Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 3
SunnuÆagur 2. águst 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 3 Samkeppnin um Grœnlandsflugið verður hörð, en við höfum góða að- stöðu —segir Birgir Þórhallsson hjá Flugfélaginu — ÞVÍ er ekki að leyna, að við erum ekkert sérlega ánægðir með að hafa fengið þarna nýjan keppinaut, sagði Birgir Þórhallsson, yfirmað- ur utanlandsflugs Flugfélags- ins, er Mbl. innti hann í gær eftir viðbrögðum Flugfélags- ins gegn nýja danska flugfé- laginu, sem stofnað hefur verið til þess að ná Græn- Iandsfluginu af Flugfélagi íslands. — En það er ekki þar með sagt að við höfum missi af Grænlands fluginu, sem nú er orðið si-,ar þáttur í rekstri félagsins. Á und- an förnum árum hafa flugmenn okkar öðlazt mikla reynzhi í Grænlandsflugi — og ég veit, að okkar dönsku viðskiptamönnum þykir gott að eiga hana í bak- höndinni, sagði Birgir — og 'ielt ófram: — Þar að auki tel ég, að við höfum mjög sterka aðstöðu til samkeppni við hið nýja félag — á verðgrundvelli. Samskiptin v:ð okkar dönsku viðskiptamenn hafa verið þannig, að ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en við sitjum fyrir um flugið, ef við getum boðið hagstæðari samn inga. SAS hefur t. d. haft áhuga á einstökum samningum, en við höfum jafnan boðið betur — og því setið fyrir. Enda þótt nýr danskur aðili komi til sögunnar tel ég ekki að við séum þar *neð útilokaðir. ★ — Hins vegar verður sam- keppnin geysihörð. Þetta nýja félag er ekki stofnað með aðild BOAC, eins og blaðið sagði í dag, heldur er hér um að ræða lítið brezkt félag, sem heitir „Over- seas“ og á þessar tvær umræddu Argonaut-flugvélar. Þetta félag hefur „lifað“ á ferðamannaflutningum ,aðallega til Miðjarðarhafsins. Það hefur ekki haldið uppi áætlunarflugi, heldur farið leiguferðir fyrir ferðaskrifstofur og aðra slika að- ila. Það er ekki fjársterkt að því er ég bezt veit. Þess vegna mun það gera allt, sem það getur til þess, að ná hinum hagstæðu Grænlandsflugum — og gera lægri tilboð en SAS. ★ — Flestir okkar samningar um Grænlandsflug renna út um ára- mótin, en í ár förum við eitthvað um hundrað ferðir til Grænlands — og margar eru beint á milli Kaupmannahafnar og staða á Grænlandi. — Það er í rauninni ekkert meginatriði að fara þessi flug frá ísland og ég geri ekki ráð fyrir að þó þetta danska fé- lag næði samningunum að ein- hverju leyti, að það þyrfti að koma sér upp bækistöðvum á ís- landi. En í einstöku tilfellum er góð aðstaða á íslandi ómetanleg, sérstaklega að vetrarlagi, þegar allra veðra er von, sagði Birgir að lokum. Sr. Öskar J. Þorláksson: Störf og ábyrgð „Oss ber að vinna verk þess, sem sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar eng- inn getur unnið. (Jóh.9.4—5)‘* Það er í eðli hvers manns að vilja starfa, þetta sjáum við hjá Telpan fannst í HÁDEGISÚTVARPINU í gær var lýst eftir 4 ára telpu, sem farið hafði út úr bilreið í mið- bænum og týnzt. Skv. upplýsing- um frá lögreglunni var telpan komin í leitirnar strax nokkr- um andartökum áður en tilkynn- ingin var lesin. Skákmótið i Sviþjóð Bjartur dagur tyrir ísland Fréttabréf frá Inga R. Jóh. í SKÁK minni við S. From tókst mér að skapa örlítið for- skot í þumbaralegu af- brigði af Kóngsindverskri vörn og ukust yfirburðir stöð- unnar, þar til yfir lauk. Ólaf- ur fékk snemma betra tafl gegn andstæðing sínum og fórnaði biskup á r^ttu augna- bliki til þess að gera út um b^ráttuna. í skák sinni við Jón Þorsteinsson varð Björn sleginn skákblindu og lék af sér manni, (ath. Það er reynt að láta landana tefla saman í fyrstu umferðinni) og gaf án frekari baráttu. Jón Hálfdánarson var tvímæla- laust maður dagsins, bæði vegna þess að hann er yngsti þátttakandinn og einnig tefldi hann skák sína í falleg- um sóknarstíl sem vakti verðskuldaða athygli allra. Innrás í Evrópu Mormónar ganga hús úr húsi í Þýzkalandi HVÍTT: Jón Hálfdánarson. SVART: I. Nielsen, Danmörk. Sikileyjar-vörn 1. e4, c5, 2. Rf3, Rc6, 3. d4, cxd4, 4. Rxd4, g6, 5. Rc3, Bg7, 6. Be3, Rf6, 7.Bc4, a6? 