Morgunblaðið - 11.07.1959, Page 8

Morgunblaðið - 11.07.1959, Page 8
8 MORCTJNnr/AÐlb Laugardagur 11. 'júlí 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýssngar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. VANHELGUN ÞINGVALLA TNGVELLIR eiga að vera opnir öllum, innlendum mönnum og erlendum. Tign íslenzks landslags er hvergi meiri og þúsund ára gamlar ræt- ur íslenzkrar menningar verða þar augljósar öllum, er skoða vilja. Þingvöllum má þess vegna ekki loka fyrir neinum. En allir þeir, sem þangað koma, verða að hegða sér svo sem helgi staðar- ins sæmir. Séra Jóhann Hannesson á Þing völlum .einhver hinn samvizku- samasti og réttorðasti maður, gaf í Alþýðublaðinu í fyrradag lýs- ingu á lífinu á Þingvöllum um síðustu helgi. Nokkrir kaflar úr henni, að vísu þeir ömurlegustu, eru prentaðir í Staksteinum í dag. Flest okkar hafa gert marghátt- aðar skyssur og halda áfram að gera þær, þó að öll ættum við að læra af misgerðum sjálfra okkar. Það eitt bætir ekki úr skák að setja upp helgisvip og kasta stein- um að því fólki, sem hegðaði sér öðru vísi á Þingvöllum að þessu sinni en vera bar. Jafnframt verð ur þó að segja, að vegna þess sjálfs, helgi staðarins og virðingar íslenzku þjóðarinnar, dugar ekki, að svo sé fram haldið. Vafalaust er nauðsynlegt að bæta aðstöðu til löggæzlu á Þing- völlum. En það eitt nægir ekki. Hér er það almenningsálitið eitt, sem getur orðið svo sterkt, að tryggt sé, að hneykslinu Ijúki. Hin slæma umgengni á sjálfum Þingvöllum er ekki ein athyglis- verð heldur bera lýsingarnar þess vitni, að umgengnisbragur yfir- leitt hafi versnað. Fyrir nokkr- um árum var svo komið, að flest- ir töldu sjálfsagt að fleygja ekki bréfarusli á víðavangi eða skilja illa við tjaldstæði. Björn Ólafsson og aðrir forgöngumenn ferðalaga og útivistar hér á landi áttu rik- an hlut að því að kenna mönnum rétta umgengnishætti. Nú er svo að sjá sem mikil aft- urför hafi orðið í þessu. Úr því verður hvarvetna að bæta, en um fram allt verður þó að tryggja, að vanhelgun Þingvalla ljúki. SÁRINDI FRAMSÓKNAR FRAMSÓKNARMENN eru sárir og gramir yfir þeirri gagnrýni, sem misnotkun þeirra á samvinnuhreyfingunni hefur orðið fyrir. Um þetta bera vitni skrif Tímans og Dags að undanförnu og nú „undrunar" yfirlýsingin á sjálfum aðalfundi SÍS. Svo sem nærri mátti geta byggj ast viðbrögðin á alveg fölskum forsendum. Allir viðurkenna nauðsyn samvinnuhreyfingarinn- ar, gagnrýnin beinist einungis að misnotkun Framsóknarflokksins á henni. Tíminn segir í gær: „Árásunum á samvinnufélögin verður mætt með gagnsókn en ekki undanlátssemi. Árásirnar á samvinnufélögin gefa einmitt sér- stakt tilefni til að athuga, hvar hið raunverulega auðvald á Is- landi er að finna og hvernig hags munum þess yrði þjónað, ef for- kólfar Sjálfstæðisflokksins fengju aukin völd í sínar hendur“. Sjálfstæðismenn eru ekki óvan- ir árásum af hálfu Tímans eða Framsóknarbroddanna, og láta sér ekki bregða við hótanir um þær þó að það hafi að vísu ver- ið helzta ásökunarefnið síðustu •lánuðina, að Sjálfstæðismenn vildu ekki tryggja „aukin völd í sínar hendur“ með þátttöku í þjóðstjórn ásamt Framsóknar- flokknum. Næst þar á undan hældist hins vegar Hermann Jón- asson yfir því ,að vel væri á veg komið með að víkja Sjálfstæðis- mönnum, nær helming þjóðar- innar, til hliðar. Sjálfstæðismenn hafa ekki hug á að víkja neinum til hliðar í ís- lenzku þjóðlífi. Þeir munu ekki níðast á neinum, ef þeir fá aukin völd. Þeir vilja einungis tryggja jafnrétti í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir, að almenningssamtök séu notuð fámennum klíkum til hags. Af hverju birtir Tíminn ekki reglurnar, sem gilda um kjör full- trúa á aðalfund S.