Morgunblaðið - 19.07.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.07.1959, Qupperneq 11
Sunnudagur 19. júlí 1959 MOTtnTJNTiLAÐIÐ ina í höndum einkaframtaksins er hins opmbera. Með kaupum á Fiskiðjuveri ríkisins, væri ekki verið að auka opinberan rekstur, heldur að gera ríkisfyrirtæki að bæjarfyrir tæki, og bæjarfyrirtæki undir meirihlutastjórn Sjálfstæðis- manna hefði meiri möguleika til hagkvæmari rekstrarafkomu heldur en ríkisfyrirtæki undir vinstri stjórn eða samsteypu- stjórn með þátttöku einhverra vinstri fiokka. Þá benti Geir Hallgrímsson að lokum á það, að afkoma Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og Fisk- iðjuvers ríkisins hingað til um 12 ára skeið benti til þess, að ekki væri nægilega vel búið að sjávar- útveg íslendinga, sem þó væri grundvöllur þess, að lífvænlegt væri í landinu. Treysta þyrfti rekstursgrundvöll sjávarútvegs- ins ,og breyta þyrfti félaga og skattalöggjöf þannig að eftirsókn arvert væri fyrir allan almenning að gerast beinir þátttakendur í at vinnurekstrinum. Að því búriu væri athugandi að gera Bæjarút gerð Reykjavíkur að almennings hlutaíélagi, þar sem öllum bæjar- búum væri gefinn kostur á, að kaupa hlutabréf að ákveðnu há- marki og með því móti losa það fjármagn, sem bundið væri af út- svörum bæjarbúa nú í Bæjarút- gerðinni og þörf væri fyrir tii annara framkvæmda bæjarfélags ins. — Jafnframt væri á þennan hátt fengið aukið fjármagn til endurnýjunar togaraflotans, sem brýn þörf yrði að sinna fyrr en seinna. Guðmundur Vigfússon bæjar- fulltrúi kommúnista talaði næst- ur. Hann sagði að bæjarstjórnar- meirihlutinn gæti ekki skýlt sér bak vð það, að nægur frystihúsa- kostur væri nú í bænum, því að hann hefði á undanförnum árum vanrækt að koma sér upp frysti- húsi, þótt þá hefði verið sannar- legur skortur á frystihúsum. Þetta hafi svo leitt til þess að einstaklingar hefðu farið á und- an í þessu efni. Rakti hann fyrri tillögur kommúnista um bygg- ingu frystihúss bæjarútgerðar- innar. Þá sagði Guðmundur, að það væri ekki nýlunda að bærinn keypti gamlar eignir, sem síðan þyrfti að gera upp fyrir of fjár, nefndi hann m.a. Laufásborg og skrifstofubyggingu bæjarins í Skúlatúni. Taldi hann að Reykja víkurbær yrði fyrir stórfelldu tjóni af kaupum á gömlum eign- um og Fiskiðjuverið væri ein þeirra. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri svaraði Guðmundi varð- andi húsakaupin. Taldi að þegar kommúnistar væru að tala, væri stundum eins og þeir væru stadd ír a annarn piánetu. Þaö væn eins og þeir gerðu ráð fyrir bv>' að allar byggingaframkvæmdir væru frjálsar, að lán lægju laus fyrir og að nýjum stórbygging- um yrði komið upp á nokkrum vikum. En þannig væri þetta því mið- ur ekki hér á landi. Oft væri ó- mögulegt að fá fjárfestingarleyfi, lánsfé ekki fyrir hendi og bygg- ingin tæki mörg ár. Til þess að leysa brýnar þarf- ir væri því oft heppilegt að kaupa eða taka á leigu húsakynni, sem þegar væru til. Stundum er auð- veldara, hagkvæmara og ódýr- ara að leysa brýna þörf með því að kaupa hús sem til eru fyrir. Borgarstjóri sagði líka að gagn rýni kommúnistans á húsakaup- um kæmi spænskt fyrir sjónir, þegar það væri