Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1959, Blaðsíða 11
asfur 13 ágúsí 1959 M0RGUHBLAÐ1Ð 11 M/s „AIdan“ — smíðað í Gávle — er eitt af fjórum björgunar- og eftirlitsskipum, sem sovézk stjórnarvöld ætla að starfrækja við strendur Sovétríkjanna. j Spjallað við Sigurð lnflvsson, | sem m.a. hefur slaðið fy/ir ! teikningu eins fiillkomnasia ! bjorgunarskips í heimi \ „Við gætu ÞESSA dagana dvelur hér heima í sumarleyfi einn þeirra ungu íslendinga, sem farið hafa utan til náms en síðau smám saman fest rætur ytra, jöfnum höndum vegna betri atvinnumöguleika þar á þeirra sviði og svo hins, að margir hafa orðið til að bera í þá víurnar þar, sökum þess að þeir hafa þótt ákjósanlegir starfsmenn. Sá, sem hér um ræðir, hef- ur nú dvalið erlendis í 13 ár við nám og starf í skipasmíða- iðnaðinum og heitir Sigurður Ingvason. — Tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli á dögunum og sagðist Sigurði þá svo frá um uppruna sinn og feril: — ForeldrSr mínir eru þau Sól- rún Nikulásdóttir og Ingvi Brynj- ólfsson, sem búa að Hliðsnesi á Álftanesi. Faðir minn hefur stundað sjó 32 vertíðir meðfram búskapnum og var um langt skeið á togurum Kveldúlfs, svo að það er máske ekki að undra, þó að hugurinn hafi hneigst nokkuð að sjónum. Ég ólst þarna upp suður frá og réðist 16 ára gamall til skipasmíðarinnar Drafnar hf. í Hafnarfirði sem lærlingur í skipa smíði. Því námi lauk ég- í febrúar 1947 og fór utan til Danmerk.ur tveim mánuðum síðar. — Hvað tók við þegar þangað kom? — Fyrst var ég um 9 mánaða skeið hjá Helsingör Skibsværft A/B í Helsingör, því næst stund- aði ég nám við Köbenhavns Elekt.-maskin Teknikum í eitt ár, en fór að því loknu aftur til Helsingör og hélt áfram námi í skipasmíðum við „Helsingör Tekniske Skole“ næstu 2 árin. — Hvernig likaði yður? Því ber ekki að neita, að fram- an af var róðurinn nokkuð þung ur. Ég hafði aðeins gengið á íðn- skóla hér heima og var þvi dálítið illa undirbúinn að fara í slíkan skóla erlendis. Það tók mig til að byrja með nokkum tíma að kom- ast niður í málinu og áður an það yrði, var ekki erfiðislaust að fylgjast með náminu. Smám saman rættist svo úr þessu og þá fór lifið að verða bærilegra. — Þér breyttuð svo til og brugðuð yður yfir E ,arsur.d? — Já.Er ég hafði lokið skipa- iðnfræðiprófi og öðlazt nokkra reynslu í greininni, bauðst mér staða hjá þriðju stærstu skipa- smíðastöð Svía, i Eriksberg Mek- aniske Várkstad í Gautaborg.Þar er aðstaða til að smíða allt að 100 þús. lesta skip, en mest kveð- ur að smíði 4—6 þús. lesta kæli- skipa og 8—12 þús. lesta flutn- ifígaskipa. f þau rúm fjögur ár, sem ég svo starfaði hjá skipasmíðastöð þessari, hafði ég með að gera stálsamsetningar (konstruktion- ir) flestra þeirra skipa, sem þar voru smíðuð. Ekki fór hjá því, að ég öðlaðist góða undir- stöðuþekkingu á þessari þýðing- armiklu grein skipasmíðanna. Svo var það dag nokkurn, að ég rakst í einut dagblaðanna á auglýsingu urn að laust væri til umsóknar starf forstöðumanns teiknistofu skipasmíðastöðvarinn ar Gávle Varv A/B í bænum Gávle aillangt fyrir norðan Stokk hólm. Ég sendi inn umsókn og er skemmst frá að segja, að starf ið hreppti ég og hef gegnt því síðustu 4 árin. í teiknistofunni starfar 15 manns, en samtals vinna um 325 manns í stöðirmi. •— Hver hafa verið helztu verk- efni skipasmíðastöðvarinnar, síð- an þér tókuð til starfa þar? — Mér var fyrst falið að teikna flutningaskip undir 500 brúttó- lestum eða svokölluð 499,9 lesta skip, og var sérstök áherzla ’.