Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 15
L.augar3agur 1. ágúst 1959 MORGUNBL 4Ð1Ð 15 Mínar beztu þakkir, sendi ég ykkur öllum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 21. júlí s.l. Arndís Þorsteinsdóttir, Syðri-Hömrum Mínar beztu þakkir, færi ég ykkur öllum, sem glöddu mig á 75 ára afmælisdaginn. Þórunn Símonardóttir, Kleppsvegi 54 Hjartanlegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs afmæl- inu. Guð blessi ykkur öll. Marta Brynjólfsdóttir, Kolsholtshelli. Lokað Vegna jarðarfarar Sigríðar Kr. Jóhannsdóttur Stóru- Sandvík, verður verzlun og verkstæði okkar lokað I dag, laugardag 1. ágúst. Rafvélaverkstæðið V O L T I Lokað í dag vegna jarðarfarar Grœnmetisverzlun landbúnaðarins Móðir mín GUÐRtJN ÁGUSTA JÓNSDÓTTIR Lézt að Elliheimilinu Grund aðfaranótt 31. júlí. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Haraidur Guðmundsson LEIFUR JÓNASSON frá Öxney andaðist 24. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 10 f.h. Aðstandendur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, HELGA SIGURÐSSONAR Arnargötu 10. Þökkum sérstaklega læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsliði Bæjarspítalans. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. — Alþingi Framh. af bls. 2. Þórarinn Þórarinsson flutti frumræðu sína á þingi við þetta tækifæri. Sagði hann m.a., að þjóðin hefði ekki fengið nægan tíma til að íhuga málið og lagði ríka áherzlu á, að með breyting- unni vildu Sjálfstæðismenn skerða rétt strjálbýlisins. Taldi Þórarinn að breytingin mundi verða til þess að auka áhrif Sjálf stæðisflokksins á stjóm þjóðmál- anna, en slíkt yrði einungis til óheilla. Farsælast yrði að efla Framsóknarflokkinn, sem sannað hefði ágæti sitt með frammistöðu flokksins í vinstri stjórninni. — Það er slík stefna, sem Fram- sóknarflokkurinn mun beita sér fyrir á komandi árum, sagði ræðumaður. Ágúst Þorvaldsson taldi hlut- fallskosningar ekki hafa gefizt eins vel á Norðurlöndum og fylgismenn kjördæmabreytingar- innar vildu vera láta, enaa væru einmenningskjördæmi mun heppi legri. Þegar hann hafði lokið máli sínu var umræðu frestað og fundi slitið, en afgreiðsla málslns mun halda áfram á þingfundi á þriðju daginn. ITraunnibbur í Mývatnssveit (vetrarmynd). Lengsta Örœfaferðin GUÐMUNDUR Jónasson undir- býr nú hópferð að Öskju lengstu ferð inn á öræfin sem yfirleitt er farin. Hefur hann farið svip- *aða leið 1951, nema hvað núna verður einaig farið í Hvanna- lindir. Þangað var farið í fyrsta sinn á bílum 1 fyrra. Leiðin sem farin verður er þessi. Héðan ekið sem leið liggur í Landmannalaugar, þá að Veiði- vötnum í Jökuldal við Tungnfeils jökul og um Vonarskarð. Þá verð ur haldið austur yfir Ódáða- hraun, en þá leið fór Guðmundur fyrstur manna, og í Hvannalindir, Öskju, að Herðubreið og í Herðu- breiðarlindir. Loks verður farið að Dettifossi, Ásbyrgi og Mývatns sveit og til Reykjavíkur um Auð- kúluheiði. Ferðin tekur 16 daga, en þeir sem eru tímabundnir munu fara styttri leið heim, eftir að komið er í byggð og vera 14 daga í ferðinni. — Ný sfyriöld Framh. af bls. 2. hana eftir stuttan bardaga. For- ingi stöðvarinnar var felldur en hermenn hans ýmist felldir eða handteknir. Fregnir herma, að herlið kommúnista sé vel þjálfað og búið fulkomnum vopnum, jafn- vel litlum fallbyssum. Telur stjórn Laos ugglaust að komm- únistastjórnin í Norður Vietnam hafi að öllu leyti séð um að vopna herliðið og