Morgunblaðið - 19.07.1959, Side 20
20
MORCrUNnrAfílÐ
Sunntidagur 19. júlí 1959
Hún hefir meira að segja ásett
sér að gefa mér eitur.
„Hvert í logandi“. Ofurstinn
þaut upp, eins og hann hefði
veiið nöðrubitinn, og barði hnef-
anum í borðið. „Þetta eru bölv-
aðar fréttir! Og þér segið mér
þetta nú fyrst — og alveg ró-
legur“.
„Eg á drengskap de Vomécurt
að þakka, að ég er enn á lífi“,
hélt Bleicher rólegur áfram. Síð-
an skýrði hann frá hinum æs-
andi orðasennum við „Læðuna",
írá tilraun hennar til að flýja til
óhersetna svæðisins, og frá hinni
tvöföldu uppljóstrun hennar.
Hann skýrði frá því, að „Læð-
an“ hefði heimtað eitur af de
Vomécourt til þess að fyrirfara
honum — Bleicher — með því —
og að þessi riddaralegi andstæð-
ingur hafi neitað henni um það.
Ofurstinn blés reykskýjum
hugsandi upp í loftið. Eftir dá-
litla stund sagði hann, og það
var auðheyrð kaldhæðni í rödd-
inni:
„Þetta er allt gott og blessað,
Bleicher, — en eruð þér ekki að
heimta heldur mikið af mér? Eg
á að láta tvo hættulegustu njósn
ara óvinanna komast undan að-
eins til þess að þér getið sopið
morgunkaffið yðar í ró og næði“.
Bleicher ætlaði að svara ein-
hverju, en ofurstinn tók fram í
fyrir honum:
„Nei, nei, góði minn, — ég skil,
að það er ekki vegna yðar eigin
öryggis. En heyrið þér til, með
þvi hfættum við þá við skeyta-
samband okkar við Lundúni.
„En með því er ekki mikið
misst framar“, sagði Bleichér.
„Skeytasambandið er því aðeins
til gagns, ef við fáum efni í
sheytin. En OKW og allar stöðv-
ar, sem hlut eiga að máli, stein-
þegja. Og að finna sjálfur upp
falsskeyti — það er of mikil á-
hætta, þegar ekki er vitað, hvað
þeir háu herrar í Berlín ætlast
fyrir“.
„Hm . . . tautaði ofurstinn
hugsi, „þér hafið ekki alveg á
röngu að standa . . . „Interalliée“
samtökin eru úr sögunni . . . en
samt sem áður Bleicher, . . . ég
held ekki“.
En Bleicher tók allt í einu fram
í fyrir ofurstanum: „Annars má
ég minna hr. ofurstann á, að þér
lofuðuð mér því einu sinni, að
eftir að málið „Interalliée" væri
afgreitt, þá myndum við finna
ráð til að koma „Læðunni" á ör-
uggan stað“.
Ofurstinn stóð upp og gekk
hugsandi um gólf í stofunni. —
Hann var ekki einn af þeim, sem
bregðast loforðum sínum. Hann
sá, að rök Bleichers voru gild,
og hann lét undan. „Jæja — í
guðs nafni — þér skuluð fá vilja
yðar framgengt, en aðeint að því
er „Læðunni" kemur við. En að
láta þennan Vomécourt sleppa —
nei, góði maður, hvað sem allri
vináttu líður — það getið þér
ekki heimtað af mér“.
Bleicher var líka staðinn upp,
setti sig í hermannsstellingar og
sagði: „Þegar svona stendur á,
Varahlufir
SPINDILKtfLUR í Ford og Chevrolet 1955 árgang.
SPINDILBOLTAR í ameríska bíla ’40—54 árganga.
RAFGEYMAR í Fiat 1100 og 1400.
Ennfremur:
ÞVOTTAKtíSTAR
BREMSUBORÐAR
LJOSAÞRÁIHR
KOPARFITTINGS
BlLAPEUR
GÚMMlÞÉTTINGAR í Hurðir.
