Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 13

Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 13
Sunnuðagur 12. júlí 1959 MORCVNBLAÐIÐ 13 Frá Þingvöllum. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 11. júlí Hneyksli á Þingvöllum í Alþýðublaðinu var hinn 9. júlí birt bréf frá séra Jóhanni Hannessyni á Þingvöllum til Hannesar á horninu, þar sem skráð var einskonar dagbók um atburði þar eystra sl. sunnudag. Það er ófögur lýsing. Drykkju- skapur, slagsmál og hverskonar sóðaháttur hafa þennan dag blett- að hinn helga stað. Því miður er slíkt ekki alger undantekning, heldur hefur alltof oft komið fyrir. Þarna áttu hlut að máli bæði íslendingar og útlendingar. Kommúnistar höfðu áður amazt við því að bandarískir hermenn kæmu á Þingvöll og eru nú held ur en ekki sigri hrósandi. Slíkur smásálarskapur fordæmir sjálf- an sig. Öllum á að vera heimill aðgangur að Þingvöllum, jafnt þeim mönnum, er dvelja hér lang dvölum fjarri heimilum sínum vegna skyldustarfa, með sam- þykki íslenzkra stjórnvalda, sem öðrum. Bæði þeim og okkur er hollt, að þeir kynnist undirstöðu íslenzkrar menrar og óhagg- anlegum sjálfstæoisviija, þrátt fyrir fámenni okkar og þó að aldalöng einangrun sé úr sögunni. En hvort sem erlendur maður eða innlendur á í hlut, verður þess að krefjast, að hann komi sæmilega fram á Þingvöllum. Skapa verður heilbrigt almenningsálit, er hindri, að ósóminn geti haldið á- fram. Ilaldlaust verkfæri í tilvitnaðri grein í Alþýðublað- inu segir séra Jóhann: „-------allt skipulag er hér langt á eftir tímanum. Við höf- um lög, en frá löggjafans hendi líkjast þau verkfærum, sem hand föngin hafa verið brotin af, áður en þau eru tekin í notkun. Sá, sem fær slík verkfæri, stendur illa að vígi að nota þau og á allt- af á hættu að meiða sjálfan sig“. Hér er vikið að einu höfuð- meini íslenzks þjóðfélags. Lög- gjöf án möguleika til framkvæmd ar henni, er verri en engin. Þeg- ar Danir ætluðu að rétta við hag íslands fyrir 200 árum, var fyrsta verk þeirra að reisa hér hegningarhús. Þá var svo stór- mannlega' í farið, að fangarnir voru fljótlega fluttir á burt og umboðsmaður konungs settur í staðinn. Og enn í dag er hið sama hús notað sem Stjórnarráð ís- lands. Fyrr má vera en svo stór- mannlega sé byggt. Fangelsismál okkar eru nú hreinasta hneyksli. Séra Jóhann segir: „Vegalaust fólk var um kl. 2 um nóttina allmargt og vantaði farartæki í bæinn. Tjaldafólk flæktist að hótelinu og fór lög- reglan með það inn á Velli aftur og aftur og sleppti því þar, eins og sauðfé í haga. Annað var ekki hægt að gera, eins og starfsskil- yrði eru hér nú. Lögreglan hefur hér ekki þak yfir höfuðið". Vandræði víðar en á Þingvöllinn Þessl lýsing á í rauninni ekki við Þingvelli eina. Aðalfangelsi landsins er ekki mannhelt. Að- staða til löggæzlu hér í höfuð- borginni er með öllu óviðunandi. Kommúnistar nota þær aðstæður öðru hvoru til hatrammra árása á lögreglustjórann í Reykjavík, sem öllum öðrum fremur hefur bent á, að við núverandi ástand er ekki unnt að búa. Sjálfir berj- ast þessir menn með hnúum og hnefum á móti því, að nauðsyn- legar umbætur séu gerðar. Þá tala þeir um lögregluvald og kúg- un, þó að flokksbræður þeirra suður í Kerala kvarti nú mest um, að fangelsi séu þar alltof fá, svo að þeir hafa þurft að koma upp sérstökum fangabúðum. Lausn þessa vandamáls á að vera hafið yfir allar flokkadeil- ur. Öll valdbeiting er ógeðþekk, en lögbundnu þjóðfélagi verður ekki haldið uppi án hennar. Ella vaða ofbeldismenn og óspekta uppi eins og á Þingvöllum að und anförnu. Frásagnirnar þaðan eiga að verða til þess, að allir sæmileg ir menn komi sér saman um að gera nauðsynlegar umbætur. Niáluskrif Barða «1 fá góðan dóm í Reykjavíkurbréfi hefur áð* ur verið minnzt á skrif Barða heitins Guðmundssonar um höf- und Njálu. Hvað, sem