Morgunblaðið - 12.07.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 12.07.1959, Síða 1
24 siðuv 46. árgangur 147. tbl. — Sunnudagur 12. júlí 1959 Prentsmiðja Morgun’jlaðsins Almennlngur i héraðinu Kerala á Suður-Indlandi hefur risið upp gegn stjórn kommúnista eftir rúmlega tveggja ára ranglætis- og ógnarstjórn þeirra. En kommúnistar svara að gömlum sið með því að láta vopnaðar lögreglusveitir skjóta á mótmælagöngur. Mynd þessi var tekin í litla fiski- mannabænum Pulluvilla í Kerala. Þar skaut Iögregla kommúnista á mannsöfnuð. Tveir menn féllu. Hér safnast fjölskylda og nágrannar annars þeirra saman kringum blóðbletti á jörðinni, þar sem hann lét lífið. Utanríkisráðherrafundurinn hefst að nýju í Genf á morgun GENF, 11. júlí. — Utanríkisráð- herrafundurinn í Genf hefst aft- ur á mánudaginn. Fyrsti ráðherr- ann kom til borgarinnar í dag. Það var Gromyko, utanríkisráð- herra Rússa. Blaðamönnum hafði verið gert viðvart um að Gromyko mundi ræða við þá á flugvellinum, en það fór sem fyrri daginn, að hann las einungis upp skrifaða yfirlýsingu — og þegar hann hafði lokið því hélt hann á brott og neitaði að svara spurningum blaðamanna. í yfirlýsingu Gromykos kom ekkert nýtt fram. Sagði þar, að fyrri tillaga Rússa um lausn Þýzkalandsmálsins væri ákjósan- legasti samningsgrundvöllur, sem boðizt hefði. Þar var gert ráð fyrir því að skipuð yrði alþýzk nefnd til þess að ræða vandamál samfara sameiningu Þýzkalands, sem lokið yrði innan 18 mánaða. Þá sagði Gromyko, að hann kæmi með einlægum samnings- vilja til ráðstefnunnar, sem vafalaust yrði árangursrík, ef Vesturveldin sýndu annan eins hug og Rússar. Lothar Bolz, utanríkisráðherra a-þýzku stjórnarinnar, kom einnig til Genfar í dag. Hann sagði við komuna, að A-Þjóð- verjar krefðust þess, að Berlín yrði gerð að frjálsu borgríki. Utanríkisráðherrar Vesturveld anna, sem sæti eiga á fundinum, þeir Herter, Lloyd og Murville, koma til Genfar á morgun — svo og Pella, utanríkisráðherra Ítalíu og von Brentano frá V-Þýzka- landi. Ráðherrafundinum var skotið á frest 20. júní s.l. eftir 40 daga árangurslausar viðræður. Gaitskell ofsareiður — segir Cousins stríð á hendur Alvarlegasti klofningur í Verkamanna- flokknum LONDON, 11. júlí (Sky. frásögn Dáily Express) Hugh Gaitskell foringi brezka Verkamanna- flokksins varð ofsareiður, er hann frétti að Samband flutn- ingaverkamanna hefði fellt kjarnorkuáætlun stjórnar Verka mannaflokksins. Hann hefur nú lýst yfir stríði gegn Frank Cous- ins foringja sambandsins og seg- ir að ekki verði hvikað frá kjarn- orkuáætluninni. Gaitskell álítur,, að ef látið verði undan Cousins í þessu máli þá muni Verkamannaflokkurinn bíða herfilegan ósigur í konsing- unum í haust. Almenningur myndi þá fá mynd af flokknum, að hann sé stefnulaus, eins og rekald. Mun Gaitskell hafa tekið ákvörðun um að taka upp bar- áttu gegn Cousins eftir að hafa ráðfært sig við Aneurin Bevan og aðra flokksforingja. Staða Gaitskells hefur styrkzt nokkuð við það, að tvö önnur verkalýðssambönd hafa lýst yfir stuðningi við stefnu flokksstjórn arinnar í kjarnorkumálunum. Það eru samband námuverka- manna og járnbrautarstarfs- manna. Deilan milli Cousins og stjórn- ar Verkamannaflokksins, er alvar legasti klofningur, sem komið hefur í Verkamannaflokknum síðan 1931, þegar Ramsay Mac Donald var rekinn úr flokknum. Virðist engin von til að þessi sprunga verði bætt fyrir kosn- ingar. RÓM, 10. júlí — Lögregla beitti táragasi gegn mótmælagöngu verkamanna í Genua samtímis því sem ein milljón verkamanna í stáliðnaðinum bjóst til verkfalls. Allt logar nú í verkföllum á ítalíu og verður þjóðarbúskapur- inn fyrir