Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 20
20
MORClliyni AfílÐ
Sunnudagur 12. júlí 1959
„Læðan" var í ákaflegum vand
ræðum. Hún sá að Bleicher
hafði leynt hana þessum fyrir-
spurnum frá Lundúnum, en hún
mátti ekki kannast við það, til
þess að Lundúnir yrðu ekki tor-
tryggnir gagnvart henni. Hún
sagði stamandi: „Já, já, auðvit-
að kannast ég við skeyti yðar.
Það, sem Brest hefir símað, er
líka sannleikanum samkvæmt.
„Scharnhorst“ og „Gneisenau"
eru farin“.
„Jæja ,þessi þrjú skeyti frá
Brest eru sannleikanum sam-
kvæm, segið þér nú, frú Carré.
— En hvað áþá skeyti yðar sjálfr
ar frá 2. febrúar að þýða?“
Hann ýtti til hennar en einu
blaði, illúðlegur á svip, og hún
ætlaði ekki að trúa sínum eigin
augum, þegar hún las eftirfar-
andi:
„París, 2. febrúar. Læðan til-
kynnir. Philippon og Arséne Gall
í Brest handteknir af Bliecher
fyrir mörgum vikum — stopp —
Bleicher hefir breytt leynisend-
inum í Brest — stopp — tor-
tryggið skeyti frá Brest — stopp
— þýzk flotayfirvöld telja trú-
legt, að „Scharnhorst" og „Gnei-
senau“ geti aldrei lagt út frá
Brest um miðnæturskeið, þar sem
herskipin ættu þá á hættu fall-
byssuskothríð frá Dover í dags-
birtu — stopp — brottför þar
að auki ómöguleg í sex mánuði".
„Ég skil þetta ekki“, stamaði
„Læðan“ í mestu vandræðum.
„Þetta skeyti frá 2. febrúar hef
ég ekki sent“.
„Jæja — þér þykist ekki hafa
sent það, þótt það byrji með orð-
unum: „Læðan tilkynnir", og
þótt það sé sent á yðar bylgju-
lengd og með rithönd loftskeyta-
mannsins yðar, sem ekki er hægt
að villast á.
„Þetta er mér ráðgáta", stam-
aði „Læðan“. „Loftskeytamaður-
inn minn hlýtur að hafa tekið
þetta upp hjá sjálfum sér“.
„Jæja — hann hefir þá tekið
það upp hjá sjálfum sér. Þá mun
uð þér líklega halda því fram
líka, að þetta skeyti frá 11.
febrúar hafi hann líka tekið
upp hjá sjálfum sér“. Hann rétti
henni enn eitt skeyti svohljóð-
ar.di:
„París, 11. febrúar 1942. „Læð-
an“ tilkynnir: Ný vitneskja leið
ir í ljós, að „Scharnhorst“ og
„Gneisenau“ séu óvígfær að
minnsta kosti í misseri vegna
nýrra sprengjuárása — stopp —
Skeyti Bleichers frá breyttum
leynisendi í Brest eru ætluð til
þess að beina enskum sprengju-
vélum frá þýzkum borgum til
Brest — stopp. — Enskar
sprengjuflugvélar eiga að vekja
hatur í Brest gegn Englending-
um. — stopp — Philippon leyni-
starfsmaður og Arséne Gall hafa
verið í fangelsi í Brest í margar
vikur — stopp. — Arséne Gall
sendir skeyti fyrir Bleicher nauð-
ugur.“
Englendingurinn slær hnefan-
um í borðið.
— „Og þetta símið þér einmitt
11. febrúar, daginn sem „Scharn-
horst“ og „Gneisenan" létu úr
höfn! Hvaðan hafið þér eigin-
lega þær upplýsingar frú Carré,
aö Philippon og Gall hafi verið
teknir fastir af Bleicher fyrir
mörgum vikum?“
„Eg hef aldrei heyrt neitt því
líkt“, segir „Læðan“, „og ég hef
ekki heldur sent þessi skeyti“.
„Æ, verið þér ekki að segja
okkur neina vitleysu. Herra
Vomécourt getur vottað það með
mér, að Philippon og Gall eru
frjálsir. Það eru ekki nema
nokkrir dagar siðan hann hitti
þá“.
„Eg bið yður að trúa mér, að
ég hef ekki hugmynd um bæði
þessi skeyti", segir „Læðan“ grát-
andi.
