Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 6
6 MORCVISBLAÐIÐ Laugardagur 22. ágúst 1959 B fáum orðum saqt: „Eg ætlaði ekki að láta drepa mig“ EIRÍKUR Ásgrímsson fyrrum sjó maður er áttræður í dag. Hann er Skaftfellingur að ætt og upp- runa, fæddur að Rofabæ í Meðal- landi, en ólst upp á Eyrarbakka. Þar bjó faðir hans Asgrímur Jóns son sem lengi var formaður. Ás- grímur var ættaður úr Skafta- fellssýslú og var af Hlíðarætt svonefndrL — í upphafi samtals- ins töluðum við um bernskuár Eiríks og kvaðst hann efcki hafa liðið skort eins og margur í þá daga: — Ég kynntist því aldrei eins og sumir aðrir að hafa ekkert nema dropann. Mjólk var sjaldséð á Eyrarbakka, enda ekki nema átta kýr í þorpinu. Ég var lítið fyrir mjólk, en pabbi keypti hana handa systur minni í vöggu. Um fermingu fór ég til séra Ólafs Helgasonar málleysingja- kennara, þó faðir minn vildi ekki láta mig, en Ólafur sótti málið svo fast, að pabbi lét und- an að lokum. Mér leið vel hjá séra Ólafi, þó þar væri í mörgu að snúast, og var hann mér ákaf- lega góður. Tel ég mig heppinn að hafa komizt í vist hjá honum, því ég hefði farið að heiman hvort eð var fyrir tvítugsaldur. — Það hefur verið erfiðari vinna í þá daga en nú er? — Já, það þýddi ekkert að segja: — Ég fer heim klukkan 5. Úr æsku minni er mér einna minnisstæðust þessi setning: — Vertu ekki lengi að gleypa þetta í þig og farðu svo. — Hvað hefði verið sagt, ef þú hefðir ætlað að fara heim kl. 5? — Ja, það hefði verið eitthvað Ijótt. Ég man eftir gömlum karli á Eyrarbakka sem átti þrjá sonu og lét engan þeirra beita, en þá tíðkaðist að við strákarnir beittum fyrir hálfan hlut eftir 10 ára aldur. Honum var stórláð að láta þá sleppa svo vel, en hann vissi betur, því tveir þeirra voru berklaveikir og dóu fyrir innan fermingu. Vinnuharkan var svo mikil á þessum árum, að karl- arnir máttu ekki vera að því að taka í nefið á sjónum, heldur festu þeir tóbaksbita bak við eyr- tm til að þurfa ekki að snússa sig í vinnunni. Eiríkur fór nú að rifja upp æsku sína austur í Skaftafells- sýslu og Eyrarbakka. Hann kvaðst ekki muna eftir þvi, þegar hann fluttist að austan. Hann var þá tæpra 5 ára gamall og fór með lest út á Eyrarbakka: — Ég man eftir lestunum síð- ar, þegar karlarnir komu göngu- móðir út eftír til að afla sér nauð- synja. Ég man eftir móðurbróð- ur mínum, honum Ingimundi í Rofabæ, hann kom tvisvar eða þrisvar sinnum eftir að ég flutt- ist út að Eyrarbakka og heim- sótti þá gjarnan föður minn, en síðar hætti hann alveg að koma, þetta var svoddan voða leið aust- an að og tók uppundir 'rnánuð, þrjár vikur alltaf á leiðinni því þeir þurftu að hvíla hestana og svo voru þeir viku í kaupstað. — Þeir hafa verið fegnir að koma í kaupstaðinn. Fengu þeir sér ekki alltaf glaðning á Eyrar- bakka? — Jú, sumir, en það var ekki mikið um það, ég man eftir að þeir voru hálfir sumir. Á Eyrar- bakka voru þrjár vínverzlanir fyrst þegar ég man eftir og sýnd- ist það í fljótu bragði ofmiklð fyrir svo lítið pláss, en það var alltaf nóg að gera, því það þurfti að senda þessi reiðinnar ósköp af víni út um allar sýslur, Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu