Morgunblaðið - 11.07.1959, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 11. júlí 1959
„Hraðbátarnir okkar gerðu
gerviþoku milli okkar og ensku
strandarinnar, en vindurinn
greiddi hana þó sundur við og
við. Hér, þar sem sundið er
þrengst, hefir Tommy hlotið að
geta þekkt okkur með berum
augum. Og sjáum til. Þarna koma
skyndilega tvær, þrjár, fjórar
gusur upp úr sjónum þvert á bak
borða. Það er ekki fyr en þær
eru fallnar niður, að sprenging-
arhljóðið dynur í erum okkar.
Vatnsgusurnar upp úr sjónum
verða fleiri og fleiri og með
styttra millibili — en skothríðin
úr brezku strandvirkjunum stefn
ir illa. Og nú er það orðið of
seint, því við höfum lagt þrengsl
in við Dover að baki. Með hverri
mínútunni eykst fjarlægðin milli
okkar og virkjanna og likurnar
minnka fyrir því, að þeir nái til
okkar.
Skyndilega gefið aðvörunar-
merki — á bakborða ráðast brezk
ar sprengjuflugvélar á okkur.
Þvínæst: Allar sex árásarflug-
vélarnar skotnar niður á fáum
mínútum. Þá blikar fallbyssu-
blossi í þokunni þvertábakborða.
í skjóli þokunnar hefir óvinaher-
skip og þrír tundurspillar þotið
að flotadeild okkar. Það byrjar
óð skothríð.
Skyndilega heyrist fagnaðaróp
í hátaranum. Brezkur tundurspiil
ir hefir verið hæfður, hann hali-
ast — og sekkur. Þvínæst rísa
skyndilega tvær glóandi eldsúlur
upp úr einum skugganum yfir í
þokuveggnum, og renna saman í
einn loga .Annar tundurspillir
brennur.
Leifar óvinaflotans hverfa í
þykkri þoku. Það heyrast dimm-
ar drunur síðustu skotanna úr
hinum þungu turnum okkar. Það
dimmir. Nóttin fellur á. Áfram er
haldið — yfir í Norðursjóinn.
Að morgni 13. febrúar kom
þýzka flotadeildin, með báðum
orrustuskipunum „Ssharnhorst"
og „Gneisenau", beitiskipinu
„Prins Engen“ og mörgum tund-
urspillum, tundurskeyta- og hrað
bátum heilu og höldnu til skipa-
kvíarinnar í Brunsbúttelkoog.
★
Einhver allra áhættusamasta
framkvæmd í hernaðarsögunni
hafði verið leidd farsællega til
lyktar. Flotadeild stóra þýzkra
herskipa, sem hingað til hafði
verið haldið fastri í Atlantshaf-
inu, var nú til taks í Norður-
sjónum. Sagnaritarar, sem hafa
skrifað um seinni heimsstyrjöld
ina, hafa lýst hinni herfilegu
ringulreið í Lundúnum, sem
var þvi samfara að „Scharnhorst"
og „Gneisenau“ komust í gegn
um sundið. Það var þessi ring-
ulreið og það, að allt of seint var
gripið til gagnráðstafana, sem
olli því, að fyrirtækið heppnað-
ist. En sagnaritararnir hafa ekki
getað skýrt það fullkomiega,
hvernig allt gat komizt á þessa
ringulreið, hvers vegna ensku
yfirstjórninni, allt upp til Ohurc
hills, var komið svo á óvart,
hvers vegna það kom eins og
reiðarslag þegar fyrstu fréttirn-
ar bárust af þessum atburði.
