Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. ágúst 1959 MORCUTSBL 4Ð1Ð 15 Bretar ættu að hverfa á brott með herskip sín Danska hla&ið Aktuelt ræðir „borska striðið" i ritstjórnargrein KAUPMANNAHÖFN, 21. ágúst (Einkaskeyti til Mbl.) — Blaðið Aktuelt birtir 1 dag ritstjórnar- grein í tilefni frásagnar sem birt- ist í gær, eftir fréttaritara blaðs- ins, seituYsU; á'Islandi á dögunum um „þorskstríðið" eins og það er nefnt. — í ritstjórnargreininni segir m.a.: Án þess, að vér viljum gerast dómarar, virðist oss ekki fráleitt að setja fram þá spurningu, hvort Bretar gætu ekki horfið á brott með herskip sín. Bretland mundi í grundvallaratriðum engu tapa við slíka ráðstöfun, því að það hefir þegar fyrir löngu markað afstöðu sína nógu óvægilega. Hvað aflabrögðum viðkemur mundu Bretar tæpast líða um- talsvert tjón, þar sem veiði 2\ — / fáum orðum sagt Framh. af bls. 6. honum og ég þekkti hana, því ég hafði verið á honum áður. — Það má segja þú hafir lagt Langanesið undir þig eins og Þuríður formaður forðum daga. — Já, auðvitað, hvað átti ég að gera? Ég ætlaði ekki að láta drepa mig, því ég var ungur og vildi lifa lengur. Svo héldum við til Hafnarfjarðar og ekkert bar til tíðinda. ' — Og þar hafið þið sungið Guði lof og dýrð? — Ó-nei, ég fór í land og til- kynnti ástvinum mínum þá sorg- arfregn, að ég væri enn á lífi. >1. Nokkur síldveiði fyrir austan NOKKUR síldveiði var i gær SA af Seley, en veiði mun ekki hafa verið almenn og síldin var langt úti. Nokkrir bátar voru væntan- legir með síld inn á Austfjarða- hafnir. Við austanvert Norður- land var þoka og engin síldveiði, en góður reknetjaafli hefur ver- ið á Húnaflóa. Til Eskifjarðar voru I gær- kvöldi væntanlegir tveir bátar, Jón Finnsson og Fagriklettur, með alls 700 tunnur til söltunar. Sagði fréttaritari blaðsins á staðn um að brætt væri þar af fullum krafti og undirbúningur í full- um gangi vegna móttöku síldar- innar á síldarplaninu. Var logn og blíða inni á Eskifirði og gott veiðiveður á miðunum. Hafði frétzt af allmikilli síld 50—70 sjómílur SA af Seley. Á Norðfirði voru saltaðar í gær 140 uppmældar tunpur úr Halkion VE og var verið að salta upp úr Jóni Trausta, sem var með 450 tunnur, er Mbl. hafði tal af fréttaritara sínum á staðnum í gærkvöldi. Væntanlegir voru með síld Bergur VE, Áskell og Sigurður Bjarnason. Búið var að losa úr öllum skipunum, sem biðu í fyrradag. Fréttaritarinn sagði, að fremur óstöðug átt væri á miðunum um þessar mundir. Einn síldarbátur, Markús GK 96, missti nót og bát á miðviku- daginn. Báturinn hætti veiðurn og hélt til heimahafnar, vestur í Stykkishólm. þeirra innan tólf mílna mark- anna virðist svo lítil, að brezku togararnir eru ófúsir að fara inn fyrir. — í augum heimsins mundi Bretland ekki bíða álitshnekki við það að fara að dæmi annarra þjóða, sem hafa haldið sig utan tólf mílna markanna, enda þótt þær hafi jafnframt borið fram mótmæli sín. Hagurinn af því að draga herskipin til baka og koma aftur á vinsamlegu sambandi tveggja NATO-landa er augljós- lage mikilvægur, einnig fyrir inni átti sinn mikla þátt í því að Bretland. Þolgæði Breta í heimsstyrjöld- frelsa heiminn frá harðstjórninni. Vér hugsum "með þakklæti til þess. En oss virðist sem arftakar Nelsons í hinum mikilsvirta, brezka flota muni ekki auka heið ur sinn' með þorskastríðinu við hið litla, vopnlausa land. SÍÐASTL.IÐIÐ vor ákvað mennta málaráðuneytið, _ í samráði við Menntamálaráð íslands, að hluta af fé því, sem fjárlög ákveða að renni til styrktar íslenzkum námsmönnum erlendis, skuli ár- lega verið varið svo sem hér segir: Fimm nýjum stúdentum, sem sýnt hafa sérstaka hæfileika til náms, sé veittur fastur styrk- ur, 20 þúsund krónur á ári í allt að 5 ár, enda leggi þeir árlega fram greinargerð um námsárang- ur, sem Menntamálaráð tekur gilda. 