Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 1
16 siður og Losbok Rússneskar togarakonur ala börn sm um borð KAUPMANNAHÖFN — Að und anförnu hafa rússneskir togarar verið óvenjutíðir gestir í Þórs- höfn í Færeyjum. Mjög mikið er um stóra rússneska togara á haf- inu milli Færeyja og íslands — og leita þeir oft til hafnar i Fær- eyjum til þess að fá vatn. Svo hefur eftirspurnin verið mikil oft á tíðum, að legið hefur við vatnsskorti hjá Færeyingum sjálfum, en vatnssalan er ábata- söm — og vatnið því selt meðan nokkur dropi er til. En háttalag Rússanna hefur vakið furðu Færeyinga . Fyrst og fremst það, að rússnesku tog- ararnir eru ekki fyrr lagztir að bryggju en vopnaður vörður birt- ist við borðstokkinn til þess að hindra allan samgang skips- manna og Færeyinga. Togarasjómenn ganga ekki á land, verða að láta sér nægja að horfa í land. Stundum eru það kvcnmenn, sem annast varð- gæzluna. Þeir fáu Færeyingar, sem tækifæri hafa fengið til þess að fara um borð í rússnesku skipin í sambandi við vatnssöluna, segja að á mörgum skipanna sé tölu- verður hluti skipshafnarinnar kvenfólk. Færeyingarnir segja og, að oft komi það fyrir, að rússneskar togarakonur ali börn um borð í togurunum. Rússarnir eru vafalaust þeirr- ar skoðunar, að Færeyingar lifi hinu mesta sultarlífi, því oft rétta þeir Færeyingum einhvern lítinn glaðning, brauð eða nokkr- ar sígarettur. Færeyingum virð- ist hins vegar Rússarnir ekki eiga niikið aflögu. Áróðursvél- in smurð MORGENBLADET í Ósió skýrir ^ svo frá, að kommúnistaleiðtogar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, hafi í fyrri viku haldið fund í Stokkhólmi og undirbúið áróðursherferðina, sem gerð verður í sambandi við komu Krúsjeffs til Norðurlanda í sum- Rœtt um norrœnt mark aðsbandalag KUNGAELV, 10. júlí. — Þegar forsætisráðherrar Norðurland- anna fjögurra koma saman á laug ardaginn í Kungaelv mun af- staða Finna til fríverzlunarsvæð- isins og norræns markaðsbanda- ★-------------* Laugardagur 11. júlí. Efni blaðsins m.a.: Bis. 8: Ritstjórnargreinarnar: Vanhelgi Þingvalla. — Sárindi Framsókn ar. — Síldveiðar. Utan úr heimi: Myndlist í Færeyjum. — 9: St. Lawrence-siglingaleiðin. L E S B Ó K fylgir blaðinu í dag. Efni er m.a.: Samtal við Eyjólf Eyfells. Sambúð án krossferðar, eftir H. R. Trevor Roper. Hemingway í nýju umhverfi. Erfiði er heilsusamlegt. Smásagan: Ástar-kaktus. *---------------------------* lags skýrast. Suksulainen mun þá geta sagt vinum sínum Gerhard- sen, Erlander og H. C. Hansen hve langt Finnar telja sig geta gengið til móts við önnur ríki um efnahagssamstarf í V-Evrópu. Strax að loknum fundinum mun norska stjórnin fjalla um málið og gera afstöðu sina ljósa. Á mánudaginn hefst svo fund- ur ríkjanna sjö, sem hafa á prjón- unum stofnun „litla fríverzlun- arsvæðisins" eins og það er nefnt. Ghana í Öryggisráðið? NEW YORK, 10. júlí — Fulltrúi Ghana hjá S.