Morgunblaðið - 18.08.1959, Page 19
&?iðjudagur 17. ágúst 195S
MORCUNBL 4Ð1Ð
19
— Varðarferð
Framh. af bls. 6.
um, og ætti Njáls-saga þar mest-
an þátt. Síðan mælti hann á þessa
leið:
Semjum aldrei við ofbeldið.
„Einar Ól. Sveinsson segir og,
að Njáll hafi lyft merki siðaðs
samfélags gagnvart hnefarétti og
agaleysL Hann hafi viljað láta lög
þing koma í stað vopnaþings og
að „kjaminn í hugmyndum Njálu
sé trú á manninn". Alls þessa
megum við vera í dag minnug.
Við eigum aldrei að láta merki
siðaðs samfélags falla í barátt-
unni gegn hnefarétti og agaleysi
og aldrei að glata trúnni á mann-
inn og frelsi hans. Við eigum því
ekki að láta stundarhagsmuni
Og fagurt tal glepja okkur til
samstarfs við fulltrúa hnefarétt-
arins og kúgara hins frjálsa
manns. Það eru til menn, íctn
halda t. d., að hægt sé að sveigja
kommúnista frá . marxistískum
fræðikenningum þeirra til roun-
særrar veruleikastefnu, knýja þá
frá lýðsxrumi til ábyrgðar og
hemja þá til heiðariegs samstarfs
innan ríkisstjórna. Ég er van-
trúaður á þann boðskap. Ég beld
einnig, að sú stjórnarstefna, sem
kaupir sér frið fyrir skemmdar-
verkaminnum með þvi að af-
henda þeim hlutdeild í stjórn
landsins, hafi gefizt upp. Sagan
sýnir og glögglega, að þeir, som
eemja við ofbeldið, tortýmast,
Þannig var dómur sögunnar vfir
mönnunum, sem fóru til Miir.c-
hen, þannig urðu örlög Benesar
og tékknesku forystumannanna.
I>eir héldu hins vegar velli, sem
ekki gáfust upp og ekki slógu af
sannfæringu sinni. Þannig var
um Churchill og þannig er lim
Adenauer í dag.
Góðir Sjálfstæðismenn. Á
þessum fomhelgu slóðum skul-
um við því öðru fremur
minnast boðskapar öndvegis
rits gullaldarbókmennta okk-
ar, að islenzkri þjóð ber, á
meðan sær dunar, að vera trú
köllun sinni, trúnni á manninn
og semja aldrei frið við ofbeld-
ið“.
Var gerður góður rómur .JS
máli Birgis Kjaran. Því næst, tók
Þorsteinn Jósepsson enn til máls
og flutti mjög fróðlega lýsingu
á því, sem fyrir bar. Var svo
litast um nokkra stund og bótti
mönnum BleiKsárgljúfur ærið
hrikalegt. Er það á kafla svo
mjótt, að næstum má stíga yfir
það. Ofar er það nokkru breið-
ara og þar hafa menn stokkið yíir
en ekki öllum reitt vel af.
Að þessu loknu skipuðu menri
sér í brekkuna og ljósmyndarinn
Vigfús Sigurgeirsson tók mynd
af hópnum. Að þessu öllu loknu
var enn haldið af stað inn eítir,
og ekki létt fyrr en komið var
að efstu fyrirhleðslunni, sem
bægir Markarfljóti frá Fljóts-
hlíðinni. Er fljótið þar mjög
straumþungt og virðist mikið
mæða á garðinum, en hann er
hið mesta mannvirki. Sást nú
vel inn í Þórsmök, en veðrið var
ákaflega gott, sólskin og létt-
skýjað. Einnig sást Eyjafjalla-
jökull allt til efsta tinds, og hvar-
vetna blöstu við fjöllin í ótal lit-
brigðum.
Bergþórshvoll.
Nú var snúið við og sama leið
farin til baka, en síðan ekið suð-
ur á bóginn yfir mikið flatlendi
og loks komið að Bergþórsnvoli.
Söfnuðust menn saman fyrir aust
an bæinn, en Sigurður Líndal,
lögfræðingur, rakti aðdragand-
ann að Njálsbrennu og gerði
grein fyrir staðháttum Að Berg-
þórshvoli eru engar fornmir.jar
sýnilegar enda talið, að bærinn
hafi alltaf verið byggður á sama
stað, og einnig líklegt að lands-
lag hafi breytzt síðan á söguöld.