HJÓLBARÐAR — ýmsar stærðir.
€» 11«
Laugaveg 166.
þá verð ég því miður að biðja
herra ofurstann að leysa mig
framvegis frá störfum út á við
hjá leyniþjónustunni. Þessi störf
eru frjáls og það myndi brjóta
í bág við heiður minn að hand-
taka mann — í þakklætisskyni
fyrir það, að hann hefir komið
í veg fyrir banatilræði vio mig“.
„Þetta stappar nærri kúgun“,
tautaði ofurstinn gramur. „Bleic-
her, þér eruð — eruð reglulegur
þrár grautarhaus".
Hann vissi, að Bleicher gat
hvenær sem var krafizt lausnar
frá því, að taka þátt í leyniþjón-
ustunni. Það var ekki hægt, að
neyða neinn til þeirrar starfsemi.
Ofurstinn vissi líka, að leyni-
þjónustan þarfnaðist meir en
nokkru sinni áður manna á borð
við Hugo Bleicher.
Hann stundi við og klappaði
Bleicher á öxlina. „Jæja, flytjið
þá báða skjólstæðinga yðar til
Lundúna í Herrans nafni. Þér
munuð finna réttu aðferðina".
„Þakka, herra ofursti!“ Bleic-
her tók glaður í höndina, sem
honum var rétt.
Að kvöldi þessa sama ^ags sat
Hugo Bleicher, eins og endra-
nær út í „Kattargötu“ við leyni-
sendinn. Nákvæmlega klukkan
21 lét loftskeytamaðurir.n Henri
Tabet fingurna renna yfir Morse-
töflurnar. Bleicher samdi skeyt-
ið sjálfur.
Þalð litu tuttugu og fjórar
stundir þangað til herbergi 55 a
svaraði. Þessar tuttugu og fjór-
ar stundir liðu í óvissu og kvöl
fyrir Hugo Bleicher, ei hann
beið eftir ákvörðun, sem réði ör-
lögum þriggja manna, það er að
segja „Læðunnar", Pierre de
Vomécourt og örlögum Hugo
Bleichers sjálfs.
Kvöldið eftir kom lokr svarið
til „Kattargötu" frá Lundúnum:
„Búumst við „Læðunni" og
Vomécourt til skýrslugjafar í
Lundúnum. Hraðbátur s • kir þau
26. febr. um kl. 23 við Loquirec
á Ermarsundsströnd". Því næst
komu nákvæmar lýsingar á lend-
ingarstaðnum, kennimerkjum og
einkennisorðunum.
Bleicher létti, því nú var mesta
tálmanum rutt úr vegi. De Vomé-
court hafði vitanlega ekki verið
erfiður viðureignar, þar sem hon
uir voru gefnir tveir kostir, að
hann yrði þegar handtekinn eða
mætti fara brott frjáls ferða
sinna. Hann gat hvort sem var
engum hjálpað framar á Frakk-
landi, en hinum megin sundsins
gat hann að minnsta kosti varað
herstjórnina við skeytum Bleic-
hers. En þótt undarlegt megi
virðast, þá talaði þessi Frakki
ekki um þessa atburði fyrr en
mörgum árum síðar, eftir styrj-
öldina, þegar hann var vitni í
málaferlum gegn „Læðunni”. En
meðan á stríðinu stóð, minntist
hann ekki einu orði á þá í Lund-
únuum. Hann minntist ekki einu
orði á hina tvöföldu starfsemi
„Læðunnar" né þann, sem í raun
réttri stóð að baki leynisend-
inum í París. Hvers vegna þagði
de Vomécourt í Lundúnum? —
Elskaði hann „Læðuna“ og vildi
því ekki koma upp um hána?
