Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Sunrstóagur 2. águst 1959“ mtMafrifr Ctg.: H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaruands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRJÁLS VERZLUN ER ÞJÓÐAR- NAUDSYN ESS er hollt að minnast nú, er verzlunarfólk um land allt heldur frídag sinn,! að hagur íslenzku þjóðariniiar j hefur á öllum tímum mjög verið háður verzlunarárferði hennar. Meðan verzlunin var reyrð'í viðj- ar einokunar og ófrelsis ríkti kyrrstaða og fátækt í landinu. Fólkið stritaði við bág lífskjör og aðstaða þess til þess að nytia gæði landsins — var öll hin erf- iðasta. Bændur áttu þess engan kost að eignast verkfæri til þess að rækta landið eða vinna venju- leg störf, og snæri fékst varla í færi eða lóð til þess að hægt væri að draga fisk úr sjó. f>jóðin var ofurseld einokun, sem hafði það markmið eitt að auðga fámennar klíkur meðal yfirþjóðarinnar Það var vissulega engin til- viljun að vitrustu og framsýn- ustu menn í hópi íslendinga lögðu höfuðáherzlu á að ieysa af þjóð sinni fjötra verzlunar- einokunarinnar, gera viðskipti hennar frjáls við allar þjóðir og skapa innlenda verzlunar- stétt. Bjarmi af nýjum degi Þegar þetta hafði tekizt, þégar þjóðin gat snúizt að því að taka verzlunina í eigin hendur í vax- andi mæli, var bjarmi af nýjum degi þegar á lofti. íslendingar eygðu nú möguleika til þess að nytja land sitt betur en áður, og afla sér nýrra tækja til sjálfs- bjargar. Nýjum og stærri bátum var ýtt úr vör, þilskipin leystu árabátana af hólmi og vélbáta'-nir og togararnir tóku að skapa þarn arð, sem rann í vasa þjóðarinr.ar sjálfrar til uppbyggingar hinu vanrækta íslenzka þjóðfélagi. Bændurnir fengu nú einnig tæki- færi til þess að hefja ræktun landsins og bæta afkomu sína. Þannig leysti verzlunarfrelsið krafta þjóðarinnar úr læðingi á öllum sviðum. Arðurinn af verzl- uninni rann ekki lengur út úr landinu. Innlend verzlunarsiétt óx upp og vann að því af þrótti og dugnaði að afla þjóðinni nauð- synja hennar og selja fram- leiðslu hennar á erlendum mörk- uðum. íslenzkir kaupmenn og kaup- félög áttu þannig ríkan þátt í sókn þjóðarinnar fyrir efnahags- legri viðreisn, jafnhliða því sem sókninni í sjálfstæðisbaráttunni var haldið áfram. Þetta eru staðreyndir úr ís- lenzkri sögu, sem allir Islending- ar þekkja og viðurkenna. Sama nauðsyn og áður En enda þótt það sé staðreynd, að verzlunarófrelsið hafði nær orðið íslenzku þjóðinni að áldur- tila, og þrátt fyrir það, að allir viðurkenna að verzlunarfre.sið gerði henni mögulegt að rísa úr öskustónni, eru þó ennþá t'l menn á íslandi, sem brestur mjög skilning á gildi frjálsra viðskipta. Þær raddir heyrast. iðulega að æskilegt sé að verzlunin sé í hönd um sem fæstra aðila, jafnvjl að hagsmunir almennings séu bezt tryggðir með því að ein verziun sé í hverju héraði. Þeir menr., sem þessu halda fram telja einnig að innflutningshöft og nefnda- og ráðavald yfir verzluninni sé al- menningi hagkvæmara heldur en frjáls innflutningur og sam- keppni margra aðila um viðskipti fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei aðhyllst þessa skoðun. Hann hefur ævinlega haldið því fram, að sömu nauðsyn bæri til þess nú og áður að verzlunin væri frjáls. Hann hefur bent á, að bezta tryggingin fjrir lágu vöru- verði sé frjáls samkeppni mvlU einkaverzlana og félagsverzlana, þannig að almenningur hefði sem bezta aðstöðu til þess að velja og hafna, gera kaup sín hjá þeim, sem beztar vörur býðu? og /ið sem lægstu verði. Þetta leiðir einnig af eðli