athugað, að kommúnistar hefði ekki alls fyrir löngu keypt fyrir flokksstarfsemi sína hálfrar aldar gamalt timbur hús. Nú er það að vísu ekki svo, að hús þau, sem Reykjavíkurbær hefur keypt til ýmiskonar rekstr ar síns hafi verið timburhús, hvað þá hálfrar aldar gömul. Laufásborg er vandað frambúðar hús og skrifstofubyggingin að Skúlatúni var í smíðum. Ef til vill hefur Guðmundur Vigfússon ekki ráðið kaupum flokksins á þessu gamla húsi, en hann ætti samt að tala við yfirboðara sína og spyrja þá. hvers vegna þeir geri hann þannig ómerkan orða sinna. Þá sagði borgarstjóri, að full- trúi kommúnista hefði farið að telja upp gamlar tillögur í bæjar- stjórn til að sýna hve framsýnir og framkvæmdasamir kommún- ista hefðu verið. Þeir mættu þó vara sig á þessu, því að þá gæti verið að fulltrúi Framsóknar Þórð ur Björnsson færi að fletta upp í sínu bæjarbókhaldi og sannaði að hann hefði flutt einhverja til lögu jafnvel fyrr en kommúnist- ar. Því að þó kommúnistar í Rúss landi þykist allt hafa fundið upp fyrstir, þá slær Þóiður Björnsson þá út hér, þegar hann fer að fletta upp í bæjarbókhaldi sínu. Gunnar Thoroddsen kvað það athyglisvert, að kommúnistar segðu, að engin ríkisstjórn hefði sýnt Fiskiðjuverinu ræktarsemi né sóma. Það gildir þá ekki að- eins um sjávarútvegsmálaráð herra Sjálfstæðisflokksins, held ur líka sjálfan Lúðvik Jósefsson. Einnig vék borgarstjórinn að þeirri staðhæfingu kommúista, að rikisstjórnin hefði ekki næga laga heimild til sölunna. Skýrði hann frá því, að Olafur Lárusson pró- fessor hefði verið spurður álits um þetta og teldi hann að laga heimild væri fyrir hendi. Borgarstjóri sagði, að Lands- bankinn væri þess fýsandi, að Bæjarútgerðin tæki við rekstri Fiskiðjuversins. Ef því væri hafnað, væri ekki líklegt að sá sami legði fram lán til smíði nýs frystihúss, sem áætlað væri að næmi mörgum tugum milljóna kr. Reikna mætti með að smíði hússins tæki nokkur ár. Þá bætti borgarstjóri því við að auðvelt væri að stækka frystihúsið svo að það gæti tekið við heilum togarafarmi, 300 lestum, í einu og unnið hann á 2 sólarhringum. Verðið taldi borgarstjóri hóf- legt og eðlilegt og greiðsluskil- málar hagkvæmir, þar sem út- borgun væri aðeins ÍV2 millj. kr. en afgangurinn ’ til langs tíma. Taldi borgarstjóri einsýnt að bærinn hefði hag af kaupum Fiskiðjuversins. — Eignaskiptin yrðu einnig hagkvæm þjóðhags lega því að líkur væru til að frystihúsið yrði betur starfrækt eftir en áður. Kvaðst borgarstjóri ekki skilja þá röksemd kommún- ista, að það væri skaðlegt fyrir þjóðina, að bærinn eignaðizt frystihúsið. Þá talaði Guðmundur J. Guð mundsson. Hann réðist harkalega á Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- mann, sem á sæti í útgerðarráði Bæjarútgerðarinnar og sagði að Fiskiðjuverið væri gömul bygg- ing óheppileg og illa staðsett og að kostnaður yrði mikill við end urbætur og stækkun á því. Björgvin Fredriksen tók aftur til máls. Hann andmælti tali kommúnista um að ekki hefði verið hægt að anna hraðfryst- ingu aflans, sem borizt hefði á land í Reykjavík og benti á það, að Fiskiðjuverið hefði ekki feng ið nægilegt hráefni til að vinna úr nema í 1—3 ár. Spurði