ögð á að burðarþol þess yrði sem mest. Almennt er að slík skip séu um 1000 lestir „dead weight“ — en þetta varð 1145. Það er að mörgu leyti leyti mjög erfitt að byggja lítil skip svo að þau verði góð sjóskip. En það tókst vonu.m framar í þetta skipti og hafa nú verið smíðuð 5 skip af þessari gerð fyrir sænska ríkið. — Hvað tók svo við': Þegar smíði þessara skipa var vel á veg komin, gerðum við í teiknistofunni frumdrætti að björgunarskipi, sem rússneska stjómin hafði boðið sænskum skipasmíðastöðvum að gera til- boð í smíði á. Samkeppnin var mjög hörð, en okkur tókst að ná samningum og var þá strax hafizt handa af fullum krafti við að undirbúa smíðina, Teilcn- ingum og öllum tæknilegum und irbúningi var svo lokið í apríl 1957 og hófst þá smíðin. Bjöi g- unarskip þessi eiga tvímælalaust engan sinn líka, hvar í heiminum sem leitað væri, ehda var e;n- stakt kapp lagt á að gera þau sem fullkomnust úr garði og fær í flestan sjó, ef svo mætti að oröi komast. -— Það væri fróðlegt að fá lýs- ingu á skipunum og helztu kost- um þeirra. — Ef við víkjum að stæðinni fyrst, þá er þess að geta, að þau eru 1440 brúttólestir að stærð, lengdin 78 m., breiddin 12% m og rista aðeins 4 m, sem er mjög mikilvægt , fyrir björgunarskip, sem m. a. er ætlað til nota á grunnsævi með ströndum fram og á skerjóttum slóðum. Aflvéiar skipanna eru tvær 2100 EHK. MAN-vélar, en ganghraðinn er að jafnaði 17% sjómíla á klst, auk þess eru í skipunum rafvél- ar, sem framleiða um 560 k\v og knýja rn. a. öflugar dælur skipanna. Er skipunum með þeim ætlað að geta aðstoðað brennandi skip og eins dælt úr sökkvandi skipum — eða sokkn- um og að auki gefið rafmagn 300v 50 HZ og einnig 220 D.C. til annarra skipa el á þarf að halda. — Hvaða frekari útbúnaður má að gagni koma við að ná skip um af hafsbotni? Sjö kafarar geta athafnað sig frá skipinu og gerir útbúnaður Sigurður Ingvason skipsins fjórum þeirra kleift að kafa allt niður á 100 m dýpi. Þegar komið er svo langt niður, er þrýstingurinn orðinn mjög mikill, og hefur það m. a. þau áhrif, að hugsunin verður ekki eins skörp. Verkefni kafaranna þarni niðri geta hins vegar í ýmsum tilvikum verið mjög var.d leyst og hefur því verið ráðin bót á þessú, með neðansjávarsjón vaarpi. í gegnum það geta þeir, sem eru uppi á skipinu fylgzt með því, sem fram fer niðri, og leiðbeint' köfurunum jafnóðum í sima. Þannig geta kafararnir gengið rösklega fram við að logsjóða eða gera við annars kon- ar skemmdir á sokknum skipum og hafa í þeim tilgangi yfir að ráða margvíslegum útbúnði. Þeg ar viðgerð og nokkurri hreinsun er lokið, eru settir niður og festir við skipið belgir, „pontoner" sem síðan eru blásnir upp með lofti, þar til þrýstingurinn verð- ur allt að 16 kg á hvern fersenti- metra. Til þess er notuð loftdæia sem afkastar samtals 800 m3 á klst. — Hvað er að segja um notkun skipsins til dráttar? — í venjulegum drætti er átak skipsins á við 41 smálest, en