Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 14
14 MORCVNfíLAÐIÐ Mánudagur 23. júni 1959 Skrífstofa mín og vörugeymsla verða lok'aðar vegna sumar- leyfa írá 29. júní til 18. júlí. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22. Til sölu er íbúð við Breiðholtsveg. Upplýsingar í síma 3-48-48 í dag eftir hádegi. Vil kaupa 3—4 herbergja íbúð í nýlegu húsl. — Mikil útborgun. Upplýsingar í slma 1-02-46 eftir kl. 5 e.h. Volvo '55 Sérlega góður lítið keyrður. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Ýmis skipti hugsanleg. Til sýnis og sölu í dag. BIFREIÐASALAN Bókhlöðustíg 7 Smi 19168. STLLKA vön afgreiðslustörfum óskast vegna sumarleyfa. Uppl. frá kl. 11—12 og 2—4. Sæla Café Brautarholti 22. SÍLD Vantar nokkrar stúlkur til Siglufjarðar og Raufar- hafnar. Upplýsingar í síma 34580. GUNNAR HALLDÓRSSON H.F. Húseignin Skálholt við Kaplaskjólsveg, ásamt tilheyrandi eignarlóð 1600 ferm., er til sölu. Tilboð sendist á skrifstofu Sveinbjamar Jónssonar, hrl., Austurstræti 5, sem gefur nánari upplýsingar. 5-6 herb. íbúð óskat til kaups eða í skiptum fyrir minni búð, sem er á hitaveitusvæðinu. Bílskúr eða bílskúrsréttindi æskileg. Tilboð merkt: „Milligjöf — 9261“, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Rœstingarstúlka óskast Upplýsingar í verzluninni milli kl. 6 og 7. Verzl. Tizkuskemman hf. Laugavegi 34A. Á ttræður: Egill Egilsson frá Tungu ÞAÐ eykur að sjálfsögðu ekki mikið á ys og þys lífsins, þótt óbrotinn alþýðumaður þokist yfir á níræðisaldurinn. Og ekki verður tilefnið meira við það, að hann er blindur einstæðingur, sem í fjarlægð frá ástvinum og flestum kunningjum iítur yfir farinn veg í einsemd og aðeins innra ljósi. Svo kann þó að vera, að þeir séu til, sem telji sig hafa slíkum manni skuld að gjalda og telji óþarft að láta merk tímamót í lífi hans með öllu liggja í þagn- argildi. Svo veit ég að er um frænda minn Egil Egilsson frá Tungu við Auðkúlu í Arnarfirði, sem 23. maí sl. náði áttræðisaldri suður á Vífilsstöðum, þar sem hann hefir dvalizt síðustu 6—7 árin. Egill Egilsson er fæddur 23. maí 1879 að Litlu-Eyri í Bíldu- dal, sonur hjónanna Egils Jóns- sonar og síðari konu hans, Krist- ínar Guðlaugsdóttur, sem þar bjuggu. Ólst hann upp hjá þeim tii 12 ára aldurs, en hélt þá að heiman í fyrsta sinn, að Selárdal í Dalahreppi, í vist til séra Lárus- ar Benediktssonar, föður Ólafs prófessors og þeirra systkina. Þar dvaldist Egill í 5 ár, en fór þá aftur heim til foreldra sinna, sem þá voru farin að búa á Krosseyri í Suðurfjörðum. Var hann þar heima unz Sveinbjörn bróðir hans tók við búi 3 árum síðar. Hélt Egill þá, árið 1898. yfir fjörð inn og út að Álftamýri í þjónustu hins kunna sægarps Gísla Ás- gerissonar, sem þá bjó þar, og lengi síðan. Var hann hjá honum í tvö ár. Telur Egill för sína til Álftamýrar ótvírætt mestu happa ferð lífs síns, því þar kynntist hann þeirri konU, sem átti eftir að verða Ijúfur og trúfast'.'.r föru- nautur hans um fullrar hálfrar aldar skeið, Petrínu Marthíasdótt ur. Hafði hún komið þangað tveimur árum fyrr. Þau voru gef in saman í Álftamýrarkirkju dag inn fyrir gamlársdag 1901. I upphafi búskapar síns hófu þau Egill húsmennsku hjá Njáli Sighvatssyni, Borgfirðings, og Jónínu Sigurðardóttur konu hans, að Tjaldanesi í Auðkúlu- hreppi, en voru þar aðeins eitt ár. Fluttust þau þá í vist að hálfu hjá séra Bövari Bjarnasyni að Rafnseyri, 1903, árið eftir komu klerks þangað, og voru þar til Loflpressur með krana, til ieigu. GUSTUR h.f. Sími 23956 og 1242'». vors 1907. byrjuðu þau hjón þá sjálfstæðan búskap að Karisstöð- um í sömu sveit og bjuggu þar í 18 ár. Var þetta hið mesta rýrð- arkot og hafði ekki um hríð Ver- ið setið í eiginlegri merkingu, aðeins nýtt frá öðrum bæjum. Aðkoman var því ekki glæsileg, en með eljusemi og dugnaði byggðu þau upp bæinn á fyrsta búskaparári og juku brátt hey- feng af túnskæklinum, sem í fyrstu gaf þeim aðeins 15—16 hesta, og segir sig sjáift, að það dugði ekki til stórræða í skepnu haldi. Þarna á Karlsstöðum veiktist svo Egill veturinn 1910, á þriðja búskaparári. af sjúkdómi þeim, er lengi átti eftir að hrjá hann. Lá hann þá heima rúmfastur í samfellt 42 vikur, en var algjör- lega frá vinnu í tvö ár — „gekk þá bara um eins og greifi og gerði ekki neitt“, segir hann sjálf ur, og dregur þannig upp þá æðrulausu lífsmynd, sem honum er svo eiginleg. Þrátt fyrir óbliða aðstöðu bjuggu þau Petrína og Egill á Karlsstöðum til