Morgunblaðið - 13.08.1959, Page 2
2
r MORCUNTiT AÐ1Ð
Fimmtu'dagur 13. agúst 1959
'/> '■/' v ' ■ 'fiCtfpQX'f'-SW
Pólski sendiherrann, A. Morski, og Gylfi I>. Gíslason, mennta-
málaráðherra viö opnun sýningarinnar í gær.
Listamenn í Póllandi
að tjáningaraðferðu
sagði sendiherra Pólverja við opnun
pólsku graílisiarsýningarinnar
Mikill ágreiningur
ooila um álagningu
stóreignaskattsins
Fyrirspurn rædd á þingi
í GÆR var opnuð í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins sýning á myndlist
frá Póllandi. Eru þar sýndar 121
graflistarmynd eftir pólska nú-
tímalistamenn, og hefur pólska
menntamálaráðuneytið sent þessa
kynningarsýningu hingað í skipt-
um fyrir íslenzka málverkasýn-
ingu, sem verið hefur í Moskvu,
en verður nú bráðlega sýnd í
Krakow í Póllandi og síðan í
Varsjá.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra opnaði sýninguna.
Kvaðst hann vona að þessi gagn-
kvæmu kynni yrðu báðum þjóð-
unum til þrozka og bauð pólsku
sýningargestina velkomna til ís-
lands.
Sendiherra Pólverja á íslandi,
A. Morski, sem búsetu hefur í
Oslö, er hér staddur, og flutti
hann ávarp við opnun sýningar-
innar í gær. Sagði hann m.a. að
menningarlífið mundi harla tak-
markað og litilfjörlegt, ef því
væri ekki svo varið að við gæt-
um öll eignast hlutdeild í hug-
rænum og listrænum afrekum
— Bauð Krúsjeff
Framh. af bls. 1.
stöðvar stöfuðu af nánu land-
varnarstarfi við aðrai þjóðir.
Eisenhower upplýsti það einnig
að Krúsjeff myndi flytja ræðu
við setningu Allsherjaraþings S.
Þ. Eftir er að ákveða endanlega
setningardag.
Fréttamenn spurðu Eisenhovv-
er, hvað hann sjálfan langaði
mest til að sjá, þegar hann
heimsækti Rússland. Hann svar:-
aði: — Mig langar mest til að sjá
og kynr.ast þjóðinni, rússneskum
almenningi.
Dagskrá Alþingis
Efri deild
Kosningar til Alþingis, frv. -
2. umr. (Ef leyft verður).
, Neðri deild
1. Samkomudagur reglulegs Al-
þingis 1959, frv. — 1. umr.
2. Áburðarverksmiðja, -frv. —
1. umr.
3. Almannatryggingar, frv. —
2. umr.
annarra þjóða og frjóustu anda
þeirra, og að meðan fólk gerði
sér grein fyrir nauðsyn slíkra
samskipta, sakir efnislegra og
menningarlegra framfara, mundi
reynast á^ðvelt að vinna bug á
hindrunum þeim, sem fyrir
verða. Því að þar sem upplýstur
vilji væri fyrir hendi, þar væri
einnig vegur fyrir.
„Tachismi" fyrir stríð
Fréttamaður blaðsins náði
snöggvast tali af A. Morski, sendi
herra. Kvað hann ekki hafa vit-
að það fyrr en hann var hingað
kominn, að svo heppilega vildi
til að sýningin yrði opnuð með-
an hann dveldist hér á landi og
gleddi það sig mjög. Sagði hann,
að hann teldi þessa sýningu gefa
góða hugmynd um hvað væri að
gerast í pólskri myndlist í dag.