8. 0—0, d6, 9. Khl? Bd7, 10. Bb3, b5, 11. a3, Hc 8, 12. Rd5!?, Rxe4? 13. Rxb5!, Rc5 (Ef 13. .. axd5, 14. Bb6, Hc7, 15. Rxc7f) — (Ef 13.....0—0, 14. Bb6, De8, 15. Rbc7 og vinnur skiptamun). 14. Bxc5, dxc5, 15. Rxe7!! Yfir þessum leik geta stórmeistarar verið stoltir! 15....axb5. Ef 15.....Dxe7, 16. Rd6xKf8, 17. Hel með vinningsstöðu. 16. Rxc8, Dxc8, 17. Helf, Be6. 18. Bxe6, fxe6, 19. Dd6, Rd8. 20. He3, Bd4, Betra var Hf8. 21. Hf3, Dc6, 22. DbS! Ke7, 23. c3, Bg7, 24. Hdl, Rb7, 25. Df4, Hf8, 26. Dh4f, Ke8, 27. Hfd3, Dc7, 28. Dxh7, Hxf2, 29. Dg8f, Hf8, 30. Dxe6f, Dc7, 31. Dxe7. — Gefið. — Það er leitun á 12 ára sveini, sem teflir betur. — HVÍTT: Ingi R. Jóh. SVART: S. From. Kóngsindversk vörn. 1. c4, Rf6, 2. Rc3, g6, 3. e4, e5, 4. Rf3, d6, 5. d4, Rbd7, 6. Be2, Bg7, 7. 0—0, 0—0, 8. Hel, c6, 9. Hbl, Rg4f 10. dxe5! (Ef 11. h3, d4, 12. Rxd4, Rxf2! 13. Kxf2, Dh4f með vinningsstöðu). — 10.....dxe5, 11. h3, Rh6, 12. b3, De7, 13. b4, Hd8, 14. Da4, f6, 15. b5, Rb6, 16. Da5, Be6, 17. bxc6, bxcl, 18. c5, Rd7 (Ef 18. . Rc4, 19. Da6!, 0—0, Hb4). 19. Ba3, Rf8 20. Da6!, De8, 21. Hfdl, R7, 22. Hxd8, Rxd8, 22. Rd2!, Dd7, 24. Rc4f 5? (Betra var 24. .. Dc7). 25.Rb6, axb6, 26. Dxa8, Dd4, 27. exb6! Dxc3, 28. Dxd8, Bxa2, 29. b7, Bxbl, 30. b8D, Dxa3 31. Dxbl. — Gefið. — 1. R. Jóh. BONN, 1. ágúst. — Mormónar hafa nú eflt mjög trúboð sitt í Evrópu. Sérstaklega hafa þeir ráðizt til atlögu í einu héraði Þýzkalands, Neðra Saxlandi. Þangað hefur nú streymt her- skari af ungum stúdentum frá höfuðborg Mormóna Saltvatns- borg í Bandaríkjunum. Þeir fara skipulega um héraðið og boða mönnum mormónatrú. í bæjum og borgum koma þeir jafnvel í hvert einasta hús. Samtök mormóna hafa óskað eftir leyfi til þess að byggja al- þjóðaháskóla í miðaldaborginni Celle á Lúneborgarheiði. Stjórn trúflokksins hefur þegar veitt 30 milljónir þýzkra marka til fram- kvæmdanna, en borgarstjórnin í Celle er í efa um, hvort hún eigi að veita byggingarleyfi, vegna vegna þess að skóli þessi eigi fremur að vera trúboðsstöð en eiginlegur háskóli. Innrás mormóna í Neðra Sax- land hefur verið svo öflug, að fjöldi fólks hefur tekið trúna, einkum þó ungar konur. Hafa stjórnendur lúthersku kirkjunn- ar hrokkið upp við þetta og hef- ur Lilje biskup í Hannover gef- ið út bækling þar sem hann varar við mormónum. í heftinu segir biskupinn að mormónatrú sé sorglegur hræri- grautur af kristindóm, heiðni, gyðingdóm og múhameðstrú. Hann segir að mormónar hafi lagt niður fjölkvæni, en haldi áfram að útbreiða kenningar spámanna sinna. Hvar sem þeir starfa, hvort sem það er við vís- indi eða viðskipti noti þeir tæki- færið til að útbreiða kenningarn- ar. Síðan segir biskupinn: — Við erum á annarri skoðun en kaþólskir menn, en getum þó rætt við þá um trúarmálefni. Við mormóna er hinsvegar ekki hægt að ræða. Þeir þykjast leggja mik- ið upp úr því sem í biblíunni stendur, en ef þeim er bent á viss orð biblíunnar, sem þeir brjóta, þá vitna þeir á móti til eigin spámanna og sinna undarlegu