menn segja um einstök atriði í ritgerðum hans, er óyggjandi, að eftir þær verður skilningur manna ekki aðeins á NjálU, heldur og öðr- um íslendingasögum annar en áður var. Hinn kunni norski sagnfræð- ingur, Halvdan Koht, hefur ný- lega skrifað í Historisk Tidskrift, 2. hefti 1959, ítarlegan ritdóm um bók Barða. í ritdómnum kemur að vísu fram smávegis misskiln- ingur, en þar eru skoðanir Barða ítarlega raktar og þykir hinum kunna og merka höfundi mikið til þeirra koma. Niðurlagsorð hans eru þessi: „Vafalaust er hægt að gera ýmiskonar athugasemdir, t.d. virð ist ljóst, að margt er í Njálu, sem ekki er í neinu sambandi við deiluskrif En greinargerðir hans eru svo þungar á metum, að ekki er auðvelt fram hjá þeim að komast“. Hér sýnist sízt of mikið sagt. Fylgishrun kommúnista Eðlilegt er, að kommúnistar brjóti heilann um fylgishrun sitt. Frá síðustu kosningum er það svo mikið, að svarar til þess, að Sjálf stæðismenn hefðu nú fengið 28 þúsund atkvæði í stað rúmlega 36 þúsunda. Að sjálfsögðu eru margar á- stæður, sem liggja til ófara komm únista. Þjónustusemi þeirra við Rússa og hinn alþjóðlega komm- únisma á þar ríkan þátt í. Við kosningarnar 1956 björguðu kommúnistar sér á því, að setja Hannibalsgrímuna upp. Þess vegna sköðuðu uppljóstranir Krúsjeffs um Stalin, sem gerðar höfðu verið þá nokkrum mánuð- um fyrr þá ekki að ráði. Síðan komu atburðirnir í Ungverja- landi haustið 1956, réttarmorðin á foringj um Ungverja í júní 1958 og Pasternaks-hneykslið síðar á sama ári. Ef kommúnistar hefðu ekki verið í stjórn á meðan allt þetta gerðist og notið skjóls í Stjórn- arráði íslands, eru allar horfur á, að flokkur þeirra hefði splundr ast og hætt að vera áhrifameiri hér á landi en hann er með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldast- ar. Þegar á þetta er litið, mega kommúnistar vel við una vist sína í V-stjórninni, og þess vegna eðlilegt, að þeir tali um „vinsæld- ir“ hennar. Vantraust á V-stjórnina Þrátt fyrir þetta varð þátttak an í V-stjórninni kommúnistum að öðru leyti dýrkeypt. Bæjar- og sveitastjórnarkosningarnar 1958 jafngiltu vantrausti á V- stjórnina. Fylgistap kommúnista og Alþýðuflokks þá varð ekki á annan veg skilið. Við Alþingiskosningarnar nú var V-stjórnin hins vegar farin. Augijóst er, að Alþýðuflokkur- inn hefur nú fengið mikinn fjölda atkvæða, einungis vegna þess að hann var ekki lengur að- ili að V-stjórninni og hafði sýnt meiri manndóm eftir á en hinir V-stjórnarflokkarnir. Jafnvel Tíminn kemst ekki hjá því að skýra viðrét’ting Alþýðuflokksins nú með þessum hætti. Kommúnistar sjálfir hafa og hælst um yfir, að þeir standi sig nú furðanlega miðað við bæjar stjórnarkosningarnar. Sú ánægja getur ekki sprottið af öðru, en að þeir telji sig hafa endurheimt eitthvað af því fólki, sem ekki vildi una V-stjórninni. Það voru einmitt margir þeirra, sem fylgja kenningum þeirra vegna hug- sjóna og sannfæringar þótt af mis skilning i sé. Hinir, sem fylltu flokkinn af hentisemi, sáu skjót lega að eins og V-stjórnin hagaði störfum var miklu ábatasamara að fylgja Framsókn en hinum .stjórnarflokkunum. Þar réði sannfæringin litlu en löngunin til að hafa gagn af því, að öðrum væri „vikið til hliðar" miklu, Ofurvald Framsóknar í fjármál um og skefjalaus beiting þess segja hvarvetna til sín. Allir flokkar, sem unnið hafa með Framsókn, hafa fyrr eða síðar orðið fyrir barðinu á henni. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn kom izt ómeiddastur frá vegna síns innri styrkleika og fjöldafylgis. Aldrei fyrr hefir þó neitt svip- uðum brögðum verið beitt og nú. „Þjóðaratkvæða- kjör- greiðsla um dæmamálið“ Dæmi atvinnukúgunar eru ó- teljandi. Engin nýjung er, að for- stjóri Skipadeildar SÍS, Hjörtur Hjartar, kalli skipsmenn fyrir sig, aðvari þá og láti þá vita, að ekki sé ætlazt til þess að um borð í skipum SÍS heyrðist aðrar skoðanir en þær, sem Framsókn hentar. Hitt mun vera nýjung, að sjálfur aðalforstjóri SÍS, Erlend- ur Einarsson, hafi beitt sér eins og hann gerði nú. Undirdátarnir voru þó ekki betri. Á Akureyri var fáum dög- um fyrir kosningar gefið út hefti samstöðu við flokkinn £ almenn- um þjóðmálum —----“. Hátalari í fataverksmiðju SÍS Hér kveður raunar við töluvert annan tón en í Tímanum nú eftir kosningar. Á Akureyri fór ekki leynt, hverjir að útgáfunni stoðu. Til dæmis um það er, að þegar ritið var komið út, fór Ásgrímur Stefánsson, forstjóri fataverk- smiðjunnar „Heklu“, sem er eign SÍS, sjálfur með ritið í verksmiðj- una og útbýtti því í eigin persónu milli starfsfólksins. Síðan tal- aði hann í útvarp verksmiðjunn- arar og sagði, að sér væri það sér- stakt áhugamál, að kjördæma- breytingin næði ekki fram að ganga og vék að þeim leiðbein- ingum sem í ritinu væru. „Reikna eins og kaupsýslumenn“ Hætt er við, að ef almennur atvinnurekandi hegðaði sér svona þá mundi hann hafa fengið orð í eyra. E.t.v. hefur forstjórinn sjálfur talið, að hann væri hér að berjast óeigingjarnri átthaga- baráttu og ekki komið til hugar, að Framsóknarflokkurinn mundi eftir á telja sér þau atkvæði, sem aflað var með þvílíkum að- ferðum. Ekki er þó víst, að hann hafi verið svo saklaus. Engin at- hugasemd hefur a.m.k. sést frá honum við skrif Framsóknar- blaðanna eftir kosningar. Mál- gagn Framsóknar á Akureyri var þó ekki lengi að skipta um eftir kosningarnar. Strax hinn 1. júlí var þar sagt í forystugrein: „Eldmóður sá, sem einkenndi stjórnmálaflokkana og baráttu- menn þeirra fyrir kosningar, er nú að mestu af þeim runninn í bráð. Atkvæðatölurnar eru það eina tungumál, sem harðsvíraðir stjórnmálamenn skilja til fulls. Þeir sitja nú yfir atkvæðatölun- um og halda áfram að reikna eins og kaupsýslumenn". Menn hafa misjafnar skoðanir bæði á kauþsýslumönnum og stjórnmálamönnum. En flestir aðrir en Framsóknarmenn telja þetta sitt hvora manntegundina. Framsóknarbroddarnir líta hins vegar á stjórnmál og kaupsýslu sem eitt og hið sama. Þar af kemur valdabraskið. Betri lýsing á valdabraski Framsóknar verður trauðlega gefin en í tilvitnuðum orðum Dags. Framsókn lét aðalfund SÍS — auðvitað í einu hljóði — sam- þykkja yfirlýsingu um „undrun og fyrirlitningu á árásum þeim, sem samvinnusamtökin í landinu og starfsmenn þeirra hafa orðið fyrir af hálfu pólitískra áróðurs- manna, er ganga erinda sérhags- munahyggju og gróðabralls“. Til frekari áherzlu um andúð fulltrúanna á pólitískum áróðurs mönnum var svo Eystinn Jónsson endurkosinn í stjórn SÍS. Og til þss að ekki færi á milli mála „fyrirlitningin“ á „sérhagsmuna- hyggju og gróðabralli" var Agli Thorarensen kaupfélagsstjóra á Selfossi bætt í stjórnina. skrautprentað, á gljápappír og nefndist Akureyri. Þar er fyrst birt ávarp til Akureyringa og segir þar m.a.: „f fyrsta lagi: ý - Kjördæmamálið á að vera haf- ið yfir alla flokkapólitik. Stjórn- arskrárbreytingar ættu ekki að gerast með flokkssjónarmið fyr- ir augum, heldur þjóðarhag. Og þó að ekki verði hjá því komizt að kjósa pólitíska flokka í þess- um kosningum, er raunverulega um þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða, um þetta eina mál, Kjör- dæmamálið. í öðru lagi: Samstaða kjósenda með Fram- sóknarflokknum, í þessum kosn- ingum, þýðir því engan veginn I sömu sporum og fyrir 30 árum Framsóknarmenn þykjast hafa himin höndum tekið með fylgis- aukningu sinni hér í Reykjavík. Vissulega er hún langt umfram verðleika, og sprettur af því, að of margir hér áttuðu sig ekki á klækjabrögðum Framsóknar, þar sem almenningur í litlu kjördæm unum varaðist þau vegna feng- innar reynslu víða mun betur en Framsókn hugði. Nú eftir nær 30 ára baráttu er Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.