Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 2
2
MORCUNTtLAÐIÐ
Laugardagur 11. júlí 1959
p.E-0; LA' S| J> g HAP PöRJBTTI
:
V s, <•- ísTAl" 'S TÆ ÐÍS FL OKK -'sTn'sI
Miðvesturland
CMBOÐSMENN Landshappdrættis Sjálfstæðisflokksins á Miðvest-
nrlandi eru:
Jósep H. Þorgeirsson, Akranesi,
Friðrik Þórðarson, Borgarnesi,
Halldór Þ. Jónsson, Stykkishólmi,
Emil Magnússon, Grafarnesi.
Bjarni Ólafsson, Ólafsvík,
Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi,
Kristinn Kristjánsson, Hellnum,
Halltfór Ásgrímsson, Borg,
Kjartan Halldórsson, Rauðkollsstöðum,
Björn Kristjánsson, Kolbeinsstöðum,
Friðjón Þórðarson, Búðardal.
A Akranesi eru miðar seldir í fjölmörgum verzlunum, og í
Bbrgarfjarðarsýslu, Mýrarsýslu og Dalasýslu eru miðar einnig
seldir hjá fleiri umboðsmönnum í sveitunum.
LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA.
Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins.
Slífa Frakkar samband-
inu við Chana?
PARÍS, 10. júlí. — Á yfirborðinu
virtist svo í dag sem Frakkar
mundu þá og þegar slíta stjórn-
málasambandi sínu vð Afríku-
lýðveldið- Ghana, sem nú hefur
veitt stjórn uppreisnarmanna í
Alsír viðurkenningu. Frakkar
hafa látið það boð út ganga, að
þeir mundu slíta tengslum við
allar þær stjórnir, sem veittu
stjórn alsírskra uppreisnarmanna
viðurkenningu. Þó hafa verið
gerðar undantekningar hvað við-
víkur Marokko, Túnis og fleiri
ríkjum, þar sem almenningsálitið
hefur neytt stjórnirnar til þess
að veita uppreisnarmannastjóra-
inni viðurkenningu.
Talsmaður frönsku stjómarinn
ar sagði í dag, að enn hefði eng-
in ákvörðun verið tekin um slit
Vænn lax
kominn í Laxá
HÚSAVÍK, 10. júlí. — Fyrsta
mánuðinn af veiðitímanum var
litil laxaveiði í Laxá í Þngeyjar-
sýslu, en um síðustu helgi kom
ganga í ána og hefur þar verið
yfirleitt vænn lax. Reykvíkingar
hafa stundað veiði í ánni frá því
á mánudag og fyrstu 4 daga vik-
unnar veiddu þeir 56 laxa. Hafa
það yfirleitt verið stórir laxar,
12—18 punda og ekki nema 5
undir 10 pundum. Stærsti laxinn
var 26 pund. Veiddi hann Krist-
inn Guðnason. Veiddist hann í
Neslandi. Á þriðjudaginn veidd-
ust sex laxar í Hólmavaðslandi,
16—18 punda allir. Laxveiði-
menn segja að laxinn sé kominn
í alla ána og útlit sé fyrir góða
veiði. — Fréttaritari.
sambandsins við Ghana, en talið
er ólíklegt, að því verði slitið
mjög bráðlega. Frakkar munu
taka til greina hið nána samband
Ghana og Guiana, en Frakkar
halda enn góðu sambandi við
Guiana, enda þótt þetta Afríku-
ríki sé ekki lengur hluti Frakk-
lands.
Hitabylgja á meginlandinu:
Bílstjórar sofnuðu við stýri — þing-
menn á skyrtunum — skrifstofustúlk-
ur í fótabaði við vinnuna
LONDON og Bonn, 10. júlí —
úm margra áratuga skeið hefur
ekki önnur eins hitabylgja geng-
ið yfir V-Evrópu. Segja má, að
malbikið á götunum sjóði — og
hitinn er víða óbærilegur.
í Bonn var 32 stig í skugga í
dag. Flest öll sendiráð lokuðu
skrifstofum sínum um hádegis-
bilið — og öllum ráðuneytum
Bonn-stjórnarinnar var lokað upp
úr hádeginu eftir að fjölmargir
starfsmenn höfðu fallið í ómegin
fram á ritvélar sínar og skrif-
borð.
★
Verzlunarfólk var léttklætt —
og gamlir, holdugir fjármála-
menn sáust stika í stuttbuxum í
vinnuna eftir hádegið og þótti þá
mörgum nóg um. Þingmenn sátu
á skyrtunum á þingfundum í dag
— og skrifstofustúlkur, sem
þraukuðu allan daginn, höfðu
byttur og fötur með köldu vatni
undir borðunum — og stungu
fótunum niður í til skiptis.
★
í Briissel mældist hitinn 36
stig, en það er þriðji heitasti dag-
urinn þar í borg á þessari öld.