Er því ekki mikið að sjá á Berg-
þórshvoli og útsýni hafði nokk-
uð spillzt, með því að ský hafði
dregið fyrir og byrgt hina hærri
fjallatinda.
Oddi á Rangárvöllum.
Frá Bergþórshvoli var ekið íak
leiðis að Odda. Þar var mztur
fram borinn að nýju og settust
menn að snæðingi í túninu. Að
því loknu var safnazt saman fyr-
ir framan bæinn og þar sagði
Sigurður Líndal sögu staðarins
í stuttu máli. Sá staður er eink-
um frægur sem menntasetur, ekki
sízt vegna tengsla við suðræna
menningu og þar hlaut Snorri
Sturluson menntun sína. S&ra
Arngrímur Jónsson rakti síðan
sögu kirkjunnar á staðnum, en
í henni eru margir merkir gripir,
sem séra Arngrímur gerði grein
fyrir. Síðan var gengið til kirkju.
Þar gat að líta á vegg málaða
mynd af heilögum Nikulási úr
Bár, verndardýrlingi kirkjunnar,
en á altari var kross og kalcikur,
hvorttveggja úr kaþólskum sið.
Að þessu öllu loknu var siigið
upp í bílana og haldið heim á
leið.
r Heimleiðis
Sama leið var nú farin og áð-
ur. Var höfð nokkur viðstaða að
Hellu og síðar við Kamba. Nutu
menn á báðum stöðum kvöid-
kyrrðarinnar i ríkum mæli, en
veður var eins og bezt gerist á
íslenzkum síðsumarskvöidum. Til
Reykjavíkur var komið kl. 11,30
og við Austurvöll skildust leiðir.
Það var mál allra, sem í för-
inni voru, að hún hefði tekist með
afbrigðum ve'l. Fararstjórn haíði
á hendi Þorvaldur Garðar K.rist-
jánsson, en honum til aðstoðar
voru þeir Sveinn Björnsson,
kaupm., Baldur Jónsson, íþ’-ótta-
vallarstjóri, Sverrir Jónsson,
verziunarmaður, Valdimar Ólafs
son og Haraldur Teitsson, skrif-
stofustjóri V arðarfélagsins. —
Höfðu þessir menn undirbúið
ferðina af mikilh kostgæfni. —
Greinargóð leiðarlýsing eftir
Þorstein Jósepsson hafði verið
fjölrituð og fylgdi henni ljós-
prentað kort. Þorbjörn Jóhannes-
son, kaupm., lét í té nesti, sem
var hið ljúffengasta og sköru-
lega fram reitt. Framkvæmd
ferðarinnar og skipulag allt var
einnig með ágætum. Ekki er ann-
að vitað en allir hafi komið heil-
ir heim, því ekki kunni læknir
fararinnar, Úlfar Þórðarson, nein
tíðindi að segja úr sínum verka-
hring.
— Indverjar
Framh. af bls. 1.
hefði stafað af því að almenn-
ingur í héraðinu varð fyrir von-
brigðum af stjórn þeirra.
Þá staðhæfði hann, að komm-
únistastjórnin í Kerala hefði virt
dómstóla að vettugi. Hún lét
jafnvel sleppa mönnum, sem
dómstólarnir höfðu dæmt til
dauða og fjölda mála, sem voru
tekin aftur af fylkisstjórninni
var meiri en í öllum öðrum hér-
uðum Indlands til samans.
Einnig sagði Pant ráðherra, að
kommúnistar hefðu misbeitt lög-
reglu héraðsins sjálfum sér og
flokki sínum til framdráttar. Þeir
notuðu völdin til þess að tryggja
sér völd og yfirráð til frambúð-
ar í ýmsum stéttarfélögum og til
þess að hygla á öllum sviðum að
sínum mönnum.
Hlýða Moskvu
1 umræðunum í dag var það
þó Acharaya Kripalani foringi
indverska Jafnaðarmannaflokks-
ins, sem gerði hörðustu atlöguna
að kommúnistum. Hann sagði
m.a. að indverskir kommúnist-
ar hlýddu í blindni fyrirskipun-
um frá Moskvu, að þeir fyrir-
litu stjórnarskrá Indlands og að
ætlun þeirra vásri að koma á ein-
ræði minnihlutans, eins og
tíðkaðist í kommúnistaríkjunum.
