Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 9
Laupardfifrnr 22. áerúst tð59 MOTtcrnvpr 4 niÐ 9 Varðveiting bræðslusíldar ^ eftir Gísla Halldórsson, verkfræðing ^ TUTTUGU og tvö ár eru nú liðin síðan ég stóð fyrir byggingu þró- ar þeirrar á Siglufirði, sem á sínum tíma varð fræg, eða rétt- ara sagt alræmd, um land atlt og hlaut nafnið Síbería. En í þró þessari, sem var í tveim hæð- um og yfirbyggð, hugðist ég geyma bræðslusíld fjórum til átta sinnum lengur heldur en unnt var í þeim þróm sem áður þekkt- ust, ef svo mikil síld veiddist, að slík geymsla gerðist nauðsyn- leg. — Þar eð svo langt er nú liðið frá því, sem áður er greint, og þar eð ég var á sínum tíma dæmdur allóvægilega í ýmsum blöðum fyrir tilraun mína til að finna hentuga geymsluaðferð fyrir bræðslusíld, vænti ég að mér leyfist nú að vekja á ný máls á þessari aðferð, án þess að talið verði að ég vilji þar með veitast sérstaklega að ein- um eða neinum né stofna til ill- deilna. Slíkt er fjarri mér. Hitt er sönnu nær, að skylt er að láta ekki liggja í þagnargildi þær aðferðir, sem hugsanlegt er að mættu færa þjóðarbúinu milljóna verðmæti, sem ella fara forgörðum, öllu fremur en þegja um þær, fyrir hæversku sakir. Hugmynd mín var sú, að með því að kæla síldina allt að frost- marki, með ís eða snjó, og halda henni kaldri, hlyti hún að geym- ast miklu betur og lengur en með öðrum aðferðum. Mér var jafnframt Ijóst að nauðsynlegt væri að skýla síld- inni fyrir sólskini og regni. Út frá þessum sjónarmiðum fékk ég stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, sem ég var þá fram- kvæmdastjóri fyrir, til þess að heimila mér byggingu -kæli- geymslunnar og hófst hún vor- ið 1937. En þann 18. ágúst sama árs var tekið á móti fyrstu síld sem kæld skyldi. Kæligeymslan var þannig gerð, að kæling síldarinnar skyldi fara fram í eins konar móttökuþró, sem er framanvert við aðalgeymsluna. Skyldi snjón- um, eða hinum malaða ís, þar blásið á síldina um leið og hólfið fylltist, en síðan skyldi síldin flytjast, köld og stinn, upp í að- alþrærnar, eftir þar til gerðum færiböndum. Svo mikill aðburður var af síld þetta ár, eins og árinu áð- ur, að ekki varð hjá því komizt að fylla allt þróarpláss kæli- þróarinnar, enda þótt ekki væri til ís nema af mjög skornum skammti og engan veginn nægi- legur nema í lítið magn af síld. Skipin biðu í röðum bundin við andi forstjóri atvinnudeildar Há- skólans, svohljóðandi skýrslu: Skýrsla Trausta Ólafssonar efnafræðings. Tilraun með kælingu á bræðslusíld. „Þann 18. ágúst 1937 voru lát- in í fremsta hólf hinnar nýju þróar 1148 mál af síld. Síldin var blönduð salti og snjó og voru alls notuð 8.5 tonn af fínu salti og 24 tonn af snjó, eða 5.5 kg. salt og 15.5 kg. af snjó í hver 100 kg. af síld. Síldin var yeymd í mánaðartíma og hitinn mældur annan hvern dag ca 60 cm. und- ir yfirborði og sömuleiðis loft- hitinn. í byrjun var hitinn í síldinni ca. -r-3° C, en síðan lækkaði hann og hélzt kringum -í-1.5° C, þar til síldin var tekin til vinnslu. Lofthitinn var tíðast um 8° C. Síldin slaknaði vitanlega sjálfu yfirborðinu, en þegar hún var tekin til vinnslu virtist hún vera í ágætu ásigkomulagi. Hún var heil og stinn og hvergi var að sjá merki rotnunar. Enga lykt var heldur úr henni að finna við dálkinn eða annars staðar. Síldin var unnin ein í 3% klst., en eftir það var hún blönduð lak ari síld. Þegar vinnslan hófst reyndist hitinn 1 til 1.5 m. undir yfirborði -f-4° C. Fyrstu 2 klst. var snúnings- hraði pressunnar 3 á mín., en eftir það var hann aukinn upp í 4.5 sh/mín. Af mjöli fengust alls í 3% klst. 7900 kg. Ef mjölið er áætlað 16%, svarar þetta til 365 mála vinnslu, eða ca 2500 mála á sól- arhring. Sé hins vegar mjölið áætlað 16.5%, svarar þetta til ca. 2450 mála á sólarhring. Hvor talan sem tekin er, hefir því ver- ið um ágæt afköst að ræða á svo gamalli síld. Efnasamsetning mjölsins varð hin ákjósanlegasta, sem eftirfar- andi tölur sýna, að öðru leyti en því, að saltið er lítið eitt yfir 3%: Vatn ..................... 