Ástandið var álíka slæmt þar og
í Bonn. Þar að auki hlauzt eitt
banaslys af völdum hitans. Bygg-
ingaverkamaður einn, sem var
við vinnu á vinnupalli utan á
þriðju hæð húss eins, féll í ómeg-
in vegna hitans. Datt hann fram
af vinnupöilunum og niður á göt-
una.
Víða gengu yfir þurmuveður og
rigningaskúrir fylgdu á eftir. —
Sumum fannst rigningin standa
heldur stutt, því að segja má, að
regnvatnið hafi þornað upp jafn-
óðum.
Colfmót íslands háð
í Vesfmannaeyjum
Auk jbess millibæjakeppni og golfþing
Samið um sölu
170 þ
r
a
ús. 1. í ar
í BLAÐINU í gær er í frétt rætt
um söltun Norðurlandssíldar á
þessu sumri, og er þar um alvar-
legar rangfærslu að ræða. Nú eru
þegar gerðir sölusamningar á um
170,000 tunnum af Norðurlands-
síld. í fyrra voru samningar aftur
á móti gerðir um sölu nær 300,-
000 tunna. — í fréttinni í blað-
inu í gær stóð að nú hefði verið
samið um sölu á nær 300,000
tunnum.
VESTMANNAEYJUM, 10. júlí —
Þessa dagana er háð í Vestmanna
eyjum Golfmót íslands. Hófst
mótið í gær með svokallaðri öld-
imgakeppni. Leiknar voru 18 hol-
ur með og án forgjafar.. Sigur-
vegari með og án forgjafar í
þessari öldungakeppni var
Hafliði Guðmundsson frá Akur-
eyri. Annar, án forgjafar, Guð-
laugur Gíslason Vestmannaeyj-
um, og þriðji, með forgjöf, Ólaf-
ur Stefánsson, Vestmannaeyjum.
Samhliða þessari öldungakeppni
var háð bæjarkeppni milli
Reykjavíkur, Akureyrar og Vest-
mannaeyja. Úrslit urðu þau, að
Reykjavík vann með 251 höggi,
Akureyri varð önnur með 252
höggum og Eyjamenn höfðu 261
högg.
Golfmót íslands hófst svo kl..
2 1 dag. Þátttakendur eru 35,
16 frá Vestmannaeyjum, 8 frá
Akureyri og 11 frá Reykjavík.
Leiknar voru í dag 18 holur og
lægstan höggafjölda eftir daginn
hafði Sveinn Ársælsson frá Vest-
mannaeyjum með 75 högg. Ann-
ar og þriðji með 76 högg voru
Lárus Ársælsson frá Vestmanna-
eyjum og Hafliði Guðmundsson,
Akureyri, fjórði var Magnús
Guðmundsson Akureyri með 77
högg. Mótið heldur áfram á morg
un kl. 2 og verða þá leiknar 18
holur, en því lýkur á sunnudag
og verða þá leiknar 36 holur.
Miklar endurbætur hafa farið
fram á golfvellinum í Vestmanna
eyjum, sem staðsettur er inni í
Herjólfsstað, eins og kunnugt er,
í mjög fögru og skemmtilegu um-
hverfi. Er það nú orðið 9 holu
völlur í stað 6 áður og láta að-
komumenn mjög vel af vellin-
um og hve skemmtilegt sé að
leika á honum.
Víða olli veðurlagið tjóni. Eld-
ar kviknuðu í skógum, eldingum
laust niður í búfénað og mann-
virki og geysilegar samgöngu-
truflanir urðu í borgum og bæj-
um. Algengt var í mörgum borg-
um meginlandsins, að bilstjórar
sofnuðu við stýrið meðan þeir
biðu eftir grænu Ijósi á gatna-
mótum — og þá urðu kófsveittir
lögregluþjónar að ganga á röð-
ina og vekja menn til lífsins.
★
Flugsamgöngur trufluðust hins
vegar lítið, en farþegaflutningar
urðu samt minni en ella þar sem
fólk hafði bókstaflega ekki þrótt
til þess að leggja upp í ferðalög
í þessum ógnarhita.
Samhliða þessu golfmóti var
háð Golfþing íslendinga, Þnð
hófst kl. 10 fyrir hádegi í dag.
Þingforseti var kosinn Guðlaugur
Gíslason, Vestmannaeyjum og
þingritari Sveinn Snorrason,
Reykjavík. Sambandsstjórnin var
öll endurkosin, en hana skipa
Ólafur Gíslason, stórkaupmaður
í Reykjavík, Lárus Ársælsson,
Vestmannaeyjum, Jóhann Þor-
kelsson, Akureyri og Björn Pét-
ursson, Reykjavík. — Bj. Guðm.
