Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 3
Xaugardagur 11. júlí 1959 UORCV1SBLAÐIÐ 3 Frœðsla í sambandi við sölu- og auglýsingastörf Frá aðalfundi sölutœkni AÐALFUNDUR félagsins Sölu- tækni var haldinn 19. júní sl. — Fráfarandi formaður, Sigurður Magnússon, flutti skýrslu stjórn- arinnar. Félagið hefur frá byrjun lagt megináherzlu á fræðslustarf semi í sambandi við sölu- og aug- lýsingastörf. Þegar hafa verið haldin 8 námskeið á vegum fé- lagsins, og þátttakendur á þeim hafa verið töluvert á fimmta hundrað. Síðastliðið starfsár hefur verið unnið að því að koma á fót upp- lagseftirliti eða eintakaskráningu blaða og tímarita, sem taka aug- lýsingar til birtingar. Mál þetta er nú komið það langt, að vonir standa til að hægt verði að hefja eintakaskráninguna nú í haust. Hér er um mikið hagsmunamál auglýsenda og blaðaútgefenda að ræða, og miklar líkur til þess, að eintakaskráningin stuðli að betri og hagkvæmari notkun auglýs- ingatækja hérlendis. Nú er hafinn undirbúningur að námskeiði til þjálfunar fyrir sölumenn heildverzlana og iðn- fyrirtækja. 1 ráði er að fá erlend- an sérfræðing til þess að annast kennsluna og verður námskeiðið væntanlega haldið 1 október eða nóvember í haust. Frá því var einnig skýrt á fundinum, að fulltrúar félagsins hefðu tekið þátt í móti norrænu sölutæknifélaganna, sem haldið var- í Kaupmannahöfn síðari hluta maímánaðar sl. Mót þetta sóttu rúmlega eitt þúsund þátt- takendur frá ölium Norðurlönd- unum fimm. í sambandi norrænu sölutæknifélaganna (Nordisk Salgs- og Reklameforbund) eru nú rúmlega þrettán þúsund manns. Sambandið hefur að und- anförnu efnt þriðja hvert ár til sameiginlegs móts, en þau eru haldin til skiptis í einhverri stór- borg Norðurlandanna og var næstsíðasta mót haldið í Gauta- borg. Ráðstefnuna í Kaupmanna- höfn sóttu nú af íslands hálfu fjórir félagar Sölutækni. Hlutverk þessara móta er tví- þætt. í fyrsta lagi stuðla þau að auknum kynnum og treysta þann ig böndin milli félagsmanna. I öðru lagi veita þau tækifæri til þess að fjölmennir hópar geti borið saman ráð sín, eftir að hafa hlýtt á erindi hinna færustu sér- fræðinga á hinum mörgu sviðum þessa máls. Að þessu sinni voru einkunarorð mótsins: „Neytand- inn fyrst og fremst“, en þau gefa til kynna, að fyrirlestrar og um- ræður fjölluðu um þá miklu þýð- ingu, sem neytandinn hefur frá sjónarmiði sölu- og auglýsinga- starfseminnar. Það yrði of langt mál að geta allra fyrirlestranna að þessu sinni, en eftirtaldir fyr- irlestrar Vöktu hvað mesta at- hygli: Fyrirlestur Sune Carlson frá háskólanum í Uppsölum, er hann nefndi: „Neytandinn í gær, í dag og á morgun". Fyrirlesarinn rakti þær breytingar, sem átt hpfa sér stað á neyzlunni, hvert ste/ndi í þeim efnum og hvaða áhrif slíkt mundi hafa á sölu- starfið. í þessu sambandi ræddi um prófessorinn m. a. um lífskjör fólks, neyzluvenjur, aldursskipt- inguna, fólksflutninga, stærð fjölskyldna o. fl. 1 beinu framhaldi af fyrirlestri Sune Carlson flutti prófessor Olof Hennell við sænska verzlun- arháskólann í Helsingfors fyrir- lestur, er hann nefndi: „Hvað neytandinn vill fá og hvað hann getur fengið“. Prófessor Henell ræddi um það, hversu langt hægt væri