Morgunblaðið - 18.08.1959, Page 6
6
MORCTrivniAÐIÐ
Þriðjudagur 17. ágúsf 1959
Njála boðar s/ðoð samfélag gegn hnefarétti
Fjölmenn
Varðarför
sl. sunnudag
NÚ um nokkur undanfarin
sumur hefur Landsmálafélag-
ið Yörður efnt til hópferða
um sveitir landsins. Síðastlið-
inn sunnudag var ein slík
farin og lá nú leiðin í Fljóts-
hlíð og Landeyjar með við-
komu á Bergþórshvoli og í
Odda. Veður var ákjósanlegt
og skipulag fararinnar allt
með miklum ágætum, enda
mál allra hinna mörgu þátt-
takenda, að hún hefði tekizt
með afbrigðum vel. Verður
nú hér á eftir ferðasagan
sögð í stuttu máli.
Haldið til Fljótshlíðar
Lagt var af stað stundvíslega
kl. 8 árdegis í 12 langferðabif-
reiðum, en ferðafólkið mun hafa
verið um 450 manns. Á eftir bíla-
lestinni fór 13. bifreiðin hlaðin
vistum.
Farin var venjuleg leið austur
og staðnæmzt á Kambabrún
stutta stund. Var útsýni gott yfir
Suðurlandsundirlendi, en þoka
byrgði hin fjarlægari fjöll. Síðan
var haldið áfram allt til Þjórsár-
brúr, en þar var fyrir Ingólfur
Jónsson, alþingismaður og kaup-
félagsstjóri, og kona hans, Eva
Jónsdóttir. Skammt frá brúnni
var staðnæmzt og flutti þar Ing-
ólfur ávarp. Bauð hann ferða-
fólk velkomið í Rangárþing og
vakti athygli þess á landkostum,
miklum víðlendum, sem taka
mætti til ræktunar og afli Þjórs-
ár, sem nytja mætti til mikils
iðnaðar. Landið væri enn ónytj-
að að mestu og aflið óbeizlað, en
hér væru varasjóðir, sem gripið
yrði til þegar þörf krefðí og hún
segði til sín fyrr en varði. Væri
það ekki sízt Reykvíkingum
fagnaðarefni að vita af þessum
miklu kostum í nágrenni borgar-
innar og allt sýndi þetta okkur,
að hagsmunir dreifbýlis og þétt-
býlis væru ekki andstæðir, held-
ur færu þeir algerlega saman.
Við þessar staðreyndir miðaði
Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína
og kjörorð, stétt með stétt. Ósk-
aði hann loks ferðafólki góðrar
ferðar um héraðið.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, alþingismaður, formaður
Varðar, þakkaði og gerði grein
fyrir undirbúningi fararinnar og
skipulagi. Ræddi hann nokkuð
um tilgang fararinnar og lét í
ljós von um, að menn mættu vel
njóta. Bar hann loks ferðafólk-
inu kveðju Bjarna Benediktsson-
ar, sem jafnan hefur tekið þátt
í ferð þessari en gat ekki komið
því við að þessu sirnv
Loks tók til máls Þorsteinn
Jósepsson, leiðsögumaður farar-
innar og lýsti stöðum þeim, sem
fara átti um í fyrsta áfanga. —
Mátti glöggt heyra -mál manna,
því að gjallarhorni hafði verið
komið fyrir á fremstu bifreið-
inni.
100 ár er enginn aldur
lengur.
ÝLEGA voru í blöðunum og
útvarpinu viðtöl við 100
ára gamla konu, og var aldeilis
ekki á henni að heyra að aldur-
inn háði henni að ráði. Hún fór
með langt Ijóðabréf í útvarpinu
án þess að mæðast svo áberandi
væri. Nokkiu seinna kom svð
frétt að maður norður í Skaga-
firði hefði orðið 104 ára.
Það er ekkert einsdæmi leng-
ur að fólk nái 100 ára aldri í vcr-
öldinni. Manntalsskýrslur herma,
að fleiri og fleiri verði eldri að
árum en áður tíðkaðist.
í vetur iét brezkur læknir Tun
bridge hafa þetta eftir sér í tíma-
riti Vísinda og menningarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna: „Það
er ávallt „tilviljun" eða „slysni'',
sem veldur því að maður deyr.
