Morgunblaðið - 18.08.1959, Qupperneq 16
16
MORnVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. ágúst 1959
eðlishvöt fann hún, að á þessari
stundu var teningunum kastað.
Hermann hefði ekki átt að leyfa
Anton að ávarpa sig með for-
nafni. Og enda þótt hann hefði
orðið að leyfa það, þá átti hann
að koma með átyllu, þegar um
Sewe var að ræða. Hann hefði
átt að bjóða henni fylgd sína
sjálfur. Hann ver mig ekki leng-
ur, sagði hún við sjálfa sig, enda
þótt hún ekki vissi, fyrir hverju
hann ætti að verja hana. Hún
átti ekki annars úrkosta en að
leita björgunar hjá Anton Wehr.
Frá þessari stundu virtist An-
ton vita það með sjálfurr. sér, að
hann hefði sigrað í fyrstu atrenn
unni í bardaganum við bróður
sinn. Hann kom fram við Her-
mann með góðmótlegu, en móðg-
andi lítillæti.
Meðan kaffið var drukkið var
farið að tala um veiðar. — Sér-
hvert samtal í Kongó endaði
fyrr eða síðar á því, að ræða um
dýraveiðar.
„Vonandi verður þú hérna það
lengi, að þú farir einhvem tíma
með mér á fílaveiðar", sagði
Anton. „Innfæddir menn álíta
það hættulegustu veiðarnar, en
þær eru ekki eins og af er látið.
En þær kosta skildinginn. Fyrir
lítinn fíl vilja þeir nú fá tuttugu
þúsund franka. Og þú hefðir ef
til vill ekkert gaman af því“.
Hann sneri sér að Veru með
glasið í hendinni.
„Hermann var alltaf dálítið
Istöðulaus, þegar hann var barn.
En mestu raggeiturnar eru reynd
ar beztu veiðimennirnir. Lítil
byssa veitir þeim þá yfirburði
yfir stærstu fíla, sem þeir þurfa“.
Hvers vegna stendur Hermann
ekki upp og rekur hann út? hugs-
aði Vera. Hermann sagði aðeins:
„Anton hefur alltaf haft hin-
ar kynlegustu hugmyndir".
Síðar, þegar þau sátu yfir
1) Jæja, Markús — Davíð
læknir hefir sett tryggingu fyrir
þig. Þú ert frjáls ferða þinna
fram að réttarhöldunum, segir
fýslumaður.
koníakinu, sagði Anton:
„Ég skil, að þeim Sewe og Her
manni hefur ekki komið saman.
Sewe er að leita að glötuðum
sálum, en hin góða samvizka Her
manns er uppmáluð í andlitinu á
honum.
í þetta skipti gerði Hermann
ekki heldur annað en brosa.
Veru fannst létt af sér þung-
um steini, þegar Anton stóð upp
um miðnættið.
„Ég á langt heim í innfæddra
hverfið mitt“, sagði hann. „Stúlk
an mín mun vera enn á fótum
og bíður eftir mér. Þessar stúlk-
ur eru afbrýðissamar og óútreikn
anlegar! Ég verð líklega að
flengja hana“.
Vera íékk sting í hjartastað.
Hermanni, sem hafði drukkið
að staðaldri allt kvöldið — en
hann drakk annars mjög í hófi
— þótti þessi óviðeigandi at-
hugasemd bróður sins líka
skemmtileg. Þau fylgdu gestin-
um út fyrir húsið.
Útsýnið var yndislegt. Loftið
var enn heitt og mollulegt og
það var tíbrá. Fyrir neðan var
Kongó-fljótið í tunglskininu. Á
Pointe Kalina og Pointe Anglaise
var ennþá ljós í nokkrum húsum.
Hinar hvítu hallir landstjórans’
og varalandstjórans voru baðað-
ar í ljósi. Dökkir bátar fóru yfir
hið grunna fljót eins og drauga-
skip. Glóðarlampar héngu á milli
pálmanna á bakkanum. Á nokkr-
um hafnargötum skinu hin
grænu, gulu og rauðu ljós yfir
knæpunum. Það var eukalyptus-
ilmur í loftinu.
Anton snerti hönd Veru.
„Hönd yðar er heit“, sagði
ekki viðstaddur, „áðan var hún
alveg köld“.
Hann rétti Hermanni höndina
og kvaddi.
„Ég geri ráð fyrir því, að þú
2) Það dugar víst ekki að sitja
auðum höndum. Þetta lítur að
vísu illa út — en ég verð að finna
einhverjar sannanir fyrir sak-
leysi minu.
farir með Veru til Sewe“, sagði
Hermann.
„Ég mun ekki gleyma því“.
Hann kyssti hönd hennar. —
Henni rann kalt vatn milli
skinns og hörunds, en hún þurfti
ekki að draga að sér höndina, því
hann sleppti henni þegar aftur.
Vera og Hermann horfðu á eftir
honum. Hann gekk ofan hina illa
lýstu götu í áttina til borgarinn-
ar. Hann gekk föstum, rólegum
skrefum, enda þótt hann hefði
drukkið mikið. Að lokum hvarf
hinn hvíti depill í myrkrinu.