Björgvin, hversvegna kommúnistar vildu byggja nýtt frystihús, sem hefði orðið til þess að koma Fiskiðjuveri ríkis- ins á vonarvöl. Hann andmælti einnig ummælum kommúnista að Fiskiðjuverið væri illa staðsett og að það væri ekki heppilegt til að taka við togaraafla. Benti hann á að það væri nær höfninni en öll hin frystihúsin og hefði lif- að á togaráafla. Ingi R. Helgason fulltrúi komm únista sagði að skorti alla áætlun um kostnað við fyrirhugaðar breytingar og stækkun Fiskiðju- versins. Vildi hann láta fresta málinu og fresturinn notaður til að gera kostnaðaráætlun og til þess að ríkisstjórnin aflaði sér skýlausrar lagaheimildar til söl unnar, en Ingi taldi álit próf. Ólanfs Lárussonar ekki ugglausa sönnun. Geir Hallgrímsson svaraði Inga og benti á það ósamræmi hjá honum, að hann heimtaði fyrir- fram nákvæma kostnaðaráætlun um breytingar og stækkun Fisk- Friðrik Ólafsson — SKÁKEINVIGI ngi R. Jéhannsson Fyrsta skákin með skýringum Inga R. Jóhannssonar Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Friðrik Ólafsson Nimzo-indversk vörn I. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, 0-0; 5. Rge2, d5; 6. a3, Be7; 7. cxd5, exd5; 8. Rf4, c6 g3 er mun betra áframhald fyrir hvítt. 9. Bd3, a5; 10. 0-v, Ra6; 11. b3, Rc7; Ef Hbl, þá leikur svartur II. — Bd6 ásamt De7 og Rc7. 12. Bb2, Bd6! 13. h3, He8; Ef Rce2 þá 13. — g5 og Rf4 á engan ceit nema h3. 14. Df3, De7; 15. Ra4, Re4; 16. Hfdl Ef Rb6, þá Rd2; 17. Dh5, g6; f5; 17. Rb6, Hb8 18. Rec8, Hxc8; 19. Bc2 Hvíta staðan er nú groinilega verri og síðasti leikur miðar að því að stinga upp í Bd6 Re6; 20. Rd3, Hf8; 21. Re5, Re4-g5!; 22. De2, f4; 23. Dg4, g6; 24. h4 Svartur hótaði h5 tu þess að reka Dg4 til e2 og leika þá f3 með afgjörandi sókn.BxeS!; Ekki 24. — h5 vegna 25. Rxg6 hxg4; 26. Rxe7t, hxg4; 27. hxg5 með svipuðu tafli. 25. hxg5, fxe3! 26. fxe3 Ef 26. dxe5, þá Hxf2 með óstövandi sókn. 26. — Betra var Bc7. Bd6?; 27. e4! Bezti möguleÍK inn. Hf4; 28. Dh3!, dxe4? 29. b4, Aftur eina leiðin til mótspils. Hcf8; 30. Bb3, Hf8-f5; 31. d5! Til þess að opna Bb2 línu en hann hefur ek’.i tekið þátt í leiknum. cxd5; 32. Hxd5, Hf3?! Báðir voru í miklu tímahraki og Frið- rik reynir að grugga vatnið með hróksfórn. Betra var 32 — Hxd5; 33. Bxd5, Hf5; 34. Db3 með mögu- leikum fyrir báða, þótt segja megi að hvítur standi betur. 33. gxf3, Dxg5f; 33. — Hxd5 dug- ar ekki vegna 34. Bxd5, Dxg5; 35. Khl, Dxd5; 36. fxe4; 34. Khl IIxd5; 35. Dxe6f, Kf8; 36. Dcí+, Ke7; 37. Dxb7f, Kd8; 38. Da«+, Ke7; 39. Db7f, Kd8; 40. Dxd5, Dh4f 41. Kgl, Dg3t; 42. Kll iðjuversins, en kommúnistar hefðu á undanförnum árum ver ið hvað eftir annað með tillögur um byggingu frystihúss án þess að gera nokkra áætlun um kostn að af byggingu þess. í sambandi við mótstöðu komm únista gegn þessum kaupum benti Geir á það að Fiskiðjuver ið væri í lagi til rekstrar og ætti að geta sjálft staðið undir sér. Geir taldi einnig mjög ómak- legar árásir á Ingvar Vilhjálms- son útgerðarmann. Hann ætti mikið frekar hrós og þakkir bæj arstjórnarinnar fyrir framtak sitt. Geir taldi að kaupin á Fiskiðju verinu væru sérstaklega hag- kvæm fyrir bæinn, því að lána- stofnanir vildu gjarna