að koma á móts við óskir neytandans í nútíma þjóðfélagi og hversu vöruaðlögunin væri þýðingarmikil frá sjónarmiði sölustarfsins. Þá flutti Max Kjær Hansen, prófessor við verzlunarháskólann í Kaupmannahöfn, fyrirlestur, er hann nefndi: „Bylting í smásölu- verzluninni". Fyrirlesarinn fjall- aði um þær grundvallarbreyting- ar, sem hafa átt sér stað á stöðu og þýðingu sölustarfseminnar í þjóðfélaginu og rakti hvaða áhrif þær hefðu og mundu hafa á skipulagningu, bæði heildverzl- ana og smásöluverzlana. í lok mótsins flutti Leif Hol- bæk Hansen, forseti sambands norrænu sölutæknifélaganna, fyr irlestur, er hann nefndi: „Fyrir- tækið, varan, seljandinn og neyt- andinn“. Talaði hann m. a. um nauðsyn gagnkvæms trausts og skilnings milli framleiðandans og neytandans, milli fyrirtækja og almennings. Hingað til hefur þetta traust verið tengt merkja- vörum fyrirtækjanna. En nú hin síðari ár hafa mörg fyrirtæki unnið markvisst að því með ýmsu móti að gefa neytendum svipmynd af fyrirtækjunum og kynna almenningi starfsemi þeirra. Mótið í Kaupmannahöfn þótti takast með miklum ágætum og höfðu þátttakendur bæði gagn og gaman af, enda var mótið frá- bærlega vel skipulagt og Dönum til hins mesta sóma. Áður en stjórnarkjör hófst, skýrði formaður frá því, að stjórnin hefði orðið sammála um, að félaginu myndi nú fyrir beztu að gera nokkrar breytingar á stjórninni. Baðst hann undan end urkosningu og lagði til, að vara- formaðurinn, Þorvarður Jón Júlíusson, tæki nú við formennsk unni, en auk hans kæmu nokkrir nýir menn til starfa í stað þeirra, sem óskuðu nú að þoka fyrir nýj- um starfskröftum. — Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórnina fyr- ir næsta kjörtímabil: Þorvarður J. Júlíusson, Sigurður Magnús- son, Sigurgeir Sigurjónsson, Sveinbjörn Árnason, Kristinn Ketilsson, Ásbjörn Magnússon og Kristján Arngrímsson. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Gísli Einarsson, viðskiptafræðingur. Mikill einhugur ríkti um það á fundinum að halda örugglega áfram á þeirri braut, sem mörk- uð hefur verið, og efla félagið til nýrrar sóknar á hinu fjölbreyti- lega starfsviði þess. Fegurðardrottning fslands frá í fyrra, Sigríður Þorvaldsdóttir, lagði í fyrrinótt af stað með flugvél Loftleiða, áleiðis til Kali forníu, þar sem hún tekur þátt í „Miss Universe“ fegurðarsam- keppninni á Langasandi. Nú hef ur verið tekinn upp sá háttur, að sú sem vinnur titilinn „Ung frú ísland“ fer ári seinna til keppninnar. Þess vegna fer Sig- ríður Þorvaldsdóttir nú, en Sig- ríður Geirsdóttir, hin nýkjörna fegurðardrottning ekki fyrr en næsta sumar. Sigríður mun hafa nokkurra daga viðdvöl í New York og fljúga síðan til Los Angeles, á- samt öðrum stúlkum frá Evrópu sem taka þátt í Langasands- keppninni. Leiðsögumaður Sig- Skerst sambandsstjórn Ind- lands í leikinn í Keroln? Nýju Delhi, 9. júlí (Reuter). SAMA vandræðaástandið er ó- breytt í Kerala-héraði í Suður Indlandi, en nú liggur í loftinu að til stórtíðinda fari að draga í því. Annaðhvort muni sam- bandsstjórnin í Nýju Delhi grípa í taumana, víkja héraðsstjórninni frá og efna til nýrra kosninga, eða að mótspyrna and-kommún- ista verði brotin á bak aftur. í dag sendi