Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. águst 1959 íslenzka liðið vann úrval Þórshafnar með 5 gegn 7 Fœreyingar áttu betri leik nú en í landsleiknum á dögunum Þórshöfn í Fœreyjum 31. júlí — frá Axel Sigurðssyni, , fréttamanni Mbl. meö B-landsliðinu. — 1 D A G lék ísl. liðið annan kappleik sinn í Færeyjaförinni og fór hann fram í Þórshöfn sem hinn fyrsti. Var nú leikið gegn úrvalsliði Þórshafnar og fóru leikar svo að íslenzka liðið sigraði með 5 mörkum gegn 1. í hálfleik stóðu leikar svo að ísl. liðið hafði skorað 4 mörk gegn engu. Helgason frá ísafirði fjórða mark íslands og voru falleg- ar stöðuskiptingar undirbún- -jr Færeyingar betri en síðast Færeyska liðið var í þessum leik betra en í landsleiknum á dögunum. Sóttu Færeyingarnir fast í upphafi leiksins þó þeir fengu ekki skorað. Misstu þeir smám saman tökin á leiknum og ekki bætti það úr skák fyrir Fær eyingunum að þeir skoruðu snemma mark hjá sjálfum sér. Framherjarnir skiptast á , að skora En þá komust framherjarn- ir íslenzku „í gang“ og skor- aði Högni Gunnlaugsson Kefla vík á 23. mín., Guðmundur Óskarsson á 35. mín. eftir að Högni hafði sent fallega fyr- ir færeyska markið. Tveim mín. fyrir hlé skoraði Björn ingur þess marks. Er um stundarfjórðungur var af síðari hálfleik skoraði Baldur Scheving fimmta mark Islands og stóð lengi 5 gegn 0. En rétt fyrir leikslok tókst h. útherja Færeyinga Torstein Magnussyni að koma knettinum í mark ís- lands. Hann var nú sem í lands- leiknum áberandi bezti maður færeyska liðsins. í liði íslands áttu beztan leik Helgi Hannesson, Björn Helga- son og Baldur Scheving. Síðasti leikurinn í förinni fer fram á morgun, laugardag. Leik- menn biðja allir fyrir kveðjur heim og eru við beztu lieilsu. — Kormákr. M eisíaramótiö í frjálsum íþróttum MEISTARAMÓT íslands (aðal- hluti) og Kvennameistaramót ís- lands í frjálsum íþróttum fer fram dagana 9. til 11. ágúst 1959. Allar keppnisgreinar fara fram á Laugardalsvellinum í Reykja- vik, en óráðið er þó enn hvort sleggjukast fari þar fram eða ekki. ★ Þátttökutilkynningar skulu vera komnar í hendur fram- kvæmdarnefndar mótsins, póst- hólfi 1099, í síðasta lagi þriðju- daginn 4. ágúst kl. 18.00. Jafn- framt skal fyrir sama tíma til- kynna hver sé fyrirliði hvers keppendahóps félags eða héraðs- sambands). ★ Laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00 skulu fyrirliðar, stjómendur keppnisgreina og aðrir helstu Starfsmenn mótsins, mæta á fund arstað Frjálsíþróttasambandsins Grundarstíg 2. Mun þeim þar verða skýrt nánar frá fram- kvæmd mótsins í einstökum at- riðum. Þá verður þar og dregið um riðla, um brautir, stökk- og kastraðir fyrir keppnina á sunnu- dag. ★ Nafnakall fer fram 10 mín. fyr- ir auglýstan.keppnistíma. Kepp- endur verða ekki boðaðir til keppni um hátalarakerfi. Nafna- kallið fer fram við miðdyr gengt leikvelli. Skulu keppendur ávalt ganga tun þær dyr, að og frá leikvelli. Á gaddaskóm er bann- að að ganga innanhúss. ★ Sex menn eru í öllum úrslitum, nema grindahlaupum fimm (vegna vöntunar á grindum), og jafnvel fjórir í sleggjukastH af óviðráðanlegum ástæðum. í öllum riðlahlaupum (ncma grindahl.) flytjast þrir fyrstu menn úr hverjum riðli upp í næsta hlaup á eftir. Þrir fyrstu menn í hverri grein hljóta verð- laun. Skulu þeir mæta hjá leik- stjórn þegar að aflokinni hverri úrslitakeppni. Keppnisgreinar fyrir hvern dag eru þannig: 9. ágúst: Hlaup, 200 m, 800 m, 5000 m, 400 m gr.hl. hástökk, langstökk, kúluvarp og spjót- kast. Fyrir konur: 100 m hlaup, hástökk og kúluvarp. ¥ 10. ágúst: Hlaup: 100 m, 400 m, 1500 m, 110 m gr.hl., kringlu- ■kast, sleggjukast, þrístclkk og stangarstökk. Fyrir konur: 80 m gr.hl., kringlukast og 4x100 m boðhlaup. 