Morgunblaðið - 19.07.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ
S-A. kaldi, dálítil rigning
153. tbl. — Sunnudagur 19. júlí 1959
Reykjavíkurbréf
er á blaðsíðu 13«
Ottast að Axel Helgason
hafi drukknað í Heiðar-
vatni í Mýrdal
ÓTTAST er að það hörmulega
slys hafi orðið, að Axel Helgason,
forstjóri, fyrrum rannsóknarlög-
reglumaður, hafi drukknað í
Heiðarvatni í Mýrdal.
Axel kom að bæ við vatnið um
kl. 5 á föstudag og bað um að fá
lánaðan bát í tvær klukkustund-
ir eða svo til þess að veiða í
vatninu. Ekki þótti mönnum neitt
grunsamlegt þótt hann kæmi ekki
aftur á tilsettum tíma, þar sem
slíkt kemur iðulega fyrir, ef
menn lenda í veiði. En er líða
tók á kvöldið, og Axel þá ekki
enn kominn, var farið að svipast
um eftir honum. Fannst bátur
lians þá á hvolfi úti á vatninu,
mannlaus, en færið hafði vafist
utan um bátinn.
Menn úr slysavarnardeildinni
Vík fóru þegar í fyrrinótt að
slæða í vatninu, en áhöld þeirra
voru ófullkomin til slíks. Beðið
var um aðstoð lögreglunnar í
Reykjavík við leitina, og var
farið austur í gær með fullkomn
ari tæki til leitarinnar.
í Heiðarvatni eru grynningar
við land, eða út á marbakka þar
sem vatnið snardýpkar. — Þar á
mörkunum eru veiðar helzt
stundaðar í vatninu.
Ingi R. vann fyrstu
skákina
FYRSTA skákin af fjórum í ein-
vígi þeirra Friðriks Ólafssonar og
Inga R. Jóhannssonar var tefld í
Fundiir Vestur-
Skaf tfellskra
kvei-na
KLAUSTRI, 18. júlí. — Samband
kvenfélaga í Vestur-Skaftafells-
sýslu hélt 18. aðalfund sinn hér
á Klaustri sl. sunnudag í því bjart
asta og bliðasta veðri, sem komið
hefur á þessu sumri.
Formaður sambandsins, Guð-
ríður Pálsdóttir Seglbúðum hóf
fundinn með því að lesa hug-
vekju en sungnir voru sálmar á
undan og yfir. Seytján fulltrúar
sóttu fundinn frá 8 kvenfélögum
í sýslunni auk stjórnar sambands
ins. Rannveig Þorsteinsdóttir
mætti af hálfu Kvenfélagasam-
bands íslands.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa fjallaði fundurinn um ýmis
hagsmunamál kvenna á sam-
bandssvæðinu eins og t. d. nám-
skeið í saumum og matreiðsiu,
hjálparstúlkur á heimilum, aukna
ræktun grænmetis o. fl. Kristjana
Jónsdóttir, gjaldkeri sambands-
ins átti ao ganga úr stjórninni en
var endurkjörin.
Eftir fundinn fór fram kvik-
myndasýning og að lokum sátu
allir fulltrúar og nokkrir gestir
kaffiboð kvenfélaganna á Síðu.
G. Br.
Listamannaskálanum á föstudags
kvöldið. Friðrik fékk strax í byrj
un betra tafl og jók forskotið,
þangað til um 2/3 hlutar skák-
arinnar höfðu verið tefldir, að
hann gaf Inga möguleika á mót-
sókn.
Urðu þá allharðar sviptingar
á skákborðinu í þeim fórnaði
Friðrik hrók, sem hann ekki
skyldi gert hafa, því að það leiddi
til þess að hann skömmu síðar
missti riddara líka og var úr
því vonlaus, að hann gæti farið
með sigur af borði. Gaf Friðrik
skákina, þegar hún skyldi fara
í bið. Skákin í heild er birt á
bls 11, ásamt skýringum Inga.
Þess má loks geta, að áhorfendur
voru um 150 talsins.
Önnur einvígisskák þeirra fé-
laga verður tefld í kvöld og hefst
taflið kl. 7.
Myndin sýnir hið nýja siglfirzka skip, Braga SI-44, er hann
kemur með fyrsta síldarfarminn til Siglufjarðar. — Aflanum
var landað í Rauðku, síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar.
Vonandi verður þessi mynd táknræn fyrir framtíð skipsins.
Sjá grein á blaðsíðu Z. Ljósm.: Jóhannes Þórðarson.
Sjálfboðaliðar
óskast til leitar
í DAG verður enn gerð gagnger
leit að Boga Guðmundssyni, Rauð
arárstíg 42, sem hvarf að heim-
an frá sér s.l. sunnudag. — Verð-
ur þá leitað gaumgæfilega með
fjörum allt frá Gufunesi og að
Straumi sunnan Hafnarfjarðar,
svo og í hrauninu upp af Hafnar-
firði. — Þátttakendur í leitinni
verða, auk ættingja og venzla-
manna Boga, nokkrir skátar, fé-
lagar úr Æskulýðsfylkingunni í
Reykjavík og starfsfólk KRON.