„Nei, við trúum yður ekki til
þess, frú Carré. Eg skal segja
yður, að ég held að þér hafið
látið blekkjast af fölskum til-
kynningum og að þér ætlið nú,
eins og kvenna er siður, að af-
neita báðum þessum skeytum yð
ar af því að yður er Ijóst, hví-
líku slysi þau hafa valdið. Ef
ég héldi, uð þér hefðuð viljandi
símað þau ósannindi, að Philipp-
on og Gall væru handteknir, í
þeim tilgangi að afsanna þessi
þrjú sönnu skeyti og að þér full-
yrtuð ranglega, að Bleicher hefði
sr.úið við leynisendinum í Brest.
— þá sætum við ekki hérna
hvort hjá öðru, þá myndi ég
láta skjóta yður eins og óðan
hund einhversstaðar í hliðargötu
í París“.
„Læðan“ grætur. Vomécourt
vill miðla málum og segir:
„Mér virðist þetta ósæmilegt
orðbragð við franskan ættjarðar-
vin, konu, sem hefir látið mikið
gott af sér leiða. Eg hafði ekki
augun af frú Carré á meðan hún
las bæði skeytin og ég er sann-
færður um, að henni kom allt
efni þeirra ókunnuglega fyrir
sjónir“.
„Læðan“ leit á hann þakklátum
augum gegn um tárin.
„Mér þykir það leitt“, sagði
Englendingurinn afsakanfji, „en
þér hljótið að skilja reiði mína.
Við í Lundúnum höfun trúað
yður, frú Carré, af því að hin
fimmtán hundruð skeyti yðar
hafa hingað til verið áreiðanleg.
Þar að auki voru þessi siðustu
skeyti bæði trúleg, því að við
höfðum hvort sem er ráðizt á
Brest mánuðum saman. Á tveim
ur mánuðum hafa þrjú þúsund
og þrjú hundruð sprengjuvélar
kastað fjórum þúsundum smá-
lestum niður á Brest, fjörutíu og
þrjár sprengjuvélar höfum við
misst með tvöhundruð fjörutiu
og sjö manna áhöfn. Þess vegna
höfum við blátt áfram ekki get-
að trúað því, að þessar fórnir
væru fyrir gýg, að „Seharnhorst"
og „Gneisenan“ hefðu ekki orð-
ið fyrir sprengjum og stór-
skemmzt, og við höfum frétt, okk
ur til mikillar sorgar, hvílíkt
manntjón franska þjóðin hefir
beðið í Brest vegna árása okkar,
því að orrustuskipin lágu því
miður bæði í kviunum 8 og 9,
sem voru allt of nærri miðborg-
inni. Og það var líka trúlegt, sem
þér símuðuð, frú Carré, að her-
skipin myndu ekki þora að fara
að degi til undir fallbyssuskot-
hríðina frá Dover. Samt hefir
slysið orðið. — Getið þér annars
gert yður í hugarlund, frú Carré,
hvaða álitshnekki þér hafið bak
að Englendingum með þessu? —
Getið þér gert yður í hugarlund,
hvílíkt vonleysi hefir gripið um
sig síðan í gær með ensku þjóð-
inni, þar sem þrjú þýzk herskip
gátu farið gegn um Ermarsundið
okkar fyrir framan augun á okk-
ur án þess að við, sem eigum
öflugasta flota veraldar, gætum
komið í veg fyrir það? Það sem
þér nú hafið gert, frú Carré,
gerir að engu á svipstundu alla
yðar miklu verðleika, sem við
ekki viljum bera á móti. Eg bíð
þess, að þér verjið yður. —
Hverju hafið þér að svara ákæru
okkar? En eitt segi ég yður þegar
í stað: Þennan framburð yðar, að
það hafi verið um sjálfræði hjá
loftskeytamanninum yoar að
ræða við báðar skeytasei.dingarn
ar, hann tek ég ekki gildan“.
í dauðans vandræðum sínum
stamaði „Læðan“: „Eg var veik
síðustu (Jagana. Eg fól Belgíu-
manninum, herra Jean, allt sam-
an. Ef það hefir ekki veiið sjálf
ræði hjá loftskeytamannir um, þá
verður þessi Jean að svara þar
til saka — og það þegar í dag“.
„Gott og vel, þá krefst ég þess,
að hitta þennan Belgíumann. Hr.
Jean, undir eins, og ég krefst
þess líka, að tala við loftskeyta-
manninn yðar, til þess að fá
fulla vissu í málinu.
