Morgunblaðið - 19.07.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 19.07.1959, Síða 10
10 MORCUHBLAÐIÐ Sunnudagu^ 19. júlí 1959 samþykkt A BÆJARSTJÓRNARFUNDI sl. fimmtudag voru til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnarinnar kaup Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Fiskiðjuveri ríkisins. Hafði bæj arráð fyrir sitt leyti samþykkt þessi kaup á fundi hinn 14. júlí, með 4 atkvæðum gegn 1. Miklar umræður urðu um málið í bæjar- Stjórn. Hófust umræður um málið laust fyrir kl. 8 á fimmtudags- kvöldið og var ekki lokið fyrr en klukkan hálf eitt. Gunnar Thoroddsen, borgar stjóri, hóf umræðurnar. Kvaðst hann ætla það samróma álit flestra, er til þekktu, að það væri æskilegt fyrir togaraútgerð að hafa aðgang að eigin frystihúsi. Bæjarútgerð Reykjavíkur ætti nú 8 togara og væri henni því nauðsyn að eignast sitt eigið hrað frystihús. Tvær leiðir hefðu kom- ið til greina til að bæta úr þess- um skorti. Önnur hefði verið sú, að Bæjarútgerðin byggði eigið hraðfrystihús, en hin leiðin, sem til greina hefði komið, hefði ver- ið sú, að Bæjarútgerðin keypti Fiskiðjuver ríkisins. Hefðu báðar þessar leiðir verið athugaðar gaumgæfilega. Borgarstjóri kvað bæjarstjórn hafa sótt um kaup á Fiskiðjuveri ríkisins fyrir alllöngu, en ríkis- stjórnir þær, er setið hefðu á undanförnum árum, hefðu ekki samþykkt sölu Fiskiðjuversins. Samkvæmt lögum yrði meirihluti ráðherra að samþykkja sölu á Fiskiðjuverinu til þess að hún gæti átt sér stað. Þegar sótt hefði verið um þessi kaup í stjórnartíð Ólafs Thors, árið 1953—6, hefðu ráðherrar Framsóknarflokksins verið þeim mótfallnir og málið því ekki fengizt í gegn. Þegar synjað hafði verið um kaup á Fiskiðjuverinu hefðu ver- ið hafnar athuganir á byggingu frystihúss fyrir Bæjarútgerðina, og hefði verið samþykkt í bæjar- stjórninni að hefja framkvæmdir við nýtt frystihús þegar er fjár- festingarleyfi og lánsfé fengist. í janúarlok 1957 hefði verið send umsókn til Innflutningsskrifstof- unnar og rætt við hana til frek- ari áréttingar. Þetta leyfi hefði ekki fengizt og ekki heldur þó umsóknin og tilmælin hefðu ver- ið ítrekuð. Vinstri stjórnin hefði ekki fengizt til að veita nauðsyn- leg leyfi. Þá skýrði borgarstjóri frá því, að skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn settist að völdum, hefði verið teknar upp viðræður við hana um kaup á Fiskiðjuver- inu. Hefði ríkisstjórnin gefið kost á að selja það fyrir 29 millj. og 350 þús. kr., en það væri sú upphæð er tveir dómkvaddir matsmenn höfðu talið rétt verð á Fiskiðjuverinu. Greiðsluskil- málar væru þannig, að 19 millj. yrðu greiddar með 7% skulda- bréfum til 19 ára, út væru greidd ar milljón, en það sem eftir væri væri greitt þannig, að kaup- andi tæki að sér áhvílandi skuld- ir. Kunnugir menn teldu mats- verð sanngjarnt. 