Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. ágúsf 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Sigríður K Jóhannsdóttir Minning í DAG verður frú Sigríður Krist- ín Jóhannsdóttir Stóru-Sandvík í Flóa jarðsett frá Stokkseyrar- kirkju. Sigríður var fædd á Stokkseyri 16. apríl árið 1873. Foreldrar henn ar voru Jóhann Diðrik Adólfsson frá Stokkseyri, en hann var dótt ursonur Jóns ríka í Móhúsum, en móðir Sigríðar var Sigríður Jóns dóttir frá Loftsstöðum og var hún dótturdóttir Jóns í Móhús- um, en hann var þekktur fjár- afla- og athafnamaður á Stokks- eyri á sinni tíð. Sigríður í Sandvík missti föður sinn þegar hún var á öðru ári, og fluttist þá með móður sinni og bróður að Oddgeirshólum í Flóa og þar ólst hún upp. Sigríður giftist jarðskjálftaárið 1896 Hannesi Magnússyni frá Stóru-Sandvík. Hannes var mik- ill reglu- og dugnaðarmaður og var sambúð þeirra hjóna beggja hamingja og farsæl. Hannes and aðist fyrir aldur fram árið 1925 rúmlega hálf sextugur. Sigríður og Hannes eignuðust 14 börn, tvö þeirra dóu ung, en 12 komust upp, og eru öll þau börn mikið mannval. Þegar maður stendur yfir gröf gamallar konu, sem var meira en hálfníræð að aldri, finnst manni eðlilegt að dagsverkinu væri lok- ið og leiðin gengin til enda, en ég veit ekki hvort við gerum okkur það Ijóst, að þegar við kveðjum elstu kynslóðina í landinu, þá hafa orðið þáttaskil í sögu lands og þjóðar. Þetta fólk var fætt til þess að bjarga sér með sömu tækj um til lands og sjávar, eins og kynslóðirnar í hundruðir ára. Moldarbaðstofan var heimili þess og sulturinn og kuldinn höfuðó- vinir þess. Líf þessa gamla fólks var ganga frá aldagömlu basli og harðrétti til bjartari og betri tíma. Þegar þau Sigríður og Hannes byrjuðu búskap í gömlu moldar- baðstofunni í Sandvík 1896 geri ég ekki ráð fyrir því, að þau hafi haft hugboð um það, að húsfreyj an með börnum sínum ættu eftir að byggja á jörðinni eitt stærsta og vandaðasta íbúðarhús í sveit á íslandi. Hús sem er um 220 fer- metrar að flatarmáli, kjallari og tvær hæðir og ris. í þessu húsi eru fjórar íbúðir en risið er inn- réttað eins og gamla baðstofan í Sandvík var, rúm meðfram súð- inni og þiljur úr panel. Þar uppi hafa verið haldin búnaðarnám- skeið og guðsþjónustur. Þar hefur fólk sveitarinnar komið saman til gléðskapar og annarra mann- funda. Þar var rausn og höfðings skapur meiri en annarsstaðar. Fyrir matvæli var gerður sérstak ur frystiklefi, en húsið hitað með rafmagni. Ósennilegt tel ég að túnið í Sandvík hafi gefið af sér meira en eitt eða tvö kýrfóður árið 1896, en á síðasta ári var þar töðufall á þriðja þúsund hestar. Sigriður hafði búsforráð í Sand vík til síðustu stundar, en í Stóru- Sandvík er rekinn einskonar sam yrkjubúskapur, þar sem ræktun og heyskapur er sameiginlegt hjá öllum búunum en hver hefir arð af sínum skepnum. Auk þessa mikla búskapar sem hér hefir verið getið, er þar rekinn iðnaður í stórum stíl og einnig eiga þeir Sandvíkurmenn hlutdeild í út- gerð. Sigríður hafíii fengið í sinn arfahlut nokkrar jarðir og var talin rík heimasæta, en þrátt fyrir það varð að vinna hörðum höndum til þess að sjá heimilinu svo stóru sem það var, farborða. Hannes maður hennar stundaði sjó ó Eyrarbakka og Stokkséyri á vetrum, fór hann þá oft eftir róð ur, heim til starfs og eftirlits, og gekk þá 9 kílómetra leið, en und ir dögun hljóp hann sömu leið aftur og enginn vissi til þess að hann missti róður vegna þess að hann kæmi of seint til skips. Augljóst er, að allt það, sem gert hefu'r 'verið í Stóru-Sandvík hefir krafist mikillar vinnu og hygginda. Börnin öll stóðu við hlið móður sinnar í hinni merku uppbyggingu sem einn maður, og er sú samheldni og samvinna til mikillar fyrirmyndar. Þó tel ég að forustan hafi að mestu hvílt á herðum elsta sonar ins Ara Páls, sem var landsþekkt ur dugnaðarmaður í bænda- stétt, en . féll skyndilega frá fyrir fjórum árum, varð bráð- kvaddur við störf heima í Sandvík hálf sextugur að aldri. Að honum var mikill mannskaði. Hann var hugsjónamaður og brautryðjandi á ýmsum sviðum. Ein af fyrstu súgþurrkur.artækj- um á landinu voru sett í hlöðuna í Sandvík. Á