Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 6
e
MORGUIVBLAÐIÐ
Laugardagur 11. júlí 1959
Mynd þcssi kom í danska blaðinu Jyíiandsposten 7. 6. 1959 ogf er af 12 íslenzkum stúlkum, sem
eru við nám í Als-husholdningsskole, Vollerup við Sönderborg. Stúlkurnar fóru nýlega í skemmti
ferð yfir landamærin til Þýzkalands, og sungu þar á þremur skemmtunum, sem haldnar voru í
Flensborg og öðrum smábæjum þar í grennd. Er myndin tekin við það tækifæri.
42 námsmeyfar í hús
mœðraskólanum á
Laugalandi sl. vefur
Rúmlega 95 þús. gestir
í Þjóðleikhúsinu s.l.
leikár
HÚSMÆÐRASKÓLANUM á
Laugalandi var slitið sunnudag-
inn 14. júní s. 1. Hófst athöfnin
með því að sóknarpresturinn síra
Benjamín Kristjánsson, formaður
skólanefndar, flutti guðsþjón-
ustu, en að henni lokinni ávarp-
aði forstöðukonan, ungfrú Lena
Hallgrímsdóttir, námsmeyjar og
afhenti þeim skírteini sín. Alls
stunduðu 42 stúlkur nám í skól
anum undanfarandi vetur, en
af þeim luku 35 burtfararprófi.
Hæsta aðaleinkun við prófið:
9,00 hlaut Þóra Angantýsdóttir
frá Hauganesí við Eyjafjörð.
Forstöðukonan gat þess í ræðu
sinni, að heilsufar hefði verið
hið bezta í skólanum, og hefði
hann sloppið undra vel við ýmsar
farsóttir, sem víða hefðu gert
usla í skólunum. Handavinna
nemenda, sem bæði væri mikil
og góð, sýndi það að vel hefði
verið unnið í skólanum. Var
sýning á handavinnu námsmeyja
laugardaginn 13. júní, fjölsótt að
venju. Svo sem ávallt hefur tíðk
azt voru boð milli Menntaskólans
á Akureyri og Laugalandsskóla.
Heimavistarkostnaður yfir 9
mánuði var kr. 4750,00. Náms-
meyjar og kennslukonur fóru
skemmtiferð til Ásbyrgis.
Að skólaslitum loknum var
sezt að kaffiborði og kvaddi þar
ein af námsmeyjum skólans, ung
frú Heiðdís Norðfjörð, sér hljóðs
og ávarpaði kennara og árnaði
skólanum allrar blessunar.
Joanne Wilson.
Sú nýlunda var í starfi skólans
á síðastliðnu ári, að hann bauð
til námsdvalar ungri mennta-
konu af vestur-íslenzkum ætt-
um, ungfrú Joanne Wilson frá
Winnipeg. Amma hennar í móður
ætt er frú Guðrún Skaptason,
nafnkunn merkiskona í Vestur-
heimi, systir dr. Valtýs Guð-
mundssonar.
Ungfrú Wilson dvaldi hér á
landi frá því í júní 1958 og þang-
að til um miðjan desember, og
var þá orðin altalandi á íslenzka
tungu, enda þótt hún hefði ekki
reynt að tala hana fyrr. Vildi
skóiinn með þessu hafa forgöngu
um, að sem flestir íslenzkir skól-
ar byðu vestur-íslenzlcum ungl-
ingum til slíkra námsdvala, ef
það mætti verða til þess að enn
um sinn að viðhalda og efla kynn
ingu og vináttu ungs fólks af
íslenzkum stofni austan nafs og
vestan.
Þessi unga og gáfaða stúlka
varð öllum kær, sem kynntust
henni, og væntir skólinn þess,
að hún hafi einnig haft nokkra
ánægju af dvöl sinni á íslandi.
Heimsóknir
Laugardaginn 23. maí komu
tuttugu ára nemendur í heimsókn
til skólans og færðu honum veg-
legar gjafir: Vandaðan borðbún-
að og kaffisamstæðu úr silfri.
