Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 17
Sunnuðagur 12. júlí 1959
MORCVNBL 4 Ð1Ð
17
Daglegar skoðanir
Samkvæmt þeim reglum um
farþegaflugvélar, er að framan
greinir, eru flugvélar, hverrar
tegundar sem er, teknar til dag-
legrar skoðunar og eftirlits og
síðan með vissu millibili eftir að
flugvélin er búin að vera á lofti
ákveðin klukkustundafjölda.
Yenjan er sú, að flugvélaverk-
smiðjurnar gefa út reglur um
hve margir flugtímar megi líða
milli þess að hinir ýmsu hlutir
séu yfirfarnir og eftirlitnir eða
um þá skipt.
Þessi þáttur flugsins, sem er
framkvæmdur af flugvirkjunum,
er einn sá veigamesti, því ef ekki
er unnið af trúmennsku og full-
kominni vandvirkni getur ógæf-
an hent.
sem fyrirmæli segja til um og
fyrirbyggja þannig að máim-
þreyta komi til greina.
Þetta á ekki einungis við um
hreyfla flugvélanna, heldur einn-
ig um hverja „skrúfu" í skrokk
þeirra. Sem að líkum lætur er
þetta mikið starf. Við eftirlit og
viðgerðir eru það skoðunardeild-
armenn ásamt yfirverkstjóra sem
hafa síðasta orðið og ekki má
ganga frá neinni meiriháttar við-
gerð án þess að þeir gangi úr
skugga um að fullnægt sé kröfum
um strangasta öryggi. Skoðunar-
deildin ber síðan ábyrgð gagn-
vart Loftferðaeftirliti ríkisins.
SKRÚFAN SETT Á. — Þótt Viscount-flugvélin hafi skrúfu, eins og eldri gerðir flugvéla, er hún
samt þrýstiloftsflugvél, þar sem meginhluti þrýstiloftsins er nýttur á þann hátt að hann knýr
skrúfu. Nokkur hluti orkunnar nýtist hins vegar eins og í þotuhreyflL
Þeir setja öryggið ofar öllu
Skoðunardeild Flugfélags íslands tiu ára
ENGIN farartæki lúta jafn
ströngum öryggisreglum og flug-
vélar. Þetta skapast af því, að ef
alvarleg bilun á sér stað í flug-
vél, verður hún í mörgum til-
fellum að lenda fljótlega, hvort
sem flugvöllur eða annar nothæf-
ur lendingarstaður er til staðar
eðá ekki. Sérstaklega er ströng-
um reglum fylgt hvað allan út-
búnað farþegaflugvéla snertir og
hefir hvert flugfélag sínar eigin
reglur í þeim efnum, auk þess
sem alþjóðlegar reglur og hefðir
segja um þau mál.
1948 til Bandaríkjanna, þar sem
hann hafði áður lokið námi í
grein sinni. I þeita skipti var er-
indi Jóns, að kynna sér rekstur
skoðunardeilda, eins og þær eru
í Skoðunardeild eru spjald-
skrár yfir hvern hlut í flugvélum
Flugfélagsins. Hver einstakur
hlutur er hafður á sínum stað
í vélinni ákveðin tíma, sem er
Skrúfuþotur koma til sögunnar
Með tilkomu Viscountflugvél-
anna hófu íslendingar þrýstilofts
flug. Þar voru á ferðinni ný tæki,
sem kröfðust sérþekkingar og
sérþjálfunar flugvirkja og flug-
manna. Þjálfun þeirra fór fram
í Bretlandi og þar fóru fyrstu
skoðanir þessara nýju flugvéla
einnig fram, en að því var stefnt
frá upphafi að allar skoðanir og
endurnýjanir í Viscount flugvél-
unum færu fram hér á landi.
Eftir að þjálfun flugvirkja hjá
framleiðendum Viscount flugvél-
anna lauk og birgðir varahluta
urðu fyrir hendi, hafa allar stór-
ar og smáar skoðanir og eftirlit
þessara flugvéla farið fram hér
heima, framkvæmdar af starfs-
mönnum Flugfélags íslands.
Gjaldeyrissparnaður vegna þessa
skiptir milljónum króna. '
Margvísleg störf
Sem að líkum lætur jukust
annir Skoðunardeildar verulega
er skoðanir Viscount flugvélanna
komust á íslenzkar hendur og er
vinnudagur þeirra sem þar vinna
Hér sjást tveir hreyflar Viscount-flugvélar, eftir
ill hefur 1740 hestafla orku.
Við upphaf farþegaflugs á ís-
landi var fátt um faglærða menn,
sem höfðu þekkingu til að bera
til þess að framkvæma viðgerðir
og skoðanir á flugvélum.
Ungur íslendingur, Brandur
Tómasson að nafni, hafði þá ný-
lokið flugvirkjanámi í Þýzka-
landi. Hann kom heim og hóf
störf hjá Flugfélaginu í árslok
1938. Brandur er nú elzti starfs-
maður Flugfélags fslands og yfir
maður flugvirkjanna,
í fyrstu vann Brandur einn að
viðgerðum og skoðunum á flug-
vélinni TF-ÖRN en er fram í
sótti varð hann að fá sér aðstoð-
armenn og nú eru starfandi flug-
virkjar Flugfélagsins nærri
fimmtíu talsins.
