Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 12
MnnnTnsm aðið Laugardagur 1. ágúst 1959 ÍZ Afríku einmitt heita „Naut á þakinu?“ — f>á voru komnir í vínstofuna margir gestir, sem komið höfðu af dansleiknum. Her mann settist við borðið, sem var ætlað honum. Þetta borð, sem var ætlað tveimur, stóð rétt hjá sviði, sem var upplýst að neðanfrá og þar sem hálfklæddar stúlkur sýndu danslistir, Þær ætluðu ein- mitt að fara að sýna móttöku hjá sólkonunginum Lúðvík XIV. við tóna hljómsveitarinnar. íburður- inn í hinum skrautlegu krinólín- um þeirra og hinu glitrandi hár- skrauti átti að láta það gleymast, að við hlið sólkonungsins gekk fólk varla hálfnakið. Enda þótt Hermann hefði fyrir löngu ákveðið að panta flösku af „Veuve Cliquot", sökkti hann sér samt niður í vínseðilinn. Honum leiddist að láta líta svo út, að hann hefði áhuga á dansmeyjun- um. Hann var vanur að gagnrýna borgara, sem höfðu gaman af slík um „sýningum“. Það róaði hann reyndar að vissu leyti, að svo margir fullkomlega virðingar- verðir karlar og konur sáu ekk- ert athugavert við að horfa á stúlkurnar ,sem gengu framhjá hvað eftir annað. Hann þekkti tvo sendiherra með konum sínum, for stjóra vöruhúsasambands og meira að segja háttsettan embætt ismann. Vera myndi að minnsta kosti geta talizt þeim megin og hún gæti dáðst að nokkrum bún- ingum frá hirðdansleiknum. Hann var að hugsa um Leopold ville. Hann hafði farið þangað þrisvar í erindum fyrirtækis síns. Þar hafði hann líka kynnst Dela- porte. í Leopoldville var líka „Naut á þakinu“. Þar voru mörg þess kyns húsakynni. Eitt þeirra hét „Perroquet". Hann hafði oft komið í „Perroquet“. En það var í Leopoldville, í miðju Kongó. í Leopoldville átti hann ekkert heimili, enga fjölskyldu, enga kunningja og enga viðskiptavini. í Afríku var hann ónógur sjálf- um sér, eins og hann hefði skilið betri hlutann af sjálfum sér eftir í gömlu Evrópu. Hann vildi ekki hugsa um vínstofuna í Leopold- ville, ekki einu sinni hérna í næturklúbb í Briissel. Loksins stóð Vera í dyrunum. Hann gekk hratt til hennar og leiddi hana að borðinu. Hann gerði það hnakkakerríur, eins og hann vildi segja: Ég kem í mesta lagi með konunni minni á svona stað. Hann gerði það líka með stolti eiginmannsins, því honum þótti gaman að aðdáuninni í svip fólksins, er það horfði á Veru. Hún var töfrandi á að líta. Hún var í síðum, hvítum kvöldkjól með Brússeloddum kringum háls- i málið. Oddarnir- gerðu það að verkum, að meira bar á þvi, hve húðin, sem þeir áttu að hylja, var hvít. Hún hafði greitt hárið þétt að höfðinu og lét tízkuna lönd og leið. Hún skipti í miðjunni og festi hárið í hnút á höfðinu líkt og gerist hjá unglingsstúlltum. Hún gekk hnarreist og bar sig þannig, að hún virtist hærri og grennri én hún var. Augu hennar voru ljósgræn með bláieitum blæ. Hún virti róleg fyrir sér dans- sviðið og stúlkurnar, sem nú gengu yfir sviðið í bláu, rauðu, rósrauðu, grænu og fjólubláu ljósi. „Ég er kominn fyrir hálfri stundu", sagði Hermann. „Hvernig var það?