Var það þjóðernisyfirlæti, sem
bannaði honum að ákæra franska
konu fyrir svik — eða óttaðist
hann, að það yrði honum sjálf-
um til vansa? Þessum spurning-
um er ekki ennþá hægt að svara
til fulls. „Læðan“ horfði þá, í
febrúar 1942, að sínu leyti róleg
fram á ferðina til Lundúna. Hún
hafði þegar búið sér til sennilega
skýringu í málinu um „Gneisen-
an“ og „Scharnhorst" og meira
að segja um Hugo Bleicher líka.
Hún ætlaði að þegja um hand-
töku sína og „umskipti“ sín. Hún
ætlaði að fullyrða, að hún hefði
verið grunlaus gagnvart þessum
„herra Jean“, eins og allir aðrir,
en falsskeytin um ástandið í Brest
hefðu orðið til að opna augu
hennar.
„Læðan“ hafði hugsað um allt
sér til varnar, nema eitt litilræði.
Og þetta lítilræði, venjuleg vega-
bréfsmynd, átti eftir að verða
örlagaríkt fyrir hana.
Að morgni 26. febr. sátu þau
Hugo Bleicher og „Læðan“ í síð-
asta sinn saman að morgunverði.
„Læðan“ átti erfitt með að renna
matnum niður og augu hennar
voru tárvot. Hvað sem öðru leið,
þá féll henni það þungt, að
skiljast við þennan mann — fyr-
ir fullt og allt. Hún hafði búið
með Hugo Bleicher í þrjá mán-
uði — tólf vikur, en þær voru
henni meira virði en mör„ ár ævi
hennar. Hugo Bleicher var ekki
heldur sá maður, að honum væri
létt um þennan skilnað. Sameig-
inlegar hættustundir, dagleg sam-
vera og ástríðufullar nætur, allt
þetta hafði líka sett mark sitt á
huga hans.
Þau stóðu nú andspænis hvort
öðru á gólfinu, Hugo Bleicher og
„Læðan“. Tárin runnu niður eftir >
ar.dliti hennar. Hún reyndi árang
urslaust að brosa.
„Svona, góði, nú verð ég að
fara“, sagði hún vandræðaleg.
Hún tyllti sér á tærnar og kyssti
Bleicher laust á kinnina.
Þjóðverjinn kom ekki upp orðf.
Skyndilega dró hann „Læðuna“
að sér og kyssti hana einu sinni
enn lengi og innilega.
Að utan heyrist kallað óþol-
inmóðlega, og „Læðan“ reif sig
lausa. Hún sneri sér enn einu
sinni við í dyrunum og horfði á
Bleicher stórum, sorgmæddum
augum. „Vertu sæll — herra Je-
an minn — vertu sæll — og gangi
þér vel“, hvíslaði hún. Grátur-
inn kæfði rödd hennar. Dyrnar
lokuðust.
Bleicher stóð einn eftir.
★
Yfirmaður frönsku strandgæzl-
unnar við Ermarsund á svæðinu
a
r
l
0
u
ó
THIS IS GOING TO BE A
ROUGH TRIFJ MISS •«
LANE...BUT I'UL. MAKE
IT AS EASV ON VOU
AS POSSIBLE/
MARK BEGINS THE
BACK-BREAKING JOB
OF MOVING THE
INJURED ACTRESS.
BETTY LANE, DOWN
THE TREACHEROUS
MOUNTAINSIDE
GET ME TO A
DOCTOR... PLEASE
DON'T LET ME DlE
J'M 6-SO WEAK.
60 WEAK /
íxmm
1) Markús leggur af stað með 2) — Þetta verður erfitt ferða- reyna að gera yður það eins létt
hina særðu leikkonu niður af lag, imgfrú Lane, en ég skal og mögulegt er.
fjallinu.
— Komið mér til læknis. Þér
megið ekki láta mig deyja — ég
er svo veikburða.
milli Moulin de la Rive og Loq-
uirec var kallaður til símtals við
þýzku leyniþjónustuna í París,
fyrri hluta dags 19. febr. Þetta
símtal var óvenjuleg tilbreyting
í starfi hans, sem var aðeins
falið í varðþjónustu.
