Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 13
Sunnu'dagur 2. ágúst’ 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Sagt er að ef maður vilji vita hvernig ungu stúlkurnar verði, þá sé bezt að líta á mömmur þeirra. Hér eru mömmur tveggja frægra kvenna, þeirra Zsa Zsa Gabor og söngkonunnar Fdlk Maria Jvfenghini-Callas. Frú Gab- or býr með hinum fögru dætrum sínum þremur og lifir kóngaiífi. Hún getur m.a. veitt sér það að kaupa skartgripi, eins og myndin sýnir. Afgreiðslustúlkan er móð- ir Mariu Callas. Sagt er að þegar hún bað hina frægu og ríku dótt- ur sína um 100 dali, þá hafi sú síðarnefnda .svarað: — Þú gelur unnið fyrir þeim. >ú ert enn nægi lega ung til að vinna. ¥ Harry S. Truman, fyrrv. for- seti Bandaríkjanna, hlýtur að vera allra slungnasti náungi. Þeg- ar vinur h a n s bauð honum upp á eitt staup snemma morg- uns s v a r a ð i hann. — Ég hefi gert mér það að reglu að drekka aldrei dropa fyr- ir- hádegi — e hvað um það, einhvers staðar í heiminum hlýtur þó að vera komið fram yfir hádegi. Franski rithöf-j undurinn Marc- el Ashard var ný iega tekinn í töiu hinna „ódauð-' legu akademíu- m a n n a “. Þá spurði vinur hans hvort það ! h e f ð i nokkum fjárhagslegan vhagnað í för með sér og Achard svaraði: — Tja, ég veit ekki hvað skal segja. Sem einn af þeim ódauð- legu fæ ég nú víst aðeins 60.000 franka á ári — og ekki borðar maður lengi neinn lúxusmat fyr ir það. En þess ber að gæta, að ennþá hefur enginn ódauðlegur dáið úr sulti. Það er bót í máli að manni er þó alltaf boðið í ótal veizlur, svo að ef maður ekki gætir sín, þá getur vel farið svo að maður haldi ekki áfram að vera ódauðlegur lengi. i fréttumim í SiöUSTU kvöldsólargeislunum, kallar ljósmyndarinn þessa mynd af Sir Windston Churchill. Gamli maðurinn er sýnilega dálítið þreyttur, en ber höfuðið hátt, þar sem hann stendur í geislum kvöldsólarinnar á þrepunum á landsetri sínu í Kent og tekur kveðju þúsunda manna, sem hafa safnazt þar saman til að láta hann vita, að hann er ekki gleymdur. Þessari mynd smellti blaðaljós- myndari af, þegar Lady Churchill var önnum - kafin við að laga manninn sinn til, svo að fötin fari nú vel á honum og hann taki sig vel út á myndunum þegar tugir ljósmyndara færu að flykkjast að honum. Kaþólskar systur fylgjast með tímanum engu síður en aðrir. I Reykjavík eru þær búnar að taka bílinn í þjónustu sína og aka um göturnar, en á Nýju Guineu eru þær komnar enn lengra. Þar hafa systurnar tekið flugvélina í þjón- ustu sína, eins og myndin sýnir. Á eyjunni hefur trúboðið 32 flug^ velli fyrir starfsemi sína og kem- ur það sér vel fyrir systurnar að fljúga sjálfar. Sagt er að yfir- völdum kirkjunnar lítist ekki meira en svo á þessar framfarir, einkum hinni æðstu stjórn henn- EFTIRFARANDI spil er frá heimsmeistarakeppninni milli Bandaríkjanna og ítalíu, sem fram fór í Neapel 1951. Spilið er einkár skemmtilegt og at- hyglisvert, einkum þó vegna sagnanna. Á öðru borðinu gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 tígull 2 spaðar 4 spaðar 5 hjörtu pass pass A Á K 7 V A K 5 3 ♦ 3 + K 9 7 6 3 A 6 * D G 8 4 »8642 S 32 ♦ KDIO V A y —. 7 5 N «98 * Á 10 5 +DG842 ♦ 10 9 5 V D G 10 9 7 ♦ Á G 6 4 2 ♦ — Bandaríkjamaðurinn Crawford var Vestur og opnaði í þriðju hendi. ítalinn Baroni, sem spil- ar eftir Marmik-kerfinu, var Norður og sagði 2 spaða. Þessi sögn þýðir, að hann sé sterkur í þeim litum (hjarta og laufi), sem ósagðir voru. Austur, sem var kunnugur kerfinu, sagði 4 spaða til að hindra frekari upp- lýsingar milli andstæðinganna, en treysti þó um leið á að byrj- unin hjá Crawford væri betri en hún var. Italanum Franco, sem var Suður, kom alls ekki til hug- ar að styrkleiki Norðurs væri einnig í spaða og sagði því um- svifalaust 5 hjörtu, sem varð lokasögnin. Útspilið var tigull. — Augljóst er, að spilið vinnst allt- af, ef tigulásinn og spaðaásinn eru teknir og síðan víxltrompað. En Franco var af skiljanlegum ástæðum hræddur við að Austur myndi trompa yfir, ef hann reyndi að trompa tigul í borði. — Franco drap útspilið með ás, spilaði spaða og drap með ás, trompaði lauf heima, og lét því næst út spaða, sem Crawford trompaði og lét -síðan út tromp. Eftir þetta er spilið óvinnandi, en síðar í spilin^u var Crawford eitthvað annars hugar og gleymdi hvað var tromp og ætl- aði að trompa spaðakóng með tigul 7. Spilið vannst því og Ítalía fékk 450 fyrir það. Segja má, að þetta hafi verið allsögulegt, en á hinú borðinu kom einnig margt fyrir ekkhsíð- einkennilegt. Þar voru Bandaríkjamennirnir Stayman og Rapee Norður og Suður, en ítalirnir Ricci og Chiaradia Aust- ur og Vestur. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 2 spaðar pass 2 grönd dobl 3 lauf 4 hjörtu pass pass 4 spaðar pass 5 lauf 5 hjörtu pass pass dobl pass 6 lauf pass pass dobl pass pass pass Opnunin á 2 spöðum hjá Ricci þýðir veik spil. 2 grönd hjá Chiaradia biðja um annan lit og Stayman doblar til að gefa til kynna góð spil, og að ekki skuli taka of mikið mark á sögnum andstæðinganna. 4 spaðar hjá Ricci er hæpin sögn eftir pass hjá Vestur. Ekki er gott að segja hvers vegna Stayman doblar ekki 5 lauf og segir heldur 5 hjörtu, en sennilega hefir hann ætlað andstæðingunum að segja áfram. — Þegar Chiaradia doblar 5 hjörtu verður Ricci hræddur, spil hans líta ekki vel út sem varnarspil og segir 6 lauf, sem Stayman doblar. Árangurinn varð hins vegar ekki góður, því Bandaríkjamennirnir fengu 900 fyrir spilið á þessu borði, eða 450 á þessu spili netto. Er ósenni- legt að Crawford hafi komið það til hugar, þegar hann gaf ítöl- unum 5 hjörtu á hinu borðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.