Morgunblaðið - 19.07.1959, Side 8
8
MORCTTNnL AÐ1Ð
Sunnudagur 19. júlí 1959
Tveir skrauthausar í Versölum.
M
oluóveinn, óem
grei
Á snærum Guðmundar aru 37
menn: matsveinar, uppþvotta-
menn, þjónar og barmenn. Öll
skipshöfnin telur 68 menn — og
Gullfoss rúmar 218 farþega. — í
sumar hefur allt verið fullt, segir
hann — o@ mikið að gera.
☆
Skipshöfn og farþegar borða f
hverri ferð hálft annað tonn af
kjöti auk alls annars, en ekki
vildi Guðmundur segja okkur
hve oft yrði að endurnýja vín-
og bjórbirgðir skipsins. Þó lét
hann uppi, að danskur bjór þætti
góður — og vínföng engu lakari,
þegar selt væri tollfrjálst í hafi.
Hins vegar hafði hann mikinn
áhuga á því, að við segðum frá
verzluninni um borð — þar, sem
allt milli himins og jarðar væri
selt við hóflegu verði. Við höfð-
um minni áhuga á því -— og þeg-
ar hann var farinn að tala um
ljósmyndavélar og ilmvötn kvödd
um við.
— Við erum 6 eða 7 sótararnir
í Reykjavík, þar af tveir í Vest-
urbænum — og förum fjórar um-
ferðir á ári. Þetta er næturvinna,
óþrifavinna — og maður verður
helzt að baða sig á hverjum
morgni. Kn þetta venst eins og
allt annað. Á vissan hátt væri
það ágætt, ef þessir byggingar-
meistarar gleymdu ekki allt of
oft að setja sótlúgur á reykháf-
ána í nýju húsunum. Það er mik-
ið, að þeir gleyma ekki sjálfum
reykháfunum. Annars mættu þeir
svo sem gleyma þéim fyrir mér.
Ég losnaði þá við að þrífa sótið
úr lúgulausum reykháfum. —
Vig megum ekki lengur fara upp
á þak. Þeir segjast ekki taka
neina ábyrgð á okkur, banna okk
ur það hreint og beint — svo að
nú verður að vera lúga efst og
neðst á hverjum reykháf. Og, ef
þeir gleyma ekki lúgunum, þá
setja þeir þær á svo óheppilega
staði, að nær ógerningur er að
komast að. Það hefur t. d. ekki
ósjaldan kömið fyrir, að ég hafi
þurft að reka hjón úr rúminu um
hánótt til þess að ná rúminu frá
veggnum, því að sótlúgan er auð-
vitað á bak við hjónarúmið. Það
er í nýju húsunum, maður minn,
þar sem áherzlan er lögð á þæg-
indin. Ég held nú það.
Þetta mætti okkur á landgöngubrunni i Gullfossi, en kassinn.
var tómur.
— Ef menn eru klassískir, þá
eru það auðvitað Versalir fyrst
og fremst. París er óskapleg lista-
borg, eins og þið vitið. — En ef
menn eru ekki klassískir, þá eru
það aðallega krárnar. En ég er
klassískur, mjög klassískur, eins
og sést á myndipni. — En allir
íslendingar, sem dveljast eitt
hvað að ráði í París, safna skeggi.
Það er að segja karlmenn. Einn
sagði mér, að þeir yrðu að hafa
alskegg til þess að komast inn í
klíkurnar, eins og hann orðaði
það. Þetta var lítill naggur, með
stutt skegg, sem þó var næstum
því jafnlangt honum.
— Ég sá eitt undarlegt fyrir-
brigði í París. Það var auðvitað
íslendingur. Hann bar hárolíu í
skeggið og greiddi það. Ekki á
neinn venjulegan hátt. Ég held
nú síður. Það var greitt beggja
megin undir hökuna, aftur fyrir
hnakka — og niður að aftan.
Óskapleg sjón. En hann hefur
sjálfsagt komizt í einhverja
„klíkuna“. Það var nú meiri jóla-
sveinninn, sagði Ingó.
Ingó ætti þó að tála varlega.
Hann leikur alltaf jólasveininn á
jólaböllunum, sem starfsmenn
Flugfélagsins halda fyrir börnin
sín. Og þegar blessuð börnin sjá
myndir af jólasveinum segja þau
alltaf: Ingó, Ingó!
JM
cinnci
S en íicij'f
rcigrci
«,/L, Lrir U
INGÓLFUR GUÐMUNDSSON
(Ingó), vélamaður hjá Flugfélagi
íslands er frægur spaugari. Sag-
an segir, að eitt sinn hafi hann
verið á Borginni (auðvitað með
konunni sinni), en við sama borð
hafi setið ung stúlka með mikið
ljóst hár (litað eða ólitað). Vildi
stúlkan draga athýgli nærstaddra
að fallega ljósa hárinu. og hafði
títt orð á því, að hún „réði bara
ekkert við hárið“, hún „væri
nefnilega nýbúin að þvo það“.
