Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 02.08.1959, Síða 19
Sunnudagur 2. ágúst 1959 MORCUNBL4ÐIÐ 19 Hildur Sigurðardótlir Fríverzlunarsvœðið gleymir smáríkjunum Minning | UNGUR drengur átti ég því láni að fagna að kynnast heimilinu í Strandhöfn í Vopnafirði. í>ar bjuggu þá Guðjón Jónsson og Hildur Sigurðardóttir. Var Guð- jóp seinni maður Hildar, en hún var áður gift Jósef, bróður hans, en hafði misst hann á bezta aldri 1903. Af börnum Jósefs og Hildar komust þrjú til fullorðins ára, Hilmar, Ingibjörg og Sigríður. Móðir mín Margrét K. Jóns- dóttir frá Hjarðarholti, og Hildur Sigurðardóttir húsfreyja í Strand höfn, voru miklar vinkonur allt frá æskuárum, frá námsárunum á Ytrieyjarskóla. Höfðu þær báð- ar átt þess kost að njóta kennslu frú Eiínar Briem, sem var for- stöðukona skólans. Má víða um ið rekja mnningarþræði frá þeim ágæta skóla. Hildur var auðfúsugestur á heimili foxeldra minna þá hún kom í kaupstaðarferð eða ann- arra erinda til Vopnafjarðar kauptúns. Faðir minn var þá verzlunarstjóri þar. Þegar ég var 15 ára fékk ég svo að vetrarlagi að fara til Strandhafnar, sem er ysti bær £ Vopnafirði að norðan- verðu. Guðjón og Hilmar, son- ur Hildar, komu þá í kaupstaðar- ferð með marga hesta og sleða, I að sækja korn til fóðurbætis, því | jarðlaust hafði verið lengi, snjór svo mikill að hvergi sást á dökk- — Aðalfundur Framh. af bls. 2. gengni á verkstæðum og brýnir fyrir þeim góðar umgengnisvenj ur. Þá hefur Iðnskólinn fyrir for- göngu F.L.R.H. og aðstoð oliu- félaganna haldið tvö nám- skeið í meðferð og viðgerðum olíukyndingartækja og sóttu þau 60 nemendur. Á síðastliðnu ári flutti félagið skrifstofu sína í húsakynni Meist arsambands byggingamanna í Þórshamri. Aðal áhugamál félagsins má gegja, að hafi um langan tíma verið að fá samþykktar breyt- ingar á löggildingarskilyrðum rafvirkjameistara í Reykjavík. Hefur verið unnið að máli þessu árum saman, en ekki hefur það fengið endanlega afgreiðslu enn þá, en vætanlega mun þess skammt að bíða. Norska rafvirkjameistarasam- bandið bauð F.L.R.R. að senda fulltrúa á 25 ára afmælismót sambandsins, semh aldið var í Osló í júní s.l. og sótti Sigurodd- ur Magnússon, rafvirkjameistari, mótið af hálfu F.L.R.R. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar félagsins og voru þeir samþykktir. Kjósa átti einn mann í aðal- stjórn félagsins og hlaut kosn- ingu Vilberg Guðmundsson. í varastjórn voru kjörnir Sig- uroddur Magnússon og Ólafur Jensen og á þar einnig sæti Finn ur B. Kristjánsson. Aðalstjórn félagsins skipa nú: Árni Brynjólfsson, formaður, Johan Rönning, gjaldkeri og Vil berg Guðmundsson, ritari. an díl. Við Hilmar urðum brátt góðir kunningjar, Hilmar nokkr- um árum eldri en ég og í mínum augum var hann þá sem full- þroska karlmaður, sem kunni að standa yfir fé, og skjóta bæði rjúpu og ref, og var hann mér þá strax sem stóri elskulegur eldri bróður og hefur svo verið ætíð síðan. í rúma viku dvaldi ég þá í Strandhöfn, og var margt ný- stárlegt að sjá fyrir kaupstaðar drenginn. Meðal annars var ég svo heppinn, að þessa viku