11. ágúst: Fimmtarþraut, 4x100 m og 4x400 m boðhlaup og 3000 m hindrunarhlaup. Fyrir konur: 200 m hlaup, langstökk og spjót- kast. Reykjavík, 17. júlí 1959 f framkvæmdanefnd mótsins, Guðmundur Sigurjónsson, Einar Kristjánsson, Jóhannes Sölva- son. — Krúsjeff Framhald af bls. 1. ríkast af öllu væri þó að efna til fundar með þeim Krúsjeff og Eisenhower einum saman. Er hér um gamalt herbragð Rússa að ræða, sem hafa reynt að koma tortryggni inn hjá Bretum og Frökkum um að Bandaríkjamenn muni leysa vandamál heimsins án þeirrar íhlutunar. Von Brentano utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands átti í morgun fund með Christian Herter. Hann skoraði á *Hert- er að varast það á síðustu dög- um Genfarráðstefnunnar, að láta nokkuð undan Russum í Berlínarmálinu. Lagði Brent- ano áherzlu á það, að allur réttur og sanngirni væri með Vesturveldunum í þessari deilu. Varast yrði stöðuga árásarhyggju Rússa og Vest- urveldin mætti ekki láta neinn bilbug á sér finna. Sér- staklega bað von Brentano Herter um að hafna tillögu Rússa um fækkun í hernáms- liði Vesturveldanna í Berlín. Józkt úrvol vann KR 5:1 KR-INGAR léku sinn fyrsta leik í Danmörku í fyrradag. Fór leikurinn fram í Frederiks havn og mættu KR-ingar þá úrvalsliði Jótlands en í því voru m.a. 7 af landsliðsmönn- um Dana. Leikar fóru svo að Jótarnir unnu með 5 gegn 1. Berlingske Tidende segir að KR-ingarnir hafi leikið betur en búizt var við. Hrósar blað- ið þeim fyrir stuttan samleik en segir að hann hafi liðið yfirdrifið og með því misst af marktækifærum. — Bókasýning Frh. af bls. 3 íslands í Lundúnum kom þeim á framfæri á staðnum. Sýningin var opnuð almenn- ingi 15. júl sl. og mun standa til 13. ágúst. í bréfi frá sendiráðinu í Lund- únum, þar sem skýrt er frá opn- un sýningarinnar, segir að ís- lenzku bókunum hafi verið /al- inn góður staður, og hafi þess orðið vart, að þær vektu tals- verða athygli sýningargesta. Menntamálaráðuneytið, Hraun i Oxnaúai. Konungur austfirzkra tjalla heimsóttur 10 daga ferð Ferðafélagsins á Snœfetl og á hreindýraslóðir FERÐAFÉLAG Islands ráðgerir 10 daga ferð austur á Brúarör- Grálúða veiddist út af Krísuvíkurbergi EINN af blaðamönnum Mbl. átti í fyrradag leið um Stokkseyri. Þá var vélbáturinn Hásteinn I. nýlega kominn úr róðri. Var búið að landa aflanum og byrjað að vinna úr honum í frystihúsinu. — Guðni Guðnason, sem verið hefur bátaformaður í 26 ár, sýndi blaðamanninum sjaldséðan fisk, sem veiðzt hafði í þessari veiði- för bátsins. Það var grálúða, eða svartspraka, eins og hún er köll- uð í „Fiskum“ Bjarna Sæmunds- sonar. Ennfremur sýndi Guðni blaðamanninum löngu, sem Svíar borða og heitir þá „Lútfisk“, enn- fremur talsvert af blálöngu, sem ekki er hægt að nýta og að sjálf- sögðu þorsk, einnig þykkvalúru og skarkola, sem Bretar eru svo sólgnir í, stórkjöftu eða öfug- kjöftu, eins og hún er stundum kölluð og þá var nokkuð af lang- lúru. — „Þetta var kallað óæti í 'mínu ungdæmi, en mér þykir hún bezti flatfiskurinn", sagði Guðni formaður. Grálúðan er afar sjaldgæfur fiskur við suðurströnd landsins og í „Fiskum" Bjarna, er þess getið að hún hafi einu sinni veiðzt í Faxaflóa. Þetta er djúp- Akranestrilhir AKRANESI, 31. júlí. — Þrír trillubátar reru í gær. Aflahæst- ur þeirra var Hagsæll, sem fékk 1000 kg. Ægir fékk 600 