Morgunblaðið - 23.06.1959, Blaðsíða 2
2
MORCVWRLAÐ1Ð
Mánudagur 23. júní 1959
Mikill fjöldi kennimanna sæk-
ir prestastefnuna
Enn vantar um milljón kr. til að
fullgera Skálholtskirkju
PRESTASTEFNAN var sett í
Kapellu Háskólans kl. 2 í gær.
Hófst athöfnin með því að lista-
mennirnir dr. Páll ísólfsson og
Þórarinn Guðmundsson, léku
saman á fiðlu og orgel. Biskupinn
yfir íslandi, herra Ásmundur
Guðmundsson las niðurlag kafla
Jóhannesarguðspjalls og bað bæn
ar. Síðan var sunginn sálmurinn:
„Vér komum saman á kirkju-
fund“.
Að lokinni setingarathöfninni
var gengið til dagskrár í hátíða-
sal Háskólans. Þar flutti biskup,
herra Ásmundur Gumundsson,
skýrslu um störf og hag kirkj-
unnar á liðnu synodusári. Kom
þar m.a. fram, að vígðir hafa ver-
ið þrír guðfræðingar og af þeim
hafa tveir farið til Vesturheims,
en þrír prestar hafa hætt prest-
skap á árinu. Alls eru 12 presta-
köll óveitt. Tvær kirkjur voru
vígðar, kirkja Óháða safnaðarins
og kirkjan í Borgarnesi, en marg-
ar eru í smíðum eða hafa fengið
ágætar endurbætur. Um Skál-
holt sagði biskup, að smíði kirkj-
unnar þar væri skemmra á veg
komin en æskilegt væri. í fyrra
voru veittar til verksins 120000.,
en 500 þús í ár. Er áætlað að enn
vanti um eina milljón kr. til að
ljúka smíði kirkjunnar. Vonir
standa til að hinir fögru gluggar,
sem Gerður Helgadóttir hefur
gert uppdrátt að, komi með haust
inu, en sem kunnugt er hafa tveir
danskir íslandsvinir gefið þessa
glugga.
Messur í þjóðkirkjunni á ár-
inu voru alls 4663, en árið áður
4468. Messur fríkirkjuprestanna
þriggja voru 127. Altarisgestir í
þjóðkirkjunni árið sem Ieið voru
10,314, en voru 9,032 í fyrra.
Biskup gat þess, að ánægjulegt
væri til þess að vita, að á undan-
förnum árum hefðu húsvitnanir
presta stóraukizt.
Að lokum flutti séra Pétur Sig-
Urgeirsson, prestur á Akureyri,
framsöguerindi um aðalmál
prestastefnunnar, sem er „Kirkj u
vika".
Dr. Franklin C. Fry, forseti
Lútherska heimssambandsins
heimsótti prestastefnuna og
flutti þar snjalla ræðu.
Mikill meirihluti presta lands-
ins situr prestastefnuna að þessu
sinni. Prestastefnan heldur áfram
í dag og hefst með bæn, sem séra
Jón Thorarensen flytur í Kapellu
Háskólans kl. 9,30.
„Svikið heíur þoð uldrei“ j
\ __ N
\ „SVIKIÐ hefur það aldrei, hvorki málefni né samherjaw, sagði Í
í Alfreð Gíslason um flokk sinn, „Alþýðubandalagið", á fundi í |
| þessum mánuð'i.
Athugum Þjóðviljann, sem út kom daginn fyrir síðustu
• Alþingiskosningar.
\ Þar stóð:
\
^ „En alþýðan setur sín föstu og afdráttarlausu skilyrði fyrir s
myndun vinstri stjómar. I
1. Engin vinstri stjóm verðnr mynduð um stefnu Eysteins \
s Jónssonar í efnahagsmálum og skattamálum. i
2. Engin vinstri stjórn lætur viðgangast að kjör vinnandi ^
s fólks versni sífellt vegna dýrtiðar og aukinna skatta".
Raunin varð sú, að engin stjórn hefur hrjáð þjóðina með |
J annarri eins eysteinsku og V-stjórnin gerði. Á valdatíma hennar j
) hækkaði verðlagið um 2414% og skattarnir á þjóðinni um 1250 •
• milljónir króna. Hvað voru það annað en svik við málefni og \
\ samherja? I
\ I
Vatnsfiaumurinn gegnum
arhlíðina stöðvaður í
Drátt-
dag
Kosningaskrifstofan
í Kópavogi er að Melgerði 1.
— Skrifstofan er opin frá kl.
10—22 e. h. Símar: 19708 —
24626.
Kosningaskrifstofan
á Seltjarnarnesi er í Útsölum.
Opin daglega frá kl. 7—10 sd.