„Ef til vill hefur mér skjátl-
azt“, sagði Hermann. „Hann hef
ur breytzt mikið“.
„Ég hygg, að hann hafi ekki
breytzt", svaraði hún. „Hann er
afbrotamaður".
Hún gekk skjótlega inn í húsið.
Hún flýtti sér inn í herbergi sitt
og háttaði. Þegar hún sá -sig í
speglinum, hrökk hún við. Hún
hafði ekki hrokkið svona við að
sjá sína eigin mynd síðan fyrir
tólf árum, morguninn eftir að
hún varð kona Hermanns. Eftir
brúðkaupsnóttina fannst henni
hún þá ekki þekkja sig lengur í
speglinum. Hin sama tilfinning,
að hún sæi ókunna konu, hin
sama tilfinning feimni og ham-
ingju, hin sama tilfinning óskilj-
anlegrar breytingar kom nú yfir
hana. Það var beinlínis með
hræðslutilburðum að hún flýði
frá speglinum og smeygði sér í
hinn þunna batist-náttkjól sinn.
Síðan lá hún vakandi í rúminu.
Hún heyrði, að millihurðin fyrir
dyrunum á svefnherbergi Her-
manns var opnuð hljóðlega. Hún
hélt niðri í sér andanum. — Hún
lézt sofa.
Tveim dogurn eftir heimsókn
Antons hjá bróður sínum hélt
Zenta, drottning „Perroquet“-
vínstofunnar, eitt af þeim sam-
Eg veit mæta vel, að þú ert
saklaus, Markús, en fjárinn hafi
það — ég fæ ekki séð, hvernig
þú getur sannað það.
kvæmum, sem hún var vön að
stofna til tvisvar eða þrisvar á
ári. Þessi kvöld var „Perroquet"-
vínstofan lokuð, því þar var
ekkert, sem dró að þegar Zenta
var þar ekki.
Húsið, þar sem hin rauðhærða,
hörundsbjarta fegurðardís átti
heima á efstu hæð, var fjórtán
hæða skýjakljúfur með þakgarði,
en þaðan var hægt að sjá yfir
einn hinna skrautlegu, opinberu
skemmtigarða Leopoldville. Hið
skínandi hvíta hús sem var gert
nærri eingöngu úr gleri og stein
steypu, var eitt hinna helztu í
höfuðborg Kongó. Fyrir áratug
stóðu margir stráþaktir „bunga-
lows“, en verðið á þessum íbúð-
'um gaf ekki eftir verði hinna
fegurstu einbýlishúsa.
Sá, sem kom inn í íbúð Zentu
í fyrsta skipti, átti bágt með að
trúa því, að þar ætti heima söng-
kona í næturknæpu. Sex her-
bergja íbúðin með hinum mikla
þakgarði, sem var pálmum
skreyttur, bar vott um ágætan
smekk. Það var sagt, að Zenta
væri frá Vínarborg — en enginn
vissi um það með vissv I hin-
um stóru, björtu stofum voru að
minnsta kosti ósvikin Bieder-
meier-húsgögn, Vínar-postulín,
gljálaus, gamall Vínar-silfurbún-
aður og kunnáttu-maður hefði
meira að segja getað þekkt þar
verðmætt landslagsmálverk eft-
ir hinn mikla Vínar-málara
Waldmiiller. Heimkynni söngkon
unnar var glæsilegt, nærri því
með sniði fornrar tízku.
Þetta maí-kvöld voru þarna
samankomnir tuttugu til þrjá-
tíu manns, sem reikuðu um stóra
og litla salinn, eða voru að tala
saman uppi á þakinu milli hinna
suðrænu jurta. Kvöldið var mollu
legt. Gluggar og dyr voru opin.
Meðal gestanna voru aðeins
fjórar eða fimm konur. Þær voru
í síðum kvöldkjólum. Karlmenn
irnir voru hver öðrum svo ólíkir,
að slíkt var ekki að finna annars
staðar en í samkvæmi í Leopold-
ville. Margir þeirra voru ber-
sýnilega stöðugir gestir í nætur-
klúbbnum. Það voru herðabreið
ir, dökkhærðir menn, sem enginn
vissi, hvaða atvinnu stunduðu.
Þeir höfðu streymt til höfuðstað
ar úransins síðari árin eins og
gullgrafarararnir streymdu eitt
sinn til Klondyke í Kanada. En
meðal þeirra sáust einnig nokkrir
háttsettir embættismenn nýlendu
stjórnarinnar, Nokkrir belgiskir
ofurstar og meira að segja herra
Verneuil, formaður rannsóknar-
lögreglunnar í Leopoldville. Að
síðustu vOru nokkrir í samkvæm-
inu þekktir iðnaðarmenn, sem
einkum höfðu áhuga á hinu rík-
mannlega vínborði og sérstak-
lega kampavíninu, sem svartar
herbergisþernur með hvítar húf-
ur báru um í slípuðum glösum.