Það hefur aldrei verið sannað,
að líkaminn, eða hlutar hans
hrömi óhjákvæmilega við viss-
an aldur, þannig að dauði verði
ekki umflúinn". Og læknavísindi
nútímans hafa dregið mjög úr
þeirri „slysni", sem áður olli
dauða. Með sömu framförum á
sviði læknavísindanna, sem ver-
ið hafa á undanförnum árum,
verður fleirum og fleirum bjarg-
að frá þeirri „siysni“ að deyja
ungir.
Að Hlíðarenda
Næsti áfangi var Hlíðarendi og
þar höfð nokkur viðdvöl. Ferða-
fólkið dreifði sér um túnið, en
Þorsteinn Jósepsson sagði sögu
staðarins og næstu bæja. Á Hlíð-
arenda hafa löngum setið nafn-
kunnir menn, svo sem auk Gunn-
ars Hámundarsonar, þeir Vísi-
Gísli og Vigfús Þórarinsson, fað-
ir Bjarna amtmanns og skálds
Thorarensens, en Bjarni er þar
fæddur. Síðan var gengið heim
að bænum og að rústum þeim,
sem sumir telja af skála Gunn-
Betri heilbrigðisráðstafanir
— betri elliár.
YRRNEFNDUR enskur próf.
og annar rússneskur að nafni
C. Z. Pitskhelauri, ' sem hefur
rannasakað 1000 háaldraða menn
við Svartaháf, fullyrða að það
sé engin ástæða fyrir fólk að
deyja fyrr, en það hefur náð
100 ára aldri. ef það sé í sjaifu
sér takmark.
Einhverjir segja sjálfsagt, að
það sé lítið eftirsóknarvert að
verða gamall og veikburða. Sem
svar við því er hægt að vitna í
skýrslu 16 sérfræðinga sem komu
saman í Köningswinter sjá Bonn
á vegum Evrópudeildar Samein-
uðu þjóðanna, til að ræða vanda
málin í sambandi við aidur
manna, og þá staðreynd að öldr-
uðu fólki fjölgar að staðaldri í
svo að segja öllum Evrópulönd-
um. Þar segir: „Bættar heilbrigð
isráðstafanir, einkum meðal mið
aldra fólks, og betri læknishjálp
til aldraðra, mun í framtíðinni
bæta heilsu gamalmenna og
draga mjög úr þeom tiltölulega
mikla fjölda manna, sem nú
liggja í kör heima hjá sér, eða
þurfa hjúkrunar við í sjúkrahús-
um eða öðrum heilbrigðisstofn-
unum“.
ars. Helgi Erlendsson, bóndi þar,
og Gunnar erindreki, sonur hans,
sögðu mönnum deili á örnefnum
og helztu kennileitum. Mjög var
fagurt útsýni frá bænum og gat
þar að líta miklar andstæður,
gróskumikil tún og svarta sanda.
Én yfir þá veltur ekki lengur
ólgandi Þverá og má líklegt telja
að akrar hyJji þar serin völl.
I Bleiksárgljúfri
Nú var enn haldið inn með
hlíðinni og komið við í Múla-
koti. Þótti öllum mikið til trjá-
ræktarinnar koma, ekki sízt asp-
anna, sem gróðursettar voru árið
1944 en eru nú fast að 10 metr-
um á hæð, hinar hæstu. Því næst
var komið að Bleiksárgljúfri.
Var þar fyrir vistabíllinn, hafði
borðum verið upp slegið og þau
hlaðin mat. Fékk þar hver sinn
skammt ríflega útilátinn og var
síðan gengið upp í brekkuna og
þar matazt. Að máltíð lokinni
tók til máls Birgir Kjaran, hag-
fræðingur.
Nauðsyn iðnvæðingar.
í upphafi máls síns vék hann
að því, sem fyrir augu hafði
borið og sýndi hverju gróska
moldarinnar og manndómur
fólksins fær áorkað. En einnig
hefði borið fyrir augu erfiðleik-
ar íslenzkra bænda og um leið
fallvaltleiki náttúruháðra at-
vinnuvega. Hér til lausnar væri
afl stóráanna og sú iðnvæðing,
sem því fylgdi.
Samstillt fórnarlund er undir-
staða sjálfstæðis.