Nehru forsætisráðherra talaði
ekki í dag, en það er búizt við
að hann flytji lokaræðuna ann-
að kvöld, áður en atkvæða-
greiðsla fer fram í málinu. Sú
atkvæðagreiðsla verður trausts-
yfirlýsing á sambandsstjórnina.
Togaraflotiim
endnrnýjaSur
smám saman
FORSÆTISRÁÐHERRA upplýsti
á Alþingi fyrir helgina, vegna
fyrirspurnar, sem fram hafði
verið borin, að ríkisstjórnin hefði
á þessu ári ákveðið veitingu 4
innflutnings- og gjaldeyrisleyía
fyrir 4 nýjum togurum. Auk þess
hefðu væntanlegir eigendur not-
ið aðstoðar hins opinbera við
samningsumleitanir, og yrðu
þeim veitt lán fyrir 50—90% af
andvirði togaranna, lögum sam-
kvæmt.
Gert væri ráð fyrir að satnið
yrði um kaup jafnmargra togara
næsta ár með það fyrir augum,
að þeir kæmu til landsins 1961.
Þannig væri unnið að þvi að
endurnýja togaraflotann jafnt og
þétt, en með því móti einu væri
hægt að hagnýta síðustu fran-
farir í tæknlegum efnum.
Hey f auk í Breiða-
mi
víkurhreppi
STYKKISHÓLMI 17. ágúst —
Aftakaveður gekk hér yfir um
síðustu helgi. Varð veðrið verst
milli kl. 6 og 8 á laugardags-
morguninn. Uruð miklir heyskað-
að víða í Breiðavíkurhreppi og á
einum bæ fuku t. d. 40 hestar
af hey. Reynt var að breiða yf-
ir sátur, en veðrir reif það allt
upp. Heysleða tók upp á einum
bæ og fauk hann langar leiðir.
— Fréttgritari
Leiðrétting
í minningargrein hér í blaðinu
sl. laugardag um Odd 'St. Tryggva
son misritaðist m. a. bæjarnafnið
Lónkot, sem er hið rétta, en ekki
Lóukot, eins og stóð í greininni.
Aðrar villur eru meinlausar.
G. G.
- fþróttir
við að fara utan og þiggja hið
ágæta heimboð, og var það mjög
harmað af þeim hjónum.
Þegar á allt er litið, verður að
telja, að ferð þessi hafi tekizt
með ágætum vel. Þúsundir
franskra manna og kvenna hafa
fengið dálitla snertingu af því
sem íslenzkt er við það að sjá
sýningar flokksins. Flest fólk
kannaðist við Island, sumt vissi
ekki almennilega hvar það var,
en allt var það ákaflega elsku-
legt og vingjarnlegt í garð Is-
lendinganna og vildi allt fyrir
þá gera.
Fararstjóri flokksins var Valdi-
mar Örnólfsson, íþróttakennari,
stjómandi dansanna Helga Þór-
arinsdóttir, en stjórnandi glím-
unnar var Gunnlaugur J. Briem.
Aðrir þátttakendur voru: Þór-
unn' Einarsdóttir, Ragnheiður
Ingvarsdóttir, Sæunn Magnús-
dóttir, Edda Skúladóttir, Iris
Ingibergsdóttir, Inga Á. Guð-
mundsdóttir, Rúnar Guðmunds-
son, Sveinn Guðmundsson, Ólaf-
ur Guðlaugsson, Sigmundur
Ámundason, Hafsteinn Þorvalds-
son, Eysteinn Þorvaldsson og
Greipur Sigurðsson.
Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, bar veg og vanda af
undirbúningi fararinnar, fyrir
hönd Glímufélagsins Ármann,
en gat ekki komið því við að
fara með flokknum utan, sökum
anna. Hann á þar mikla vinnu
að baki, og er það von þátttak-
enda allra, að góður árangur
þessarar farar megi verða hon-
um umbun fyrir sín unnu störf.
Hið sama má raunar segja um
Kjartan Bergmann Guðjónsson,
glímukennara Armenninga. Hann
hafði í allan vetur æft glímu-
mennina undir ferð þessa, en gat
svo ekki, á síðustu stundu, farið
ferðina, sökum starfa sinna, sem
skjalavörður Alþingis.