yfirfæra lán á þeim yfir til aðilja, sem þær treystu betur að annast rekst urinn. Hann benti á, að ef byggja ætti nýtt frystihús yrði bærinn hinsvegar að leggja fram íé til smiðanna. Með tillögum sínum stefndu kommúnistar að hækkun útsvara. Bygging nýs frystihúss yrði ónauðsynleg fjárfeSting, þar sem frystihúsakostur væri nógur í bænum og því óþarfa baggi á landsmönnum. Það yki ekki þjóð arframleiðsluna. Þarna væri kommúnistum rétt lýst. Þeir reyndu að blekkja fólk og telja því trú um að óþarfa eyðsla væri til hagsbóta. Að lokum talaði Magnús Ást- marsson fulltrúi Alþýðuflokks- ins. Hann andmælti staðhæfing- um kommúnista um að ríkis- stjórnin hefði ekki nægilega laga hemild til að selja Bæjarútgerð inni fiskiðjuverið. Kvað hann það liggja í augum uppi, að rík isstjórnin hefði silika heimild. Hún gengdi öllum störfum sem venjuleg ríkisstjórn. Annars væri það ekki bæjarstjórnar að deila um það, þingmönnum væri heim ilt að bera fram vantraust á rík isstjórnina á Alþingi, ef þeir teldu að hún hefði misfarið með vald sitt. Magnús kvaðst fylgjandi kaup um á Fiskiðjuverinu m. a. vegna þess að ekkert lægi fyrir um að fjárfestingarleyfi fengist fyrir nýju frystihúsi, ekkert lægi held ur fyrir um að hægt væri að fá lán til þess og þó svo væri mynai taka 2—5 ár að reisa það. Umræðum var lokið og fór fram atkvæðagreiðsla. Frestun- ar tillaga Inga R. Helgasonar var felld með 11 atkv. gegn 3, frávís- unartillaga Guðmundar Vigfús- sonar var felld með 12 atkv. gegn 3 og loks var tillaga borgar stjóra um að samþykkja kaup á Fiskiðjuverinu samþykkt með 12 atkv. gegn 3. Sverrir Áskeílsson Málflutningsskrifstofa Ein«« B. Guðmundsson GuSlaugur l>orláksson Guðmundur Péii rsson Aðnlslræli 6, III. hæð. Siinar 12002 — 13202 — 13602. minningarorð ÞANN 18. júni sl. barst mér að eyrum sú frétt, að Sverrir Ás- kelsson málarameistari væri lát- inn. Okkur, sem bezt þekktum til, kom þessi harmafregn ekki með öllu á óvart þegar hún dundi yf- ir, því að Sverrir hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Við vonuðum þó í lengstu lög að meðfædd líkamshreysti hans og atgjörvi stæðu af sér árásir. Sú von er nú að engu orðin, og harmur kveðinn að öllum þeim er þekktu Sverri, en mestur þó að konu hans og börnum, for- eldrum og systkinum. Sverrir var fæddur að Þverá I Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. jan, 1916 og var því á bezta aldri, aðeins 43 ára gamall, þegar dauða hans bar að höndum. — Hann var sonur þeirra hjóna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Áskels Snorrasonar tónskálds. Sverrir vakti snemma á sér at- hygli samferðamanna sinna fyrir gáfur sínar og gjörfuleik. Hann var bjartur yfirlitum, fríður og glæsilegur og um margt óvenju- legur persónuleiki. Hann átti til að bera, auk gáfna sinna, ríka listhneigð, enda til slíkra að telja í báðar ættir. Hann var skáld- mæltur vel og unni mjög bók- menntum í bundnu sem óbundnu máli. Og þá var honum mynd- listin ekki síður hugþekk; fékkít löngum við pensil og blýant í frí- stundum sínum. Myndir hans, bæði 1 vatnslit og olíu, eru ófáar, og bera fagurt vitni listgáfu hans, og enginn er kominn til að segja hve langt hann