og Skafta fellssýslu og þó var þetta líka sótt svona sitt af hverjum. — Já, það hefur verið glatt á hjalla fyrir austan í þá daga? — Ja, það var ekki svo mikið drukkið á Eyrarbakka, það sást ekki vín á mönnum nema rétt af hendingu, en sennilega hefur það verið nóg til þess, að þeim hef- ur þótt ástæða til að koma upp góðtemplarareglu, ég msn vel eftir því. — Hvernig var það? Ja, það var byrjað á því að leika Ævintýri á Gönguför, minn ir mig, það var tilbreyting, það var það. — Þú ert ekki góðtemplari Ei- rikur? — Nei, ég hef enga ánægju af að vera í félögum, ég hef haft svo mikið að gera við smíðar eftir að ég hætti á sjónum. Mér skilst ég hefði orðið að velja á milli góðtemplarareglunnar og smíðanna og það var auðvelt val. Annars eru búðirnar mér minn- isstæðastar. Þær voru ævintýri líkastar fyrst í stað en svo fór maður að vaða um allt og verða uppivöðslusamur, eins og -gengur og þá var ævintýrið auðvitað á enda. — Fannst þér fallegt á Eyrar- bakka? — Já, stundum, en það fór af á veturna. — Voru stúlkurnar fallegar? — Jæja, eins og gengur og ger ist, það eru allstaðar fallegar stúlkur, þegar maður hefur verið lengi á sjó. — Þú hefur þá ekki gift þig á Eyrarbakka? — Nei, ég var orðinn gamall þegar ég fór að hugsa um það. — Hvað gamall? segir Eiríkur * Asgrímsson — Ja, svona 30 ára, ég ætlaði eiginlega ekkert að eiga við það, en lét svo slag standa. Ég er dá- lítið kúnstugur, eins og þú getur séð, Ekki svo að skilja að ég sé í neinum sértrúarflokki, onei, ég trúi því sem frelsarinn sagði og það kemur enginn gervihrókur að breyta því í mín eyru. Ég man vel eftir, að ég var fermdur upp á þrenninguna og líklega hef ég verið skírður undir hana líka, þó það hafi verið í Meðallandi. Ég veit ekki, hvað blessaður biskup- inn segir við því. — Finnst þér fallegt í Meðal- landi? — Það er nógu fallegt fyrir þá sem þar hafa búið, ætli það ekki? — Þú minntist á séra Ólaf áð- an, hvernig maður var það? — Ja, ég veit bara, að hann var ekki kommi, sagði Eiríkur með þungri áherzlu, en sneri sér síðan að sjónum og rifjaði upp svaðilför í Eyrarbakkabugtinni, þegar hann var á Langanesinu 1907: —> Við fórum út einhverntíma eftir miðjan marz og héldum austur í Eyrarbakkabugt og vor- um þar einn dag og fengum lítið, en þá hvesti hann og við lögðum skipinu til. Egill Egilsson skip- stjóri var ágætur maður og mjög fær, en hann drukknaði í þess- ari ferð. Stýrimaðurinn hét Guð- mundur Einarsson og var nýút- skrifaður og ekki fær um Eiríkur Ásgrímssor að taka við skipinu í fárviðri, því hann hafði ekki haft skjp áð- ur, en þá var það í lögum að stýrimenn áttu að vera tvó út- höld eða 12 mánuði á sjó, áður en þeir fengu skip. Svo erum við þarna og hann hvessir mikið, og skrifar úr dagiegq lifinu ] Með hendur í vösum? EG gat ekki annað en brosað, er ég sá í Morgunblaðinu um daginn meðfylgjandi mynd af íslenzkum íþróttamönnum á ferðalagi erlendis (Velvakandi hefur klippt ofan af myndinni). Er ekki tímabært að hætta að hafa vaxa á bxum? Ungir meni nú til dags sjást varlajiema með hendur í vösum. Finnst ykkur myndin ekki vera táknræn fyrir íslenzka æsku, eins og hún kemur fyrir sjónir hér á götum