arsins 1925, að þau fluttu að Tungu. Þar bjuggu þau það sem eftir var sjálfstæðr- ar starfsæfi, eða í full 26 ár, og áttu þar saman súrt og sætt. Það- an fluttust þau hjón vegna elli- lasleika 1951, og voru þá til að byrja með eitt ár saman í Tjalda- nesi. En þá hlutu, fyrir aliharðan örlagadóm, leiðir þessara sam- rýmdu lifsförunauta að skilja eftir rúml. 50 ára samveru í blíðu og stríðu. Er mér kunnugt um, ilum harla sár, þótt harmur væri í hljóði borinn. Hún fluttist þá að Rafnseyri til sæmdarhjónanna Guðnýjar ljósmóður og Jóns Waage, og dó hjá þeim 4. maí í fyrra, og hafði þá náð 93ja ára aldri — en hann varð að fara suður að Vífilsstöðum, m. a. vegna aðkenningar af sínum gamla sjúkdómi, sem þó læknað- ist brátt. Egill hefir þó dvalið þar síðan við bezta atlæti lækna og hjúkrunarliðs, vinsæll og vel látinn af öllum. Egill missti sjónina algjörlega fyrir ári síðan, en hafði lengi áð- ur búið við mjög þreytandi sjón- depru. og var svo á sig kominn í því efni, að 1933 varð hann fyrir slysi á vinstra auga, sem varð þá að taka, en 10 árum síðar var hægra augað skorið upp vegna blindu. Þannig hefir Egill verið með biluð lungu og brákaða sjón mikinn hluta ævinnar, en — samt ekki látið það hindra sig frá lifs- baráttunni á sjó og landi um- fram það, sem með engu móu varð við ráðið. Eins og flestir Vestfirðingar, stundaði Egill sjósókn jafnframt búskapnum, meira og minna í 18 Verzlunar- og iðnaðarhús Egill og Fetrina í Tungu ár, eða frá 1899 til 1917. Var hann þá oftast á útgerð Péturs Thorst- einssonar á Bíldudal, og eftir- manns hans, Hannesar E. Step- hensen. Þeim Petrinu og AgJi varð ekki barna auðið, en ólu upp tvö bróðurbörn hennar, sem þau urðu að sjá á bak báðum i blóma lifsins, 21 árs pilti og 18 ára stúlku. Framanskráð er aðeins fáar út- línur um ævi óbreytts alþýðu- manns — ekki svo frábrugðnar þeim, sem margir eiga. Innan við þær er þó falin hetjusaga; bar- átta við fátækt og umkomuleysi, sjúkdóma og sorgir, þar sem fá- ir eða engir vissu „hins innra önn því að fyrir mönnum dýpst sár drjúgum eru duld und mestci huldu". Egill Egilsson var fyrstur frændfólks mins í Arnarfirði, sem ég hitti í lifandi lífi. Annan föðurbróður minn, Jóhannes, hafði ég mörgum árum áður litið liðinn norður á ísafirði. Það var fyrir ábendingu Hannibals Valdi- marssonar, sem ungur hafði róið með honum vestur í Bakkadal, og bar hlýjar kenndir til æ síð- an. Mér er í fersku minni, þegar ég í fyrsta sinn, með Þórði Njáls- syni, kom að Tungu til þeirra hjóna, Petrínu og Egils. Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja í pínulitla bænum þeirra, en þar var þrungið loft af kær- leiksyl milli þeirra sjálfra, til mín, til ættingja og vina, til allra manna — svo það snart mig djúpt og varanlega .... Er ekki að orðlengja það, að mér hefir óvíða fundist léttar um andar- drátt — heimurinn sjaidan betri né fegurri .... Síðan þakka ég hrærðum huga þá lexíu að hafa kynnzt þessum einstæðu og elskulegu manneskjum, sem bæði tvö bjuggu í ríkum mæli yfir því bezta, er einkennt hefir lífið í þessu landi allt fram á atómöld, og verið kjölfestan á siglingu þjóðarinnar gegnum brim og boða liðins tíma. Ég hefi oft dáðst að því, hversu Agli hefir jafnan og allt fram til þessa, tekist að geta gamall, einmana og úr leik, með tærri glaðværð sinni, hagmælsku og andlegu fjöri, glatt og hresst sam fundi fleygra og færra - og blind- ur opnað augu sumra, sem þó sjáandi eru. Að vera fær um þetta er mikil guðgjöf. rétt við miðbæinn er til sölu. í húsinu, sem er nýlegt steinhús, eru nokkrar íbúðir. Upplýsingar gefnar í skrif- stofu minni, en ekki í síma. KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 1. C eymsl uhúsnœði Gott geymsluhúsnæði, 200 til 300 fermetrar, óskast til leigu sem fyrst. Tilboð merkt: „Vörugeymsla — 9262“ sendist MbL fyrir 30. júní n.k. Við, sem þekkjum þig, frændi, þökkum þér nú ógleymanlega kynningu, sem varð áhrifameiri prédikun, þótt hún væri ekki, frekar en ræða prestsins á Mos- felli, „rituð“, en — eins og hans — „rist ii.n í fáein hjörtu". Jafn framt hugsa ég mér til hennar, sem þú unnir heitast og saknar sárast .. . Guð blessi ykkur tvö 1 bráð og lengd. Vegir iiggja nú senn saman á ný. Ég veit þú hlakkar til. Baldvin Þ. Kristjánsson. Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657 Sigurgeir Sigurjónsson liæsmréttarlöemaður. AöalstræU 8. — Sími 11043.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.