Leitarfólk mun safnast saman
á Miklatorgi kl. hálftvö í dag,
og verður þar skipt liði, en það
er Jón Guðjónsson, rafvirkja-
meistari í Kópavogi, sem stjórnar
leitinni. Bað hann blaðið fyrir
þau skilaboð í gær, að liðveizla
sjálfboðaliða, er vildu gefa sig
fram til leitarinnar, yrði með
miklum þökkum þegin.
Agœtt veður en engin síld
MBL. átti tal við fréttaritara sinn
á Siglufirði síðd. í gær og skýrði
hann svo frá, að veður væri
mjög gott nyrðra, en þrátt fyrir
það hefði svo til engin síld feng
ist í fyrrinótt eða siðan á vestur-
svæðinu. Þar hefði aðeins 6—8
skip fengið lítil köst, 150—200
tunnur, og komið inn með þann
afla. Síldarskipin væru úti, en
ekkert hefði frétzt til síldar. —
Svipaðar fregnir bárust frá Rauf
arhöfn síðd. í gær; skipin voru
úti og höfðu fengið svolítinn afla
austan Langaness og inn undir
Vopnafjörð. Tveir bátar höfðu
60 dýr unnin í Vestur-
Skaftafellssýslu í vor
K-KLAUSTRI, 18. júlí Und-
anfarin ár hefur stundum talsvert
borið á dýrbít hér um slóðir, og
hafa sumir bændur orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni af völdum
hans. Nú má gera sér vonir um
að þessi skaðvaldur verði ekki
eins virkur í framtíðinni, því að
ósleitilega hefur verið unnið að
útrýmingu hans í vor. Má ætla að
grenjaskyttur hafi banað allt að
60 dýrum, þar af um 40 yrðling-
um.
Þeir, sem ötulast hafa gengið
fram í þessu eru tveir ungir
menn í Landbroti — þeir Arnar
Sigurðsson Ytra-Hrauni og Stein
Tvœr íslenzkar sveitir
taka þátt í Evrópumeist-
aramótinu í bridge
EINS og áður hefur verið sagt
frá hér í þættinum, hefur Bridge-
samband íslands ákveðið að
senda tvær sveitir til þátttöku í
Ólympíumótinu, sem haldið verð-
ur á ítalíu í aprílmánuði nk. í
sambandi við þessa ákvörðun
efndi Bridgesambandið til úr-
tökumóts fyrir væntanlega kepp-
endur í kvennasveitinni. Úrtöku-
mót þetta var sniðið eftir
franskri fyrirmynd og tóku sex
pör þátt i því.
fyrsta sæti urðu þær Hugborg
Hjartardóttir og Vigdís Guðjóns-
dóttir, en í öðru sæti þær Mar-
grét Jensdóttir og Laufey Þor-
geirsdóttir. Hefur verið ákveðið
að þessar konur ásamt tveimur
öðrum, er valdar verði á næst-
unni, skipi kvennasveitina í
Ólympíumótinu.
Um karlasveitina er það að
segja, að Einari Þorfinnssyni hef-
ur verið falið að velja með sér
fimm spilara og mun hann ljúka
Úrslit í keppninni urðu, að í því vali innan skamms.
þór Jóhannsson Ytri-Dalbæ. Sá
síðarnefndi er raunar skipverji
á Hamrafelli, en hefur tekið :ér
frí til að stunda þessa þessa
íþrótt. Hann á rússneskan jeppa
og hafa þeir félagar ferðazt í hon
um vítt um heiðar, óbyggðir og
afrétti, þar sem bílar hafa ekki
farið áC r og gengið greiðlega,
enda hefur færð verið góð, þar
sem snjóa leysti snemma og klaki
var lítill í jörð. Alls lágu þejr
Arnar og Steindór við 8 greni.
Unnu þeir allar grenlægjurnar,
4 refi og 24 yrðlinga.
G. Br.
Afli Akranesbáta
AKRANESI, 18. júlí — Víkingur
II. fs., landaði í dag 165 tunnum,
Fylkir 138 og Guðbjörg Hf. 55;
síldin var öll hraðfryst, nema
100 tunnur af afla Fylkis, sem
fóru í bræðslu.
Sídarskipi Sigrún, sem til
skamms tíma var aflahæst báta
héðan frá Akranesi, er nú búin
að fá nærri 4000 mál og tunnur
fyrir norðan. — Oddur.
í KVÖLD er væntanlegur hingað
með flugvél frá Þýzkalandi
prófessor Carlo Schmid, vara-
forseti Vestur-Þýzka sambands-
þingsins.
Prófessorinn, sem kemur hing-
að á vegum Evrópuráðsins og
Háskóla íslands, mun flytja fyr-
irlestur í hátíðasal Háskólans n.k.
