Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 10
10
MORGUNULAÐ1Ð
Mánudagur 23. júní 1959
Stundar nám í teikskóla
og málanám í háskóla
Rabbað við hina nýkjörnu
fegurðardrottningu
TlttlNDAMA.ÐUR blaðsins lagði
nýlega leið sína út að Mýrarhús-
um á Seltjarnarnesi, á fund hmn
ar nýkjörnu fegurðardrottningar,
Sigríðar Geirsdóttur. Það var
glampandi sólskin, og frá húsinu,
sem stendur niður undir sjó, sést
Akranes og allur fjaiiahringur-
inn kringum Reykjavík.
Fjölskyldan sat í stofu: Geir
Stefánsson, lögfræðingur og
Birna Hjaltested, foreldrai feg-
urðardrottningarinnar, unnusti
hennar, Magnús Skúlason Hall-
dórssonar tónskálds, og Sigríður
sjálf. Tvær yngri systur hennar
voru ekki heima. Sú eldri er í
Svíþjóð í sumar, en hin í fisk-
vinnu hér í bænum. Báðar eru
þær í skóla á veturna. Stofurnar
voru fullar af blómum, sem bor-
izt höfðu daginn áður, en þá
hafði verið fullt hús af gesturn,
sem komu til að óska til ham-
ingju. — Ég fæ svona mikið af
blómum á hverju ári 17. júní,
sagði Sigríður. í fyrra í tilefni
af stúdentsprófinu og nú vegna
fegurðarsamkeppninnar
Kann ekk! að meta fegurð
dótturinnar
Fyrstu spurningunni var beint
til foreldranna og unnustans: —
Hvernig leizt ykkur á það að
Sigríður tæki þátt í fegurðar-
samkeppni?
— Við skiptum okkur aldrei af
því sem telpurnar gera, og hana
Afgreiðs'usfúlku
vantar í sumarleyfum, aðeins vön stúlka kemur
til greina. Uppl. frá kl. 1—6.
^ÁÍjá Ec
ani
Austurstræti 14.
Fataefni
Ný sending af vönduðum sumarfataefnum er komin.
Vigfús Guðbrandsson & Co.
Vesturgötu 4.
Klæðskerar hinna. vandlátu.
íbúðarhúsið Setberg
við Lágholtsveg er til sölu til flutnings eða niður-
rifs. Upplýsingar hjá Lýsi h.f., Grandaveg 42.
Nokkrar stúlkur
vantar okkur til síldverkunar á Siglufirði. Getum út-
vegað pláss á Raufarhöfn síðar, þeim sem kynnu
að óska þess. Kauptrygging. Fríar ferðir og húsnæði.
Upplýsingar gefa Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar
og Einar Indriðason, verkstjóri, Siglufirði.
I I L S Ö L U
íbúðir ■ smiðum
2ja herb. íbúðir fokheldar með miðstöð og öllu sameigin-
legu múrverki úti og inni, ásamt hlutdeild í lyftu.
Hagkvæmt verð.
3ja herb. íbúðir í sama ástandi.
4ra herb. íbúðir í sama ástandi.
íbúðirnar eru í sambyggingu við Ljósheima sem verið er
að byggja og seljast í ofannefndu ástandi eða lengra
komnar eftir samkomulagi. Teikningar og allar nánari
-uppl. á skrifstofunni.
Nýja Fasteignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546
langaði til þess, svaraði frú
Birna. En pabbi hennar sagði að
hún hefði ekki nokkra mögu-
leika til að komast í úrslit.
— Hann hefur bara ekkert vit
á fegurð dótturinnar, greip
Magnús fram i. Hann er víst bú-
inn að hafa hana fyrir augunum
of lengi. Ég hafði ekkert á móti
því að hún reyndi.
— En ef henni berst nú eitt-
hvert freisandi atvinnutilboð í
Ameríku og hún tekur þvi?
— Hún er vis til þess. En þá
verður maður víst að reyna að
læra á sama stað. Það er ekki
hægt að vera trúlofaður og ekki
saman.
Ég sneri mér nú að Sigríði, og
spurði hana hvort hún hugsaði
ekki gott til þess að korr.ast í
fegurðarsamkeppnina á Langa-
sandi næsta sumar.
