Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVNTtLAÐlÐ Sunnudagur 12. júlí 1959 * (j3íííinn frcí 1918 — OCj fctíýf- inn fíjúgcincli VATNSKOT í Þingvallasveit hef- ur löngum verið frægt fyrir tæknimenningu. Símon bóndi og synir hans eru þúsundþjalasmið- ir og hafa oftsinnis vakið athygli fyrir margs konar heimatilbún- ar vélar og tæki. Margir minnast t. d. þess, að þeir komu eitt sinn til skíðalandsmóts, akandi í sleða knúnum flugvélarhreyfli og loft- skrúfu. Farartæki þeirra á Þing- vallavatni hafa stundum verið álíka frumleg. Dóttursonur Símonar í Vatns- koti heitir Símon Melsted. Hann er vart orðinn tvítugur, en þó byrjaður að föndra á sama hátt og afinn. Fréttamaður og Ijðsmyndari Mbl., sem leið áttu til Þingvalla ekki alls fyrir löngu, hittu Símon yngri þar sem hann var að bjástra við nýstárlegan bát, sem búinn er til úr aluminíumkútum þeim, er herflugvélar nota fyrir aukabenzínbirgðir og festir eru á vængendana. Símon keypti þá hjá sölunefnd varnarliðseigna, festi haglega saman og setti 10 hestafla bílhreyfil á fleytuna. — Þetta er nú sannkallaður hrað- bátur — og hefur mjög mikið burðarþol. Símon er fljótur í för- um um vatnið á bátnum, en seg- ist þó þurfa að gera einhverjar endurbætur á smíðinni. Símon hafði komið á bíl niður að vatninu, þar sem báturinn lá. Þessi bíll var ekki af nýjustu gerð, en gekk samt eins og Myndin var tekin skömmu áður en snjórinn bráðnaði. Talið frá vinstri: Ónafngreindur skíðakenn- ari, Tony Kastner, Jane Mansfield, herra Mansfield, Steinþór og ónafngreindur kennari. ★ Og þið megið geta nærri, að áhugi okkar vaknaði — á Steina. Áhugi okkar á Jane Mansfield var fyrir. Við köfuðum til botns í málinu — og viti menn, þetta var allt heilagur sannleikur. Steini, en svo er skíðagarpurinn Steinþór Jakobsson nefndur þar vestra, fór í fyrrasumar til Bandaríkj- anna — til gamals ísfirðings, Þór- halls Ólafssonar, sem rekur mikið þungavinnuvélafyrirtæki vestra. Þar lærði Steinþór með- ferð ýmissa véla — og auðvitað hefði kunnátta hans verið nýtt í þágu lands og þjóðar, éf skíða- áhugi hans hefði ekki orðið yfir- sterkari. ★ 1 norðanverðu New York-fylki er mikið um vetrargistihús. Þar eru allar vetraríþróttir iðkaðar svo lengi sem snjór endist — og jafnvel lengur, því að mörg gisti- hús hafa tæki til þess að búa til snjó fyrir gesti sína jafnóðum og hann þrýtur á vorin. Með aðstoð góðra manna stofn- aði Steinþór eigin skíðaskóla á stað, sem heitir Lake Placid, í New York. Réði hann til sín fjölda kennara og ekki vantaði nemendurna. En samkeppnin var hörð — og þegar það vitnaðist, að Steinþór hafði ekki bandarískt skíðaskólastjórapróf, var fæti brugðið fyrir hann og skólanum slitið með stuttri en átakalausri athöfn. ★ Orð hafði farið af leikni Stein- þórs á skíðunum og heimsfrægur skíðakennari, Tony Kastner, bauð honum að gerast liðsmaður sinn í Grossinger Country Club. Hann kennir gestum í einu fín- asta hóteli þar um slóðir list skíðamannsins. Hótel þetta rúm- ar 2,000 gesti og það er fjölsótt af auðmönnum, þar á meðal Hollywood-stjörnum. Og þarna var það einmitt, að Steinþóri var falið að taka Jane Mansfield að sér. Sú var ekki beisin á skíðunum. Hún vildi því fyrst og fremst læra hvernig hægt væri að detta beint á sitj- andann án þess að missa yndis- þokkann eitt andartak. En þegar hún var búin að læra það fór Símon Melsted og „fuglinn fljúgandi“ frá 1918. klukka. Sannleikurinn er sá, að þarna var á ferðinni einn