þriðjudag kl. 5,30.
boðað komu sína til Raufarhafn-
ar með einhvern afla og nokkrir
Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar.
Söltun á Siglufirði
í fyrradag var saltað í 14.135
tunnur á Siglufirði og er það
mesta söltun á einum degi það
sem af er vertíð. Söltunin gekk
mjög vel og var lokið um kvöldið,
svo að skipin komust þá öll út
aftur. — Alls hafa nú verið sait-
aðar á Siglufirði 56.303 tunnur,
og Síldarverksmiðjur ríkisins þar
hafa brætt um 72 þús. mál og
Rauðka um 14 þúsund mál.
Raufarhöfn
Samkvæmt fregnum frá Rauf-
arhöfn í gærdag, höfðu um 30
skip komið þangað með síld und-
angenginn sólarhring eða til-
kynnt komu sína með samtals um
7000 tunnur. Flest skipanna voru
með lítinn afla, en eftirtalin
höfðu fengið 300 tunnur ða
meira: Böðvar AK 1000, Rafn-
kell 800, Helguvík, Valþór og
Freyja 350 hvert og Þórunn /E,
Fjalar, Gylfi II., Von KE og Guð-
mundur á Sveinseyri með 300
tunnur.
Minkíir iiimiiin
í Landbroti
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 18.
júlí — í gær varð vart við mink
á bænum Þykkvabæ í Landbroti
(suðurbænum) Var hann á hlaup
um þar á túninu eltandi fugl.
Drengir á bænum veittu honum
eftirför og hröktu hann j læk
framan við bæjartúnið og fengu
unnið hann þar.
í sambandi við fregn þssa má
geta þess, að bændur á Steins-
mýrarbæjunum í Meðallandi hafa
séð ýmis merki þess í vor, að
minkur hefðist við þar í ná-
grenninu. Hafa þeir fundið dauð-
ar endur og afrækt hreiður —
en fuglalíf hefur verið mjög
fjölskrúðugt í grennd við bæi
þessa eins og annars staðar I
Meðallandi. — G. Br.
Stærsta fiskiskip
Svía
FYRIR NOKKRUM dögum var
hleypt af stokkunum í Gauta-
borg stærsta skipi sænska fiski-
flotans til þessa. Er það stálskip
og hlaut nafnið „Gerd av Hönö“.
Skipið er 26 metra langt og sex
og hálfan metra á breidd.
Þetta er fyrsta skip af þessari
gerð, sem byggt er í Svíþjóð og
hefur skipið vakið mikla athygli
á vesturströndinni. Skipasmíða-
stöðin í Gautaborg hefur verið
beðin um að smíða mörg fleiri
slík skip og tvö eru þegar í smíð-
um.
„Þorsleinn Þorskabítur" telst
Nýfundnninndi vegno bilunnr
— Treglega gekk að íá setta tryggingu
íyrir greiðslu björgunnarlauna
EINS og Mbl. skýrði frá fyrir
rúmri viku varð togarinn „Þor-
steinn þorskabítur,, fyrir vélar-
bilun á Nýfundnalandsmiðum þ.
5. þ.m. og varð að leita aðstoð-
ar dráttárbáts, sem dró togarann
inn til Botwood á Nýfundnalandi.
Þar hefur „Þorsteinn þorskabít-
ur“ svo legið síðan og mun við-
gerð skipsins hafa tafizt vegna
ágreinings um björgi narlaun,
auk þess sem seinlega hefur geng
ið að setja tryggingu fyrir vænt-
anlegri greiðslu þeirra.
En eigendur dráttarbátsins
munu hafa krafizt tryggingar að
upphæð 50 þús. kanadiskir dalir.
Togarinn er tryggður Ljá Sam-
vinnutryggingum og fóru þeir
Guðmundur Ásmundsson lög-
(Frá menntamálaráðuneytinu) fræðingur og Jón Rafn Guð-
mundsson, deildarstjóri sjódeild
ar, utan sl. föstudagskvöld, til
þess að semja um björgunarlaun
in. Ekki hefur frétzt nákvæm-
lega af gangi málsins síðustu
daga, en í skeyti, sem útgerð
skipsins, hlutafélaginu „Þórólfi
mostrarskeggi" hafði borist í
fyrradag, var gert ráð fyrir að
viðgerð lyki senn og skipið kæm-
ist á veiðar aftur nú um helg-
ina. Það var drif í olíud<~lu, sem
brotnaði, en dæla þessi dælir olíu
inn á aflvélar skipsins og varð
hún því ógangfær við bilunina.
„Þorsteinn þorskabítur" lagði
upp í veiðiferð þessa um síð-
ustu mánaðamót; skipstjcri á hon
um er Guðvarður Vilmundarson.
Fulltrúar Samvinnutrygginga eru
væntanlegir heim á þriðjudags-
kvöldið.