Þegar stúlkan sagði í þriðja sínn:
„Guð, ég ræð ekkert við hárið,
það stendur allt út í loftið" — gat
Ingó ekki lengur orða bundizt.
Hann stökk á fætur og hrópaði:
„Guð, ég ræð ekkert við fæturna
á mér, þeir hlaupa bara eitthvað
út í loftið. Ég er nefnilega nýbú-
inn að fara í fótabað“.
Við seljum þessa sögu ekki
dýrari en við keyptum hana.
Ingó getur vel hafa verið að
skrökva því, að hann hafi verið
nýbúinn að fara í fótabað. En
hvernig sem því er varið, þá
komumst við fyrir hreina tilvilj-
un'yfir meðfylgjandi mynd, sem
tekin var af Ingó í Versölum ekki
alls fyrir löngu. Snorri Snorra-
son, flugstjóri, tók myndina. Sól-
faxi var í Parísar-ferð — og
áhöfnin brá sér til Versala, því að
enginn vill missa af þeim sögu-
fræga stað.
Snorri er alltaf með mynda-
vélina — og hann leitaði lengi
að einhverju, sem hægt væri að
stilla Ingó upp við til myndatöku.
Ingó skýrir myndina þannig:
Þetta er einhver skrauthaus í Ver
sölum, hrútshaus. Lítið á nefin,
alveg eins. Ég fer að halda, að
minn haus sé líka skrauthaus.
Annars er það minn haus, þessi
til vinstri.
— Og hvað vilja menn helzt
sjá í París? spyrjum við.
Brytastarfið er nijög valdamik-
ið, eins og gefur að skilja, því að
Guðmundur getur skellt eldhús-
hurðinni í lás, ef illa liggur á hon
um — og sagt: Nú verða allir að
svelta í dag.
En það liggur alltaf vel á Guð-
mundi og á Gullfossi hefur eng-
inn þurft að svelta. Þar er alltaf
á boðstólnum mikill og góður
matur, matsveinarnir standa
streittir við frá klukkan 6 á
morgnana fram á rauða nótt.
☆
Við heimsóttum Guðmund, þeg
ar Gullfoss lá síðast í höfn. — Á
borðinu lágu matseðlar fyrir
næstu viku. Og það voru heldur
en ekki kræsingarnar: Svín, kálf-
ar og kjúklingar — allt annað en
saltfiskur og hafragrautur.
óólíú
gcir óoliugun
huk
i/iS lijonu
• A
rumi
REYKJAVlK er sennilega sér-
stæð höfuðborg miðað við flestar
aðrar höfuðborgir. Sennilega hef-
ur t. d. engin þeirra jafnfáa sót-
ara og Reykjavík, en sótarar eru
þó enn til þrátt fyrir Hitaveituna.
Valdimar Þórðarson er elzti
sótarinn í Reykjavík. Hann byrj-
aði um tvítugt að sóta í Vestur-
bænum og sótar enn 61 árs að
aldri — í Vesturbænum.
— Þegar ég sótti um sótara-
starfið varð ég að.leggja fram
meðmæli, þá var hálfgert at-
vinnuleysi í Reykjavík. Og mað-
urinn, sem gaf mér meðmælin,
bar það, að ég væri engin „pen
pía“, ég væri ekkert hræddur við
að gera mig óhreinan, ég hefði
verið til sjós og hefði lyktað af
slori, sagði Valdimar, þegar við
hittum hann á dögunum.
Hann byrjaði að róa 16 ára frá
Þorlákshöfn, en kom til Reykja-
víkur tvítugur og gerðist sótari
um stundarsakir. Svo var atvinn-
an búin, hann fékk skipsrúm og
átti að leggja úr höfn á aðfanga-
dagskvöld 1919. En á síðustu
stundu fékk hann boð um að
hann gæti fengið starfið áfram -
og Valdimar var heima það að-
fangadagskvöld og fór aldrei á
sjóinn meir.
Guðmundur sker ekki matinn
við nögl sér.
ÞIÐ hafið sennilegá ekki heyrt
getið um manninn, sem réðist á
Gullfoss aðeins af því að kokteill-
inn kostaði ekki nema 10 krónur
um borð. En Guðmundur Þórðar-
son, bryti, réðist ekki til Eim-
skipafélagsins vegna þess. Hann
langaði á sjóinn og þegar honum
bauðst aðstoðarmatsveinsstaða á
gamla Dettifossi árið 1933 tók
hann því. Síðan hefur Guðmund-
ur verið hjá Eimskip — og bryti
á Gullfossi frá því að skipið hóf
siglingar.