Þó þarna væru nýjar abstrakt
myndir, þá væri það ekki þar
með sagt að slíkt væri nýjung í
pólskri myndlist. Meira að segja
hefði verið farið að bera á hin-
um svokallaða „tachisma" í
pólskri málaralist þegar fyrir
stríð. Aðspurður um það, hvort
almenningur í Póllandi kynni að
meta slíkar stefnur, svaraði
sendiherrann, að listamennirnir
tjáðu sig eins og þeim bezt hent-
aði og væru þeir alveg frjálsir
að því, en síðan dæmdi smekkur
þeirra sem verkin skoðuðu, um
það hvort þau væru metin og
seldust. Sumir vildu eingöngu
abstrakt myndir, en aðrir litu
ekki við öðru en því sem sýndi
ákveðin þekkt fyrirbrigði, sem
það kannaðist við. Kvaðst hann
hafa komið inn á heimili í Pól-
MEÐAL nokkurra fyrirspurna á
dagskrá Sameinaðs Alþingis í
gær var fyrirspurn til fjármála-
ráðherra um skatt á stóreignir
frá próf. Ólafi Jóhannessyni.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu, hljóðar fyrir-
spúrnin á þessa leið:
1. Hvað líður innheimtu skatts
á stóreignir samkvæmt lögum
nr. 44 frá 3. júní 1957?
2. Er ríkisstjórninni kunnugt
um, hvort stóreignaskattsgjald-
endur samkvæmt nefndum lög-
um, nr. 44/1957, hafa kært skatt-
lagninguna til mannréttinda-
nefndar Evrópu, og ef svo er,
hverjar ráðstafanir hefur þá
ríkisstjórnin gert af því tilefni?
Ólafur Jóhannesson fylgdi fyr-
irspurninni úr hlaði með stuttri
ræðu og sagði m. a. að skattlagn-
ing þessi væri sprottin af því,
eru frjálsir
m sínum
landi, þar sem aðeins væru
abstrakt málverk á veggjum og
önnur, þar sem eingöngu væru
myndir í hefðbundnum stíl.
Sýningin verður opin næstu
tvær vikur frá kl. 13—10.
að sanngjarnt þsatti, að þeir,
sem hagnast hefðu á verðbólg-
unni, létu nokkuð af þeim gróða
af hendi rakna, til þess m. a. að
unnt væri að veita húsbyggjend-
um nokkurn stuðning í formi
lánveitinga.
Þá vék hann að síðari lið
fyrirspurnarinnar og sagði að
slíkt málskot væri alvarlegt fyrir
íslenzka ríkið og gæti m. a. orð-
ið til þess að rýra álit þess og
íslenzkra dómstóla í sambandi
við landhelgismálið. Taldi hann,
að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefði verið mótfallinn álagningu
skattsins, þegar þingið fjallaði
um málið, mætti ætla að hann
stæði að einhverju leyti að baki
þessari meðferð málsins.
Guðm. f. Guðmundsson, fjár-
málaráðherra, gaf síðan skýrslu
um, hvernig innheimta skatts-
ins hef ði gengið. Sagði hann
að í upphafi hefði álagningarupp-
hæðin numið nær 135 milljónum
króna, en SÍðan hefði margvísleg-
ur ágreiningur og málarekstur
fyrir hæstarétti- orðið til þess að
lækka álagninguna niður í rúm-
lega 113 milljónir króna. Enn
hefðu ýmsir þættir málsins ekki
verið leystir og mætti því gera
ráð fyrir að lyktir yrðu þær, að
álagður stóreignaskattur lækk-
aði mikið.
Hann skýrði þá frá því, að inn-
heimta skattsins hefði hafist um
síðustu áramót og í lok júlí mán-
aðar hefðu • verið greiddar
Nýtt lag7
ÚT er komið sérprentað lag eft-
ir Sigfús Elíasson, er nefnist „Sól-
arlagsvalsinn", n Sigfús mun
nokkuð hafa fengizt við laga-
smíði, og hafa áður verið gefin
út 8 lög eftir hann.
Ljóðið við fyrrgreint lag er
einnig eftir Sigfús, og er það birt
á baksíðu lagheftisins. — Þar
segir, að „Sólarlagsvalsinn“ sé
27. lag höfundar. — Útgefandi er
Félagið Alvara.
