Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORFV1VBLAÐ1Ð taugar'dagur I. agust 1959 Greta undirbýr að synda Ermasund fram og til baka Hátt á annað hundrað manna að storfum við Efra-Sog SUNDKONAN fræga Greta Andersen, sem hefur orðið fyrst tvö ár í röð í keppninni yfir Ermarsund og m. a. farið fram úr öllum karl-keppi- nautum sínum, ætlar nú að slá öll met og synda hvíldar- laust fram og til baka yfir Ermarsund. Ef henni tækist þetta mun fyrirtæki eitt, sem framleiðir fjörefni greiða henni offjár í verðlaun. ★ Greta ætlar enn einu sinni að taka þátt í Butlins-keppninni yfir Ermarsund, frá Gris Nes í Frakklandi til Dover þann 27. ágúst n. k. En hún hyggst að- eins stíga í land við Dover. í>ar má hún ganga sjö skref en snýr síðan við og mun hefja sund til baka í áttina til frönsku strand- arinnar. Ermarsund er rúmlega 30 km breitt, en vegna strauma er vega- lengdin sem menn synda oftar allmiklu lengri. Greta áætlar að sundið fram og til baka muni samtals verða 80—90 km og að hún verði í sjónum nokkuð á annan sólarhring. ★ Um 20 manns hafa þegar reynt að synda fram og til baka yfir Ermarsund, en engum tekizt það. Greta Andersen er búsett í Bandaríkjunum, en nýlega kom hún heim til Danmerkur og sést hún á myndinni heilsa móður sinni. Hún kvaðst nú æfa sig meira en nokkru sinni fyrr. Ný- lega vann hún sundkeppni bæði í Atlantic City í Bandaríkjunum og Napoli á ítalíu og fékk í verð- laun um 200 þús. kr. Nú ætlar hún að halda áfram að æfa sig í Eyrarsundi, rétt hjá Bellevue. Ef henni tekst að synda báðar leiðir yfir Ermarsund hlýtur hún svo mikil verðlaun, að hún getur þaðan í frá lifað áhyggju- lausu lífi um efnahagslega af- komu sína. ☆ Greta og mamma hennar. VATNSBORÐ Þingvallavatns er nú orðið öllu hærra en það var lægst í fyrrasumar, og má því segja, að vatnið hafi „náð sér“ eftir allt flóðið sem úr því rann, eftir að varnargarðurinn við jarðgöngin brast 17. júní s.l. Enn er verið að vinna að lag- færingum og hreinsun í stöðvar- húsinu og göngunum en annars er nú unnið að daglegum fram- kvæmdum við virkjunina af full- um krafti. — Um 120 verkamenn og fagmenn starfa á vegum verk- takanna við Efra-Sog, auk a.m.k. 30—40 manna frá Sogsvirkjun- inni. By ssu stolið í FYRRINÓTT var brotin sýn- ingarrúða í glugga verzlunar- innar Goðaborg, Laugavegi 27. Var stolið úr glugganum einni tvíhleyptri hagglabyssu og 3 góð- um sjónaukum, tékkneskum, eins og tvíhleypan er sem stolið var. Yfir 100 stiga heitt vatn rann í ána og eyddi öllu lífi I FYRRADAG var opnuð borhola sem stóri jarðborinn gerði í Reykdal við Hveragerði, en bún hefur verið lokuð frá því skömmu eftir að hún var gerð Þagar opnað var rann frá henni mikið af sjóðandi vatni, rúmlega 100 stiga heitt. Rann það niöur í ána Varmá. Silungur er í þeirri á, yfirleitt smár en þó allt upp í fjögur pund. Þegar eftir að heifa vatnið tók að renna út í ána var því veitt eftirtekt, að smásilung- ur drapst hrönnum saman og telja Hvergerðingar að allt kvikt í ánni hafi drepizt. Annað hvort hafi valdið dauða silungsins hit- Uppskeruhorfur á kart- öflum góöar í Reykjavík Úðun vegna myglu fer nú fram í garðlöndunum ÓHÆTT er að spá góðu um uppskeruhorfur á kartöflum i Reykja- vik á þessu hausti, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri bæj- arins, er blaðið átti tal við hann í gær. En Reykvíkingar rækta eins og