Morgunblaðið - 19.07.1959, Side 14
14
MORCVIKBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. iúlí 1959
— Reykiavlkurbréf
Framh. af bls. 13.
raunar flestum öðrum. Hermann
hefur alltaf verið með því að
hafa her í landinu, þegar hann
hefur þurft að taka ákvörðun um
það, er hann var sjálfur í stjórn.
Hann var með gerð varnarsátt-
naálans við Bandaríkin 1942,
enda var hann þá forsætisráð-
herra. Hann var með hervarnar-
samningnum 1951, enda var hann
þá sjálfur í ríkisstjórn. Hann var
með því að hafa her í landinu
allan tímann 1956 til ársloka
I
1958, enda var hann þá forsætis-
ráðherra og taldi m.a.s. ekki eftir
sér að fara suður til Parísar fyrir
jól 1957 til að lýsa yfir tryggð
sinni við Atlantshafsbandalagið.
Hermann hefur hins vegar
alltaf verið á móti því að hafa
her, þegar hann hefur verið utan
stjórnar. Hann var á móti því að
gera Keflavíkursamninginn 1956,
enda var hann þá í stjórnarand-
stöðu. Hann var á móti því að
ganga í Atlantshafsbandalagið
1949, enda var hann þá að undir-
búa að fella þáverandi ríkis-
stjórn, .sem. hann var ekki í.
Hann stóð og fyrir ályktuninni
28. marz 1956, enda var hann þá,
eins og 1949, að undirbúa fall þá
verandi ríkisstjórnar, sem hann
ekki var í. Nú er svo að sjá af
Tímanum, að hann sé enn að
snúast á móti hernum, enda er
Hermann nú ekki í ríkisstjórn.
Fögnuður
Þjóðviljans
Þjóðviljinn fagnar á fimmtu-
daginn með fögrum orðum
þeirri stefnubreytingu, sem nú
sé að verða hjá Framsókn. Vafa-
samt er, hjá hverjum af þessum
mönnum óheilindin eru mest.
Þeir höfðu allir í sameiningu lof-
að að láta herinn fara og hgfðu
í hendi sér um 2% árs bil að efna
það loforð. Þá datt þeim það ekki
í hug, heldur fengu fé að láni
með því skilyrði, að liðið skyldi
vera áfram. Nú ætlast þeir til
þess að menn taki alvarlega
skraf þeirra um andúð á varnar-
liðinu. Þeir vona að fá atkvæði
út á loforð um að láta það fara,
eða loka það enn þá betur inni á
Keflavíkurflugvelli en þeir segj-
ast hafa gert. Kjósendur eru of
oft búnir að reyna svik af þess-
um mönnum umfram allt í
þessu máli, til þess að einn ein-
asti megi nú láta blekkja sig.
K. S. I.
1. A.
ISLANDSMOTIÐ
MEISTARAFLOKKUR
I dag kl. 4 leika á Abranesi
KR — Akranes
Dómari: Magnús V. Pétursson
Línuverðir: Baldur Þórðarson og Björn Árnason
Ferð verður með Akraborg kl. 1 frá Reykjavík og
frá Akranesi kl. 7,45.
MÓTANEFNDIN
* B 1 b H *
Utsala tltsala
Á morgun hefst útsala á alls konar kvenfatnaði,
Á boðstólum verða:
Ulflarkápur Uil«rrúlpur
Poplinkápur Pils
Síðbuxur Sundbolir
Prjónakjólar Prjónajakkar
Einng peysur úr ull og baðmull í miklu úrvali
Mildll ^ i í\ / i I S
Aísláttur ! -U Laugavegi 116 J
Þorleifur Jónsson
frá Blönduósi — minning
Á HVERJU augnabliki sem líðuri ur aðeihs raktir örfáir endurminn
hverfur mikill fjöldi einstaklinga
úr tölu hinna lifandi og fer aftur
til síns uppruna. Þá er aðeins
eftir minningin um ógleymanlega
samveru um nokkurra ára bil.
Metsa athygli vekja venjulega
dauðsföll hinna betri manna,
hinna háttsettu og voldugu í þjóð-
fílaginu, verrndara fólksins; þá er
sagt að þjóðarbrestir hafi orðið.
Minni athygli vekur fráfall al-
þýðumannsins hversu mætur sem
hann kann að hafa verið. Aðeins
hljóður og yfirlætislaus hópur
nánustu vandamanna syrgja góð-
ann vin og félaga. Þeir bera harm
sinn í hljóði og mæla fátt.
Engum kom á óvart þegar lát
Þorleifs Jónssonár frá Blönduósi
■bar að höndum, þar sem hann
hafði um langa hríð átt við mikla
vanheilsu að búa, en vinir hans
og kunningjar sem er fjölmenn-
ur hópur, geta ekki gleymt liðn-
um dögum og fornri sambúð og
samvinnu við hann.
Hér verða engin órtöl eða dag-
setningar tilfærðar, frá hinum
góðu og gömlu tímum, þegar heim
urinn og lífið í heild, blasti við,
í öllum sínum glæsilitum, held-
inga þræðir sem spunnúst við
nána kyhningu um margra ára
skeið.
Þorleifur heitinn var gleði-
maður í raun og sannleika, en
það sem meira var og fágætara,
að hann hafði ætíð lag á því að
gjöra alla aðra einnig glaða í
kringum sig. Það birti ætíð yfir
hugum manna í samneyti við
hann og allir vildu vera félagar
hans og vinir.
Það mun vera fremur sjaidgæft
að nokkur einstaklingur hafi
ekki einhverntíma átt óvildar-
menn, ef vandlega er rannsakað,
en það má óhætt fullyrða að
hann átti engann svo var hann
vinsæll í hvívetna.
Það sem einkendi hann mest,
var einlægni og hreinskilni, sem
var svo sjaldgæft yfirleitt og nú
jaínvel nokkuð úr tizku.
Fáir menn eru svo gæfusamir
að sigla mótvindalaust hraðbyri
gegnum heiminn, en vegna skap
gerða sinna mun hann hafa sneitt
hjá mörgum boðum og blind-
skerjum, sem öðrum urðu að
tjóni.
Þorleifur var giftur ölmu Ól-
afsdóttir, prýðilega greindri konu
og skáldmæltri og munu þau oft
hafa stytt sér stundir við sam-
tal í ljóðum, því hann var sjálf-
ur með snjöllustu hagyrðingum
eins og kunnugt er.
Margt er um skáld og hagyrð-
inga í ætt Þorleifs heitins, þar
á meðal skáldkonan Hjallalands
Helga, eins og hún var ætíð
nefnd, mun hann hafa fengið
sinn skerf vel mældann af þeirri
gáfu, eins og raun bar vitni.
Fyrir hinni almennu mann-
hylli er hann naut fram yfir
marga aðra, var aðeins ein á-
stæða, og hún var sú að hann
vár góður drengur, í þess orðs
fyllstu og beztu merkingu.
Þessi fáu orð eru sögð eftir
dúk og disk, en sannleikurinn er
sígildur hvort sem hann er sagð-
ur seint eða snemma.
Jónbjörn Gíslason.
PILTAP =
EFÞlÐ EIGIÐ UNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA /
Leitið ekki langt
Við klæðum alla
yfir skammt
fjölskylduna