R. Sanker, foringi Þjóðþingsflokksins í Kerala kæru til Prasad forseta Indlands vegna margháttaðs misferlis kommún- ista við stjórn héraðsins. í kæru- skjalinu er vakin athygli á brot kommúnistast j órnarinnar, þau tvö ár, sem hún hefur stjórn- að, hún hafi veitt íhlutun í dóms- málum, pólitísk morð hafi verið framin ,sjóðum ríkisins hafi ver- ið eytt í þágu kommúnistaflokks- ins, börnum í héraðsskólum hafi verið innrætt fræði Marxismans og yfirhöfuð að önnur lög hafi gilt fyrir kommúnista en aðra íbúa héraðsins. Foringi kommúnista í Kerala Nambudiripad kom í morgun til Delhi og gekk skömmu eftir komuna á fund Govind Ballabh innanríkisráðherra. Er talið að heimsókn hans stafi af ótta við að sambandsstjórnin ætli að skerast í leikinn. Hann sagði þó við blaðamenn við komuna, að ekki kæmi til greina að hann segði af sér og efndi til nýrra kosninga. Einnig sagði hann að ekkert hefði gerzt í Kerala sem gæti réttlætt íhlutun sam- bandsstjórnarinnar. „Ég held að hún skerist ekki í leikinn“, sagði hann. Nambudiripad kvaðst engar nýjar tillögur hafa að flytja varð andi d^ilurnar í Kerala. Hins veg ar hefði kommúnistastjórnin boð- izt til að sitja fund með leiðtog- um stjórnarandstöðunnar og ræða sáttamöguleika, en þeir hafi hafnað slíkum fundi og sagt að hann væri þýðingarlaus. ríðar vestur er Einar Jónsson, framkvæmdastjóri keppninnar hér, og er myndin hér að ofan af þeim er þau stigu um borð Sögu og flugfreyjurnar, Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Rúna Brynjólfsdóttir tóku á móti þeim. Þorsteinn þorska- bítur bilaði við Nýfundnaland ER togarinn Þorsteinn Þorskabít- ur var að veiðum við Nýfundna- land 5. júlí bilaði í skipinu drif fyrir allar dælur aðalvélar. Komst skipið því ekki hjálpar- laust til hafnar og va’r fenginn dráttarbátur frá St. Johns, sem dró það inn til Botwood í Kan- ada. Ekki liggur enn ljóst fyrir hve mikil bilunin er eða hve langan tíma viðgerð tekur. r Vestur-Islend- ingar heiðraðir FORSETI íslands hefur, að til- lögu orðunefndar, nýlega sæmt eftirtalda Vestur-Islendinga heið- ursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Frú Jakobínu Johnson, skáld- konu, Seattle, stórriddarakrossi. Frú Ástu Eaton, Toronto, ridd- arakrossi. (Frá orðuritara) Um 200 íbúðir í smíð- á Akureyri um AKUREYRI, 8. júlí. — Allmikið er um byggingaframkvæmdir hér um þessar mundir, og samkvæmt upplýsingum byggingarfulltrúa bæjarins munu nú alls vera hér 200 íbúðir í smíðum. Auk þess eru allmörg hús, sem ekki er að fullu lokið, þótt þau hafi þegar verið tekin í notkun. Þá er þess að geta, að bæjar- stjórn hefur nú fengið fjárfest- ingarleyfi til þess að byggja eina hæð ofan á slökkvistöð bæjar- ins en sú bygging hefur verið hálfköruð nú í mörg ár. Fjár- festingarleyfið nemur um kr. 600 þús. og mun nægja til þess að gera hæðina fokhelda. Allt er óvíst um framhald byggingarinn- ar, en þarna er gert ráð fyrir stór hýsi, og er þegar hafinn undir- búningur að byggingunni. Þess má og geta af öðrum fram kvæmdum bæjarins, að hingað hefur verið keypt jarðýta, sem væntanleg er þessa dagana hing- að norður. Fleiri tækjakaup eru gerð um þessar mundir og nem- ur kostnaður við kaup þeirra alls um 800 þúsund krónur. Mjög brýn nauðsyn var til kaupa á öllum þessum tækjum því að mikil þörf hefur verið á þeim hér. — vig. STAKSTEINAR Annar blóðugur hinn óður Séra Jóhann Hannesson á Þingvöllum birtir s.l. fimmtudag lýsingu á einum sunnudegi á Þingvöllum. Þar er margt ófag- urt. Hann segir m.a.: „Kl. 11,20, knýr maður að dyr- um; var hann mjög blóðugur en þé ekki ýkja fullur. Spyr hann hvort hjúkrunarkonan sé við og geti bundið um sár hans.