kunnugt er tíunda hlutann af þeim kartöflum, sem rækt- aðar eru á landinu. Er gott til þess að vita, þar sem uppskeru- brestur er á kartöflum í helztu viðskiptalöndum okkar, Hollandi cg Danmörku. — Um þessar mundir stendur yf- ir úðun vegna kartöflumylgunn- ar í leigugörðum bæjarins. Lyf- ið, sem sprautað er, kemur þó ekki að eins miklum notum í þeim görðum, sem eru í mikilli vanhirðu. Strax upp úr helginni verður byrjað að hreinsa úr garðlönd- unum alls kyns drasl, sem ekki kemur garðrækt við, en sem fólk hefur safnað þarna í garða sína. Hafa þeir sem görðunum stjórna hvatt fólk undanfarið til að þrífa kringum skúra sína. Leikurinn barst vestan úr bœ inn á Rauðarárstíg í GÆRKVÖLDI var leitað til lög- reglunnar hér í Reykjavík og hún beðin um að aðstoða við leit að þriggja ára dreng, sem týnzt afi að heiman frá sér, vestur í Hjarð- arhaga. Hann hafði verið að leik með eldri börnum. Lögreglan kom orðsendingu um drenginníútvarp ið og jafnframt lýsingu á fötom drengsins. Nokkru siðar Dárust upplýsingar um að drengurinn hefði ásamt hinum eldri leiK- systkinum sinum sézt við Tjörn- ina, síðan suður við Landsspítal- ann og loks inn við Miklatorg, um klukkan 10 á þessum tveim stöðum. Klukkan um 10.30 hringdi móð ir drengsins til lögreglunnar og sagði að fólk sem verið hafði í bíl á Rauðarárstígnum, hefði heyrt orðsendingu lögreglunnar, og þá skömmu síðar séð drenginn og þekkt hann á lýsingu lögregluun- ar. Fólkið hafði tekið drenginn og ekið honum beinustu leið heim til Framh. á bls. 15. inn í vatninu, eða brennisteins- efni sem í því sé. Holan var ekki opin lengur en í sem svarar eina klukkustund, meðan athuganir fóru fram við hana. í gærkvöldi virtist líf vera fær- ast á ný í ána og höfðu menn í Hveragerði séð silung hoppa í Reykjafossi og vonast Hvergerð- ingar til að áin muni brátt jafna sig að fullu eftir hveravatnsflóð- ið. I HaÝnarfirÖi var jafnað niður tœpl. 19 millj. kr. HAFNARFIRÐI. — Nú er lokið hér niðurjöfnun útsvara og var að þessu ..inni jafnað niður <r. 18.928,85 á 2042 gjaldendur en var í fyrra 17.755.00 á 2115 gja^d- endur. Voru neðangreindar regl- ur hafðar til hliðsjónar við út- svarsálagninguna fyrir árið 1959: Tekjur til útsvars eru hreinar tekjur til skatts að öðru leyti cn því að aukafrádráttur og hlífðar- fatafrádráttur sjómanna er tek- inn að % hlutum. Við ákvörðun útsvaranna hefir þannig verið heimilaður fæðiskostnaður sjó- manna á fiskiskipum, kostnaður við stofnun heimilis, skyldusparn aður og námskostnaður hjá gjald anda. Auk þess er heimilaður frádrátt ur frá tekjum einstaklinga, er daglega ferðast vegna vinnu sinn ar til Keflavíkur eða Reykjavík- ur, kr. 3.000,00 (Keflavíkur) og kr. 1.500,00 (Reykjavíkur). Lagt er sameiginlega á tekjur hióna, en allt að kr. 10.000,00 dregnar frá tekjum giftra kvenna, er vinna utan hei^nilis. Á elli- og ör- orkulífeyri og slysabætur er ekki 1 lagt útsvar. Lægsta tekjuútsvar félaga er 15%. Eign til útsvars er skuld- laus eign til skatts. Samkv. 