Í.S.? Það yrði og áhrifaríkara en skammir um Sjálfstæðismenn, ef Tíminn hlutaðist nú til um, að allur almenningur fengi ljósar og glöggar skýrslur um fjárreið- ur SÍS og undirdeilda þess. E.t.v. verður úr þessu bætt, en ekki gefur það góðar vonir, að aðal- fundur SÍS skyldi nú, þegar hann varaði við og lýsti fyrirlitningu sinni á „pólitískum áróðursmönn- um“ „sérhagsmunahyggju og gróðabralli“ einmitt kjósa í stjórn Eystein Jónsson og Egil Thorar- ensen. SÍLDVEIÐAR MAÐUR, sem kunnugri er síldveiðum en flestir aðr- ir, hefur látið svo um mælt, að mörg ár séu síðan, að tveir jafngóðir, samfelldir veiði- dagar hafi komið á síldarmiðun- um fyrir norðan, eins og nú. Von- andi helzt þessi veiði. Engin fram leiðsla á íslandi er stórvirkari, þegar vel gengur, en síldveiðin. Því miður hefur hún að verulegu leyti brugðizt nú hátt á annan ára tug. Einhvern tímann breytir um til batnaðar, en enn verður ekki séð, hvort það verður á þessu ári eða síðar. Hversu vandfundin síldia er sést af því, að einmitt á sömu slóðum og síldin kom upp, hafði Ægir leitað m.a. með asdic-tæki en einskis orðið var. Það var ekki fyrr en síldin óð í kringum skip- ið, að mælitækin urðu síldar- göngu vör. Að þessu sinni horfir mun ver en undanfarin ár með markaði fyrir saltsíld. Eins og vikið var að hér í blaðinu í gær hafa mark aðarnir í Austur-Evrópu nú brugðizt að verulegu leyti. Ef ekki tekst að bæta úr því, verður að setja þeim mun meira í bræðslu, og fæst minna verð- mæti úr síldinni með því mótL Myndlist í Færeyjum er í blómlegri framför „Enn höfum við ekki fundið tjáningar- máta fyrir það, sem einkennandi er í eðli þjóðarinnar", segir málarinn Ingálvur av Reyni GREIN sú, er hér birtist, er skrifuð af J0rgen Pagh Vester- gárd fyrir danska blaðið „In- formation“ — en þar eð æíla má, að marga íslendinga fýsi að vita, hvernig myndlistar- málum frænda vorra Færey- inga er nú komið, birtist hún hér í lauslegri þýðingu. FÆREYSK myndlist blómgast nú með ágætum og beri ókunn- uga að garði, hrífast þeir af því, hve marga skapandi listamenn má finna á þessum smáu kletta- eyjum, og öðlast jafnframt virð- ingu fyrir lifandi áhuga almenn- ings fyrir listinni. í Færeyjum búa aðeins rúm- lega 30.000 manns. Og maður skyldi ekki halda, að listamenn gætu lifað af að selja svo fá- mennum h'ópi verk sín. En það geta þeir engu að síður, því að í Færeyjum nær listin til allra íbúanna, háskólagegninna manna í Þórshöfn jafnt sem fiskimanna og bænda úti um eyjarnar — en ekki aðeins þröngs hóps listunn- enda, eins og í Danmörku. Nær hvert einasta léreft með pensildráttum á má selja. Maður eins og William Heinesen, sem aðeins lítur á listmálun sem tóm stundaiðju og skoðar sig alls ekki listamann, málar og selur í svo ríkum mæli, að myndirnar skapa honum meiri tekjur en ritstörf hans. ★ Hin mlkla þörf Færeyinganna fyrir myndir er ofur eðlileg, þvi að, ef undan er skilin kirkjulist í mynd kórveggja með útskorn- um stöfum, liggja