kg. afla og Björg 500 kg. Togarinn Akurey kemur hing- að í nótt af Nýfundnalandsmið- um. — Oldur. fiskur, eins og karfinn, sem lifir í köldum sjó á miklu dýpi. ★ Söltuð Hásteinn hafði verið með veið- arfæri sín undan Krísuvíkur- bergi. Það var búið að skera grá- lúðuna í tvennt og salta. Ekki var vitað hver yrði þess aðnjót- andi í plássinu að fá lúðuna til suðu í hádegismatinn, en eina leiðin til þess að nýta fiskinn er að salta hann, vegna þess hve feitur hann er. I hraðfrystihús- inu hitti blaðamaðurinn Zóphoní- as pétursson. Hann er búinn að eiga heima á Stokkseyri í tvo ára- tugi. Hann kvaðst einu sinni áð- ur hafa séð grálúðu sem veiðzt hafði á bát þaðan úr plássinu. Aftur á móti væri sér minnis- stæð grálúðan, sem veiddist á bát, sem kaupmenn áttu norður á Þórshöfn fyrir mörgum árum. Þeir voru gráðugir í hana, sagði Zóphonías, og hló við, en þegar þeir voru búnir að bragða á henni hafði glansinn fljótlega farið af, því svo feit var hún, að hún var eins og bræðingur á bragðið! Þessi grálúða sem Hásteinn veiddi út af Krísuvíkurbjargi vóg 8 kg. Hún var svo feit í sárið að það stirndi á það, og það var líkast því, sem horft væri ofan í fulla dós af vasilíni. Risakarfinn var ferleg skepna. I frystihúsinu sögðust þeir aldrei hafa séð annan eins og sögðu að hann hefði vegið nær 10 kg. — Þeir kváðust ekki hafa heyrt um svo stóran karfa fyrr, og spurðu blaðamanninn, sem sagðist ekki heldur vita þess dæmi. — Það mun líklega vera eins dæmi, að svo þungur karfi hafi veiðzt. Humarveiðin er sæmileg. — Höfðu hraðfrystihúeinu borizt um 90 tonn á fjórum dögum. æf: og um sérkennllegustu ó- byggðasvæði norðan lands. Lagt verður af stað 8. ágúst og ekið um byggðir norður — og farið hratt yfir. Að kvöldi þess 9. verður komið að Brú á efri Jök- uldal. Næsta dag haldið inn á Krafnkelsdal og síðan ekið um hálendið í átt að Snæfelli — tigo arlegasta og hæsta fjalli Austur- lands. Gengið verður á fjallið, ef veður leyfir. Á þessum slóð- um eru heimkynni hreindýranna. Verður dvalizt þar í 2—3 daga, Þaðan verður síðan haldið vest- ur á Mývatnsöræfi, ekið norður með Jökulsá á Fjöllum, að Detti fossi, síðan gegnum endilangar Hólmatungur — eitt yndislegasta svæði^ íslands og tjaldað við Hljóðakletta eða í Vesturdal, í töfralundum bjarka og blóma, en engin heiði á landinu er svo fagurgróin. Síðan haldið vestur sveitir um sinn, þar til komið er vestur fyrir Blöndu. Þá er lagt inn á hálendið á ný og stefna tekin suður Kúluheiði og á Kjalveg. Hér gefst fólki kostur á að sjá og kynnast öræfum Austurlands, víðlendum og svipmiklum og svo óbyggðunum um r iðbik Islands kringum tvo stærstu jökla á því svæði. Auk þess flestum fegurstu stöðum í Þingeyjarsýslum. Þetta verður fyrsta ökuferð Ferðafélags íslands inn á Aust- urlandsöræfin og mun ýmsa fýsa að tryggja sér þátttöku í henni í tíma. Kjalvegur — Kúluheiði — fyrir Skarð Þá hefst sama dag, 8. ágúst, önnur ferð Ferðafélags íslands. Er það fimm daga ferð norður í Skagafjörð, þvert ýfir hálendið. Fyrsta dag verður farið á Hvera velli með viðkomu í Hvítárnesi. 2. dag ekið um Kúluheiði, norður í Svínadal, um Vatnsskarð og Skagafjörð til Sauðárkróks. Gist í tjöldum í Sævarlandsvík bak við Tindastól. 3. dag ekið norður Skaga — um Ketubjörg og um- hverfis nesið inn Skagaströnd um Blönduós. Gist inn í VatnsdaL 4. dag ekið vestur á Miðfjarðar- háls og umhverfis Vatnsnes. Gist í Hindisvík. 5. dag um Holtavörðu heiði og Kaldadal til Reykjavík-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.