vitrana. Fridagur verzlunarmanna Alltaf er „kókinn“ góffur „ ... og þessum herramanni finnst áreiðanlega gott aff búffirnar skuli ekki vera lokaffar mikiff oftar á ári. börnunum, sem eru önnum kafin alla daga við leiki, sem oftast eru ekki annað en ímyndun hinna daglegu starfa fullorðna fólksins. Og þar sem starfslöngunin er horfin, þar er lífið eðli sínu fjær. Og þegar menn geta ekki starfað, vegna vanheilsu eða fá ekki verk að vinna, þá eru menn eins og slitnir úr, tengslum við lífið. Sumarið er hinn mikli starfs- tími fólksins í þessu landi. Bæði til sjávar og sveita er unnið af kappi, því að sumarið er stutt, og margvísleg tæki eru notuð, til þess að létta fólki störfin og gera þau árangursríkari. Og það er á- nægjulegt að ferðast um landið og sjá þær miklu framfarir, sem orðið hafa hér hin síðari ár. En hver er svo tilgangurinn með störfum vor mannanna? Til hvers áetlast Guð af oss í hinum daglegu störfum lífsins? Er ekki ástæða til þess að hugsa um þetta, þegar vér reynum að gera oss grein fyrir þessum veiga mikla þætti mannlegs lífs? Hin frumstæðasta hvöt manns- ins til starfa er að afla sér lífs- viðurværis og lífsþæginda. En auk þess eru margar aðrar hvatir, sem geta legið þar til grundvallar svo sem löngun til að prýða um- hverfi sitt, skapa listræn vérð- mæti, verða öðrum til hjálpar og gera félagslífið bjartara og betra. Sum störf liggja aðallega á sviði hins verklega, en önnur á sviði hins andlega lífs, en oft helzt þetta tvennt í hendur í full komnu samræmi. II. Jesús Kristur leit svo á, að Guð hefði sent hvern og einn til sinna daglegu starfa og sjálfur mat hann ekki störf mannanna eftir því, hvort þau væru há eða lág í heimsins augum, heldur eftir þeirri trúmennsku, sem menn legðu í störfin og hvort þau mið- uðu að því að gera mannlífið bjartara og betra. Oft líta menn á störf sín, sem tilgangslaust strit og erfiði, og auðvitað má haga þeim þannig, að þau séu lítið annað en strit og þrældómur. Þeir, sem aldrei unna sér hvíldar og ge'u sér lítinn tíma til að auðga anda sinn og hafa það eitt fyrir tak- •mark í lífinu að safna tímanleg- um verðmætum, þeir misskilja al gjörlega hlutverk sitt í tilver- unni. „Því hvað mun það stoða mann inn, þótt hann eignist allan heim inn, en fyrirgjöri sál sinni.“ (Matt.16.26). Hinn tímanlegu verðmæti verða alcrei neitt tak- mark í tilverunni iieidur aðeins tæki, sem nota ber til góðs í líf inu. „Maðurinn lifir 'ökki á brauði einu saman heldur á sérhverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. Þetta er gamall sannleik- ur, sem vér megum aldrei gleyma í vélaskrölti nútímans og kapp- hlaupi vor mannanna um lífsþæg indi. Vér verðum að gefa oss tíma til hvíldar, trúariðkana og helgistunda. Allir kannast við hið gamla boðorð: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan“. Hvað skyldu margir á voru landi, sem raunverulega halda hvíldsrdag- inn heilagann? Allt of margir nota hvíldardaginn til venjulegra starfa eða líta á hann sem al- mennan frídag, en gleyma að hann á að vera helgidagur fyrst og fremst. Til 'þess að oss þyki vænt um störfin, sem vér vinnum, þúrfum vér að unna oss hvíldar, og til þess að störfin hafi gildi fyrir oss þurfum vér að minnast þeirrar ábyrgðar, sem vér berum á lífi voru fyrir Guði. Vér vitum ekki, hve lengi vér fáum að starfa hér í heimi. En Guði séu þakkir fyrir hvern dag, sem vér lifum, nvert starf, sem vér vinnum og hverja stund, sem helguð er samfélaginu við hann. Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.