á KR-liðinu frá Fram-leiknum. Þorsteinn Kristjánsson lék vinstri útherja í stað Gunnars Guðmannssonar og var hann nokkuð þungur. Erfitt er að dæma getu einstakra leikmanna KR, því yfirleitt áttu allir mjög góðan leik í síðari hálf- leik. Þó held ég að Garðar Árna- son hafi notið mestrar hylli áhorfenda fyrir frábæran leik. Lítið reyndi á Heimi í markinu. Dómari var Magnús Pétursson og leyfði hann leikmönnum full grófan leik, einkum í síðari hálf- leik. — B. Þ. — Glöggt er t>að Framhald af bls. 13. ins að öðru leyti. Kannske var það ekki annað en tilraun til að fela aðalatriðið, en Finnbogi er skrýtinn og kafar oft djúpt til fanga. Ekki kæmi mér á óvart, þótt það sannaðist síðar, að til- gangurinn hafi verið að sjá um það, að Guðmundur I. Guðmunds son kæmist hvergi að. Finnbogi hefði sjálfsagt viljað skapa Sjálf- stæðisflokknum tvö ný þingsæti í því skyni. Kjördæmafrumvarp Framsókn ar var mútan, sem Finnbogi og „bræðralagið“ (Hannibal og bróðir Alfreð) áttu að fá fyrir að bregða fæti fyrir réttarbótina. Þar kemur skýringin á því, að kommúnistar voru svo lengi að átta sig á því, hvort þeir ættu að gerast meðflutningsmenn að frumvarpinu. Enginn efast um að Finnbogi var reiðubúinn. En það fór svo að lokum, að almenn- ingsálitið neyddi flokkinn til þess að fylgja réttum málstað að þcssu sinnL Framh. af bls. 8 sá grunntónn í barmi altilver- unnar, að vér séum þá og þvi að- eins í samræmi við eðli hennar, ef vér erum miskunnsamir. Orð guðspjallsins hljóma sem boðorð. En þau eru fyrst og fremst boðskapur. Hvað tjóar að segja þér, hvernig þú eigir að vera, nema þér sé sagt um leið og fyrst, hver séu rökin í grunni þeirrar tilveru, sem þú ert hluti af? Hér talar Jesús frá Nazaret. Og hann segir blátt áfram: Vertu líkur Guði, föður þínum. Hvern- ig? Þú færð ekki líkst honum að valdi né viti. En þú getur líkst honum um atferli í einni grein, þú getur verið miskunnsamur í líkingu viC hann, þú getur líkst honum að hjartalagi. Og það skiptir öllu. Því að valdið er ekki vera hans. vizkan er ekki vera hans. Hvort tveggja það og allt annað, sem hann er, lýtur því, sem er innst og dýpst í barmi hans, og það er miskunn. Ef strengur hjarta þíns stillist til samræmis við þann frumtón, þá ertu Guði líkur“. Síðar í ræðunni sagði Sigur- björn Einarsson biskup á þessa leið: „Ríkið eilífa og eina sanna er miskunn. Mannheimur afneitar þessum veruleika og er viðskila við gleðina, lífið, föðurinn og riki hans. En þú átt það samt, mann- heimur, mannsbarn, þér er gefið ríkið, án verðskuldunar, af misk- unn: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið. Þú ert ósannur, þú falsar tilveru þina, þegar þú ert miskunnar- laus. Þú ert sannur, þú ert með sjálfum þér, ef þú ert miskunn- samur, þú ert þá barn þess föður, sem þú átt, berð mynd þess Guðs, sem hefur skapað þig og misk- unnar þér.“ Að prédikun Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups lokinni hófst altarisganga og þjónuðu fycir altari þeir séra Jón Auðuns dóm- prófastur, og sé.a Sigurbjörn Ást valdur Gíslason. Til altaris voru hinn nývígði biskup og biskups- frú Magnea Þorkelsdóttir og þeir sem aðstoðað höfðu við vigsluna. Þessari virðulegu og hátíðlegu vígsluathöfn í Dómkirkjunni lauk með því að sunginn var þjóðsöngurinn. Á sunnudagskvöldið hélt kirkju málaráðherra veizlu að Hótel Borg til hciðurs hinum nývigða biskupi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.