ekki listaverk eftir neinn af eyjanna eigin son- um, fyrr en kemur fram á 19. öldina. Diðrikur í Kárastovu er eink- um nefndur sem fyrsti listamað- ur þeirra. Hann var uppi frá 1802 til 1865 og málaði eingöngu fugla, og voru flestir þeirra mót- aðir af ríku ímyndunarafli; kall- aði hann þá „tungldúfur". Á Sandey bjó einnig bóndinn Tróndur á Tröd (1846—1933) sem skar út í rekatimbur til skreytingar á kirkjunni í Skála- vík. Hann var annars víðkunnur sem bezti þjóðvísnasöngvari eyj- anna. Fyrsti færeyski málarinn, sem tók sér fyrir hendur að mála nátt úru ættjarðar sinnar, var Niels Kruse (1871—1952) og svo Joen Waagstein, sem er nokkuð yngri. Það var eins með þá báða, að eyjarnar eignast málara, sem ekki lætur sér nægja að föndra við listina. Málaralistin átti hug hans allan, eins og myndir hans bera augljóslega með sér. Miki- nes ber nafn af fæðingarey sinni, vestanmegin í klasanum, en hún er ein af þeim allra fallegustu og óaðgengilegustu. Enda þótt málarinn sé búsettur í Danmörku, sækir hann flestar fyrirmyndir sínar til bernskueyj- ar sinnar, þar sem hann heldur til nokkurn tíma á hverju sumri. Sorgin ,sem á áhrifaríkan hátt brýzt út í málverkum hans, í myrkum litum, er tíðum við- Tréskurðarmynd eftir Ruth Smith. þeir iðkuðu málaralistina í fri- studum ,en unnu vel fyrir sér með borgarlegum störfum. Eftir- Zacharias Heinesen hefur gert þessa ófrýnilegu andlitsmynd af föður sinum, William Heine- sen. komendur þelrra eru Jacob Olsen og Sigmund Petersen. Það er fyrst með Samuel A JS Pennateikning frá höfninni í Þórshöfn eftir Ingálv av Reyni. Joensen-Mikines (f. 1906), sem fangsefni hans. Myndir hans eru öðrum fremur í samræmi við færeyskt þunglyndi, færeyksa þjakandi náttúru. Ef til vill er annar málari gæddur jafn ríkum málarahæfi- leikum, en hann er 10 árum yngri, enn leitandi og þreifandi fyrir sér. Það er Ingálfur av Reyni. Túlkun hans á færeysku landslagi er mjög frábrugðin því, sem maður á að venjast hjá Miki- nes. Maður gæti haldið að hann færi aðallega á stúfana með mál- araáhöld sín, þá sjaldan að sólin sendir geisla sína niður á eyjarn- ar. Málverk hans eru í sterkum ljómandi litum, og jafnvel vetr- armyndir úr myrkvasta skamm- deginu eru skærbjartar. * Hinn þrítugi Stefan Danielsen fra Nolsoy, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir fáum árum, er einstaklega skapandi listamað- ur, sem velur allar fyrirmyndir sínar af eyjunni litlu fyrir ofan Þórshöfn. Eins og margir óskóla- gengnir, er hann frumlegur í meira lagi. Færeyska þokan, sem umlykur ejjarnar, hefur áhr'f á myndir hans úr veruleikanum, sem eru mjög ítarlegar. Heimsæki maður Nolsoy, getur maður á víð og dreif um útengið fundið dálitla léreftsbúta festa við jörðu af granítsteini. Það eru málverk Danielsens, sem gefin eru vindi og veðri á vald, þegar málarinn hefur lokið verki sínu. Málverkasýning ein, sem Stefan Danielsen efndi til í Þór- höfn fyrir skemmstu, segir dálítið um eftirspurnina eftir myndlist. Ég kom á sýninguna, sem á voru 25—30 myndir, nokkrum tímum eftir að hún var opnuð, og þá voru aðeins örfáar myndir óseld- ar. ★ í hópi færeyskra listamanna ber að geta fjögurra kvenna. Sú, sem mestu máli skiptir, Ruth Smith, lézt fyrir einu ári í Vágur, 45 ára að aldri. Auk þess sem Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.