rak óvenju mikið af tímbri og var oft mikið verk að bjarga þeim reka tryggilega á þurrt. Ilnnanhúss naut ég svo ástúðar og umhyggju Hildar, sam var mér sem móðir. Börn hennar mörg hafa svo oft dvalið langdvölum á heimili for- eldra minna. Hildur sendi þau til móður minnar, sem kenndi þeim að spila á orgel og dætrunum hannyrðir og eftir að foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur 1919 og börn Hildar og Guðjóns komu til náms, dvöldu þau oft hjá okk- ur, bæði Kristín nú ókvænt í Strandhöfn og Sigurður nú bæj- arfógeti á Ólafsfirði, þegar hann var við nám í háskólanum. Mesta ánægju var þó fyrir móður mína þegar húsmóðirin sjálf hún Hild- ur í Strandhöfn kom og dvaldi á heimilinu. Á þessu má glögt sjá að mikil og traust vinátta var á milli heimilanna. Svo líður tíminn, eftir fráfall Guðjóns 1949, tekur við búi í Strandhöfn Jósef sonur þeirra og kona hans Margrét Grímsdóttir og skömmu seinna Hjálmar yngsti sonurinn og hans kona, Rósa Ingvarsdóttir. Verður nú mikil breyting í Strandhöfn, stórt vandað hús er byggt fyrir báðar fjölskyldurnar. Vex nú upp ný kynslóð og njóta börnin ást- — Kaupmanna- hafnarbréf Framh. af bls. 6 verzlunarviðskipti og samvinnu í menningarmálum. En vilji rússneski forsætisráðherrann tala við okkur um utanríkismál okk- ar og aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu, þá munu dönsku ráðherrarnir láta afdráttarlaust í ljósi skoðun sína á sovétstjórn- inni og stefnu hennar. Þegar tilkynnt var frá Moskvu, að rúmlega 60 manns, þ.á.m. ráð herrar, sérfræðingar o. fl. yrðu í för með Krúsjeff, þá svaraði danska ríkisstjórnin að hún gæti ekki skilið nauðsyn þessa fjöl- menna föruneytis, þar sem eigin legar pólitískar viðræður um sér stök efni kæmu ekki til mála. í Rigaræðu sinni í júní fór Krúsjeff vinsamlegum orðum um skandínavisku þjóðarinnar. En þegar hann hélt ræðu í Szczecin (Stettin) þ. 17. júlí, var komið annað hljóð í strokkinn. Þetta var daginn áður en aíboðsorðsend ingin var afhent skandínavisku sendiherrunum í Moskvu. f Szczecinræðunni hótaði Krú- sjeff skandínavisku löndunum algerri tortímingu, ef þær eign- uðust kjarnorkuvopn. Rússar mundu þá, ef stríð skylli á, varpa kjarnorkusprengjum á þessi lönd. Nú ber þess að gæta, að þau kjarnorkuvopn, sem komið hefur til mála að skandínavisku löndin eignist, eru svo skammdræg, að ekki er hægt að nota þau til þess að senda kjarnorkusprengjur inn á rússnesk landsvæði. Þau eru eingöngu nothæf til varnar, en þýðingarmikill, ef landvarnirnar eiga að vera öflugar. „Krúsjeff hefur stundum talað um, að Norðurlönd ættu að vera „vígi friðarins", en þessi fögru orð geta ekki leynt áformum hans“, skrifar „Sydsvenska Dag- bladet". „Hann reynir að ógna Norðurlöndum til að vanrækja landvarnir sínar og byggja fram- tíð sína á tálvonum". Fáll Jónsson. ríks og umhyggju ömmunar góðu. Sjálfur stofna ég heimili og börn mín vaxa upp og á barnmarga heimilinu í Strandhöfn. Undir handleiðslu Hildar hafa tvær dætur mínar dvalið langdvölum, og ég get aldrei fullþakkað það, og þar hjá Hildi hefur lunderni þeirra mótast