Síldarsöltunin
SIGLUFIRÐI, 17. ágúst — Um
þessa helgi hefur verið saltað á
Norður- og Austurlandi 198,311
tunnur, sem skiptist þannig:
Siglufjörður 111,823, Raufarhöfn
29,879, Dalvík 18.638, Grímsey
1461, Hjalteyri 2442, Hrísey 2213,
Húsavík 5573, Ólafsfjörður 7089,
Reyðarfjörður 542, Sauðárkrók-
ur 2068, Seyðisfjörður 1394,
Skagaströnd $040, Vopnafjörður
4222.
Hæstu söltunarstöðvar lands-
ins eru nú: Sunna Siglufirði 9118,
Óli Henrikssen 7958, Hafsilfur,
Raufarhöfn 6885 tunnur.
Bræðslusíld hjá SR Siglufirði
258.590 mál. Raufarhöfn 122.04.
Skagaströnd 31.594. Húsavík 2004.
Rauðka Siglufirði hefur tekið á
móti 49.263 málum og er þá
síldarúrgangur ekki talinn með
hjá verksmiðjunum. Hér er norð-
an bræla, rigning og mikill sjór.
Nokkur erlend síldveiðiskip
liggja hér inni. — Guðjón.
Hesti stolið
ij
úr girðingu
í FYRRI viku var stolið dðkk-
jörpum hesti, þar sem hann var
geymdur í haga í Helgadal í Mos-
fellssveit, og hefur ekkert til
hans spurzt síðan. Hefir rann-
sóknarlögreglunni nú verið til-
kynntur þjófnaður þessi.
Fimmtúdaginn eða föstudaginn
6.—7. ágúst varð bóndinn í Helga
dal var við tvo menn, sem komu
á bil að girðingunni og tóku hest-
inn. Eigandinn vissi ekki um
stuldinn fyrr en næsta sunnu-
dag. Hér er um að ræða 5 vetra
gamlan gæðing, taminn og spak-
an. Hann er dökkjcirpur, órak-
aður nema ennistoppurinn klippt
ur og faxið liggur allt öðru
megin. Hesturinn hefur mikið
tagl, er járnaður en ómarkaður.
Þeir, sem knnu að hafa orftið
hestsins varir, eru beðnir um að
gera rannsóknarlögreglunni eða
næsta yfirvaldi aðvart.
Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum heilla-
skeyti, blóm og margskonar góðar gjafir, heimsóknir og
hlý handtök á 70 ára afmæli mínu. Ennfremur þakka ég
sérstaklega félagssystrum mínum í Kvenfélagi Stokks-
eyrar, sem sýndu mér þann hlýhug að gera mig heiðurs-
félaga og halda mér óg fjölskyldu minni virðulegt sam-
sæti 9. ágúst s.l. og færðu mér góðar gjafir.
Viktoría Halldórsdóttir, Sólbakka, Stokkseyri
Hugheilar þakkir til allra sem heiðruðu mig með heim-
sóknum ,gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli mínu
14. ágúst s.l.
Böðvar Böðvarsson
Voðmúlastöðum, Austur-Landeyjum.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig
með heimsóknum, blómum, gjöfum og heillaskeytum á
80 ára afmæli mínu þann 15. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Karólína Káradóttir, Njálsgötu 49.
Hjartkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR HILDIBRANDSSON
Ásvallagötu 23.
lézt að sjúkrahúsi Hvítabandsins, sunnudaginn 16. ágúst
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðmundur Einarsson, Guðrún Davíðsdóttir
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR
Brunnstíg 10,
andaðist í Landspítalanum, sunnudaginn 16. þ.m.
Eiríkur Þorsteinsson, börn og tengdasynir.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNlNA SOFFlA JÓSEPSDÓTTIR
Miðtúni 20
lézt í Bæjarspítalanum sumiudaginn 16. ágúst.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Börnin
Minn hjartkæri eiginmaður,
GUÐMUNIHJR Á. BJARNASON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn
19. ágúst kl. 1,30. \
Ragnheiður Þórólfsdóttir
Eiginmaður minn,
ODDGEIR HJARTARSON
rafvirki, Kirkjuveg 82, Vestmannaeyjum
verður jarðsunginn frá Landakirkju, miðvikudag. 19.
þ.m. og hefst athöfnin með húskveðju að heimili hins
látna kl. 2 e.h.
Ásta Ólafsdóttir, börn, tengdaböm,
barnabörn og systir.