— Jú, Bryndís Schram, bekkj-
arsystir mín kom hér í gær og
ég spurði hana spjörunum úr um
þetta allt. En þetta verður nokk-
uð dýrt, þó ferðir og uppihald sé
borgað. Maður fær aðeins tvo
kjóla og einn sundbol, en þarf að
sjálfsögðu talsvert mikið af fatn-
aði til að geta komið svona víða
fram. En ég hlakka til þess. Þá
verð ég búin að vera tvo vetur
í leikskóla hjá Ævari Kvaran.
Ætlunin er svo að reyna að kom-
ast í leikskóla Þjóðleikhússins,
en ef einhver tækifæri bjóðast
til að leika þarna úti, þá tek ég
því auðvitað. Allt getur komið
fyrir, þó maður geri ekki ráð
fyrir þvi. Það lá við að ég færi
út í fyrra. Þanmg er mál með
vexti að ég var á ferðalagi kring-
um land með foreldrum mínum.
Við hittum þá bandarískan auð-
Sigríður Geirsdóttir
kífing, sem á hlut í ýmsum kvik-
myndafyrirtækjum í Bandaríkj-
unum, og hann vildi endilega
senda mig þangað og gefa mér
meðmæli, og dró mig meira að
segja upp í bandaríska sendiráð
til að sækja vegabréfsáritun. En
svo trúlofaði ég mig í vetur og
Einbýlishús
við Hverfisgötu, ásamt litlu iðnaðarplássi, til sölu.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu minni (ekki í síma).
kristjAn guðlaugsson,
hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 1.
Nú eru síðustu íorvöð
að gera góð kaup
SUMARPEYSUR kvenna
kr. 98, og 129. —
FLAUELISBUXUR kvenna
kr. 115. —
BABY DOLL NATTFÖT
úr perlon kr. 145. —
ULLARVESTI drengja
kr. 50, og 70. —
UL^ARVESTI Karlmanna
kr. 139.
☆
Gefum aðeins afslátt
til fimmtudags.
hætti við allt saman. En ég var
búin að fá nauðsynleg skilríki til
Bandaríkjanna og meðmælabréf-
in á ég.
— Vertu nú ekki að gorta af
þessu, skaut unnustinn inn L
— Ég er ekkert að því. Hann
var sjötugur og var mest hrifinn
af henni mömmu.
Fegurðarsamkeppnin truflaði
próflesturinn
Og svo snerum við okkur að
hinu eiginlega blaðaviðtali og
byrjuðum á æviatriðum fegurð-
ardrottningarinnar. Hún varð ný»
lega myndug, og bauð þá kunn-
ingjum að dansa í kringum bál
í garðinum niðri við sjóinn. Sjö
ára gömul fluttist hún með for-
eldrum sínum til 'Svíþjóðar, og
byrjaði í sænskum skóla. Frá því
hún var 10 ára gömul var hún
efst í sænsku í skólanum, en eftir
að hún kom heim, 15 ára gömul,
reyndist henni erfitt að eiga að
nema á íslenzku. Guðrún Helga-
dóttir tók hana í íslenzkutíma
um sumarið, og um haustið byrj-
aði hún í 3. bekk Menntaskólans
í Reykjavík og stóðst öll próf
þar. í vetur hefur hún svo stund-
að málanám í Háskólanum, auk
leiklistarnámsins, og tók annars
stigs próf í sænsku í vor.
— Það truflaði mig mikið i
próflestrinum, þegar ég ákvað að
taka þátt í fegurðarsamkeppn-
inni. Um líkt leyti var ég líka að
taka próf í leikskólanum. En nú
verð ég að snúa mér að því að fá
mér vinnu, sagði Sigríður, er
þetta bar á góma.
— Og hver eru áhugamálin,
fyrir utan námið?
•— Mér þykir gaman að syngja
og teikna, en ég hefi haft lítinn
tíma til að sinna því, þar sem ég
hefi alltaf verið í skóla. Ég var
líka í balletskóla í Svíþjóð, en
varð að hætta því, eftir að ég
kom heim. Auk þess þykir mér
gaman að synda. Við syndum oft
á sumrin í sjónum hérna fyrir
framan. Það er ágæt sandströnd
hérna rétt fyrir innan.
— Hún hafði svo gott af að
vera í Svíþjóð, sagði móðir henn-
ar. Þar er lögð mikil áherzla á
líkamsrækt í skólunum, útileik-
fimi á vorin og skautadans á vet-
urna, auk þess sem unglingarnir
eru mikið á reiðhjólum. Þar fara
börnin lika fyrr að hátta en hér
og það hefur sitt að segja fyrir
útlitið.
Þannig lauk samtali okkar.