7. febrúar 1957 hefði verið gerð í bæjarstjórninni ályktun um byggingu nýs frystihúss, en er þessi samþykkt yrði gerð, félli hin fyrri að sjálfsögðu niður. Ef ákveðið verður að kaupa Fiskiðjuverið, hélt borgarstjóri áfram, er gert ráð fyrir að innan skamms muni afköst þess verða aukin um 70 lestir á sólarhring. Heildarafköst starfandi frysti- húsa í bænum yrðu eftir þessa aukningu rúm 15 þús. lestir á mánuði, ef gert er ráð fyrir að unnið yrði frá kl. 8 að morgni til 7 að kvöldi, 24 daga í mánuði. Hámarksafli togara og báta, sem gerðir eru út frá Reykjavík færi vart yfir 10 þúsund lestir á mán- uði. Yrði því afkastageta frysti- húsanna allmiklu meiri en á þyrfti að halda, og því ekki talin þörf á fleiri frystihúsum í bráð. Borgarstjóri kvað þá skoðun hafa komið fram í umræðunum um þetta mál, að heppilegra væri að byggja nýtt frystihús en kaupa Fiskiðjuverið, sem nú væri orðið 13 ára. Annmarkarnir við bygg- ingu nýs frystihúss væri hins veg ar þeir, að það myndi kosta miklu meira en Fiskiðjuver ríkisir.s, ekki undir 40 milljónum. Hefði ekki verið bent á neina leið til að afla þess fjár. Greiðsluskilmálar á Fiskiðjuverinu væru hins vegar mjög góðir og kaup þess í hví- vetna hagkvæm fyrir bæjar- stjórn. 1 lok máls síns flutti borgar- stjóri svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn heimilar borgar- stjóra að undirrita fyrir hönd bæjarsjóðs vegna Bæjarútgerðar Reykjavíkur samninga um kaup á Fiskiðjuveri ríkisins samkvæmt tilboði í bréfi sjávarútvegsmála- ráðuneytisins dags. 26. júní sl. Ályktun þessi kemur í stað ályktunar bæjarstjórnar frá 7. febr. 1957 um byggingu frysti- húss fyrir Bæjarútgerðina". Guðmundur Vigfússon talaði næstur. Varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort ríkið ætti að selja Fiskiðjuver sitt og kvað það varhugaverða og um- deilanlega ráðstöfun og ekki á valdi núverandi ríkisstjórnar að framkvæma hana. Þá kvað hann Bæjarútgerðinni miklu hagkvæm ara að eignast nýtt frystihús af fullkomnustu gerð heldur en kaupa 13 ára gamalt frystihús, sem að hálfu íeyti væri niður- suðuverksmiðja. Guðmundur J. Guðmundsson talaði næstur. Vék hann að því að vinstri stjórnin hefði ekki vilj að veita fjárfestingarleyfi til byggingu frystihúss fyrir Bæjar- útgerðina og sagði að sannleikur- inn í þessu máli væri sá, að beiðn in hefði ekki legið fyrir nema tæpt ár! Þá kvað hann að Fisk- iðjuverið væri að hálfu leyti byggt sem niðursuðuverksmiðja og mundi breytingar á því kosta mjög mikið. Ráðlagði Guðmund- ur bæjarfulltrúum að lokum að hugsa sig vel um áður en þ^ 'r tækju ákvörðun í málinu. Björgvin Frederiksen tók næst ur til máls. Kvað hann sig hafa furðað á málflutningi Guðmund- ar Vigfússonar og Guðmundar J. Guðmundssonar, en þar hefði eitt rekið sig á annars horn. Báðir væru þeir á móti því að selja Fiskiðjuverið og teldu sig hafa verið fyrirsvarsmenn fyrir bygg- ingu nýs frystihúss á vegum Bæj- arútgerðarinnar. Björgvin Fred- eriksen kvað Fiskiðjuver ríkis- ins staðsett á dýrmætustu og beztu lóð við Reykjavíkurhöfn og væri það glöggt dæmi um ríkis- rekstur að þetta fyrirtæki skyldi hafa staðið í stað árum saman meðan önnur fyrirtæki, sem ekki voru jafn vel staðsett, en væru rekin af einstaklingum, hefðu skilað dágóðum arði. Húsinu væri hins vegar engan veginn lokið og mætti til dæmis auka frystigeymslur, sem nú tækju 1500 lestir, það mikið að þær tækju 2500 lestir. Þá væri einnig talið mjög auðvelt