Góð heilsa er betri
en góðir tómatar
Möguleikar að gera Hreragerði að
heilsulindabœ
FORSTJÓRI Elliheimilisins, Gísli Sigurbjörnsson, kvaddi
íréttamenn á sinn fund í gær og skýrði frá niðurstöðum
rannsókna ,er þýzkir vísindamenn hafa gert í Hveragerði
tii að kanna hvort þar væru aðstæður til að koma á fót
heilsulindabæ. Eru niðurstöður vísindamannanna á þá leið,
að skilyrði til slíks séu mjög góð í Hveragerði og betri en
rnenn höfðu áður gert sér vonir um.
1 bréfi, sem Gísli Sigurbjörns-
son sendi í gær til heilbrigðis-
málaráðherra, forsætisráðherra
o. fl. spgir svo m. a.:
Ég vona að skýrslur þessar
verði til þess að auka áhuga
manna á því mikilvæga verk-
efni — að nota hverahita til
lækninga — enda telja vís-
indamennirnir, sem að þessu
standa, að mikil og góð skil-
yrði séu í Hveragerði til þess
að þar sé unnt að koma upp
fyrsta heilsulindabæ á íslandi.
Undir skýrslur þessar rita
sex nafnkenndir prófessorar
þýzkir. Eru það próf. dr.
George Herzog, próf. dr. F.
Michels, próf. dr. Wulf-Emmo
Enkel, sem er rektor háskól-
ans í Giessen, próf. dr. V. R.
Ott, próf. dr. R. Thauer og
próf. dr. R. Kampe.
Þeir vísindamenn, sem
unnið hafa að rannsóknum
þessum og skýrslugerðum,
hafa tjáð sig reiðubúna til að
veita aðstoð sína við að skipu-
leggja hugsanlegt heilsuhæli
og koma því upp. Komast þeir
svo að orði eftir að þeir hafa
sett fram tillögur sínar: —
Við gerum þessar tillögur og
gefum þessi ráð í þeirri von
að með því hjálpum við, eftir
beztu getu, landi og þjóð að
stofna til fyrirmyndar heilsu-
lindarbæjar.
Gísli Sigurbjörnsson for-
væri um stórkostlegt mál að
ræða, þar sem það væri sann-
að, að góðir möguleikar væru
fyrir hendi að stofna heilsu-
lindabæ í Hveragerði. Yrði
hann væntanlega reistur fyrir
alþjóðafé, því heilsan þekkti
engin landamörk. Enda þótt
margt góðra ávaxta væri nú
ræktað í Hveragerði væri það
lítið hjá því ef þar ætti eftir
að rísa heilsulindabær á
heimsmælikvarða.
j Forarleð ja
$ í Meistaravík
s
s
s
s
s
I
, S
(TVEIR Katalínubátar frá S
S danska flughernum voru hér i |
) gær. Ætlunin var, að þeir færu \
^ báðir til Meistaravíkur á S
S Grænlandi, en vcgna mikillar )
) úrkomu þar vestra hafði flug- ^
J brautin, sem er malarborin, s
S blotnað svo mjög, að ólend- i
S andi var talið. Flugmennirnir \
• dönsku sögðu, að sennilega s
S mundu Katalínubátarnir S
S sökkva „upp að hnjám“ í flug- ^
• brautinni nú, því að þeir í s
S Meistaravík . væru vanir að S
S draga mikið úr, þegar þeir •
5 ættu von á pósti. Úr því að (
( þeir segðu nú, að allt væri j
S lokað, þá hlyti flugbrautin \
S að vera ein foraleðja. i
stjóri sagði að lokum, að hér
opinberra
10.355.0i. 1.00 krónur og skulda-
bréf gefin út til tryggingar á
32.861.637.10 krónum; samtals
væru því greiddar eða samið um
greiðslu á 43.216.728.10 kr. Það
hefði tafið fyrir innheimtunm,
hve lögin hefðu reynzt erfið í
framkvæmd, en þau hefðu valdið
sífelldum ágreiningi milli skatt-
stjóra, ríkisskattanefndar og
dómstóla. — Áherzla yrði hins
vegar lögð á að hraða innheimt-
unni.