hefði náð, hefði hann lagt á þá braut. Sverrir var maður dulur I skapi, og því vissu færri en ella um hæfileika hans, enda hógvær að eðlisfari og flíkaði lítt því, sem inni fyrir bjó. Því var það, að mjög fá af ljóðum hans birtust á prenti, en svo mikið veit ég að margur, sem gefið hefur út eftir sig bækur, hefði verið fullsæmd- ur af því, sem frændi minn og vinur átti í fórum sínum. Sverrir sótti nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar tvö fyrstu árin, sem sá skóli starfaði hér í bæ, en hann var þá aðeins í tveimur deildum. Lauk hann þar burtfararprófi með beztu eink- unn, því að honum var mjög létt um nám, og stundaði það af sömu kostgæfni og alvöru og annað, sem hann tók fyrir. Hann las mikið og var vandur að vaii bóka. Hann var einn af þeim, sem hélt áfram námi eftir að skóla sleppti. — var alltaf að læra, enda þekking hans og sjálfs- menntun óvenju mikil og stað- góð. Þar var ekki komið að tóm- um kofunum, hvort sem talið barst að ljóðagerð eða skáld- sagna, tónlist eða myndlist, þjó8- félagsmálum eða vísindum. Að loknu gagnfræðaskólanámi hóf Sverrir iðnnám hjá Vigfúíi Þ. Jónssyni málarameistara hér i bæ. Hann starfaði nær einvörS- ungu að þeirri iðn upp frá þvi. Hann var mikill kunnáttumaður og fær í sinni grein og vand- virkni hans og afköstum við- brugðið af þeim, sem til þekktu. Þann 3. júlí 1948 gekk Sverrir að eiga eftirlifandi konu sína, Halldóru Ólafsdóttur frá Akur- eyri, hina mestu ágætiskonu. Stofnuðu þau heimili á Akureyii og bjuggu hér til ársins 1951, en fluttu þá til Akraness og áttu þar heima upp frá því. Þau eignuðugt tvær dæ-ur, Oddrúnu Ástu, sem er r.ú 7 ára, og Guðrúnu, sem er 4 ára. Ég kynntist frænda mínum fyr- ic rösklega 25 árum. Tókst fljótt með okkur kunningsskapur, sem átti eftir að verða að órofa vin- áttu meðan báðir lifðu. Sverrir var maður vinfastur og trygglyndur svo að af bar. Hann var maður gleðinnar í betztu merkingu, en þó mikill alvöru- maður undir niðri. Hann átti heita lund og mikla skapsmuni. en fágætt vald yfir tilfinningum sínum. Slíkum mönnum er gott að kynnast og vera samtíða. Við hjónin áttum því láni að fagna að umgangast þau, Sverri og Halldóru, meðan þau bjuggu hér í bænum. Hið yndislega heimili þeirra stóð opið öllum, sem inn vildu líta, og þeir voru margir því að gestrisni og hjartahlýja sátu þar ávallt í öndvegi. Margar eru þær stundir, sem við höfum að minnast þaðan, og mikið að þakka. En „skjótt hefur sól brugðiS sumri“. Þvi að nú er hann horf- inn, sem átti þann bjarnaryl, sem alla vermdi. Það er ekki á okkar valdi, sem eftir sitjum í bili, að þýða þær rúnir, sem ráða lífi og dauða. „Þú ert ei spurður þér hvort líki“. En þegar góðs drengs er getið, kemur mér frændi minn og vinur í hug. Ég vil, um leið og ég þakka langa vináttu og mikla tryggð, sem er öllum gjöfum dýrri, votta ástvinum Sverris Áskelssonar dýpstu hluttekningu okkar hjóna og þökk. Útför Sverris fór fram á Akra- nesi 25. júní að viðstöddu fjöl- menni. — Jón Eðvarð. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er gtum ódyr ra að augiýsa í Morguntlaðinu, en í öðrum blöðum. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.