Hin óheyrilega skipun, sem
honum barst frá París, er hvorki
meira né minna en það, að nótt-
ina milli 19. og 20. íebrúar skuli
allir verðir á þessari afskekktu
strönd verða dregnir til baka, þar
sem enskur hraðbátur eigi hindr
unarlaust að gete tekið tvo
franska njósnara við Loquirec, og
alls ekki megi skjóta á þennan
hraðbát né á kænuna, sem verði
róið frá hraðbátnum upp | fjör-
una. Ekki megi heldur handtaka
frönsku njósnarana, karl og
konu, né tefja för þeirra á neinn
hátt.
Yfirmaðurinn, Schön majór,
tók vindilinn út úr sér og öskr-
aði inn í tækið:
SHÍItvarpiö
Sunnudagur 19. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 9,30 Fréttir og morguntónleik-
ar. — 11.00 Messa í Hallgríms-
kirkju. (Prestur: Séra Jakob
Jónsson. Organleikari: Páll Hall-
dórsson). — 15.00 Miðdegistón-
leikar. — 16.00 Kaffitíminn.
16.45 Útvarp frá Akranesi: Sig-
urður Sigurðsson lýsir síðara hálf
leik í knattspyrnukeppi.i Akur-
nesinga og KR-inga. — 17.45
„Sunnudagslögin". - 18,30 Barna
tíipi (Skeggi Ásbjarnarson kenn-
ari). — 19.30 Tónleikar: Artur
Rubinstein leikur á píanó (pl.).
•— 20.20 Raddir skálda: Ljóð eftir
spænska skáldið Garcia Lorca og
ritgerð um hann. Baldvin Hall-
dórsson les Ijóðaþýðingu eftir
Magnús Ásgeirsson, Jóhann
Hjálmarsson og Sigurð A. Magn-
ússon lesa eigin þýðingar og Jón
frá Pálmholti les ritgerðarþætti
eftir Einar Braga. — 21.10 ís-
lenzk tónlist: „Þjóðhvöt", kantata
eftir Jón Leifs. (Söngfólk úr-
Samkór Reykjavíkur og Söngfé-
lagi verkalýðssamtakanna i
Reykjavík syngur, og Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur. Stjórn-
andi: Dr. Hallgrímur Helgason).
— 21,30 Úr ýmsum áttum
(Sveinn Skorri Höskuldsson). —
22.05 Danslög. — 23,30 Dagskrár-
lok.
Mánudagur 20. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 19.25 Tónleikar. — 20.30 Ein-
söngur: Erna Berger syngur lög
eftir Brahms og Debussy. —•
20.50 Um daginn og veginn (Bene
dikt Gröndal ritstjóri). — 21.10
Tónleikar: Hljómsveitin Phil-
harmonia í Lundúnum leikur
verk eftir Dukas o. fl.; — 21,30
Útvarpsagan; „Farandsalinn“
eftir Ivar Lo-Johanson; XIII.
(Hannes Sigfússon rithöfundur).
— 22.10 Búnaðarþáttur: Gísli
Kristjánsson ritstjóri heimsækir
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi.
__ 22.25 Svissnesk nútímatónlist,
flutt af þarlendum listamönnum.
__ 23.00 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 21. júlí
Fastir liðir eins og venjulega.
— 13.30 Setning Alþingis: a)
Guðsþjónusta i Dómkirkjunni
(Biskup tslands, herra Sigurbjörn
Einarsson, messar. Organleikari:
Dr. Páll tsólfsson). b) Þingsetn-
ing. — 19.00 Þingfréttir. — Tón-
leikar. — 20.30 Erindi: Ástar-
tj áningar dýranna (Ingimar Ósk
arsson náttúrufræðingur). —
21.30 íþróttir (Sigurður Sigurðs-
son). — 21.45 Tónleikar. — 22.10
Lög unga fólksins (Haukur
Hauksson). — 23.05 Dagskrárlok.