★
Yfirlýsingar Hitlers og Churc-
hills sanna, að Bleicher greip
hér inn í hinar miklu sjó- og
lofthernaðarframkvæmdir með
öruggri eðlisávísun og einkum
tókst honum að svæfa Englend-
inga og koma þeim til að flytja
nær allar sprengjuflugvélar sinar
frá Ermarsundi til Egyptalands,
sem kom sér mjög vel fyrir Þjóð-
verja.
Hinn 12. janúar 1942 hafði Hitl
er tilkynnt æðstu hershöfðingjum
sínum: „Sjóherinn í Brest hefir
fyrst og fremst þau gleðilegu
áhrif, að hann bindur flugher ó-
vinanna og heldur honum frá ár-
ás á heimaland vort. Ef ég hefði
nokkra von um, að skipin gætu
verið þar ósködduð fjóra til
fimm mánuði, þá myndi ég frem-
u samþykkja, að þau væru kyrr
í Brest. En þar sem ekki er hægt
að gera ráð fyrir því, hef ég á-
kveðið, að sækja þessi skip, til
þess að stofna þeim ekki í þá
hættu, með hverjum degi sem
líður, að þau verði fyrir sprengj-
um“.
Herra Winston Churhill segir
svo í minningum sínum „Síðari
heimsstyrjöldin“ (4. bindi, 1.
bók, bls. 138 o. s.):
„Þessi ákvörðun Hitlers leiddi
til atburða, sem-.olli svo mikilli
æsingu og ólgu, að ástæða er til
að lýsa þeim nákvæmlega.
Nóttina eftir 11. febrúar sluppu
bæði orrustuskipin „Scharn-
horst“ og „Gneisenan" ásamt
beitiskipinu „Prins Eugen“ frá
Brest. Við höfðum séð okkur til-
neydda að senda nærri allar
sprengjuflugvélarnar til Egypta-
lanfjs, til þess að verða það fyr-
ir innrásartilraun frá hafinu.
Flotaforingjar vorir bjuggust
við, að þýzku skipin myndu
eyna að fara gegn um Dover-
sundið að nóttu til, en þar á
móti kaus þýzki flotaforinginn
fremur, að sleppa frá varðgæzlu
okkar í Brest í myrkrinu og
bjóða virkjum okkar í Dover
byrginn um hábjartan dag. Á
ellefta tímanum fyrir miðnætti
fór hann frá Brest.
Um morguninn, hinn tólfta var
þoka og þar á ofan brugðust
radartækin. Það var ekki fyrr
en klukkan 11,25 að flotastjórn-
in fékk fyrstu tilkynninguna. Á
þeirri stundu voru hin flýjandi
herskip ásamt lofthernum og
tundurspillunum, sem fylgdu
þeim, innan við tuttugu milur frá
Boulogne. Skömmu eftir klukk-
an 12 hófu strandvirkin í Dover
skothríð og jafnframt hélt flota-
deild fimm tundurskeytabáta út
til árásar. Frá Manston í Kent
lögðu sex „Swordfishes“ með
sprengjum af stað undir stjórn
oberslautinant Esmond (sem
hafði stjórnað fyrstu árásinni á
,,Bismarck“), án þess að bíða eft-
ir sterkari fylgdarsveit en tíu
„Spitfire“-véla. „Swordfish“-vél-
arnar, sem urðu fyrir æðislegum
árásum óvinaflugvélanna, slepptu
sprengjum sínum yfir óvinaskip-
in, en það var dýru verði keypt,
því að engin vélanna kom aftur
og einum fimm mönnum varð
bjargað. Ofberstlautinant Es-
monde, sem ekki kom heldur
aftur, var sæmdur Viktoríúkross-
inum að honum látnum.
í hinum mörgu heiftarlegu orr-
a
r
L
ú
ó
TAKE YOUR TI/VE GOING
POWN, BILU...AND VOU’LL
BE OKAY /
ALL RIGMT,
MARK, BUT YOU
BE CAREFUL
... 1F THERE®
ANYBODY ALIVE
IN THAT CRASH,
YOU'RE THEIR
ONLY HOPE/ [
AS MARK FIGHTS
HIS WAY UP
CLINGING DOME,
THE SLOPES GIVE
WAY TO
SHEER CLIFFS
■ Hll
1) „Gefðu þér bara góðan tíma
til að komast niður, Tómas. Þá
fer þetta allt vel!“ „Já, já, Mark- er á lífi í flugvélaflakinu, þá
ús, en farðu varlega. Ef einhver ert þú hans eina von“.