ekki hvað síst. Sjálfur hefi ég í seinni tíð nokkr- um sinnum komið til Strandhafn- ar og dvalið þar nokkra daga í senn, og alltaf var jafn ánægju- legt að dvelja þar og sjá að Hild- ur var umvafin kærleika barna sinna og tengdadætra og barna- barnanna mörgu. Ég minnist hér eins atviks, sem sýnir að allt var gjört til að gleðja gömlu húsmóðirina. Hildur hafði þá lengi legið rúmföst, svo var það einn dag að allir hestarnir höfðu verið reknir heím, og þar á meðal einn uppáhalds hryssa, sem átti mjög fallegt folald. Hjálmar gerir sér lítið fyrir, tek- ur folaldið £ fangið og heldur á því upp á loft og inn í herbergi mömmu sinnar, þannig gat hún líka fylgzt með málleysingjun- um á heimilinu. Hildur var stórbrotin_kona og óx við hverja raun, enda bar heimilið í Strandhöfn þess merki að hjá búendunum fór saman framsýni og fyrirhyggja, atorka og stjórnsemi ásamt góðvild til allra er þau áttu samskipti við. í Strandhöfn var byggð ein fyrsta vatnsrafstöð í Vopnafirði, árið 1926, og er enn í notkun, og ætíð var Hildur boðin og búin til hjálp ar, t. d. munu þau börn, sízt færri en hennar eigin, sem ólust uppp á Strandhofnarheimilinu um lengri eða skemmri tíma, alit frá bernzku til fullorðinsára. Uppskar Hildur vissulega í laun, eftir langt lífsstarf, ríkulega elsku barna sinna og fósturbarna. Hildur andaðist þann 28. júlí s.l. á 85 aldursári og var jarðsett s.l. mánudag 6. júlí. Blessuð sé minningin um þig Hildur og kæra kveðju flyt ég hér með stóra heimilinu í Strand- höfn. Skrifað 10. júlí að Kirkjubæj- arklaustri. Jón Björnsson málarameistari Laugartungu Ný vatnsæð fyrir Vesturbæ í hausl Á HAUSTI komanda hefjast fram kvæmdir við lagningu nýrrar vatr.sæðar fyrir Vesturbæinn og Seltjarnarnesið, og verður nýja æðin 24 þuml. víð eða helmingi víðari en sú gamla. Á fundi bæjarráðs á föstudag- inn var samþykkt að kaupa efn- ið í æðina frá Svíþjóð, en skv. upplýsingum Þórodds Th. Sig- urðssonar, vatnsveitustjóra, verð- ur hin nýja vatnsæð rúmlega 1700 metrar og mun pípurnar kosta um 1,3 millj. króna. Leiðslan mun liggja frá Landspítalanum vestur að Suðurgötu, þar sém hún verði tengd við kerfið, sem fyrir er. Vatnsveitustjóri kvað efnið í nýju æðina væntanlegt til lands- ins í september og stæðu því von- ir til að hægt yrði að byrja á lagningu hennar í október mán- uði. — Vöntun á læknum Framhald af bls. 1. lapn sjúkrahússlækna í Dan- mörku hækkuð verulega, en eng- in hækkun varð á launum þeirra í Grænlandi. Þá hafa mjög margir danskir læknar flutzt til Svíþjóð- ar þar sem læknar eru betur launaðir. ¥ Danska stjórnin býður Græn- landslæknum nú 22—39% launa- hækkun og hugleiðir jafnframt hvort ekki sé ráðlegt að leysa þá undan kvöðinni um að dvelj- ast a. m. k. tvö ár £ Grænlandi í senn. Þá benda stjórnarvöldin á hin mikilsverðu skattfríðindi í Grænlandi — og ívilnunina hvað viðkemur ferðakostnaði til og frá landinu. i DANSKA blaðið Börsen vekur nýlega athygli á ummælum hins hálfopinbera málgagns þýzku stjórnarinnar „Deutsche Korre- spondenz" varðandi hið nýja „Frí verzlunarsvæði.