þjálfa það til innrásar. Indlandsforseti rekur kommúnista í Keraía Nýju Dehli, 31. júlí — (Reuter). RAJANDRA PRASAD, for- seti Indlands, svipti héraðs- stjórn kommúnista í Kerala í dag öllum völdum. Samtímis rauf hann héraðsþingið og ákvað að halda skyldi nýjar kosningar til þess eins fljótt og unnt væri. Forsetinn mun sjálfur taka að áér stjórn héraðsins og fela hana sérstökum héraðs- stjóra. Þar til nýtt héraðsþing hefur komið saman mun þjóðþing Indlands gegna hlutverki þess í málefnum héraðsins. Ófær til stjórnar Valdasvipting héraðsstjórnar- innar var ákveðin í samræmi við 356 gr. indversku stjórnarskrár- innar, sem heimilar forseta Ind- lands, að taka til sinna ráða, þegar stjórn einhvers héraðsins er ófær um að annast löglega stjórn eða hefur brotið stjórnar- skrá lýðveldisins. Prasad forseti segir í yfirlýs- Ingu sinni, að hann hafi komizt að því eftir ýtarlega athugun á ákvæðum stjórnarskrárinnar, að ekki hafi verið komizt hjá því að beita þessu ákvæði stjórnar- skrárinnar. Samþykki þjóð- þingsins þarf fyrir þessari ákvörð un forsetans. Það mun koma sam an á mánudaginn og mun það án efa samþykkja aðgerðirnar. — Leikurinn Framh. af bls. 2. sín. Hann hafði verið með sex ára dreng og telpu, sem einnig áttu heima við Hjarðarhaga. Ekki hafði lögreglunni þó verið tilkynnt um að þessi litlu börn væru ekki komin heim. Nixon undirbýr sína þýðingarmestu ræðu MOSKVU, 31. júlí. (Reuter). — Richard Nixon varaforseti Banda rikjanna sneri í dag aftur til Moskvu úr fjögurra daga ferð til Síberiu. Hann ætlaöi að taka sér frí í kvöld til þess að semja útvarps- og sjónvarpsræðu til rússnesku þjóðarinnar, er útvarp að verður seinni hluta laugar- dagsins. Nixon hefur látið í það skína, að hann telji þessa ræðu ein- hverja þýðingarmestu ræðu, sem hann hefur nokkru sinni flutt. Hann mun ræða um sambúð Bandarikjamanna og Rússa og verður vafalaust ómyrkur í máli um heimsvandamálin. Bíða menn ræðunnar með mikilli eftirvænt- ingu. Á síðasta degi Síberíu-ferðar- innar heimsótti Nixon kjarnorku ver í bænum Bylóyarsk í Úral- fjöllum. Iðjuver þetta er í bygg- ingu. Þar voru 3000 manns starf andi, en enginn kjarnorkuofn- anna var kominn á sinn stað. Er varla búizt við að orkuverið taki til starfa fyrr en 1961, en þá á það að geta framleitt 200 þúsund kílóvött af rafmagni. Rússlandsheimsókn Nixons iýk ur á sunnudaginn. Hún hefur þá staðið í 10 daga. í bakaleiðinni ætlar Nixon að koma við í Var- sjá. Mun hann dveljast þar tvo daga í opinberri heimsókn. Mótmælaalda fólksins Með þessari ákvörðun hefur fyrsta og eina héraðsstjórn komm únista í Indlandi verið svipt völdum. Hún hefur verið við völd í Kerala í 2 ár og 4 mánuði, en kjörtímabil hennar var 5 ár. Valda^viptingin er afleiðing mót- mælaöldu, sem hafizt hefur upp í héraðinu gegn ógnarstjórn kommúnista. í tvo mánuði hefur athafnalíf héraðsins verið lamað. Þjóðin hefur risið upp gegn kommúnistum og krafizt þess, að þeir vikju frá völdum. Ráðherrar kommúnista dvöld- ust í stjórnarskrifstofum Kerala fram til kl. 6 síðdegis. Þá komu fulltrúar forsetastjórnarinnar. Gengu kommúnistar þá út og fóru valdaskiptin fram í ró og spekt. i Ástandið í Kerala virðist þegar rólegra, þótt andstæðingar komm únista hyggist efna til mikillar sigurhátíðar um helgina. Viggo Sparr einn frægasti töframaður á Norðurlöndum er kominn hingað til Iands og skemmtir í Tivoli um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.