drátt ar-pollar þess þola allt að 200 smálesta átak og getur það komið sér vel, þegar rykkja þarf strönduðu skipi út af skeri, svo dæmi sé nefnt. — Slökkviliðsútbúnaður er full kominn? — Já. Uppi á stýrishúsinu eru 4 vatnsbyssur, sem nota má af 100 m færi og fara um þær 90C lestir á klst., með 10 kg. þrýst- ingi á fersentimeter. Svo að unnt sé að nota dælur þessar með sem beztum árangri, er skipið búið sérstökum tækjum til þess að úða kinnung þess. Til þessa útbún- aðar er gripið t. d. þegar sigla þarf upp að brennandi skipum og er með því móti hægt að komast mun nær skipinu en ella og sigla hægara meðfram því, án þess ið alvarleg hætta stafi af eldtung- unum. í slökkvibyssurnar má einnig veita kolsýring, svonefnd, „skum sláckning“ (Co2), sem er fljót- virkari til þess að ráða niður- lögum eidsins með. En þar sem hún er léttari en vatn, kemur hún ekki að gagni á lengra en 40 m færi. Loks er svo að geta slangna, sem hægt er að fara með yíir í hin brennandi skip, þegar eld- urinn hefur verið lægður. Þær eru 6 talsins og eru tengdar við aðaldælukerfi skipsins. — Hvernig er aðbúnaður til að hlynna að sjúkum og gera að sárum slasaðra? — í skipinu er spítali mcð 6 sjúkrarúmum og einnig skurð- stofa með öllum þeim útbúnaði, sem veniulega er að finna á slík- um stöðum. Af þessu leiðir auð vitað, að læknir er að jafnaði um borð, og hefur hann tvær hjúkrunarkonur sér til aðstoðar. — Hvaða útbúnað hefur skipið að ráða, til þess að sækja hina slösuðu, t. d. úr strönduðum skip- um, eða skipbrotsmenn yfirleitt? — Þar sem ekki er hægt að leggja skipinu sjálfu að, en það er eins og ég gat um áðan mjög grunnrist, er fyrst gripið til björgunarbátanna, sem eru sér- staklega sterkbyggðir, ekki hvað sízt með tilliti til siglinga i skerjagarði. Ef ekki er hægt að koma þeim við, eru settir út gúm- bátar og þeir dregnir eftir línu milli björgunarskipsins og hins strandaða. — Skipið er að sjálfsögðu búið fullkomnustu siglingatækjum. — Já, þau munu vera af beztu tegundum, sem smíðaðar eru með austrænum og vestrænum þjóðum. í sambandi við frágang loft- skeytatækjanna er máske ástæða til að geta þess, að sérstök áherzla hefur verið lögð á að úti loka hvers kyns truflanir af vö’d um annarra tækja eða útbúnaðar í skipinu. En þessa er því miður oft ekki gætt sem skyldi við einangranir í skipum. — Við höfum í því, sem á und- an er gengið, emgöngu rætt um aðstoð við önnur skip í nauðum stödd. Hvað vilduð þér holzt nefna fyrir utan sterklega bygg- ingu, sem forðað gæti áhöfn þess sjálfs frá fjörtjóni, ef svo illa tækist til, að það lenti sjálft uppi á skeri? — Margt ar þéim útbúnaði, sem að framan er lýst og ætlaður er til þess að liðsinna öðrum, mundi að sjálfsögðu einnig koma skipverjum sjálfum að gagni En þar að auki má geta þess, að skip inu er skipt í 9 vatnsþétt hólf og á að geta haldizí uppi þó að þrjú fyllist. — Hvað kostar smíði skipsins og hvað tekur hún langan tíma? — Skipið kostar um 10 milij. sænskra króna, og við höíum reiknað saman, að alls hafi um Framh. ú bls. 12 Skipasmíðastöð'in „Gávle Varv A/B“ hefur smíðað 5 flutningaskip af sömu gerð og m/s „Royal Board" fyrir sænska ríkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.