2. júlí sl. auglýsti Menntamála ráð eftir umsóknum um styrki þessa. Skyldi umsóknum skilað fyrir 10. ágúst. Alls bárust 19 umsóknir. Hugðust umsækjendur leggja stund á efirtaidar náms- greinar (aðalnámgreinar einar taldar): Fjórir ætluðu að nema eðlisfræði, þrír verkfræði, tveir veðurfræði og einn hverja eftir- talinna greina: búfjárfræði, efna fræði, húsagerðarlist, latínu, læknisfræði, mannfélagsfræði, rafmagnstækni, stærðfræði, þjóð arhagfræði og þjóðréttarfræði. Menntamálaráð hefur lokið út- hlutun fyrrgreindra styrkja: Sigurður Gizuarson, stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík, til náms í þjóðréttarfræði. Sigurður hlaut einkunnina 9,35 úr stærö- fræðideild skólans. Var það hæsta stúdentspróf, sem tekið var við skólann nú í vor. Námsafrek Sig- urðar eru að heita má jafnágæt í tungumálum sem í stærðfræði- legum greinum og náttúrufræði. Bjarni Sigbjörnsson, stúdent úr menntaskólanum á Akureyri til náms í latínu (aukanámsgreinar gríska og danska) við háskólann í Kaupmannahöfn. Bjarni hlaut einkunnina 9,25 úr máladeild skólans, og er það ágætiseink- unn. Hann var mjög jafnvígur á allar námgreinar. Halldór Þorkell Guðjónsson, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, til náms í stærðfræði, aukanámsgreinar eðlisfræði og stjörnufræði. Halldór hlaut eink- unnina 8,91 úr stærðfræðideild. Árin 1957 og 1958 dvaldist Hall- dór um eins árs skeið í Banda- ríkjunum, stundaði þar nám við Nicolet High School, Milwaukee, Wiscounsin, og útskrifaðist þaðan með „High Scool Diploma“, sem veitir fullan rétt til náms við banadríska háskóla. Fékk hann leyfi Menntaskólans í Reykjavík til að fresta prófum milli fimmta og sjötta bekkjar til haustsins 1958, las námsefni fimmta bekkj- ar þ áum sumarið og gekk síðan \ Lýst fylj»i við | j stefnu Verkam.- j j flokksins I | LONDON, 21. ágúst. — Eitt \ i fjölmennasta verkalýðssam- S | band landsins, sem telur um ■ ( 775 þús. félaga innan sinna \ i vébanda, ákvað í dag að ) \ fylgja á ný sömu stefnu og ( S Verkamannaflokkurinn að S | því er vetnissprengjuna snert \ S ir. Þessi stefna er sem kunn- S ■ ugt er sú, að Bretar skuli ekki | S afsala sér sprengjunni, fyrr s ) en allar aðrar þjóðir en ) S Bandaríkjamenn og Rússar s S hafa komið sér saman um að ) j búast ekki vetnissprengjum. ; S Eftir þessa ákvörðun sam- S i bandsins á flokksstjórnin vís- ^ S an sóuðning meirihluta full- S ■ trúa á þingi Verkamanna- ■ s flokksins í október. s s undir stúdentspróf með jafnöldr- um sínum nú í vor. Sigfús Jóhann Johnsen, stúd- ent úr menntaskólanum á Akur- eyri, til náms í eðlisfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn. Sig- fús hlaut einkunnina 8,82 úr stærðfræðideild. Prófseinkunnir han í stærðfræðilegum greinum voru frábærar: stærðfræði munn leg 10, stærðfræði skrifleg 10, eðl isfræði og efnafræði munnleg 10, eðlisfræði og efnafræði verkleg 