8.9% Salt ..................... 3.3% Fita ..................... 9.5% Protein ................. 68.7% Ammoniak ................ 0.17% Ef til vill er hægt að minnka saltið, án þess að það komi að sök við geymsluna. Af olíu fekkst miðað við fram- angreindar tölur, 17.2—17.6%, má segja nálægt 17.5%, eftir því ;sem næát verður komist. Þó að hér sé vitanlega ekki um full- komlega nákvæmar tölur að ræða, er óhætt að benda á, hve bryggjurnar með síld, sem smám mjög þær stinga í stúf við það, saman var að verða ónýt en bull andi veiði á nærliggjandi mið- um. Ætlun mín hafði verið, að kæliþróin skyldi fyllt af snjó eða ís, sem framleiddur væri að vetr- inum og snjórinn síðan notaður þegar þörf krefði, en þetta fyrsta ár hafði auðvitað ekki verið mögulegt að safna í þróna, þar eð hún var þá ekki tilbúin fyrr en komið var fram á sumar. Og reyndar voru ekki komnar í hana þær frysti- og ísframleiðsluvél- ar, sem ráðgerðar höfðu verið í sérstökum vélasal ofan við mót- tökuþróna. Þann 18. ágúst var svo komið, eins og áður var sagt, að öll aðalþróin var full af ókældri síld og ekkert rúm eftir nema sjálf móttökuþróin. Ákvað ég þá að framkvæma kælitilraunina í sjálfri móttökuþrónni, enda þótt hún væri óhentugasti hluti þróarinnar til að geyma í síld- ina, vegna þess hve hún var opin og tiltölulega illa einangruð. Um tilraun þessa gerði Trausti Ólafsson, efnafræðingur, þáver- sem títt er, þegar síld er geymd við venjulegan hita. Fyrsta atrið- ið er það, að vinnslan virðist ganga tregðulaust og með góðum afköstum, þar næst að útkoman á mjöli og olíu verður ágæt og í þriðja lagi, að afurðirnar verða að gæðum langt fyrir ofan það, sem venja er til um afurðir úr svona langleginna síld. Það lítur út fyrir, að sildin hefði getað geymzt miklu leng- ur en þetta, án þess að skemm- ast til muna. Ef þörf væri á, gæti ég hugsað mér að fá mætti tiltölulega ódýrt og einfalt ein- angrunarlag, til þess að hafa of- an á síldinni. Sýra í olíunni, sem fékkst úr þessari síld, var 3.4%. 1 þróar- olíu úr síldinni var sýran 6.4%. En þróarolían hlýtur að hafa verið tiltölulega lítil. Niðurstöðurnar af þessari til- raun virðast gefa góðar vonir um hagnýtingu hennar. Um kostnaðarauka fram yfir það, sem venjulegt er, er mér ekki fullkunnugt. Trausti Ólafsson.“ Við skýrslu þessa má bæta því, að lýsið sem vannst úr kældu síldinni var tært og blæ- fallegt og ljóst á lit. Og um mjölið var hið sama að segja, að það var ekki dekkra en mjöl úr tiltölulega ferskri síld. — (Skýrsla Gunnars Björnssonar og Vésteins Guðmundssonar). Það sem vakti fyrir mér með því að byggja þróna á tveim hæðum var það: 1) Að unnt er að geyma helm- ingi meiri síld en ella á á- kveðnum grunnfleti hinnar verðmætu lóðar milli verk- smiðju og sjávar. 2) Að komist verður af með helmingi minni þakflöt en ella fyrir hvert mál síldar. 3) Að flutningstilhögun á síld frá skipi í þró verður styttri. 