Hafnarfram-
kvæmdir
í Firðinum
HAFNARFIRÐI — Um alllangt
skeið hefur verið í undirbúningi
að gera hér uppfyllingu með
járnþili fyrir framan Fiskiðjuver
Bæjarútgerðarinnar, á milli
bryggjanna. Hefur verið fyllt
talsvert upp framundan Hellyers-
húsinu við Gömlu bryggjuna, og
allmikið fyrir framan fiskiðjuver-
ið. Um miðjan þennan mánuð er
væntanlegt timbur hingað og
verður þá slegið upp vinnupöll-
um og jámþilið sett upp. Síðan
mun dæluskip, sem hingað er
komið, dæla vikri og sandi upp
úr höfninni og inn fyrir járaþil-
ið, en einnig mun verða fyllt
upp með grjóti, sem ekið verður
í höfnina. Hefur nú þegar verið
gerð tilraun til að dæla upp úr
höfninni og tókst það vel. — Tal-
ið er að þessu verki verði lokið
fyrri hluta næsta árs. Kostnaður
er áætlaður 8,3 millj. kr. — G. E.
Dregið í liapp-
drætti Háskólans
í GÆR var dregið í happdrætti
Háskóla íslands, 7. fl., en í hon-
um eru vinningar alls 946 að
tölu, samtals að upphæð kr.
1,250,000. — Er hæsti vinningur-
inn 100 þús. krónur, og kom á
hálfmiða í umboði Arndísar Þor-
valdsdóttur hér í bænum, nr.
10610. Næsbhæsti vinningurinn
kom á heilmiða 32849, sem er í
Keflavíkurumboðinu. Þá komu
10 þús. kr. vinningar á þessa
miða: 31; 7961; 1432<9; 22731;
29239; 32554; 42652. — 5 þús. kr.
vinningar komu á miða nr.: 2661;
8209; 10609; 10611; 13333; 13558;
26197; 29716; 36558; 37981; 39169;
43147. (Birt án ábyrgðar).
Hjón
sitt í
sofi
hvoru lagi
LONDON 10. júlí — Forseti
brezka „rúma-sambandsins“
(Bedding Federation) skýrði frá
því í dag, að samkvæmt rannsókn
um sambandsins væri það mun
heppilegra fyrir hjónabandssæl-
una að hjón svæfu sitt í hvoru
rúminu. Forsetinn, sem Stanley
Lukes nefnist, segist sjálfur taia
af reynzlu. Þau hjónin sofa í
sama rúmi. Hann tók það fram
við blaðamenn, að sjálfur hryti
hann hvorki né drægi til sín sæng
ina í svefni, en hvað konan hans
gerði — það vildi hann ekki
segja. Þá yrði hún bálreið.
1 Núrnberg var 120 stórum is-
klumpum, sem vógu þrjú tonn,
kastað út í sundlaug bæjarins. Is-
inn var ekki nema stundarsvöl-
un, því að hann hvarf á skammri
stundu. Nærstaddir sögðu reynd-
ar, að ísklumparair hefði ekki
fengið tíma til þess að bráðna,
baðgestir hefðu keifað ísinn og
áreiðanlega getað torgað þrjátíu
tonnum.
Prófcssors-
embættið við
guðfræðideild
ALÞÝÐUBLABIÐ skýrir frá þvi
í gær, að enn hafi ekki verið veitt
prófessorsembætti það við guð-
fræðideild Háskóla íslands, sem
laust varð við biskupskjör herra
Sigurbjarnar Einarssonar. —
Mbl. telur sig hins vegar hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir því,
að ákveðið hafi verið að skipa
séra Jóhann Hannesson í embætt-
ið, þó að ekki hafi verið form-
lega frá því gengið, vegna utan-
farar ráðherra.
Kommúnistai
krefjast enn
ráðherrasæta
BAGDAD 10. júlí. — Kommún-
istaflokkurinn í Irak hefur enn
á ný krafizt hlutdeildar í stjórn
Kassems jafnframt því, sem mið-
stjórn flokksins lýsti því yfir,
að hún treysti fyllilega þeim sem
nú færu með stjórnartaumana.
Hins vegar gætti nú sívaxandi
blindni sjórnarinnar hvað aðgerð
um „gagnbyltingarsinna" við-
kæmi — og kommúnistar mundu
geta kippt því í lag. Ef stjórnin
sægi ekki að sér gæti svo farið,
að til átaka kæmi, hin þjóðlegu
öfl mundu reyna að rétta þjóðar-
skútuna við.
Tilra unaspreng jur
WASHINGTON, 10. júlí. —
Bandaríska kjamorkumálanefnd-
in tilkynnti í dag, að hún hefði
í hyggju að láta sprengja allmarg
ar mjög aflmiklar sprengjur til
þess að prófa ýmis ný mælitæki,
sem eiga að fylgjast með neðan-
j arðarkj arnorkusprengingum.
BÆJARBÍÓ í HAFNARFIRÐI
sýnir þessa dagana þýzka mynd, er hlotið hefur góðar undir-
tektir. Auk þess sem hún er leikin af mjög þekktum Ieikurum,
er hún allviðburðarrik og spennandi. Eins og nafnið ber með
sér, gengur efnið út á fátæka stúlku, sem giftist iðjuhöldi,
ýmsum árekstrum er verða í því sambandi, en allt fer þá vel
að lokum.