máls- ins. Ef öll verzlun væri í hönd- uni eins auðhrings,, myndi slíkum aðila, hvort sem um væri að ræða félagsverzlun eða einkaverzlun, skapast möguleikar til þess að setja almenningi úrslitakosti um vöruverð og alla þjónustu. Eng- um hugsandi manni getur til hug- ar komið að slíkt verzlunarfyrir- komulag væri þjóðinni hag- kvæmt. Verzlunin í dag Því fer víðs fjarri að verzlun og viðskipti séu í dag eins frjáls og óhindruð og æskilegt væri. Af verðbólguástandi undanfarinna ára hafa leitt margskonar höft og hindranir á vegi eðlilegra við skiptahátta. Útflutningsverzlun þjóðarinnar ér á marga vegu alltof háð vöruskiptum, sem einnig hafa það í för með sér, að þjóðin hefur ekki aðstöðu til þess að afla nauðsynja sinna og gera innkaup þar sem henni eru þau’ hagkvæmust. Erfiðleikarnir í verzlunarmálunum eru einn þáttur efnahagsvandamálsins við hina almennu lausn þeirra. Stefnan í þessum málum hlýtur í höfuðdráttum að verða sú, að þjóðin freisti þess að framleiða sem mest til út- flutnings og skapi sér þannig möguleika til þess að geta keypt nauðsynjar sínar óhindr að, og síðan haldið uppi frjálsri verzlun og riðskipt- um í landinu á grundvelli frjálsrar samkeppni. Mikið veltuf á að skilningur þjóðarinnar verði sem almenn- astur á nauðsyn þessarar stefnu. Þau vandamál, sem nú steðja að íslenzkri verzlun og viðskiptalífi verða aldrei leyst með höftum og nefnda- og ráðavaldi. Þvert á móti verða allir frjálslyndir menn, hvaða verzlunarform, sem þeir aðhyllast, að sameinast um það að örva framtak þjóðarinnar til aukinnar framleiðslu og frjálsra viðskipta. Með því er í senn goldin þakkarskuld við þá dugmiklu verzlunarstétt, sem átti ríkan þátt í efnahagslegri viðreisn á slandi, og afkoma al- mennings tryggð. úgnvaldur í umferðinni einir í „slríðinu”. — Lögreglaa tekur í sama streng. Yfirmaður umferðarlögregl- unnar í Kaupmannahöfn segir stutt og laggott: — Ef það hefði verið á mínu valdi, væri búið að banna stóru bifhjólin fyrir löngu. * Og ástæðurnar eru tilgreindar með fáum en skýrum orðum: Ilættuiegustu farartæki t um- ferðinni. í DANMÖRKU virðist nú notað hina aflmiklu vél farar- tækis síns. vera að vakna hreyfing í þá átt að gera hin stóru óg hrað- fara bifhjól útlæg úr umferð- inni. Allháværar raddir hafa heyrzt í þessa átt meðal lækna, lögreglan tekur í sama streng, pg almenningur virð- ist þess yfirleitt hvetjandi, að slíkar ráðstafanir verði gerð- ar. — Blaðið birti fyrir skömmu hugleiðingar um þetta efni, og er eftirfarandi lauslega þýtt og stytt úr því. ★ í sjúkrahúsum landsins eru hundruð kornungra manna sem eru hlekkjaðir við hjólastólinn um lengri eða skemmri tíma — I margir ævilangt, vonlausir um Enginn önnur farartæki lenda jafnoft í árekstrum og slysum — miðað við fjölda þeirra. — Dauðaslys eða alvarleg slösun eru tiltölulega tíðari meðal bif- hjóamannanna en annarra, sem í umferðarslysum lenda. — Af þeim fórnstrlömbum umferðar- Læknar í Danmö'rku segja stóru bifhjólunum stríð á hendur, og lógreglan styður þá ★ Hin stóru bifhjól eiga litlum vinsældum að fagna meðal al- mennngs. Þau eru hávaðasöm í meira lagi og valda ýmsum vegfarendum óþægindum. Þeim er yfirleitt ekið óhóflega hratt, og slys eru mjög tíð. — Þau eiga sem sagt formælendur fáa, og er ekki fjarri lagi að segja, að almenningsálitið sé að rísa gegn þeim. „Það ætti að banna þau“ Slysaskýrslur eru öfiugasta vitn ið gegn stóru bifhjólunum. Og það er eflaust á grundvelli þeirra, sem ritið „Ugeskrift for Læger“ segir nýlega fullum fetum: „Það ætti að banna þau“. — Og það