Frú Anna Magnúsdóttir frá Siglu
firði afhenti gjafirnar með hlý-
legri ræðu, rakti gamlar minn-
ingar og árnaði skólanum heilla.
Alls mætti 21 námsmær af 29,
sem voru í skóanum veturinn
1938—39. Drukkið var síðdegis-
kaffi hjá prestshjónunum á
Laugalandi, en síðan dvöldu eldri
námsmeyj arnar í skólanum langt
fram á kvöld og skemmtu sér
hið bezta með þeim yngri,
Við hádegisverð í skólanum á-
varpaði forstöðukonan og formað
ur skólanefndar gestina og þökk-
uðu hiýhug þeirra og góðar gjaf-
ir til skólans. Sérstaklega ávarp
aði formaður skólanefndar frú
Valgerði Halldórsdóttur, sem var
Úðun garða
LVAKANDA hefir borizt
eftirfarandi bréf frá gróðra-
stöðinni Alaska:
Velvakandi góður!
„Það var gott og þarft að sjá
hjá þér greinina um skrúðgarða-
úðun miðvikudaginn 8. júlí. Því
er ekki að neita, að það eru hrein
ustu vandræði, þegar nágrannar
láta garðyrkjumenn úða garðá
sína, gegn skordýrum sitt á
hverjum tíma. Úðunin gerir þá
ekki nema hálft gagn og er
miklu kostnaðarsamari, heldur
en ef garðar í heilu hverfi eru
úðaðir samtímis.
Frá þvi að ég hóf rekstur fyrir-
tækis míns fyrir rúmlega sex ár-
um, hefi ég stöðugt hvatt fólk til
samvinnu um skrúðgarðaúðun.
Hér á árunum fékk ég jafnvel
Velvakanda í lið með mér, ásamt
því að eyða talsverðu fé í auglýs-
ingar, þar sem að ég hvatti fólk
til þess að láta úða garða sína í
sama hverfi samtímis. Þegar um
hverfisúðun er að ræða höfum
við ávalt boðið afslátt á úðunar-
gjaldinu. Sá garðeigandi, sem
hefur tekið á sig það ómak að
safna saman tíu görðum í sínu
hverfi, hefur fengið allt niður í
50% afslátt af úðunargjaldinu á
sinn garð. Þessi aðferð hefur gef-
ist vel, af framkvæmum við á
gestur skólans þennan dag, en
hún var forstöðukona á Lauga-
landi fyrstu þrjú árin, eftir að
skólinn var endurreistur, við
miklar ástsældir nemenda sinna.
f ræðu sinni þakkaði frú Val-
gerður boð skólans og lýsti á-
nægju sinni yfir öllum þeim
framkvæmdum og umbótum,
sem gerðar hefðu verið á skól-
anum síðan hún var skólastjóri
þar fyrir 20 árum.
hverju ári margar hverfisúðanir.
Þú Velvakandi góður getur að-
stoðað okkur mikið um milli-
göngu við skiptavinina.
Samvinna nauðsynleg
SK um úðun frá garðeigend-
um verður að koma frá
garðeigendum verður að koma
frá þeim sjálfum. Við megum
ekki og getum ekki þvingað þjón
ustu okkar upp á garðeigendur,
og áreiðanlega er það miklu
heppilegra að hafa ofurlitla sam-
vinnu um skrúðgarðaúðun, held-
ur en ef til þess kæmi að hið
opinbera lögskipao, úðun.
Hvort sem að um hverfisúðun
eða úðun einstakra garða er að
ræða, þá erum við ávallt til reiðu
að þjóna fólki, þegar það þarf
á okkur i ð halda. VL höfum völ
á þaulæfðum og varkárum mönn-
um, sem áreiðanlega rækja starf
sitt á öiuggan og hættulausan
máta.