4 gr. laga nr. 66/1945 um útsvör voru reglur laga um afskriftir eigr.a ekki«, taldar bindandi. Veltuút- svar er lagt á aðila, sem atvinnu- rekstur hafa. Er það mismunandi hátt, eftir tegund atvinnurekstr- ar og aðstöðu. Er nú sami útsvarsstigi hér og notaður var í Reykjavík árið 1958. Hæstu gjaldendur útsvara hér í bænum er sem hér segir: Félög: Lýsi og Mjöl hf. kr. 348 245, Raftækjaverksmiðjan kr. 308.580, Venus hf. kr. 257.450, Olíustöðin hf. kr. 178.725, Einar Þorgilsson & Co. kr. 174.590, Frost hf. kr. 169.890, Skipasmíðastöðin D'-öfn kr. 131.975, Fiskur hf. kr. 127.230, Kaupfél. Hafnfirðinga kr. 86.000. Einstaklingar: Jón Gunnarsson útgm. kr. 144.545, Jón Gíslason útgm. kr. 143.020, Sverrir Magnússon lyfja- fr. kr. 92.794, Ásmundur Jónsson bakaram. kr. 52.921, Emil Jónsson forsætisr. kr. 52.206, Sæmundur Sigurðsson útgm. kr. 42.924, Axcl Kristjánsson forstj. kr. 42.028, Oliver Steinn kaupm. kr. 39.205, Helga Nielsd. (Hafnarfj.bíó) kr. 36.990, Ásgeir Gislason skipstj. kr. 32.550, Jón Mathiesen kaupm. kr. 31.469, Guðm. f. Guðmunds- son ráðh. kr. 32.752, Bjarni Snæ- björnsson læknir kr. 30.368. — Kærufrestur er til 13. ágúst. — G. E. Meðal helztu framkvæmda, sem unnið er að þar eystra um þessar mundir, má nefna inntak í stöðvarhúsið undir Dráttarhlíð, þá er unnið að byggingu aðal- stíflu virkjunarinnar við Þing- vallavatnsósinn, og búið er að steypa upp annað íbúðarhús fyrir vélstjóra orkuversins. Hitt vél- stjórahúsið, sem búið var að steypa upp, skemmdist nokkuð í flóðinu, sem kunnugt er. Mun viðgerð á því fara fram áður en langt um líður. Áætlun yfir tjón af völdum flóðsins mun ekki hafa verið gerð. Söltun lá nilri niðra í gær Fólkið bíður eftir fréttum EFTIR því sem fréttaritarar MbL á Raufarhöfn og Siglufirði, sím- uðu blaðinu £ gær, lá söltun að mestu leyti niðri í gær. Á Siglufirði hafði t.d. aðallega verið söltuð kryddsíld og eithvað af annarri sérverkaðri síld, sem eitthvað lísilsháttar skorti á að náð hefði sölumagni. Sáralítið höfðu síldarsaltendur saltað á eigin ábyrgð, af þeirri síld sem þegar hefur náð fyrirfram seldu magni. zFréttaritarinn á Raufarhöfn sagði að þar biði síldarfólkið í spenningi yfir því hvort einhver viðbótarsöltun verði leyfð. En hætt er við, sagði fréttaritarinn, að ef ekki spyrjast einhver tíð- indi um áframhaldandi söltun söltun síldar, nú næstu daga, þá taki fólkið að halda brott úr síld- arvinnunni. Söltun lá niðri að mestu leyti í gærdag. Síldarfólkið bíðiur eftir nánari fréttum. Tveir töluðu um kjördæmamálið FUNDUR var haldinn í neðri deild Alþingis eftir hádegi í gær, og hófst þá 3. umræða um kjör- dæmabreytinguna — en varð eigi lokið. . Einu ræðumennirnir á fundin- um voru þeir Þórarinn Þórarins son og Ágúst Þorvaldsson, þm. Framsóknarflokksins. Framh. á bls. 15. Er ný styrjöld að byrja í Austur-Asíu? Her kommúnista sækir inn fyrir landamæri Laos LONDON, 31. júlí. (Reuter). — Skærur á landamærum Laos og Norður Vietnam breiðast út. Virðist sem hér sé um að ræða skipulagða innrás kommúnista í landið. Hefur stjórn Laos nú til at- hugunar, hvort hún eigi að kæra árásina fyrir Samein- uðu þjóðunum. Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra Breta mun ræða ástandið í Laos við Grómýkó áður en Genfarráðstefnunni lýkur, en Bretar og Rússar bera sameigin- lega ábyrgð á því að vopnahlés- skilmálarnir í Indó-Kína séu haldnir og að sjálfstæði ríkjanna, Laos og Kambodja sé virt. Margir óttast, að kommúnistar séu að hrinda af stað nýrri „Kóreu-styrjöld“ í Laos. Skærur hafa staðið yfir í þrjá daga í svo- nefndu Sam Neua-héraði og sl. nótt réðust flokkar kommúnista skyndilega að landamæravarð- stöð í Phong Saly-héraði og tóku Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.