er einmitt álit meirihluta lækna, að það sé bæði hægt og eigi að banna stóru bifhjólin. Meginorsök þessarar stríðsyfir lýsingar mun sem sagt vera, hve sorglega algengt það er, að ungir og hraustir menn hljóti ævilöng örkuml af völdum slysa við akst ur bifhjóla. — Þótt sagt sé frá slíkum slysum í fréttum, er al- menningur furðu fljótúr að vgleyma — fréttin í dag vill skyggja á þá, sem flutt var í gær. En læknar geta varla gleymt því þegar þeir þurfa kannski dag eftir dag að gera að sárum og bein- brotum hinna ungu, hraðasjúku bifhjólamanna. v ★ — Það er vissulega hryggilegt, segja þeir, að þurfa að horfa á unga menn, sem verið hafa hraust ir og heilbrigðir bíða ævilöng örkuml, aðeins af því, að þeir af ungæðisskap og hugsunarleysi, eða ölvaðir af hraðaþrá, hafa mis að geta nokkru sinni framar stig ið í fæturna og notið lífsinh eins- og annað fólk. — Hin stóru, hraðfara bifhjól eru beinlínis hættuleg í umferð inni, segir Esther Ammundsen, borgarlæknir. Þeim er því miður oft ekið með óhóflegum hraða, og ef slys ber að höndum á slíkri ferð, verður það undantekninga- laust alvarlegs eðlis. Bíði öku- maðurinn ekki bana, verður af- leiðingin vanalega meiri eða minni bæklun, og oftar en hitt ná menn sér aldrei til fulls eftir slík slys. Unga fólkið hrifst af liraða og hávaða. Það er engu líkara en hraði og hávaði höfði til einhverra sér- stakra eiginda hjá mörgu ungu fólki — einhvers, sem það hefir þó ekki vald yfir. — En bæði hrað inn og hávaðinn, sem virðist vera ökumanninum til svo mikill ar ánægju, hafa einnig aðra hlið, sem fyrst og fremst snýr að með bræðrum þeirra. Ferlegar drun- ur hinna aflmiklu. bifhjóla eru mörgum manninum hreinasta þol raun — og hraðinn stofnar fleir um en ökumönnunum sjálfum í bráða hættu. — Ég get að sjálf- sögðu ekki fullyrt, hvort unnt er að §vo stöddu að gera stóru bif- hjólin algerlega útlæg úr land- inu, en ég hygg, að mjög mikill hluti borgaranna mundi fagna slíkri ráðstöfun. — Og einu er óhætt að slá föstu — ef þessar „hraðófreskjur" væru ekki til, væru áreiðanlega miklu minna um unga, örkumla menn í landi okkar. ★ Og læknarnir standa ekki slysanna, sem hljóta meiri eða minni örkuml, eru ökumenn bif hjóla í miklum meirihluta, mið- að við fjölda. — Stóru bifhjól- in eru tvímælalaust hættuleg- ustu farartækin í umferðinni — og hættan tvöfaldast, þegar ungir og óharðnaðir menn sitja við stýrið. En sú er oftast raun in. Hraðinn býður hættunni heim, og hávaðinn veldur mörgu fólki miklum óþægindum. Það má því ganga út frá því sem vísu, að allur almenningur mundi taka því með þökkum, ef þessir ógnvaldar umíerðarinn- ar hlytu algeran útlegðardóm. Hafa VARAÐ við hættunni Lögreglan getur ekki bannað mönnum að eiga og nota bif- ' M. Læknamir ekki heldur. En t iir aðilar geta varað við ___tunni á áhrifaríkan hátt — vitnað til biturrar reynslu, hvor á sínu sviði. Og það hefir líka ver- gert. — Meirihluti almennings virðist standa við hlið lækna og lögreglu í þessu mál. Og hvi skyldi þá ekki látið til skarar skríða, þegar það er líka ljóst, að slíkt væri hinum ungu, hraða- sjúku ökumönnum fyrir beztu? Málið liggur ljóst fyrir, og má draga niðurstöðurnar saman í fá orð: — Við getum — og eigum að gera stóru bifhjólin útlæg úr land inu, segja læknarnir. — Burt með þaiu! segir lögregl- an. — Fáir mundu sakna þeirra, segir „maðurinn á götunni". Og ungu mennirnir í hjólastól- unum, fórnardýr hraðasýkinnar — hvað leggja þeir til málanna? Á því leikur víst lítill vafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.