Það var ekki fyrr en nokkrum
árum eftir styrjöldina, að kunn-
ugt varð um skeytið, sem Hugo
Bleicher sendi febrúarkvöld
nokkurt árið 1942 til herbergis
55a í brezka hermálaráðuneyt-
inu, og svæfði alla varkárn
Breta. Daginn eftir að þýzku her
skipin komust gegn um sundið
voru sendar harðorðar ásakanir
frá herbergi 55a í brezka her-
málaráðuneytinu í Lundúnum
til „Læðunnar", og þá frétti Matt
hildur Carré um falsskeytið, sem
Hugo Bleicher hafði sent til Lund
úna án henar vitundar, og hafði
gert Lundúni grandlausa. „Læð-
an“ varð óð og uppvæg af magn-
lausri reiði. Stolt hennar, tak-
markalaus metnaðargirnd og hé-
gómagirnd hennar höfðu beðið
hnekki því að hún vissi, að í
Lundúnum myndi henni verða
gefin sök á þessari hryllilegu
falstilkynningu. Nafn hennar var
nú orðið grunsamlegt, eri Kun
hafði fram til þessa verið hreyk-
in af því, hve mikils það mátti sín
í Lundúnum.
Og það var eitt enn, sem „Læð
an“ gat ekki sætt sig við. Hún
varð nú að játa það í fyrsta
skipti, að Hugo Bleicher þurfti
ekki hennar hjálpar með, — og
að honum hafði meira að segja
heppnazt stórlega vel án hennar
aðstoðar. Á þessum degi, 13.
febrúar 1942, varð til djúp gjá
milli Matthildar Carré og Hugo
Bleichers. Á þessum degi jarðaði
„Læðan“ ást sína fyrir fullt og
allt. Á þessum degi komst „Læð-
an“ að þeirri niðurstöðu fyrir
fullt og allt, að hún var sigruð
að öllu leyti, ævintýrakonan,
njósnarinn, konan, elskandinn.
Hún sá ekki nema eitt ráð fram-
ar. —
★
Hinn 13. febrúar 1942, daginn
eftir að þýzku herskipin brutust
gegn um Ermarsund, hringdi
Pirre de Vomécourt, æstur í
skapi, í símann í íbúð hins
meinta Belgíumanns Hr. Jean í
Rue de la Taisanderie „Læðan“
tók upp heyrnartólið og án þess
að tefja sig á því að heilsa sagði
Pirre de Vomécourt:
„Get ég fengið að tala við
hr. Jean undir eins“.
„Nei, hr. Vomécourt, hann er
ekki heima“.
„Þá verð ég að biðja yður, að
koma hingað undir eins“, segir
Vomécourt æstur og bætir við,
án þess að gæta neinnar varúð-
ar: „í nótt kom sendiboði hing-
að. Það er út af þessu fádæma
hneyksli. — Þér hafið auðvitað
lesið um það í dagblaðinu. Ef
þér getið ékki náð í hr. Jean, þá
bið éð yður að koma sjálfa hing-
að undir eins. Sendiboðinn er
hérna enn þá hjá mér og þarf
að spyrja yður mjög alvarlegra
spurninga".
Opni im í dng /• i •.. i / \ nyjn kjorbuo
nð .. ^ Laugardsveg 1
KJÖR B ÚÐIK
CtaugcVuGA Sími 3 55 70
a
r
l
ú
&
i
I
'i
VOU’RE IN NO SHAPE
TO GO ON. BILL
g ...YOU'P BETTER
y. TURN BACK/
WHY PONT 1
VOU-9TOP
RISHT HERE
ANP REST...
THEN START
BACK POWN/
BUT, THIS
MOUNTAIN
IS TOO
PANGEROUS
FOR ONE
CLIMBER /
MARK, I J
FEEL LIKE ^
’ A BUM...
GIVING OUT ON
VOU THIS WAV
...BUT THIS
1 OLP TICKER %
OF MINE 13 j
ACTING UP/ A
OUIT WORRVINQ
BILL...I TH1NK (
I CAN MAKE '
_ IT ALONE/
1) „Þú ert ekki þannig á þig <
kominn að þú getir haldið áfram, |
Tómas. Þú ættir ða snúa við.“
„En það er of hættulegt fyrir
einn að klífa hnjúkinn.“
2) „Þú ættir að stanza hér og
hvíla þig og snúa svo við niður.“
Mér finnst ég vera óttalegur i
ræfill, Markús, að bregðast þér
svona, en gamla hjartað í mér er
farið að hegða sér undarlega." I
3) „Hafðu engar áhyggjur,
Tómas. Ég hugsa að ég hafi það
einn.“
„Læðan“ skildi, að mikil hætta
var yfirvofandi, settist í skyndi
í hinn litla skemmtivagn sinn og
ók til skrifstofu Vomécourt, í
húsi „Lido“ á Champs Elysées.