að koma upp viðbyggingu við húsið. Sú fullyrðing Guðmundar J. Guðmundssonar að húsið væri byggt að nokkru leyti til niður- suðu væri algerlega út í bláinn. Mætti segja að eini gallinn á hús- inu væri sá, að troðið hefði verið inn í það niðursuðu. Björgvin Frederiksen sagði að lokum, að þeir bæjarfulltrúar, sem stæðu á móti þessu máli nú væru að reyna að torvelda það, þegar það væri að komast í höfn. Með því vildu þeir stuðla að því að Bæjarútgerðin fengi ekki eig- ið frystihús næstu 4—5 árin. — Bæjarútgerðin ætti að geta aflað þess hráefnis að Fiskiðjuver ríkis ins hefði fleiri vinnsludaga en nokkurt annað frystihús. Bæjar- fulltrúar kommúnista vildu hins vegar láta Bæjarútgerðina biða í 4—5 ár enn, enda þótt borgar- stjóri hefði á þessum fundi sýnt fram á það með tölum, að óþarfi væri að ráðast í frystihúsabygg- ingar á næstunni. Einar Thoroddsen kvaðst vilja mótmæla aðdróttunum Guðmund ar J. Guðmundssonar í garð framkvæmdastjórnar Bæjarút- gerðarinnar, þegar hann hafði sagt að togarar útgerðarinnar hefðu verið sendir til að veiða í salt, meðan aðrir togarar hafi ausið upp fiski á sama tíma til frystingar. Taldi Einar að enginn heíði getað vitað fyrirfram um uppgripa karfaafla, sem orðið hefði á Nýfundnalandsmiðum og enginn hafi vitað, hvaða fram- hald yrði á því. Ræðumaður kvaðst furða sig á þeirri yfirlýsingu kommúnista að rekstur bæjarútgerðarinnar væri á engan hátt sambærilegur við rekstur einsstaklingsútgerðar og hefðu fundið honum allt til foráttu. Þetta væri óvenjulegt. að heyra úr þessum herbúðum. Hingað til hefðu kommúnistar ekki lastað opinberan rekstur. Annars sagði Einar að allir sem til þekktu teldu, aS Bæjarútgerð inni væri vel stjórnað. Þá benti Einar Thoroddsen á ósamræmið sem hefði verið í mál flutningi kommúnista. í öðru orð inu segðu þeir að furðu gegndi, að ríkisstjórnin skyldi láta Fisk- Fiskiðjuverið iðjuverið af hendi, sem fæli í sér mikil verðmæti og væri mikils virði fyrir þjóðarbúskapinn í heild. í hinu orðinu, þegar þeir töluðu um þá hlið sem sneri að bæjarútgerðinni væri húsið gamalt, lélegt, úrelt og illa stað- sett og vélarnar sömuleiðis úr- eltar og úr sér gengnar. Að lokum svaraði Einar full- yrðingum Guðmundar J. Guð- mundssonar um að stórfelldur árangur og hagnaður hefði orðið af síldarniðursuðu fyrirtækisins á s.l. ári. Upplýsti Einar það í ræð unni og í smá athugasemd. sem hann gerði síðar, að á s.l. ári hefðu verið greidd vinnulaun vegna niðursuðunnar 284 þús. kr. Verðmæti útflutnings hefði verið 603 þúsund. Hagnaðftr af þessu ævintýri, sem bæjarfulltrúi kommúnista gumaði svo mjög af var um 50 þús. kr. Geir Hallgrímsson tók til máls, og kvaðst vilja gera grein fyrir atkvæði sínu, varðandi kaup Bæj arútgerðar Reykjavíkur á Fisk- iðjuveri ríkisins. Hann hefði greitt atkvæði á móti því í bæjarstjórn fyrir rúm um 2 árunvað ráðist yrði í bygg- <$>ingu nýs frystihúss, en nú mynai hann greiða atkvæði með kaup- um á Fiskiðjuveri ríkisins. í fyrsta lagi kvaðst Geir hafa álitið, og telja enn, að Reykja- víkurbær ætti ekki að byggja nýtt frystihús meðan afkasta- geta þeirra frystihúsa, sem til staðar