--------En hann bað líka um deyfandi sprautu handa félaga sínum, sem hann hafði verið í áflogum við; taldi hann að sá maður hefði misst mikið blóð og væri óður mjög. — Skipti það engum togum að sá maður kæmi að eldhúsdyr- unum og reyndist hann bæði óður og blóðugur mjög. Hafði hann komið í sendiferðabíl með félög- um sínum hingað á hlaðið og sló þá til skiptis. — Nafn eins kunn- asta heildsala Reykjavíkur stóð skrifað á bílinn. Nú reyndist maðurinn svo óður að ekkert var hægt að gera honum í því ástandi og knúði kona mín þá félaga til að taka hann inn i bílinn aftur og fara með hann suður og komst bíllinn loks af stað eftir all- snarpa viðureign milli þeirra, sem voru fullir og hins, sem óður var orðinn af áfenginu". Frásögn lögreglumanna Tveir lögreglumenn höfðu unnið til kl. 3—1 nóttina áður við hótelið: „Mikil aðsókn hafði verið þangað löngu eftir lokunartíma; gerðu sumir „næturgestanna" allmikinn hávaða“. „Annars höfðu lögreglumenn þetta að segja: 23 amerísk tjöld voru á völlunum um nóttina Of 4 austur í Þjóðgarðinum. Vega- laust fólk var um kl. 2 um nótt- ina allmargt og vantaði farartækl í bæinn. Tjaldafólk flæktist að hótelinu og fór lögreglan með það inn á velli aftur og aftur og sleppti því þar, eins og sauðfé í haga.------íslenzk hjón aust- ur í Vatnsvíkinni gátu ekki sofið fyrr en kl. 6 að morgni, vegna ráfandi unglinga, er gerðu háf- aða um nóttina nálægt tjaldi þeirra. — Önnur islenzk fjölskylda kvartaði undan því, að amerískir hermenn hefðu grýtt bíl þeirra." Blóðngir fataræflar Um kvöldið segir séra Jóhann að hann og kona hans hafi farið í könnunarferð: „En þegar inn á velli kom, blasti við önnur sjón. í vikunni áður hafði allt verið hreinsað. Nú var allt út atað. Blóðugir vasaklúíar, ein blóðug skyrta, tveir herralausir skór, margar flöskur, matarleifar, lurkar, aska, spýtur, tuskur, tómir brúsar og önnur menningareinkenni sögðu sögu dagsins. Tvö skilti höfðu verið brotin og ein rúða í sum- arbústað rétt hjá gjánni. — — —. Hjá Ameríkumönnum urðu tvö slys: Einn handleggsbrotnaði, annar hryggbrotnaði. Hafði hann borið stúlku á bakinu, en steig þá óvart öðrum fæti ofan í litla sprungu og brotnaði svo illa, að bein stóð út úr bakinu á honum. Tóku félagar hans hann þá í bíl, helltu í hann svo miklu brenni- víni, að hann lá sem dauður og óku honum til Keflavíkur. Meðal íslendinga urðu slags- mál ,auk þeirra, sem áður getur, og eru blóðugir vasaklútarnir leifar frá þeim. Eftir slagsmálin fór einn íslendingur inn í tjald listamannsins og stal matvælum hans, niðursoðnum fiski og ostL Lét listamaðurinn þetta liggja í þagnargildi þar til í dag, að Iiann fann að vekjaraklukku hans í hafði líka verið stolið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.