í dag hefðum við einnig rifjað
upp íslenzka sögu, hélt Birgir
Aldrað fólk þarf að hafa
eitthvað fyrir stafni.
N sérfræðingarnir komu sér
saman um að alls ekki
mætti einangra aldi að
fólk, og því væru elliheimili
að vera úrelt. Aldrað fólk yrði
að hafa sín áhugamál og fyrst
og fremst eitthvað fyrir staíni,
ef það ætti að halda kröftum og
lífsfjöri sínu óskertu fram eftir
árum. Það þyrfti að hafa aðskil-
inn fjárhag og ekki vera skammt
að eins og þurfalingum. Þeim
mun sjálfstæðara em gamalt fólk
er, þeim mun meiri væru líkir.di
til þes að því liði vel. Vfirie.tt
virðast menn nú vera að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að það
sé ekki hollt fyrir aldrað fóllc að
setjast í helgan stein eða komart
í hornið hjá ættingja eða vini.
ivleira sjálfstæði
á elliheimili.
ÉR á landi vottar fyrir því,
að þessi skoðun eigi upp á
pallborðið. Á elliheimilinu í
Hveragerði, sem rekið er af EUi-
heimilinu Grund, er fyrirkDinu-
lag þannig að aldraða fólkið býr
sér í litlum húsum, en kemur í
aðalheimilið til máltíða. Það hef
ur þannig möguleika til að lifa
sjálfstæðara lífi en á venjulegu
elliheimili.
Kjaran áfram, leiðin hefði m. a.
legið fram hjá Áshildarmýri. Þar
hefði gerzt sá atburður sem ýms-
ar nágrannaþjóðir og raunar
einnig ýmsar þær þjóðir, sem
fjær búa mættu gjarnan
kynna sér. Við yrðum að sýna
umheiminum, að við viljum
byggja þetta land án þess að
vera beiningamenn eða ánetjaðir
viðskiptaþrælar, að við viljúm
axla byrðamar vitandi það, að
viðfangsefnin verða hvorki leyst
með sníkju í austri eða vestri,
heldur fyrst og fremst með striti
og samstiltri fórnarlund. Við
þyrftum aðstoðar erlends fjár-
magns og verkkunnáttu og þá
Birgir Kjaran.
aðstoð mundi hinn frjálsi helm-
ur láta i té, þegar við hefðum gert
okkur sjálfum ljóst, hvað við
viljum og hvernig við ætlum að
ná settu marki. Jafnframt þessu
væri það lágmarkskrafa að svo-
kallaðir vinsamlegir nágrannar
legðu ekki stein í götu okkar. —
Bretar yrðu að brjóta odd á of-
læti sínu — þeir yrðu að skilja,
að ísland, land, loft og sjór er
eitt þeirra fáu landa, sem frá
engum var tekið.
Framsókn i einangrunarholu
Birgir Kjaran vék nú nokkuð
að innanlandsstjórnmálum. Hlut-
skipti Framsóknarflokksins væri
nú orðið svipað hlutskipti kölska,
þegar Sæmundur fróði ginnti
hann í holuna og rak tappann í,
nema Framsókn hefði sjálf álp-
azt niður í einhverja einangrun-
arholu. Nú hefði hún keypt áf
kommúnistum að draga negluna
úr opinu og goldið fyrir sæti
handa kommúnistum í 8 þing-
kjörnum nefndum. Framsóknar-
flokkurinn vissi upp á sig skömm
ina eftir feril vinstristjórnarinn-
ar og í hugsjónafátæktinni hefði
hann notað kjördæmamálið til að
villa um og blekkja. Nú væri
því ekki lengur til að dreifa og
þess vegna reynt að vekja upp
einhverja píslarvættismóðursýki,
kring um SÍS. Þar væri þó að-
eins um það að ræða, að almanna
samtök lytu almennum lögUm og
forréttindi yrðu afnumin. Yrði
því SÍS-pislarvættið væntanlega
skammgóður vermir.
Birgir Kjaran lauk máli sínu
með því, að minna á, að við vær-
um nú stödd á þeim stöðum, sem
mestur ljómi sögualdar leikur
Framh. á bls. 19
Setið að snæðingi við Bleiksárgljúfur.
í skrifar úr 1 daqlego lifínu J