borgarinnar, Er ekki hægt að fella niður alla buxnavasa og gera þá kröfu til þeirra, sem sendir eru til út- landa að þeir hafi axlabönd? — Ekki er annað sýnilegt að þau vanti tilfinnanlega á suma á myndinni. Þetta ættu fararstjór- ar að sjá um, a. m. k. áður en farið er í heimsóknir með þá til höfðingja. Mér skilst að nokkrir fararstjórar fari alltaf með þegar hópar fara utan á vegum íþrótt- anna. — Hárekr. M Bíll gæti runnið ofan á baðgestina. fAÐUR nokkur, sem á krakka er oft að fara í Nauthóls víkina að synda og baða sig í sól skininu þegar hlýtt er í veðri, hefur beðið Velvakanda um að vekja athygli viðkomandi aðila á því, að steina vantar á brúnina á bílastæðinu þar. Segist hann af þeim sökum alltaf 'vera hálf hræddur, þegar hann veit af krökkunum þarna. Þannig mun hátta til við bað- ströndina í Nauthólsvíkinni, að fólkið liggur gjarnan í sólbaði á grasi grónum stalli, en á stall- inum fyrir ofan er bílastæðið. Ef bíl væri af slysni ekið þar fram af eða tómur bíll rynni af stað, væru baðgestirnir, sem liggja með lokuð augun í sólbaði og eiga sér einskis ills von, í bráðri hættu. Slíkt getur alltaf komið fyrir, ekki þarf annað en að ekið sé utan í bíl í fremstu röð, þegar öðrum bíl er lagt, og honum ýtt fram af. Eru viðkomandi vinsamlega beðnir um að taka þetta til at- hugunar, og setja vegg eða koma fyrir steinum á brúninni, til ör- yggis. Of hraður akstur veldur slysum. AUSTURBÆINGUR skrifar: Ég tel að sjálfsagt hafi verið að hækka hámarkshraða bifreiða í þéttbýlinu úr 25 km. í 45 km á klst., eins og gert var með nýju umferðarlögunum. Það er ófært að hafa lög, sem allir bifreiða- stjórar brjóta oft á dag. En það er alveg ótækt þegar bifreiðastjórar aka allt að tvisv- ar sinnum hraðar um götur bæj- arins en lög leyfa. Við lesum oft um hryggileg slys, sem iðulega munu stafa af of hröðum og ó- gætilegum akstri. Það munaði ekki miklu að eitt slíkt slys yrði sl. laugardags- kvöld á gatnamótum Lönguhlíð- ar og Miklubrautar, þegar eldri kona var að ganga yfir Miklu- brautina. Hún sá til bifreiðar- innar í töluvert mikilli fjarlægð og taldi sig örugga, þótt hún gengi yfir götuna. En svo geyst var ekið, að hún var nærri orðin fyrir bifreiðinni, en biðreiðar- stjóranum tókst að hemla. Hún slapp þarna með naumindum, en síðan hefur orðið slys, sem sam- kvæmt frásögn blaðanna hlýtur næstum að stafa eingöugu af of hröðum akstri. í bifreiðalögunum segir, að sérstök skylda hvíli á ökumönn- um um að aka hægt og sýna ýtrustu gætni, m. a. við vegamót, þegar skuggsýnt er og í mörgum fleiri tilfellum. Lögreglan verð- ur að vera vel á verði og vernda fólk gegn stórhættulegum mönn- um, sem sýna algjört ábyrgðar- leysi í umferðinni. þegar við erum komnir austur í bugtina, er komið rok og stendur yfir daginn og nóttina og fram á morgun daginn þar á eftir og þá var orðið svo vont að það var ekki hægt að kveikja upp í maskínunni og ekki heldur að velgja neitt ofaní sig af neinu tagi. Svo á hádegisvaktinni skell- ur sjór yfir skipið, skömmu áður var bjartara niðri en hérna inni, en sjórinn byrgði fyrir alla birtu og lokaði kolsvart myrkrið niðri, þar sem þeir lágu í kojunum. Ég gat grillt í þá í