Geti ekki orðið um samvinnu
að ræða milli garðeigenda um
úðun á görðum þeirra, er það
tillaga mín að garðeigandi, sem
ætlar að láta úða garð sinn, láti
næstu nágranna sína vita hvað
í vændum sé með slíkum fyrir-
vara, að nágrannarnir geti gert
viðhiítandi ráðstafanir.
Að endingu, fyrst að ég fór að
TÍUNDA leikári Þjóðleikhússins
lauk síðastliðinn sunnudag, 5.
júlí, með sýningu leikflokksins
frá Det Norske Teatret í Osló á
leikritinu „Kristin Lavransdatt-
er“. Sýningar á leikárinu urðu
alls 214, þar af 193 í Reykjavík
og 21 utan Reykjavíkur.
Á leikárinu voru sýnd 16 verk-
efni, þar af 1 gestaleikur. Leikrit
voru 14, söngleikir 2. Leik-
flokkur frá Det Norske Teatret
í Osló sýndi norskt leikrit. Flestar
sýningar voru á óperunni „Rak-
arinn í Sevilla“ eða 31, sýningar-
gestir 17.685.
Hér fer á eftir skrá yfir sýn-
ingar og tölu leikhúsgesta á leik-
árinu:
1. „Horft af brúnni“ eftir Art-
hur Miller. Leikstjóri: Lárus
Pálsson. Sýningar 6 úti á landi,
2 í Reykjavík. Sýningargestir
1722 úti á landi, 824 í Reykjavík.
— Tekið upp aftur frá fyrra ári.
2. „Haust“ eftir Kristján Al-
bertsson. Leikstjóri: Einar Páls-
son. 7. sýningar. Sýningargestir
1893.
3. „Faðirinn“ eftir August
Strindberg. Leikstjóri: Lárus
Pálsson. 5 sýningar í Reykjavík,
11 úti á landi. Sýningargestir í
Reykjavík 1455, 1792 úti á landi.
— Tekið upp aftur frá fyrri ári.
4. „Horðu reiður um öxl“ eftir
John Osborne. Leikstjóri: Bald-
vin Halldórsson. Sýningar 23 í
Reykjavík, 4 utan Reykjavíkur.
Sýningargestir 9597 í Reykjavík,
stinga niður penna, langar mig að
biðja þig Velvakandi að biðja
fólk að hafa gát á grenitrjám í
görðum sínum um þessar mundir.
Aidrei þessu vant, þá er lúsar-
tegund, stór og ljót, farin að
leggjast á greni í görðum og gæti
því verið, að fólk óskaði enn einu
sinni eftir þessum leiðindar úð-
unarmönnum."
Virðingarfyllst,
Alaska gróðrastöðinni
8. júlí, 1959
Jón H. Björnsson.
Rangt símanúmer?
DVARD Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar, hringdi tii Vel-
vakanda vegna kvörtunar manns
nokkurs um ógreið svör á skrif-
stofu Dagsbrúnar. Var kvörtun
þessari komið á framfæri í dálk-
um Velvakanda á fimmtudag.
Sagði Edvard, að þar hlyti að
gæta einhvers misskilnings. Þann
ig væri ekki svarað í símann hjá
Dagsbrún. Hann hefði reynt að
rannsaka málið, hvort einhver
óviðkomandi hefði kunnað að
taka upp símann á skrifstofunni
og svarað þannig, en ekki getað
haft upp á neinum slíkum. Hefur
honum helzt dottið í hug, að við-
komandi maður hafi fengið rangt
númer og einhver verið að gera
að gamni sínu. Það sé eina skýr-
ingin, sem hugsanleg sé.
966 utan Reykjavíkur.
5. „Sá hlær bezt“ eftir Howard
Teichmann og George Kaufman.
Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Sýa
ingar 15. Sýningargestir 6388.
6. „Dagbók Önnu Frank“ eftir
Frances Goodrich og Albert Hai-
kett. Leikstjóri: Baldvin Hali-
dórsson. 9 sýningar. Sýningar-
gestir 4071. — Tekið upp aftur
frá fyrra ári.