Skoðunardeildin stofnuð
Eftir því sem flugvélum fjölg-
aði í eigu félagsins og fleiri menn
komu þar til starfa, varð erfiðara
fyrir yfirverkstjórann að hafa
alla þræði í hendi sér og annast
jafnframt verkstjórn.
Ungur flugvirki, Jón N. Páls-
son, sem unnið hafði hjá Flug-
félaginu um nokkurt skeið. fór
reknar hjá bandarískum flugfé-
lögum. Jón stundaði nám hjá flug
málastjórn Bandaríkjanna við
skoðun og eftirlit flugvéla og vor
ið 1949 kom hann heim og stofn-
aði skoðunardeild Flugfélags ís-
lands. í fyrstu vann Ásgeir Magn
ússon flugvirki einnig við skoð-
unardeildina en er hann varð yf-
irmaður flugvélstjóra komu þeir
Jón A. ’Stefánsson og Viggó Ein-
arsson til starfa í deildinni. Síð-
ar, árið 1955 dvaldist Jón A. Stef-
ánsson í Bandaríkjunum í eitt ár
og kynnti sér skoðunar- og eftir-
litsstörf hjá flugfélaginu Alleg-
hany Airlines og hjá flugmála-
stjórn Bandaríkjanna í Washing-
ton D. C.
Auk þeirra sem að framan eru
taldir, starfa tveir skrifstofu-
menn í skoðunardeildinni.
Hver hlutur á sinum stað
Það hefir verið sagt um Skoð-
unardeildina, að hún léti minnst
yfir sér, en á henni hvíldi mest
ábyrgð. "\
að lilífarnar
fyrirfram uppgefinn af fram-
leiðanda. Það er m. a. hlutverk
Skoðunardeildar, að sjá um að
skipt sé um hlutina á þeim tíma
hafa verið fjarlægðar. Hver hreyf-
oft langur eins og reyndar
flestra flugvirkjanna. Þótt aðal-
starf Skoðunardeildarinnar sé að
sjá um allt sem lýtur að öryggi
Steypustyrktarjárn
fysrirlggjandi
Helgi Magnússon & Co
Hafnarstræti 19. — Sími 13184 og 17227
í sambandi við viðgerðir og skoð-
anir, hefir hún samt margt fleira
á sinni könnu. Sem dæmi má
nefna að deildin sinnir mjög um-
fangsmiklum erlendum bréfa-
skriftum am tæknileg atríði. Hún
lætur á hverju ári vega hverja
flugvél með þar til gerðum mæli-
tækjum, reikna út jafnvægi
hennar og ræður síðan gerð
hleðsluskrár, sem útfylla ber fy-
ir hvert flugtak. Ennfremur gef-
ur Skoðunardeild út fræðsluhefti
fyrir flugvirkja um það, sem bet-
ur má fara í starfinu og um nýj-
ungar sém efst eu á baugi hverju
sinni. Þá eru í deildinni útbúnar
töflur og skrár, sem miða að því
að öryggisreglum sé fylgt út í
yztu æsar, því kjörorð Skoðunar-
deildarinnar verður seint og
snemma — Öryggi ofar öllu.
— svsæm.
Crimur Ólafsson
Fæddur 19. sept. 1952
Dáinn 4. júlí 1959
LAUGARDAGINN 4. þ.m. lézt
af slysförum Grímur Ólafsson,
Lönguhlíð 19, aðeins sex ára að
aldri. Svo fljótt og óvænt var
þessi litli vinur okkar kvaddur
burt, að okkur gengúr erfiðlega
að trúa þvi að við eigum ekki
eftir að sjá hann aftur með sitt
bjarta bros, og hlýlegu fram-
komu, sem einkenndu þennan
litla vel gefna dreng, sem vildi
vera vinur allra er umgengust
hann.
Við skiljum ekki vegi Guðs,
sem kallar börnin sín misjafnlega
fljótt til sín, en við felum honum
þennan litla vin okkar og biðj-
um hann um að leiða hann í ríki
sitt, og veita honum hamingju og
frið. Við þökkum þér Grímur
minn fyrir samverustundirnar
sem þú fékkst að vera með okkur
hér á jörð og látum bænir okkar
fylgja þér til hins nýja heim-
kynnis. Við biðjum Guð að
styrkja og styðja hina harm
þrungu foreldra og systkini, og
frændfólk í sorg þeirra. Minning-
una um litla góða drenginn mun-
um við geyma í hjörtum okkar.
Leifur Jónsson.
Reknetabátar
til Akraness
AKRANESI, 10. júlí. — Fjórir
reknetabátar lönduðu í dag sam-
tals 420 tunnum síldar. Aflahæst-
ur var Ólafsvíkurbáturinn Þórð-
ur Ólafsson með 155 tunnur.
Sveinn Guðmundsson hafði 125,
Farsæll 10 tunnur og sá fjórði
var fallejur nýr oátur, 60 brúttó-
tonn að stærð, Víkingur II frá
ísafirði, er hafði 70 tunnur. Meiri
hluti síldarinnar fór í frystingu,
hitt í bræðslu.
Togarinn Bjarni Ólafsson kem-
ur af heimamiðum í nótt með 230
lestir af fiski. Fjórir trillubátar
reru hér í morgun. — Oddur.
Vélaleigan
Sími 18458