9.6, stjörnufræði 10. Halldór Ingimar Elíasson, stúd- ent úr menntaskólanum á Akur- eyri, til náms í eðlisfræði og stærðfræði við háskólann í Gött- ingen í Þýzkalandi. Hann hlaut einkunnina 8.77 úr stærðfræði- deild. Prófseinkunnir hans í stærðfræðilegum greinum voru afburða góðar. Hlaut hann eink- unnina 10 í fjórum og 9.6 í hinni fimmtu. í ritgerðarsamkeppni um kjarn orkufræði, sem Kjarnfræðinefnd íslands efndi til, varð Halldór hlutskarpastur, hlaut fyrstu verð laun. (Frá Menntamálaráði íslands) Flokksþingi frestað á Kýpur KÝPUR, 21. ágúst. — Stjórn vinstri flokksins AKEL, hefur á- kveðið að fresta flokksþingi sínu um óákveðinn tíma, en fundur- inn hafði verið boðaður í næstu viku. Þessi ákvörðun á rætur sínar að rekja til þeirrar yfirlýs ingar Sir Hugh Foot, landstjóra Breta á eynni, að slíkur fundur væri ólöglegur, þar eð enn hefði ekki verið numið úr lögum bann það við starfsemi flokksins, sem sett var 1955. Flokksstjórnin mót- mælir þessu, en hyggst samt taka tillit til bannsins, þar sem nauð- synlegt sé að sýna löghlýðni flokksins í verki. LUÐVlK GIZUKARSON héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa, Klapparstíg 29 sími 17677. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. ALLT t RAFKERFIÐ Bilaraftækjaverzlun Halldórs Ólaissonar Rauðarárstíg 20 — Sími 14775. 5 ára námsstyrkir 10 höfundar keppa um 75,000 krónur EIN S og kunnugt er efndi Menntamálaráð til skáldsagna- samkeppni á síðasta ári og skyldi handritum skilað fyrir 12. ágúst sl. Heitið var 75.000 króna verð- launum fyrir bezta verkið, og eru í þeim innifalin ritlaun fyrir útgáfu skáldsögunnar. Jafnframt áskildi Menntamálaráð sér rétt til að semja við aðra höfunda en þann sem verðlaun hlyti um út- gáfu á sögum þeirra. Menntamálaráð hefur falið -þriggja manna dómnefnd að fjalla um þær tíu sögur, sem borizt hafa, og mun hún væntan- lega ljúka störfum um miðjan sepfember. í nefndinni eiga sæti þeir Sigurður A. Magnússon, Helgi Sæmundsson og Bjarni Benediktsson frá Hcfteigi. Handritin eru öll merkt dúl- nefnum, þannig að ekki er vitað hverjir þeir tíu höfundar eru, sem sent hafa sögur til sam- keppninnar. Einar Asmundsson hæstaréttarlögmabui. Hafsteinn Sigurðsson héraSsdómsIögmaður Skrifst Hafnarstr. 8, II. hæð. Sími 15407, 19812 ★ 1] t s a I a Karlmannafot Kvenkápur Frakkar Stuttjakkar Skyrtur og fleera Mikið úrval Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er glöddu mig með gjöfum, blómum og heillaóskum á 75 ára afmælisdegi mínum 14. ágúst s.l. Halldóra Sigurðardóttir, Aðalgötu 9, Siglufirði. INGIBJÖKG HALLDÓRSDÓTTIR fædd 5. febrúar 1858 að Austurvelli á Kjalarnesi, lézt í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 20. þ.m. Kristín Kristjánsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir Faðir okkar, ÓLAFUR ÓLAFSSON Ólafsvöllum, Vestur-Landeyjum lézt í Landspítalanum að morgni 21. ágúst. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Signý og Sigurbjörg Ólafsdætur. Innilegar þakkir til hinna mörgu fjær og nær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, KRISTlNAR ÓLAFSDÓTTUR Langagerði 56 Guðlaug Gíslason, Gísli Guðlaugsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Elsa Guðlaugsdóttir, Birgir Helgason, Ólína Guðlaugsdóttir Helgi Arnlaugsson, Karl Guðlaugsson, Sigurdís Erlendsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.