2) Markús klifrar upp Bratta-
hnjúk. Brekkurnar verða að
klettabelti, þegar ofar cjregur.
ustum, sem ekki er yfirlit yfir,
og háðar voru við hinar þýzku
orrustuflugvélar, sem voru fleiri,
biðum vér meira tjón en þetta. ..
Árla dags hinn þrettánda kom-
ust öll þýzku skipin heim.
Þessar fregnir vöktu undrun
alls almennings á Bretlandi. —
Hann gat ekki skilið þennan at-
burð, og tók hann, eins og ekki
var að furða, sem sönnun þess,
að Þjóðverjar drottnuðu yfir
Ermarsundi. Reiði þjóðarinnar
var því mikil".
★
Síðari hluta dagslns 18. febr,
1942 beið „Læðan“ komu Bleic-
her í mikilli hugaræsingu í hinni
sameiginlegu íbúð þeirra í Rue
de la Faisanderie, og þegar hann
loks kom heim, þá veik hún ekki
beint að málefninu, heldur fór í
kringum það. Hún fór fyrst að
tala um annað efni, sem hafði
valdið henni gremju.
Áður en hún var tekin hönd-
um, hafði „Læðan“ gefið út fjöl-
ritað andspyrnublað undir nafn-
inu „Læðan tilkynnir“, og var
það búið út í kjallara nokkrum.
Eftir handtöku hennar hélt
Bleicher þessari útgáfu áfram,
fyrst og fremst til þess, að eng-
inn úr andspyrnuhreyfingunni
tæki eftir því, að breyting hefði
orðið á högum „Læðunnar", og
í öðru lagi átti hann þá hægast
með að veita andspyrnumönnum
þá, vitneskju, sem þjónaði hans
markmiði.
„Segðu mér, Jean, hvers vegna,
sýndir þú mér síðasta eintakið af
blaðinu mínu, áður en þú sendir
það út? Það er þó ég, sem stofn-
aði það, og veit bezt, hvernig við
komumst hjá því að einhver af
mínu fólki fari að gruna margt“.
„Þú mátt ekki taka mér það
illa, barnið mitt, en síðan þú
varst hjá Henri Collin og þvaðr-
ajtltvarpiö
Sunnudagur 12. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 11.00 Messa í Dómkirkjunni
(Prestur: Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Organleikari: Jón G.
Þórarinsson). — 15.00 Miðdegis-
tónleikar (pl.). — 16.30 Kaffitím-
inn. — 16.30 Færeysk guðsþjón-
usta (Hljóðrituð í Þórshöfn). —
17.00 „Sunnudagslögin“. — 18.30
Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur). — 19.30 Tónleikar. —-
20.20 RacJdir skálda: Smásögur
og sögukafli eftir Kristján Bend-
er. Flytjendur: Stefán Júlíusson,
Valdimar Lárusson og höfundur-
inn. — 21.00 Tónlist eftir Manuel
de Falla (pl.) — 21,30 Úr ýms-
um áttum (Sveinn Skorri Hösk-
uldsson). — 22.05 Danslög (pl.)
— 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 13. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
—- 19.25 Tónleikar. — 20.30 Ein-
söngur: Kim Borg syngur lög
eftir Sibelius (pl.). — 20.50 Um
daginn og veginn (Andrés Krist-
jánsson blaðamaður). — 21.10
Tónleikar (pl.) — 21,30 Útvarps-
sagan: „Farandsalinn" eftir Ivar
Lo-Johansson; XI. (Hannes Sig-
fússon rithöfundur). — 22.10 Bún
aðarþáttur: Um ræktunarfram-
kvæmdir bænda 1958 Hannes
Pálsson frá Undirfelli). ■— 22.25
Kammertónleikar (pl.) — 23.00
Dagskrárlok.
Þriðjudagur 14. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 19.25 Tónleikar. — °0.30 Er-
indi: Merkileg jarðlög í Mýrdal
(Jóhannes Áskelsson mennta-
skólakennari). — 21.05 Tónleik-
ar (pl.). — 21.30 íþróttir (Sig-
urður Sigurðsson). — 21.45 Tón-
leikar: Lúðrasveit reykvískra
drengja og unglinga leikur.
Stjórnandi: Paul Pampichler. —
22.10 Lög unga fólksins (Haukur
Hauksson). — 23.05 Dagskrárlok.