Sími 14434.
f DAG verður búið að gera nýj-
an varnargarð og stöðva mesta
flóðið gegnum Dráttarhlíðina við
Efra-Sog, að því er Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, tjáði
blaðinu í gærkvöldi, en hann er
formaður stjórnar Sogsvirkjunar-
innar. Mun því ekki koma til raf-
magnsskorts af völdum óhappsins
17. júní. En tafir við virkjunina
við Efra-Sog eru áætlaðar hálfur
annar mánuður.
Skýrði Gunnar Thoroddsen svo
frá, að stjórn Sogsvirkjunarinnar.
hefði haldið fund í gærmorgun
um óhappið við virkjunina, er
varnargarðurinn brast 17. júní.
Þar fluttu skýrslur um málið
þeir Steingrímur Jónsson, raf-
magnsstjóri, A. B. Berdal, verk-
fræðingur, sem verið hefur ráðu-
nautur við allar Sogsvirkjanir, og
fulltrúar verktaka, þeir Kai Lang
vad og Árni Snævar, verkfræðing
ar. Hefur Sogsstjórnin og ráðu-
nautar hennar fylgzt vel með
gangi málsins frá upphafi. Hefur
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
AÐALSKRIFSTOFUR
Sjáifstæðishúsið, sími 17100.
Valhöll Suðurgötu 39, sími 18192 — 17100.
HVERFASKRIFSTOFUR:
1. Vesturhæjarhverfi:
Morgunblaðshúsinu, H. hæð, simi 23113.
2. Miðbæjarhverfi:
Breiðfirðingabúð, simi 23868.
3. Nes- og Melahverfi:
KR-hús, simi 23815.
4. turbæjarhverfi:
-rfisgötu 42, sími 23883.
5. Norðurmýrarhverfi:
Skátaheimilinu við Snorrabraut, simi 23706.
(. Hlíða- og Holtahverfi:
Skipholti 15, simi 10628.
7. Laugarneshverfi:
Sigtún 23, simi 35343.
8. Langholts- og Vogahverfi:
Langholtsveg 118, sími 35344.
9. Smáíbúða og Bústaðahverfi:
Breiðagerði 13, sími 35349.
Hverfaskrifstofumar eru allar opnar frá kl. 2 e. h. til 10
e. h. daglega og veita allar upplýsingar varðandi kosn-
ingamar. —
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að hafa samband við
kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins.
verið unnið sleitulaust að því að
stöðva hinn gífurlega vatnsflaum
inn göngin og gera ráðstafanir til
að bæta tjónið og draga úr afleið-
ingum þess. Sagði borgarstjóri í
gærkvöldi, að nýi varnargarð-
urinn yrði tilbúinn og flóðið að
mestu stöðvað í nótt eða í síðasta
lagi í dag. Þingvallavatn mun þá
hætta að laekka, en lækkunin hef
ur orðið samtals um 85 sm. Fer
vatnið síðan aftur að hækka, um
nálægt 4 sm. á sólarhring, og
nær fyrra vatnsborði eftir um
það bil þrjár vikur. Mun Sogið
þá hafa fengið eðlilegt rennsli
aftur. Hafa framkvæmdirnar
gengið vonum framar.
Borgarstjóri kvað engar
skemmdir hafa orðið á Ljósafoss-
og írafossvirkjununum. Báðar
virkjanirnar hefðu enn nægilegt
vatnsmagn til orkuframleiðslu og
mundu hafa það framvegis, þann
ig að ekki kæmi til þess að raf-
magnsskortur yrði, nema að Á-
burðarverksmiðjan fengi nú um
skamman tíma sennilega nokkru
minni næturorku en áður.
Samkvæmt samningi og vinnu-
áætlunum átti virkjun Efra-Sogs
að vera lokið 1. nóv. og vatni þá
hleypt á til reynslu, en raforku-
framleiðsla hefjast 15. nóv. Telja
verkfræðingar að óhappið muni
valda tveggja mánaða töfum, en
verkinu megi hraða með sérstök-
um ráðstöfunum um hálfan mán-
uð, þannig að raunveruleg töf
verði hálfur annar mánuður. Er
því gert ráð fyrir að stöðin geti
tekið til starfa um áramót.
Ó Ð U M styttist tíminn til
kosninga. Eru því að verða
síðustu forvöð að senda áskor-
unarseðlana.
Veltan er í fullum gangi.
Fjárö flunamefnd
Sjálfstæðisflokksins,
Morgunblaöshúsinu.
Kassem snýst gegn
kommúnisfum
Dregur til tíðinda í írak ?
LONDON, 22. júní. — Fullvíst
þykir, að Kassem, forsætisráð-
herra Iraks, ætli nú að reyna að
hreinsa til í herbúðum sínum og
fjarlægja kommúnista úr mikil-
vægum stöðum.
Skýrt var frá því í Bagdad i
dag, að A.B. Kadhem, yfir-
maður lögreglu borgarinnar,
hefði verið látinn víkja úr þeirri
stöðu, en fengin staða eftirlits-
manns í stjórn lögreglu landsins.