“ Þar er bent á mikilvægan mun GagnfræSaskóla- byggingu á Akra- nesi miðar vel AKRANESI, 31. júlí. — Unnið er af fullum krafti við byggingu hins nýja gagnfræðaskóla hér á Akranesi, og miðar byggingunni vel áfram. Eiga fjórar kennslu- stofur að vera tilbúnar til notk- unar strax í haust. Byrj að er nú að „fínpússa“ inn- an kennslustofurnar í vesturálmu hússins, við Vallholt. Einangrun er þar lokið, en einangrunarefnið er plastplötur 2 þumlunga þykk- ar, og vírnet strengt á. — Loftið verður ekki múrhúðað, en í þess stað klætt þar til gerðum trélist- um. Búið er að steypa neðri hæð annarrar álmu hússins, og nú eft- ir helgina verður byrjað að slá upp mótum fyrir efri hæð sömu álmu. — Yfirsmiður gagnfræða- skólabyggingarinnar er Halldór Bachmann, en múrarameistari er Engilbert Guðjónsson. — Oddur í skipulagi Evrópumarkaðsins og Fríverzlunarsvæðisins. Hann cr sá, að ríkin sex í EvrópUmarkaðn um hyggjast veita fátækari Evr- ópurkjum stórfelld uppbygging- ingarlán. En ríkin sjö í Fríverzl- unarsvæðinu ætla enga slíka byrði að leggja á sig. Þau sjö ríki sem nú hyggjast stofna fríverzlunarsvæði undir forustu Breta eru meðal hinna auðugr.i Evrópuríkja. Nú hyggj- ast þau enn efla atvinnulíf sítt og verzlun með samtökunum, en hafa algerlega gleymt því, að á yztu mörkum álfunnar eru evr- ópskar þjóðir, sem búa við krapp ari kjör, en þær eru útverðir evrópskrar menningar, vilja á- fram halda sjálfstæði sínu en hafa þörf fyrir aðstoð frá hinum ríkari löndum. .„Risakarfiim44 1 GÆR birtist í Mbl. fregn um „risakarfa", sem Hásteinn I. frá Stokkseyri veiddi en hún var á misskilningi byggð að þvj leyti, að karfinn mun ekki hafa verið stærri en sumir þeir karfar, sem íslenzku togararnir veiða á Ný- fundnalandsmiðum. Aftur á móti var um óvenjustóra skepnu að ræða á þessum slóðum. — Þessar upplýsingar eru byggð- ar á samtali við Guðmund Ein- arsson forstjóra hraðfrystihúss- ins á Stokkseyri. Öllum þeim, skyldum og óskyldum, sem minntust okkar á sjötugsafmælum okkar 7. og 24. júlí s.l. með heimsókn hingað í Vigur, með heillaskeytum og rausnarlegum gjöfum, færum við okkar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur í nútíð og framtíð. Björg og Bjarni í Vigur. Lokað vegna sumarleyfa 4. ágúst til 21 ágúst. Agúst Armann hf. heildverzlun Móðir mín, GUÐBÚN SÍMONARDÖTTIB, frá Núpum, andaðist að héimili sínu, Baldursgötu 7 A laugardaginn 1. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. Felix Jónsson Móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRlÐUB ÁSTA GRlMSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 13,30. Börnin. Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTlN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Björgvin á Eyrarbakka, sem andaðist 28. júlí, verður jarðsett frá Eyrarbakka- kirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 2. Halldóra Víglundsdóttir, Jón Guðmundsson og barnabörn Jarðarför konunnar minnar, SIGURJÓNU JÓNSDÓTTUR, Bárugötu 35, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. þriðjudag. 4. ágúst. Axel Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.