4) Að þróin helzt kaldari en ella vegna þess að útfletir verða Gísli Halldórssoa við tiltölulega litlir miðað rúmmál og síldarmagn. ■ 5) Að bygging tvílyftrar þróar var samkvæmt áætlun bygg- ingarsérfræðinga ódýrari en bygging tveggja samhliða, yf- irbyggðra þróa, fyrir sama síldarmagn. Eg hefi áður ritað rækilega um kæligeymslu síldar í Tímarit Verkfræðingafélags Islands og ýms blöð og tímarit, þ. á. m. í Vísi 18. júlí 1940 og í Morgun- blaðið 22. júlí 1942 og leitt rök að því, að æskilegt væri að geta stækkað þróarpláss við síldar- verksmiðjur og tekið stanzlaust á móti hrotusíld, hvað sem verk- smiðjuafköstunum líður, og tryggt þá jafnframt langa og samfellda vinnslu í verksmiðjun- um. Það er nær ætíð þannig, ef verulegt síldarmagn kemur upp nálægt verksmiðju, að þrærnar fyllast og veiði stöðvast, einmitt á þeim tíma sem mest er hægt að veiða af síldinni og auðveld- ast og stytzt að flytja hana. Einmitt þetta hefur átt sér stað þessa dagana við Austur- land, þar sem mörg skip bíða nú, þegar þetta er skrifað, bæði á Eskifirði og Seyðisfirði og þar sem sáran er kvartað undan lönd- unarbanninu. Það vildi svo til, að ég átti leið til Siglufjarðar nú fyrir fá- um dögum, en þangað hafði eg ekki komið um 15 ára skeið. Hafði eg gaman af að skoða verksmiðju þá, sem byggð var 1946 og meðal annars þróna, sem þá var byggð. En hún var að mínum ráðum höfð miklu dýpri heldur en þrær höfðu áður gerzt (að undantekinni kæli- þrónni) og tók því miklu meira magn en ella. Menn höfðu verið hálf ragir við að dýpka þrærnar frá því sem var. Voru hræddir um að síldin myndi kremjast. En það sýndi sig að ótti þessi hafði verið ástæðulaus. Síldin geymdist ágætlega og þró þessi frá 1946 er miklu betri en þrær þær hin- ar grynnri, sem fyrir voru. M. a. rennur síldin til af sjálfu sér að færibandinu og sparar það mikla og erfiða vinnu, sem áður þurfti að framkvæma með hand- afli. Eg átti þess jafnframt kost að grennslast fyrir um, hver reynsla hefði fengizt af kæliþrónni og fékk um það skýr og afdráttar- laus svör, að hún væri, jafnvel án kælingar, langbezta þróin á Siglufirði. Geymdi betur og lengur síld en nokkur önnur þró. Nú síðast í sumar var geymd í henni síld í 10 daga. Mun hafa verið notað „nitrid“ til að verja hana skemmdum, en hvorki salt eða snjór. Var mér sagt að síld þessi hefði verið sem ný og af henni engin lykt, þegar hún var tekin til bræðslu. Eitt- hvað mun þó lýsið sýrast við slíka geymslu, þegar ekki er kælt. Það sem mestu ræður um að síldin geymist svona vel, sr þakið á þrónni, sem ver hana fyrir sólarhita og rigningu. Nú hefur síldveiðin verið svo lítil og stopul mörg undanfarin ár, að segja má, að ekki hafi verið ástæða til að auka véla- afköst eða þróarpláss við ís- lenzkar síldarverksmiðjur. Hitt er þó eigi að síður nauðsynlegt að nota tímann til að rannsaka með hvaða aðferðum og í hvers konar geymslum síldin verður bezt geymd. Og um leið myndi koma í ljós hve stórar þrær ættu að vera við hverja verk'smiðju, til þess að tryggja sem bezt hiklausa móttöku og samfellda bræðslu. Mér datt það í hug þegar eg kom til Esbjerg í Danmörku 17. maí 1956 og skoðaði þar Esbjerg Andels Fiskemelsfabrik, sem ár- ið áður vann úr 80 þúsund tonn- um af fiski, að undarlegt væri það, að þeir skyldu nota einmitt það magn af is til að kæla fisk- inn í þrónum, sem eg hafði áður mælt með, eða ca 10—15% af ís móti fiskinum. Þó var íísk- urinn aldrei eldri en sólarhrings gamall. Er eg spurði hverju þetta sætti, var mér sagt að verk- smiðjan tæki ekki á móti meiri fiski af skipunum en svo, að hún ynni hann upp á hverjum sólar- hring. Hið eftirtektarverða er að þrátt fyrir þetta töldu Danirnir, að það margborgaði sig að nota ísinn. Vinnslan yrði 'svo mikið betri. Afurðirnar meiri og betri en ella. Sögðu þeir mér að ís- inn væri miklu betri en nokk- ur kemisk efni, sem þeir hefðu reynt. Sögðust þeir nota 4 til 6 tonn af ís, sem kostaði d. kr. 24,00 per tonn í 40 tonn af síld, sem kostaði d. kr. 280,00 per tonn. Eg hefi ekki kynnt mér hvert verð er hér á ís, enda næði engri átt að kaupa hann og flytja lang- ar leiðir. Með því að