Sandvíkurheimil- inu dvöldu alltaf bróðir Hannes- ar, Magnús og kona hans Katrín Þorvarðardóttir. Þau unnu heim ilinu af allri getu og voru börn- unum sem beztu xoreldrar. Katr- ín lifir enn, og er henm missir Sigríðar sár og mikill. Einn hálf bróðir átti Sigríður á lífi í Reykjavík, en það er Jóhann Ög- mundur Oddsson, Sigríður var mikil starfs- og eljukona, Vinnan var henni lífið sjálft. Ég hefi alltaf litið á Sandvíkur- fólkið sem einskonar aðal í al- þýðustétt sökum mannkosta þess og dugnaðar og líf Sigríðar var á marga lund sigurganga en ham- ingja hennar var mest í hennar mikla barnaláni. Þeim, sem guðirnir eru góðir, gefa þeir hægt andlát. Sigríður fylgdi tengdasyni sínum Finn- boga Sigurðssyni bankafltr. til grafar á Eyrarbakka laugardag- inn 25. júlí. Um kvöldið lagðist hún í hvílu sína eins og vant var, þreytt eftir önn dagsins. Morgun- inn eftir þegar að var komið lá hún örend í rúmi sínu. Kaleikur langrar ~legu og þrauta hafði henni ekki verið réttur. Það er kórónan á lífið að kveðja það svona. Ég samhryggist börnum og öðr um ástvinum Sigríðar á skilnað- arstundinni, en minningin um mikilhæfa konu mildar þeim tregan. Aron Guðbrandsson Kvebja til Kristjáns Hjaltasonar frá Pétri Hjartarsyni (d. 11. 7. ’59.) Sviplegt gerist finnst mér flest fljótt til heljar leiðin liggur lúinn, sjúkur vinur tryggur jarðlífs þeim er sólin setzt. Kveðjustundin komin er vinir kveðja grannann góða gott sem öllum vildi bjóða og aldrei hlífa sjálfum sér. Hjartað veika er hætt að slá auð er sæng og sessinn líka, sálin þín af góðvild ríka betri mun nú bústað fá. Vildir bæta bræðrahag kunnir ræðu létta að laga löngum öðrum vel að haga þráðir sól og sumardag. Þökk og virðing votta hér, þeir, sem nutu þeirra gæða þeirra stígur bæn til hæða, að friður drottins fylgi þér. L. B. Málflutningsskrifstofa Ei.,ui B. Guðknundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pcti rsson Aðalstræti 6, III. Hæð. Simar 12002 — 13202 — 13Ó02. I H.U1* erlausnin VIKURFÉLAGIÐ" Hörður Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skj alaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Austurstræti 14, sími 10332, heima 35673. Vörubifreið Fjögurra tonna Volvo, árg. 1947, til sýnis og sölu að Nökkvavogi 39 kl. 11—14 í dag, sími 32393. Ketill Vil kaupa notaðan gufuketil að stærð frá 12—20 m með eða án brennara. Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. merkt: „Ketill 15—9140“. . ; - _ ‘' ■ . . ‘ i ^ 's ■ » ‘ -.*■ M U N 1 Ð að taka með yður i sumarleyfið bókina í SYNDAFENI Eftír ERSKINE CALDWELL metsöluhufund Ameríku. .. Matráðskona Matráðskonu vantar í veiðiskála um 3ja vikna tíma Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 4. ágúst, merkt: „Ráðskona — 9143“. Hef opnað tannlækningastofu að Grettisgötu 62. (inng. frá Barónsstíg) sími 18541 Heima 16231 Viðtalstími kl. 9—12 og 2—6 laugardaga 9—12 GUÐMUNDUE OLAFSSON, tannlæknir Hötel Borg Kalt borð í dag kl. 12—2 og 7—9. Dansað til kl. 11,30. Vérð kr. 35/- " TIV0LI' * Fjiiíúreitt hátiMöld verua íTívolí um verzlunarmannahelgina Mjög fjölbreytt hátíðahöld verða í Tívolí- garðinum um verzlunarmannahelgina — Garðurinn verður opinn á sunnudag frá kl. 2 til kl. 1 eftir miðnætti og á mánudag frá kl. 3 til kl. 2 eftir miðnætti — í kvöld verður garðurinn opinn frá kl. 8 s.d. Meðal hinna fjölbreyttu skemmtiatriða verður: Viggo Sparr fraegasti töframaður á Norðurlöndum sýnir hin ótrúlegustu töfrabrögð. Scandinavisk Cabarett: Carlsen, Nissen, Jensen, Brynjólfsdóttir og fl. sýna: — Hnífakast, saga í sundur kvenmann og alls kyns töfrabrögð Klovn- númer og fl. Fimleikaflokkur úr KR sýnir áhaldaleikfimi á svif- rá og fl. Sigríður Geirsdóttir „Fegurðardrottning íslands 1959 syngur sænsk, frönsk og íslenzk lög. % Kappróður á vindsængum yfir Tívolítjörnina. Dans á palli á sunnudags- og mánudagskvöld, Hljómsveit Magnúsar Randrups. — Aðgangur að pallinum ókeypis. Flugeldasýning á mánudagskvöld. Ferðir verða frá Miðbæjarbarnaskólanum með' S.V.R. Skemmtitæki garðsins verða opin alla dagana. Fjölbreyttar veitingar við allra hæfi. — TlVOLl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.