Þ. hefur ritað öll- um sendinefndum hjá samtök- unum bréf, þar sem beðið er um stuðning til þess að koma full- trúa Ghana í Öryggisráðið í stað kanadiska fulltrúans, en kjör- tímabil hans rennur út í haust. Alþingi kvatt saman 21. þ.m. FORSETI íslands hefur að tillögu forsætisráðherra kvatt Alþingi saman til fundar þriðjudaginn 21. júlí 1959 og fer þingsetning fram að lok- inni guðsþjónustu, er hefst í Dómkirkjunni kl. 13.30. GENF, 10. júlí — Sérfræðingar Breta Bandaríkjamanna og Rússa hafa skilað fulltrúum ríkjanna á kjarnorkumálafundinum í Genf áliti sínu og tillögum í sambandi ivið eftirlit með því að bann við kjarnorkusprengingum yrði fram fylgt. Leggja sérfræðingarnir til, ar. — í sameiginlegri yfirlýsingu kommúnistaforingjanna, sem gef- in var út að fundinum loknum, er ekkert nýtt að finna. Hún er öll á sömu lund og Moskvuáróð- urinn hefur verið að undanförnu. Lögð er áherzla á það, að V- Þjóðverjar ráði nú mestu £ Atlantshafsbandalaginu, Norð- mönnum og Dönum sé bezt að segja sig úr bandalaginu, stefna inn á braut friðar og hlutleysis. Talið er, að þetta sé forsmekk- urinn af áróðursvélinni, sem sett verður í gang þegar Krúsjeff kemur til Norðurlanda. að skotið yrði á Ioft 5—S gervi- tunglum upp í 30 þús. km hæð — og þau látin ganga umhverfis jörðu. Með mælitækjum í tungl- unum yrði hægt að fylgjast með hvort kjarnorkusprengjur yrðu sprengdar í háloftunum. Og yrði fjórum gervitunglum skotið út í geiminn og þau látin Cervifungl gœtu tylgzt orkusprengingum MYNDIN að ofan var tekin eft- ir að kviknað var í „Turisten" (örin) og menn voru komnir á bátum, aðrir vaðandi. Greini- legt er, að vatnið er mjög grunnt. Neðri mynd: Bátinn rak að vatna bakkanum — og enda þótt „Tur- isten“ væri fáeina metra frá landi — og hægt að vaða út í hann — fórust 55 manns, sumir i eldinum, aðrir drukknuðu. Vafa- laust var það barnamergðin uni borð, sem olli því að allur þeaat fjöldi fórst. Sumar mæður voru með tvö eða fleirí börn. 55 fórust KAUPMANNAHÖFN, 10. júll — Frá því í gær hefur enn fundist eitt lík í Haðerslev, en ófundið «r lik lítillar stúlku. Er þá talu þeirra, sem fórust með skemmtt- ferðabátnum, komin upp í 55. — Þetta mun vera annað stærsta sjóslys Dana eftir stríð. Búizt er við því að mál verði höfðað gegn eiganda bátsins og skipstjóra og þeir sakaðir um aS hafa valdið þessum mikla mann- skaða, einungis vegna óaðgætni. Til skamms tíma var leyfilegt að flytja 75 farþega með bátnum, en ekki alls fyrir löngu var þessi farþegatala skorin niður í 35. Á bátnum var tveggja manna áhöfn — og hann hafði aðeins 37 björg- unarbelti. Benzínhreyfill sá, sem nýlega hafði verið settur í bátinn, hafði ekki verið skoðaður né samþykkt ur af skipaskoðuninni — og það, sem talið er, að ollið hafi slysinu, var gáleysisleg meðferð á benzini við áfyllingu. — Stjórnarvöldin hugleiða nú, hvort ekki beri að banna algerlega að bátar með benzínhreyfli verði notaðir fram- vegis til fólksflutninga á þennan hátt. Ekstrablaðið segir í dag, að sennileg ástæða til þess, að vélar- maðurinn fór jafngáleysislega að og raun ber vitni, sé sú, að far- þegarnir voru flestir að verða of seinir í járnbrautarlestina — og þess vegna hafi allt verið gert til þess að flýta ferðinni. með kjarn- ganga umhverfis sólu, mundi auð velt að fylgjast með slíkum sprengingum. Ekki komu fram í tillögunum nein ráð til þess að fylgjast með öllum tilraunum undir og á yfir- borði jarðar — og allt upp £ 31 mílu hæð. Fulltrúar þríveldanna, sem nú hafa setið á rökstólunum í níu mánuði, munu taka tillögurnar til athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.