elzti, ef ekki elzti bíll á landinu, Ford af 1918 árgerðinni. Og þessi Ford hefur verið í nær stöðugri notkun síðan 1918 — og aldrei gefið sig. Símon bóndi notaði hann eitt sinn til þess að aka lifandi sil- ungi úr vatninu til Reykjavíkur, en nú er þetta nær eingöngu inn- anhéraðsbíll. Símon Melsted segist stundum bregða sér á bílnum um hraunið, stundum beint af augum yfir hvað sem er. Hann segir Fordinn einkar góðan í ófærð að vetrinum og fara margt, sem ekki þýddi að bjóða nýjum bílum. „Ég færi á honum til Reykjavíkur í kaf- ófærð hvenær sem væri“, segir Símon. „Það hef ég sannreynt. Ég fór einu sinni á milli, þegar eng- um var fært nema fuglinum fljúg andi — og Fordinn hikstaði hvergi“. Hraðgengu benzíngcymarnir. jecjurLarclrotL nmcj 19 ÁRA gömul sýrlenzk stúlka, sem kjörin var fegurðardrottn- ing Arabíska sambandslýðveldis- ins, neitar að taka þátt í Miss Universe-keppninni í Kaliforníu. Ástæðan: Samkvæmt Kóraninum meiga konur ekki klæðast bað- fötum fyrir augum karlmanna. Sófirk fieíil (í óhíktm tnqunnn, óem df 7 Lenncli jan* W, ctnó- ÞEGAR fréttamaður Mbl. var á dögunum staddur vestur á Isa- firði heyrði hann á tal nokkurra ungra manna, sem ræddu mikið um vin sinn „Steina Kobba“, sem siglt hefði til Ameríku og Motið mikinn frama. Fóru menn viður- kenningarorðum um Steina og töldu honum alla vegi færa. Hann hefði farið til Bandaríkjanna til þess að læra meðferð þungavinnu véla, sögðu þeir, en áður en yfir lauk var hann byrjaður að kenna Jane, henni Jane Mansfield, í eigin persónu — að standa á skíð- um. ísfirzku piltarnir voru sann- færðir um það, að Steiní væri jafnvígur á allt. hún að læra að standa á skíðun- um. Steinþór hefði auðvitað verið í sjöunda himni yfir öllu þessu, ef sá böggull hefði ekki fylgt skammrifi, að eiginmaður Jane, hinn margfrægi fegurðarkóngur Bandaríkjanna, fylgdi konu sinni alltaf fast eftir og þorði aldrei að hafa augun af henni, því að hann vissi, að Steinþór er Vestfirðing- ur. — Steinþór tók því smá auka- vinnu og kenndi Lindu Darnell og fleiri stjörnum iþróttina. Þegar Jane var að komast upp á lagið með að beygja til hægri var komið vor og fegurðarkóng- urinn búinn að fá hælsæri á báða fætur. Steinþór sneri sér því að þungavinnuvélunum. Nú vinnur hann við grjótnám í nágrenni Detroit, en Jane er í Hollywood og maðurinn hennar auðvitað hjá henni. ★ Tony Kastner hefur beðið Steinþór að vera aftur hjá sér í vetur, því enn er von á Jane. En ísfirðingurinn hefur líka fengið boð frá Sun Valley, paradís skíðamánna í Bandaríkjunum. Stein Ericsen, Ólympíumeistar- inn, sem á skíðaskóla vestra, hef- ur líka beðið hann að koma til sin. Loks hefur Steinþór fengið boð frá skólum í Squaw Valley, en einmitt þar eiga Vetrar- Ólympíuleikarnir að fara fram. ★ Við fregnuðum vestra, að kenn- arastarf Steinþórs hefði á engan hátt skaðað feril hans sem áhuga- manns í skíðaíþróttinni, svo að hann getur eftir sem áður tekið þátt í skíðamótum. Hann hefur sagt kunningjum í bréfum, að skíðaiðkunin vestra hafi verið lærdómsrík — og hann telur sig vera í framför. Þess vegna ætlar hann að bíða og sjá hvað setur, e. t. v. verður hann valinn til þess að keppa fyrir ísland á Ólympíuleikunum. Hann keppti á síðustu leikum — og langar til þess að vera með núna. — En þó svo verði ekki, þá hefur Steinþór nægileg verkefni. Þungavinnu- vélarnar annars vegar — og svo á Jane eftir að læra vinstri beygju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.