Maður þessi er gamall kommún-
isti. Honum hafði verið vikið úr
hernum fyrir þær sakir fyrir bylt
inguna í júlí s.l. ár. Engin sér-
stök ástæða var gefin fyrir brott
vikningu Kadhem.
Mikill straumur fólks að
Efra Sogi um helgina
MIKILL fjöldi fólks brá sér á
sunnudaginn austur að EfraSogi,
til þess að sjá með eigin augum
skemmdir þær er þar urðu á þjóð
hátiðardaginn. Allan daginn var
mikill bílastraumur um Þing-
velli, þangað austur. Á vegin-
um inn undir Vellnajökul, varð
mjög harður árekstur milli
tveggja fólksbíla. Stórskemmdist
annar þeirra, nýlegur Volvo.
Þessi árekstur hafði í för með sér
að vegurinn lokaðist og varð
ferðafólk í öðrum bílum að bíða
upp undir tvær klukkustundir
þar til lögreglan kom og tók
skýrslur varðandi óhappið. Volvo
bílinn varð að bera til út af
veginum eftir áreksturinn og
Biskuparnir
heiðraðir
HINN 19. þ.m. sæmdi forseti ís-
lands, að tillögu orðunefndar,
biskup Ásmund Guðmundsson
stórkrossi hinnar íslenzku fálka-
orðu, fyrir embættisstörf.
Sama dag sæmdi forseti próf-
essor Sigurbjöm Einarsson, stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar, fyr-
“iir embættisstörL
ökumaður og farþegar yfirgáfu
hinn stórskemmda bíl.
Ótrúlega margir virtust ekki
skeyta neinu um stöðubann bíla á
veginum. Lögreglumenn voru
þar, m.a. á bifhjóli, til þess að
halda veginum greiðfærum fyrir
hinum stóru og þungu flutninga-
bílum og vögnum. Virtust öku-
menn þó eiga fullt í fangi með
að forða árekstrum við ferða-
mannabíla. Grjótflutningarnir í
garðinn gengu greiðlegaog verkið
við byggingu nýja varnargarðs
ins virtist sækjast vel.
Nýtt flugfélag
stofnað
f NÝJU Lögbirtingablaði er
skýrt frá því í „Tilkynningum
um hlutafélagsskrá", að stofnað
hafi verið nýtt flugfélag, Flug-
leiðir h.f., North Atlantic Avia-
tion á ensku. Heimili þess og var
narþing er Hafnahreppur
í Gullbringusýslu, innan Kefla-
víkurflugvallar. Það er tilgangur
félagsins að reka alhliða flugstarf
semi. Hlutafé félagsins er
100,000,00 krónur. Formaður fé-
lagsstjórnar Flugleiða h.f. er
Skafti Þóroddsson, framkvæmda-
stjóri, F-götu Silfurtúni.
Kairo-útvarpið skýrðl þá svo
frá, að Kassem hefði sjálfur gert
rannsókn á hegðun einkaritara
sins, sem talinn er kommúnisti.
Þá sagði útvarpið, að Kassem
hefði látið setja T.A. Ahmed,
þann kommúnista, sem situr í
einu æðsta embætti hersins, í
stofufangelsi.
★ • ★
Egypzk blöð flytja og þær
fregnir, að kommúnistar hefðu
ætlað að koma Kassem fyrir
kattarnef fyrir nokkrum dögum,
en Kasem hefði séð við þeim.
Minnt er á það, að kommúnistar
kröfðust fyrir skemmstu margra
ráðherraembætta, en hurfu í bili
frá þeim kröfum, þegar þeir
fundu hvað Kassem var harður
í horn að taka.
★ • ★
í Kairo eru stjórnmálafregn-
ritarar þeirrar skoðunar, að nú
geti e.t.r. dregið til tíðinda I
írak, en Kassem hefur haft æðstu
stjórn þar á hendi síðan herinn
gerði uppreisn gegn konungin-
um og drap hann í júlí i fyrra.
Söngskemmtiin
Gamla Bíói
ÁRNI Jónsson efndi til söng-
skemmtunar í Gamla Bíói fyrir
skömmu og söng þar aríur og
Ijóðræn lög. Ámi er einn af
okkar beztu tenórsöngvurum, og
hefur hann tekið stöðugum fram-
förum í list sinni upp á síðkastið.
Að vísu vottaði fyrir þreytu I
röddinni að þessu sinni, víst
vegna inflúenzunar, en þrátt fyr-
ir það var söngur hans öruggur,
þýður og einkar geðþekktur, t.d.
í íslenzku lögunum, sem hann
túlkaði framúrskarandi vel. Þrótt
ur raddarinnar hefir og aukist
mikið og kemur það bezt í Ijóst
í aríunum eftir Giordani, Bizet,
Donizetti og Puccini, sem voru
glæsilega sungnar. Fritz Weiss-
happel var söngvaranum örugg
stoð og stytta, og varð hann að
endurtaka mörg af lögunum og
syngja aukalög. p. f.