daglegu milljónatjóni af þessum völdum. Sultartímar í Kína: Yfirvofandi hungursneyð naumur matarskammtur PEKING, 11. júlí — Kínverjar í bæjum og borgum hafa verið hvattir af stjórnarvöldunum til þess að rækta korn, ávexti og önnur matvæli í húsagörðum og utan borganna, ef nokkur kostur sé. Einnig hefur fólk verið hvatt eindregið til þess að reyna að komast yfir alidýr og ala heima hjá sér, ef kostur sé. Á undan- förnum árum hafa stjórnarvöld- in hins vegar gert allt til þess að hindra einstaklingsframtak borg- arbúa og bænda — og miðað hef- Ráðherra Græn- lands kemur hér við í DAG er K. Lindberg Grænlands málaráðherr^ Dana væntanlegur til Reykjavíkur. í fylgd með honum er m.a. H.C. Christiansen forstjóri Konunglegu Grænlands verzlunarinnar. Þeir koma báðir með Hrímfaxa, áætlunarflugvél Flugfélags fslands frá Kaup- mannahöfn og eru væntanlegir hingað kl. 4.50 síðd. Á mánudagsmorgun leggja þeir af stað til Grænlands með Sólfaxa. Lindberg ráðherra mun dvelja í Grænlandi til 20. júlí, en snýr þá aftur til Danmerkur með viðkomu í Reykjavík. Lögreglu og her beitt gegn andkomm- unisfum í Ukrainu VÍNARBORG, 11. júní. — Rúss- neskar hersveitir hafa nú byrjað stórfelldar æfingar í Ukrainu og austurhluta Slovakiu segir í áreiðonlegum fregnum að austan. Heræfingar þessar fara fram til þess að draga athyglina frá víð- tækum lögregluaðgerðum gegn andkommúniskri andspyrnuhreyf ingu, sem orð hefur farið af þar. Samkvæmt þessum heimildum hófust æfingarnar, sem fótgöngu- göngulið og fallhlífasveitir taka þátt í, hinn 29. júní £ nánd við bæina Lavoczne og Chustand — og í austurhluta Slovakiu. Andkommúnistar eru sagðir hafa látið í vaxandi mæli til sín taka þar um slóðir að undan- förnu. Vitað er, að undanfarið hefur öllum útlendingum verið bannað að ferðast lengra austur á bóg- inn en að fljótinu Waag í Slo- vakiu — og nær þetta bann einnig til erlendra sendiráðs- manna. Tékknesk stjórnarj/öld hafa borið því við, að vegir og ár hafi orðið ófagyar vegna flóða — og því erfitt um ferðalög. Slíkar tylliástæður eru ósköp venjulegar af hálfu kommúnista, þegar koma á í veg fyrir að útlendingar beri óþægilegar fréttir út fyrir landa- ur verið að því að koma sam- yrkjubúskapnum á hvarvetna í landinu. En nú sverfur svo hart að Kín- verjum, að kommúnistastjórnin verður að grípa til þess óyndisúr- ræðis að leyfa fólkinu að rækta og eignast alidýr. Geysimikil flóð í sumum héruðum landsins hafa valdið stórtjóni á akurlendi — og annars staðar hafa þurrkar einn- ig skemmt uppskeruna. 1 mörg- um héruðum hafa matvæli verið skömmtuð mjög naumt — og fólk hefur þurft að standa í löng- um biðröðum til þess að fá dag- legan skammt af brýnustu nauð- synjum, svo sem grjónum og kartöflum. Fagnaðarlæti Irak BAGDAD, 11. júlí — Mikið var um dýrðir í Bagdad í morgun. Eins árs afmælis byltingarinnar var minnzt með hersýningu og fagnaðarlátum. Fylkingar her- sveita búnar rússneskum vopn- um fóru um aðalgötur borgarinn- ar — og tugþúsundir manna hylltu byltingarhetjuna Kassem. Sunnudagur 12. júlí. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Hin innri barátta, eftir séra Óskar J. Þorláksson. — 6: Finnar vilja fá óbeina aðild að Litla-fríverzlunarsvæðinu. — 8: Hitt og þetta. — 9: Gyðingar fyrirgefa Þjóðverjum seint. — 11: Skapa þarf börnum aðstöðu tM að leika sér heima við. — 12: Ritstjórnargreinar: Einokun eða samkeppni. — Hvað verður um Hannibal? — 13: Reykjavíkurbréf. — 15: Fólk í fréttunum. — 16: Alþjóðaráðstefna slysavarnaié- laga. — 17: Þeir setja öryggið ofar öllu. — 22: Skólinn að Löngumýri heim- sóttur. — 23: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.