eru í bænum, sé langt frá því fyllilega nýtt. Þannig hefði það verið svo árið 1956, að að- eins rúmlega þriðjungur af af- kastagetu frystihúsanna hefði nýtzt og nú þyrfti að berast á land 50% meira fiskmagn til fryst ingar, en hugsanlegt væri í beztu aflabrögðum með núverandi fiskiskipakosti, ef um fullkomna nýtingu ætti að vera að ræða. Væri af þessum sökum regin- munur á því að byggja nýtt frysti hús eða kaupa eitt þeirra frysti- húsa, sem fyrir væru í bænum. Fjárfesting í byggingu nýs frysti- húss yki á engan hátt heildar- verðmæti þjóðarframleiðslunnar, eins og nú stæðu sakir, og bætti því ekki kjör almennings i bæn- um, heldur þvert á móti mundu fjármunir í nýju frystihúsi í raun og veru standa óarðbærir um óákveðinn tíma, og valda með því lífskjararýrnun. Væri það sam- mála álit fróðra manna, að megin orsök verðbólgunnar í íanoinu væri of mikil fjárfesting, er ekki skapaði aukin verðmæti þjóðar- framleiðslunnar, og ætti bæjar- stjórn Reykjavíkur sízt að stuðia að slíkri verðbólgumyndun. í öðru lagi lagði Geir áherzlu á, að í Bæjarútgerð Reykjavíkur sé ekki fest meira af peningum bæjarbúa, er af þeim hefur verið tekið í útsörum. Varðandi kaup á Fiskiðjuveri ríkisins, lægi það fyrir, að kaup- verðið væri ákveðið skv. mati tveggja dómkvaddra manna, og hefði mat þeirra ekki verið með rökurri gagnrýnt. Greiðsluskilmál ar væru einnig svo hagkvæmir, að rekstur Fiskiðjuversins ætti í sæmilegu árferði að geta staðið undir afborgunum og vöxtum af kaupverðinu. Væri það þannig alger forsenda fyrir kaupum á Fiskiðjuveri ríkisins, að ekki kæmi til greina til þessara kaupa greiðsla beint úr bæjarsjóði, er hefði í för með sér aukin útsvör bæjarbúa. Stafaði það af því, að kostur væri á, að yfirtaka ými3 lán og skuldbindingar, er ríkis- i sjóður stæði undir gagnvart bönk | unum. Þessu mundi tæpast vera ; til að dreifa ef byggt yrði nýtt frystihús og til þess þyrfti algjör- lega að afla nýs lánsfjármagns. í þriðja lagi kvaðst Geir vilja leggja áherzlu á, að opinber rekst ur verði ekki aukinn frá því sem hann nú er, en hins vegar leitast við að skapa grundvöll fyrir því, að atvinnurekstur sé í höndum einstaklinga og frjálsra samtaka þeirra. Minnti Geir á í þessu sam- bandi að bæjarfulltrúar kommún ista, hefðu einmitt bent á fram- tak Tryggva Ófeigssonar og Ingv- ars Vilhjálmssonar, sem fyrir- mynd Bæjarútgerðar Reykjavík- ur. Þó allir væru sammála um, að Bæjarútgerð Reykjavíkur væri mjög vel stjórnað, eins og raun- ar bæjarfulltrúi, Guðmundur Vig fússon, hafði sérstaklega tekið fram, þá væri það þó staðreynd, að í rekstri hennar væri bundið 30—35 milljónir úr sameiginleg- um sjóði bæjarbúa, en áður greindir einstaklingar hefðu enga slíka sjóði að bakhjarli, en greiddu aftur á móti stórar fjár- hæðir í skatta og skyldur til hins opinbera. Eðli málsins sam- kvæmt, væri þannig atvinnurekst ur hagkvæmari fyrir þjóðarheild Ráögert aÖ auka afköst um 70 tn á sól Ekki þörf á fleiri frysti- húsum í bœnum í bráð Frá umræöum á bæjarstjórnarfundi, er kaup á Fiskiójuveri ríkisins voru FiskiÖjuversins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.