Um síðari liðinn gat hann þess,
að tvö félög hefðu verið stofn-
uð, til þess að mótmæla skatt-
álagningunni. Hefði formaður
annars þeirra tjáð sér, fyrir
nokkru síðan, að hann væri á
förum utan, í þeim tilgangi að
kæra málið fyrir mannréttinda-
nefndinni. Síðan hefði hann ekki
haft neinar spurnir af málinu og
vissi því ekki hvort úr hefði
orðið.
Ólafur Jóhannesson tók þá til
máls aftur og þakkaði ráðherra
fyrir mjög greinargóða skýrslu
um álagningu stóreignaskattsihs
og innheimtu hans. Hann kvaðst
hins vegar hafa saknað þess að
svör við síðari liðnum hefðu ekki
verið ítarlegri með hliðsjón af
því hve alvarlegt það atriði
væri, en þar eð í stofnskrá dóm- .
stólsins væri kveðið á um að
gera skyldi deiluaðilum viðvart í
málum, sem tekin væru fyrir,
mætti ætla, að ákvörðun hefði að
minnsta kosti ekki verið tekin
um að dómstólinn fjallaði um
málið. Að lokum fór Ó. J. mjög
hörðum orðum um skattgreið-
endur, að þeir skyldu fá sig til
svo fráleitra aðgerða.
Ólafur Thors*var næsti ræðu-
maður. Hann kvaðst ekki sjá á-
stæðu til að taka þátt í umræð-
unum, a. ö. 1. en því, að fullt til-
efni væri til að lýsa því yfir, að
sú málsmeðferð, sem skattgreið-
endur hefðu að sögn ákveðið,
væri að sjálfsögðu algjörlega ó-
viðkomandi Sjálfstæðisflokknum.
Það væri í senn leiðinlegt og
mjög vítavert af Ó. J. að-reyna
fremur að koma sök á einn til-
tekinn flokk en færa rök að því,
að sú ráðstöfun, sem um væri
rætt, væri eins fjarri réttu lagi
og hann teldi. Þa væri það víst,
að marga skattgreiðendur mætti
finna í röðum Framsóknarflokks
ins. Ó. J. vissi það sjálfur, að
Sjálfstæðisflokkurinn bæri enga
ábyrgð á meðferð málsins, því að
í þeim flokki væri það svo, að
menn réðu sjálfir gerðum sínum,
og kvaðst Óiafur Thors vona, að
svo væri a. m. k. að sumu leyti
í Framsóknarfiokknum líka.
Björn Ólafsson kvað innheimtu
skattsins hafa gengið betur, en
gera hefði mátt ráð fyrir, þegar
haft væri í huga, að enn heíði
ekki verið endanlega ákveðið,
hve mikið einstakir gjaldendur
ættu að greiða. Hann gagnrýndi
einnig nokkur atriði í sambandi
við setningu laganna.
Eysteinn Jónsson stóð næstur
upp og sagði að auðveldlega
hefði mátt álíta að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði átt hlut að á-
frýjun málsins. Hann átaldi ÓTh.
fyrir að hafa ekki fordæmit mál-
skotið nægilega.
Guðmundur í. Guðmundsson
sagði að reglugerð dómstólsins
væri þannig, að hann teldi ekki
líklegt, að hægt væri að taka það
upp þar. Mætti jafnvel ætla að
skattgreiðendur hefðu ekki verið
virtir svars.
Ólafur Thors svaraði EJ nokkr
um orðum og benti á, að það
væri fráleitt, að stærsti flokkur
þjóðarinnar stæði að málatilbún-
aði, sem þætti svo fjarri lagi,
að ekki væri einu sinni búist við
að þeir, sem málið flyttu, yrðu
virtir svars. Þá deildi hann
hart á EJ fyrir það, hve illa stór-
eignaskattslögin hefðu verið úr
garði gerð, að þau skyldu hafa
valdið öllum þeim glundroða,
sem raunin hefði orðið.
Eysteinn Jónsson kvað það
ekki nýtt að lög væru erfið í
framkvæmd.
Fleiri kvölddu sér ekki hljóðs