“ „Töluvert ófrjálslegt þú hefir ekki misst af neinu“. „Hittir þú Delaporte?" „Já. Við áttum mjög athyglis- vert samtal“. Hún tók naumast eftir því, sem gerðist á glersviðinu. „Það hlýtur að vera margt fólk hérna af dansleiknum“, sagði hún. „Já, og ennþá fleiri, sem hafa sótt heimssýninguna fyrir for- vitnissakir. Næstu vikurnar geng ur það vel hjá veitingahúsinu". Hann benti á vínstúkuna, þar sem var hálfrökkur. Þar sátu einung- is karlmenn. „Þeir munu auðvit- að aðeins segja konunum sínum heima frá dásemdum sýningar- skálanna“. Hún tók ekki undir hina háðslegu athugasemd hans. Hann tók eftir því, áð hún var annars hugar. Var hún móðguð af því, að hún komst ekki með honum á hirðdansleikinn? Það var ekki líkt Veru. „Delaporte hefir gert mér til- boð“, sagði hann. „Hverskonar tilboð?“ sagði hún og dreypti á glasinu. „Mjög girnilegt tilboð. Fjár- hagslega — og líka að öðru leyti. En af því myndi reyndar leiða, að við yrðum að flytja til Leopold- ville". „Og samningurinn þinn?“ „Hann myndi losa mig við hann“. Hún svaraði engu. Hvernig var ástatt um hana? Hún var vön að hafa áhuga á öllu, sem að einhverju leyti varð- aði gengi hans. Þau höfðu nú ver ið gift í tólf ár. í næsta mánuði urðu það tólf ár. Þau Vera höfðu hitzt einu ári eftir flótta hans. Hún var þá tvitug. Hún hafði misst foreldra sína í styrjöldinni og var einmana í Berlír. eins og hann. Þau höfðu komið sér á- fram saman, fet fyrir fet. Margt hafði breytzt síðan á þeim dög- um, sem þeim fannst vera dagar \ hinnar miklu ástar. En eitt hafði ekki breytzt. Hann gat íalað um allt við Veru. Ráð hennar voru honum ómissándi. Þær ákvarðan- ir einar voru góðar, sefn þau höfðu tekið saman. Var Vera sú sama, hvort þau fluttu til Kongó eða ekki? „Það er um ófyrirsjáanlega möguleika að ræða“, tók hann aft ur til máls ósjálfrátt ákafari. „Það er langt frá, að það sé búið að tæma úranið í Kongó. Dela port býður mér stöðu yfirverk- fræðings. Ég þyrfti ekki að standa neinum skil. Hann vill þar að auki gera mig að hluthafa.“ Hann minntist ekki neitt á Ad- am Sewe. „Hefir þú tekið tilboðinu?“ spurðl hú». „Nei — ég varð að tala um það við þig. Það er ekki einfalt mál að taka upp heimili og taka börnin úr skólanum, enda þótt það séu ágætir skólar í Leopold- ville“. Hann roðnaði. Frá barns- aldri var honum það til óþæg- inda, að hann roðnaði stundum að ástæðulausu. Nú roðnaði hann vegna þess, að hann nefndi börn- in í augsýn slöngudansmeyjarlnn ar með gegnsæju slæðuna, sem var að sýna listir sínar á pallin- LEIPZIG er viðskipta miðstöð austurs og vesturs KAUPSTIFNAW í LEIPZIG 30. ágúst til 6. september 1959. Alþjóðlegt framboð allskonar neyzluvara. Góðar flugsamgöngur — Niðursett fargjöld jpi með járnbrautum. Upplýsingar fást hjá öllum alþjóðlegum ferðaskrifstofum. Kaupstefnuskírteini og fyrirgreiðslu veitir: KAUPSTEFNAN-REYJAVÍK, Lækjargötu 6 a. — Símar 1-15-76 og 3-25-64 Upplýsingar og miðlun viðskiptasambanda veitir: Leipziger Messeamt. Hainstr. 18a. Leipzig Cl. Deutsche Demokratische Republik .íi&lii 1 Við höfum verið beðnir að útvega Afgieiðslumann og tvær nfgreiðslustúlkur í tízkuverzlun. Eingöngu reglusamt og traust fólk kemur til greina. Skriflegar umsóknir er greini fyrri störf, heimilis- fang og símanúmer sendist Endurskoðunarskrifstofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar og Ragnars Á. Magnús- sonar Klapparstíg 16 (Box 1076). Upplýsingar ekki gefnar í síma. a r i ú á 1) Sjáið þér til, Maikús — ég verð að finna þessa gimsteina, og ég er bara að reyna að glöggva j mig á því, hvernig þo: hafa get- I að horfið. Ég skil — og mér væri það sörm ánægja, ef ég gæti hjálpað yður, segir Markús. 