Anton stóð nokkrar mínútur
einn úti á pallinum. Hann var í
hvítu smoking-fötunum sínum,
sem ekki voru lengur eftir nýj-
ustu tízku, og var með viský-glas
í hendinni. Hann horfði út yfir
skemmtigarðinn, sem var dálítið
óhugnanlegur í hvítu tunglskin-
inu með hinum tilbúnu grísku og
rómversku rústa-súlum. — Úr
salnum barst hljómurinn af þung
lyndislegum lögum. Hljóðfæra-
leikari „Perroquet“-vínstofunnar
var að leika á hina vínrauðu
Bösendorfer-slaghörpu.
Á morgun sæki ég hana og
fylgi henni til Sewes, hugsaði
Anton. Hann hafði ekki haft hug
Eitíhvað hlýtur að vera hægt
að gera. Láttu mig sjá myndirnar
frá slysstaðnum, Tómas. Ég ætla
að líta á þær aftur.
ann af Veru í marga daga. Hann
reyndi að telja sér trú um, að
hann hugsaði um Veru einungis
vegna þess, að hann varð að
hugsa um Hermann. Konur gátu
ekki þagað. Ef Vera hafði feng-
ið vitneskju um fyrirætlanir Her
manns, þá myndi hún ljóstra
þeim upp við hann fyrr eða síð-
ar. Væru þau Hermann og Vera
hamingjusöm hvort með annað?
Það var hlægilegt. Enginn gat
verið hamingjusamur með Her-
manni. Óhamingjusamar eigin-
konur voru auðvelt herfang. En
hann hafði auðmýkt Hermann á
undan Veru. Það fór dálítill hroll
ur um hann við þá tilhugsun, að
hann myndi halda Veru í fangi
sér einn góðan veðurdag. Veru.
konu bróður síns! Það var ekki
Vera, heldur kona bróður hans,
sem hann hafði áhuga á.
Hann fann allt £ einu að hönd
var lögð á öxl honum. Hann
sneri sér við. Frammi fyrir hon-
um stóð Georg Luvin, ungi mað-
urinn, sem hafði falið honum að
njósna um bróður sinn, áður en
Hermann var kominn. Luvin var
í sérlega nýtízkulegum, hvítum
smoking-fötum með gljáandi
silkihornum. Anton gat ekki
varizt þeirri hugsun, að þessi iðju
leysingi líktist dálítið jass-leik-
ara. —
„Eruð þér líka boðinn?“ spurði
Luvin. Það skein í langar, hvít-
ar tennurnar á honum, sem
gerðu hann kanínulegan ásvip-
inn.
„Er ég ekki nógu fínn 1 þetta
fína samkvæmi?"
„Hvers vegna eruð þér svona
viðkvæmur, Antóníó? Ég var að-
eins að spyrja. Það hefur ekkert
heyrzt frá yður í marga daga“.
„Það var ekkert til að segja
frá“.
„Ég hef frétt, að þér hafið ver-
ið í heimboði hjá bróður yðar“.
„Það getur vel verið“.
„Gleymið því ekki, að það get
ur orðið yður til happs, ef þér
getið komizt að því, hvað Dela-
porte ætlast fyrir með bróður
yðar“.
SBlltvarpiö
Þriðjudagur 18. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar.)
15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til»
k.). — 16,30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19.
25 Veðurfregnir).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Bímur og raunvísindi.
Síðara erindi. (Sigurður Péturs-
son gerlafræðingur).
20.55 Tónleikar: Nicanor Zabaleta leik
ur á hörpu.
a) Impromtu op. 21 eftir Koussel.
b) Sónata eftir Glanville-Hicks.
21.10 Knattspymulýsing: Útvarp frá
landsleik Dana og íslendinga í
knattspyrnu 1 Idrætsparken í
Kaupmannahöfn (Sigurður Sig-
urðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins ( Hukur Hauks
son).
23.05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 19. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn.
8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. -•
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veður-
fregnir).
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til-
kynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19.
25 Veðurfregnir).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leife
ari).
20.50 Tónleikar: Tilbrigði eftir Benja-
min Britten um stef eftir Frank
Bridge. Boyd Neel-strengjahljóm
sveitin leikur. Boyd Neel stjórn-
ar.
21.15 Ferðaþáttur: Gestur 1 Garðaborg,
(Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur flytur).
21.45 Tónleikar: Kór rússnesku há-
kirkjunnar í París syngur. N. P.
Afonsky stjórnar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: ,,Allt fyrir hreinlæt-
ið“ eftir Evu Ramm. IV. (Frú
Álfheiður Kjartansdóttir).
22.30 í léttum tón:
a) Lög úr söngleiknum „My Fair
Lady'* eftir Frederich Loewe,
Einsöngvarar syngja með kór
og hljómsveit Peter Knight.
b) Carl Jularbo leikur á harmon*
iku.
23.00 Dagskrárlok.
Blátt OIUO
skilar ydur
HVÍTASTA ÞVOTTl
í HEIIVII!
X-OMO 34/6N-2M5 einnig bezt fyrir mislitan
a
r
L
á
á