myrkrinu, þar sem ég stóð nýkominn upp úr kojunni minni og hugsaði með sjólfum mér: — Ætli helvítis dallurinn ætli ekki að rífa sig lausan? Svo kom ég upp í gatið og kallaði í skipstjórann, en ekk- ert svar, enginn vissi neitt hvar hann var og stýrimaðurinn fór niður og sást ekki fyrr en skipið var komið á réttan kjöl aftur, þetta var óskaplegt ástand um borð bæði seglið og mesanmastrið löfðu aftan úr skipinu, svo það var öngvu líkara en hundi sem situr upp á endann, en það gerði enginn neitt, svo ég fór niður aftur og í stígvélin og upp aftur og hjó allt draslið af. Karlarnir voru grátandi hingað og þangað út um allt skip, sumir lágu á grúfu og ég fór að spurja þá, hvort þeir ætluðu að láta skipið vera lengi svona eins og úfna kerlingu. Af 24 mönnum gat ég fengið 10 eða 12 til að sýna ein- hvern manndóm og við fórum að streða við að ná seglinu inn og höfðum ekkert nema handaflið, sjórinn var ógnarlegur ásýndum og var nýbúinn að gleypa skip- stjórann og beygja krufuspilið og ekki var annað eftir að jullunni en fangalínan og hálft stefnið klofið niður úr. Þegar við vorum búnir að ná seglinu var komið kvöld og þá fór ég að bisa við að koma rörunum fyrir, því það var heldur farið að lygna, en ekki neitt að ráði, og þá gátum við fyrst kveikt upp frammí. Við vissum hvar land var og vorum farnir að sigla upp að strönd- inni, en þó vorum við ekki al- minlega vissir um stefnuna, þvl sumir héldu að kompásinn hefði skekkzt eitthvað og skemmzt, en okkur miðaði áfram og sáum land við Krísuvíkurberg, það er vest. arlega í bugtinni, og við héldum áfram og koniið myrkur og eng- inn viti og þegar við komum vestur úr, fór ég niður að fá mér eitthvað að drekka eða taka í nefið, ég. man það ekki, en það 'var ekki löng stund og þegar ég kom upp aftur stóð Guðmundur við stýrið, en maður sem Kristján hét, var frammí og ég kallaði til hans: — Af hverju læturðu ekki manninn vita? Ætlarðu að fara upp í bergið? Þá áttum við ekki eftir nema sex eða átta skips- lengdir upp í bergið sem er 50 eða 60 faðma djúpt og þarna sá dauðinn leik á borði. Ég hljóp aftur á og segi við stýrimann, hvort hann sjái ekki að hann sé rétt kominn upp í bergið: — Ég veit hvað ég fer, segir hann: — Jæja, segi ég, en ég ætla nú samt að taka af þér stýrið og svo ýtti ég honum frá og sigldi út með berginu, því það var einbógsvind ur, ég var orðinn bjartsýnn og fannst okkur mundi takast þetta þrátt fyrir allt, en samt kveið ég dálítið fyrir Háleyjunum, en við sluppum við þær svo sáum . við urðarljóra sem sjómennirnir kölluðu svo og héldum áfram vel í miðja röst, og svo vestur úr og þegar við komum í Húllið þorði ég ekki að halda áfram og ligg yfir nóttina og legg honum til og það var komið blíðskapar- veður en dimmt, svo ég þorði ekki að halda áfram, en sagði þeim að láta mig vita þeg- ar klukkan væri 2, svo lagði ég mig, því ég var orðinn þreyttur. Karlarnir voru hætt- ir að gráta og stýrimaðui-- inn var uppi. Já, svona var nú þetta karlinn minn, ekkert grín heldur fúlasta alvara, eins og þú getur séð á því að Georg fórst með manni og mús í bugtinni og við rákumst á bómuna úr Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.