2) Munduð þér vilja fylgja mér á slysstaðinn? Ég vildi gjarna lit ast þar um. Það er býsna erfið ferð. 3) Ég hugsa, að ég hafi það, segir Ríkarður. Ætli ég geti feng- ið lánuð einhver föt til ferðar- innar? Sjálfsagt. um. Þetta voru ekki húsakynni fyrir heimilisföður. „Hvenær ætlar þú að gefa hon- um svar þitt?“ spurði hún. Hún virtist ekki hafa áhuga á dans- leiksbúningum gestanna. „Á morgun", svaraði hann. „Við etum með honum". „Ég hélt, að hann færi aftur á morgun". Það var tortryggni í rómnum. Hann var ekki_vanur tortryggni. „Hann verður kyrr, til þess að bíða eftir svari mínu“, sagði hann. Hann vonaði, að hún mynöi nú koma með spurningar. Hún spurði einskis. Fyrsti hluti skemmtiskrárinnar var búi nn. Þjónarnir helltu kampavíni í glösin og kepptust við að tæma flöskurnar svo fljótt sem unnt var. Duglegir heimilisfeður, þess ir þjónar, hugsaði Hermann. Á hverri nóttu halda þeir heim til sinna óbrotnu smáborgaraheimila frá þessari íburðarmiklu drykkju stofu. Stúlkurnar, sem höfðu kona ið fyrstar fram á dansgólfinu, komu nú í kvöldbúningi og sett- ust meðal gestanna. Hinir háu stólar við afgreiðsluborðið tæmd- ust. Iíeimssýningargestir settust við borð, sem enn voru auð, hjá dansmeyj unum. Þjónarnir óku kapmavínsílát- unum til þeirra. Loksins dirfðist Hermann a8 bera fram ákveðna spurningu. „Er eitthvað að þér, elskan mín? Þú ....“ „Hvað ..?“ „Ég veit það ekki. Þú lítur Ijómandi vel út, en ....“ „En hvað ..?“ „Þú ert svo undarleg“. Hún horfði ekki á hann. Hún virtist vera að horfa á eldri mann, kjólklæddan, sem hafði sezt við borð hjá tveim veitingastúlkum. önnur þeirra stóð þegar upp og fór. Allt í einu sagði hún: „Ég vissi ekki, að þú ættir- bróður“. Þetta var eins og árás úr laun- sátri. Nú horfði hún í augu hon- um. Hin grænu augu horfðu rann sakandi inn í hin nærsýnu, brúnu augu bak við gleraugun. „Anton?“ sagði hann. „Hvað áttir þú að vita um Anton?“ „Að minnsta kosti það, að hann er til“. „Ef til vill er hann ekki lengur til. Sennilega er hann ekki lengur til“. „En hann er til. Ég hef fundið mynd af honum". „Hefir þú verið að gramsa í mínum hlutum?“ Þetta var varnarárás þess, sem ráðist er á. Hún dró upp augabrýrnar. „Ég var að koma okkar per- sónulegu bréfum í röð og reglu. Þá kom ljósmynd af úngum, þýzkum flugmanni upp í hend- urnar á mér. Á afturhliðinni var kveðja til þín. Það hlýtur að hafa verið stríðsmynd, frá Afríku. Hún hikaði. „Er hann fallinn?“ í ergilegum róm var svarað: „Hvernig á ég að vita það? Hvernig á nokkur að vita, hvað er orðið um Anton?“ „Hefir fjölskyldan ekki skipt sér af honum?" SHUtvarpiö Laugardagur 1. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.00 Umferðar þáttur (Gestur Þorgrímsson) 14. 15 „Laugardagslögin“ — (16.00 Fréttir og tilkynningar). 19.30 Samsöngur: Leikbræður syngja. 20,30 Upplestur: „Hálendingur í heimsókn", smásaga eftir Willi- am Saroyan, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Guðmundur Páls- son leikari). 20.55 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir dæg urlagahöfundinn Hoagy Carmic hael. Leikrit: „Dansinn okkar“ eftir Peder Sjögren. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.