7. „Rakarinn í Sevilla“, ópera
eftir G. Rossini. Leikstjóri: Thyge
Thygesen. Hljómsveitarstjóri:
Róbert A. Ottósson. 31. sýning.
Sýningargestir 17.685.
8. „Dómarinn“ eftir Vilhelm
Moberg. Leikstjóri: Lárus Páls-
son. 9 sýningar. Sýningargestir
2232.
9. „Á yztu nöf“ eftir Thorton
Wilder. Leikstjóri: Gunnar Eyj-
ólfsson. 16. sýningar. Sýningar-
gestir 6915.
10. „Undraglerin" leikrit fyrir
börn, eftir Óskar Kjartansson.
Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 22
sýningar. Sýningargestir 12902.
11. —12. „Fjárhættuspilarar"
eftir Nikolaj Gogol, og „Kvöld-
verður kardinálanna" eftir Julio
Dantas. Leikstjóri: Lárus Páls-
son. 4 sýningar. Sýningargestir
816.
13. „Húmar hægt að kveldi"
eftir Eugene O’Neill. Leikstjóri:
Einar Pálsson. 11 sýningar. Sýn-
ingargestir 3151.
14. „Tengdasonur óskast" eftir
William Douglas Home. Leik-
stjóri: Gunnar Eyjólfsson. 11 sýn
ingar. Sýningargestir 5526.
15. „Betlistúdentinn'V óperetta
eftir Karl Millöcker. Leikstjóri:
Prófessor Adolf Rott. Hljómsveit
arstjóri: Hans Antolitsch. 24 sýn-
ingar. Sýningargestir 15.073.
16. „Kristin Lavransdatter",
leikrit eftir Tormod Skagestad,
gert eftir samnefndri sögu Sigrid
Undset. Gestaleikur frá Det
Norske Teatret í Osló. Leikstjóri:
Tormod Skagestad. 4 sýningar.
Sýningargestir 2365.
Sýningar á leikárinu alls 214.
Sýningargestir í Reykjavík 90893.
Sýningargestir úti á landi 4480.
Samtals 95.373.
109 hlutu fram-
haldscinkunn
GAGNFRÆÐASKÓLANUM við
Vonarstæti var slitið 10. júní. í
skólanum voru eins og undanfar-
in ár eingöngu nemendur, sem
bjuggu sig undir landspróf mið-
skóla.
Skólastjóri Ástráður Sigur-
steindórsson lýsti skólastafinu og
úrslitum prófsins.
Prófinu hafa þegar lokið 160
nemendur, en nokkrir eiga enn
eftir að ljúka prófi vegna veik-
inda. Af þeim stóðust 151 nem-
andi prófið og 109 nemendur
fengu framhaldseinkunn eða yfir
6,00 í landsprófsgreinum. Eru
það rúm 68% þeirra, sem prófinu
hafa lokið.
Einkunnir skiptast að öðru
leyti þannig: I. ágætiseinkunn
hlau 1 nemandi, I. einkunn hlutu
36 nemendur, II. einkunn 72 nem-
endur og III. einkun 42 nemend-
ur.
Þrír utanskólanemendur gengu
undir próf við skólann. Aðeina
einn þeirra hefur lokið prófinu og
hlaut hann framhaldseinkunn.
Hæstu einkunn í skólanura
hlaut Gísli H. Friðgeirsson 1. ág.
eink. 9,00.
Að lokum afhenti skólastjóri
bókaverðlaun fyrir góða frammi-
stöðu í prófinu svo og hringjurum
skólans og umsjónarmönnum.
Þá þakkaði hann kennurum og
nemendum skólans ánægjulegt
samstarf og árnaði þeim heilla.
Císli Einarsaon
héraðsdómslögmaóur.
Máiflulningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 19631.
' '
ÍI
I
»
! ‘ ~
í gær opnaði Jón Geir Árnason, sem er ungur rakarameistari,
og hefur rekið rakarastofu á Baldursgötunni, nýja rakarastofu
að Álfheimum 38 og er þessi mynd tekin þar.
skrifar úr
daqleQq hfínu