Þegar hún kemur inn í Útflutn-
ings- og innflutningsskrifstofuna
kynnir Vomécourt fyrir henni
enska majórinn Richards frá
leyniþjónrstunni í Lundúnum,
sem um nóttina hafði stokkið út
í fallhlíf nálægt París. Hann var
engan veginn aðeins scndiboði,
heldur dómari og hefnari, kom-
inn til að krefjast reikningsskap-
ar. —
Með ískaldri þögn leggur hann
gögn sín á borðið. Síðan segir
hann:
„Hér eru skeyti, sem við í her-
bergi 55a höfum fengið frá trún-
aðarmanni okkar Philippon, sem
skeytamaðurinn Arsérie Gall hef-
ir sent okkur áfram frá leyni-
senditæki sínu Coat Meal ná-
lægt Brest, og hérna á hinni hlið
inni eru skeyti yðar, frú Carré,
sem nú hafa reynst óáreiðanleg,
meira að segja valdið glötun, og
er það í fyrsta skipti síðan við
fórum að vinna með yður. Eg
heimta skýringu".
„Læðan“ verður magnlaus í
hnjáliðunum og hún verður að
setjast. Þvínæst tekur hún skeyti
frá loftskeytamanninum Arséne
Gall í hönd sér, en efni þeirra
er kunnugt og staðfest bæði af
hálfu Englendinga og í bók Rémy
ofursta í andspyrnuhreyfingunni.
Skeyti Philippons, send um
leynisendinn Coat Meal í Brest,
voru þannig:
„Brest 6. desember 1941. klukk
an 14. „Scharnhorst", „Gneisen-
an“ og ,Prins Eugen“ eru tilbú-
in að leggja bráðum af stad til
hafs“.
„Brest 1. febrúar 1942: „Scharn
horst“ og „Gneisenan“ hafa þeg-
ar farið reynsluferð — stopp —
halda mjög sennilega út í kvöld
um 11 leytið eða um miðnætti
— stopp“.
„Brest, 7. febrúar: Stendur
alveg fyrir dyrum að halda til
hafs — stopp. — Verið einkum
varir um ykkur með nýju
tungli!“
„Læðan lagði þessi þrjú skeyti
aftur á borðið með skjálfandi
hendi.
Englendingurinn segir, ískald-
ur á svipinn.
„Eins og þér vitið, frú Carré,
höfum við sent yður frá Lundún-
um þessi skeyti frá Brest í trún-
aði, til þess að þér segðuð álit
yðar á þeim og við fengjum
gagnsönnun. Þér kannizt sjálf-
sagt við þessi þrjú skeyti frá
Brest, frú Carré?“
ajlltvarpiö
Laugardagur 11 júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugar-
dagslögin". 19.30 Samsöngur:
Kornwestheim karlakórinn syng-
ur þýzk þjóðlög; Erich Zimmer-
mann stjórnar (plötur). 20.30
Tónleikar: Josef Traxel og Jean
Löhe syngja óperettulög eftir
Lehár (plötur). 20.45 Leikrit:
„Slysið í síðdegislestinni" eftir
Thorton Wilder. Þýðandi: Hall-
dór Stefánsson. — Leikstjóri:
Baldvin Halldórsson. 21.15 Tón-
leikar: Píanókonsert nr. 4 íc-moll
op. 44 eftir Saint-Saens (Alex-
ander Brailowsky og Sinfóníu-
hljómsveit Bostonar leika; Char-
les Munch stjórnar; — plötur).
20.40 Upplestur: „Gesturinn",
smásaga eftir Erskine Galdwell,
í þýðingu Málfríðar Einaresdótt-
ur (Erlingur Gíslason leikari).
22.10 Danslög (plötur). — 24.00
Dangskrárlok.