framleiða í í sambandi við þrærnar, t. d. yfir þeim, og nota hentuga flutningatilhögun, er unnt að fá ísinn fyrir ákaflega lágt verð. Geymslu- og flutningskostnaður, sem er mjög verulegur hluti af ísverði, þegar hann er keyptur að, sparast þá alveg, að heita má. Kælitilraunin á Siglufirði forð- um daga, nægði til þess að sann- færa mig um það, að mögulegt er að byggja mjög einfalda geymslutanka fyrir síld, ódýrari og betri en nokkrar þær þrær, sem enn tíðkast. Og eg hygg að framtíðin eigi eftir að sanna þetta. Nýjar sildarverksmiðjur yrðu þá með lokuðum geymslutönk- um, ekki aðeins fyrir brennslu- olíu og síldarolíu, heldur og fyr- ir ís og fyrir síldina sjálfa. Önn- ur bót á geymslu síldarinnar er að kæla hana í skipunum. Er þetta nú þegar gert í Bandaríkj- unum. En ekki eru nema 5 ár síðan að eg ræddi um þetta við helztu útgerðarmenn og efna- fræðinga í fiskiðnaði við Mexí- cóflóa og í New Jersey, en þeir voru þá ekki enn farnir að kæla í skipum sínum. Hið nýja skip, sem útbúið er VILTER-kælivélum, rúmar nær 400 tonn af Menhaden. Heitir það TIGER SHARK og er gert út frá Pascagoula, Missisippi. — Fiskinum er haldið rétt ofan við frostmark í kældum sjó. Æskilegt væri að tækifæri gæfist til að byggja næstu síld- arverksmiðju, sem hér verður byggð, á grundvelli þeirrar þekk ingar, sem nú er fyrir hendi, fremur heldur en sem eftiröp- un á eldri verksmiðjum. Kynni margt gott af því að leiða, enda þótt ekki yrði sloppið við öll mistök. En hvað sem því líður, tel eg að hiklaust beri að breyta um gerð þróa og hafa þær djúpar og yfirbyggðar og líklega í formi tanka. Tel eg þá að unnt væri að hafa síldargeymslurnar svo stórar, að þær gætu rúmað 10—20 daga vinnslu. En ef is- framleiðsluvélar væru fyrir hendi mætti geyma síldina í 30 til 60 daga með því að bæta í hana 15% af ís. , - Með hinu aukna geymslurúml, sem koma má upp í formi tanka, yrði unnt að hagnýta betur en nú bæði mannskap, báta og veiðar- færi einmitt þegar mest ríður á. Mætti þá veita síldinni tafarlausa móttöku þegar á hrotu stendur og veiði er hagkvæmust. Við þetta ynnizt ekki aðeins mjög aukið aflamagn heldur og það, að verksmiðjunum yrði tryggður lengri og samfelldari rekstur en ella. Er það tillaga mín til ráða- manna að byggðir verði fyrir næstu síldarvertíð nokkrir lokað- ir síldartankar við verksmiðjur á Austfjörðum og þeir útbúnir á þann hátt að móttökuskilyrði og geymsla síldarinnar verði sem haganlegust. 14. ágúst 1959. Gísli Halldórsson. Æskulýðsmótið nð Juðri EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu verður 2. mót íslenzkra ungtemplara að Jaðri um þessa helgi. Mótið hefst í dag. Tjaldað verður síðari hluta dags og verð- ur mótið sett kl. 5. I kvöld verð-\ ur almenn skemmtun í hinum vistlega samkomusal að Jaðri. Fyrri hluta sunnudags verður frjáls timi til gönguferða um Heiðmörk, en kl. 2 e. h. hefst frjálsíþróttakeppni og munu m. a. taka þátt í henni nokkrir meistarar frá drengjameistara- mótinu, sem háð var í Reykjavík fyrir skömmu. Guðsþjónusta verður kl. 3, en að henni lokinni hefst dagskrá með skemmtiatrið- um, m. a. munu Noregsfarar ÍUT segja ferðasögu og taka lagið. Hljómsveit mun leika létt lög milli atriða. Þá verður hand- knattleikskeppni. Lið úr stúk- unni Sóley, sem nýkomið er frá Færeyjum, mun keppa við meistaraflokk Ármanns. Þá mun verða knattspyrnukeppni og fleira. Á sunnudagskvöld verður kvöldvaka og dans. Fimm manna hljómsveit, ungra manna, mun leika fyrir dansi og Þór Nielsen, ungur og afar efnilegur söngv- ari, syngja öll nýjustu lögin. Það skal tekið fram að þátt- taka í mótinu er öllum heimil. Ferðir munu verða að Jaðri frá Góðtemplarahúsinu báða móts- dagana, kl. 2, 3 og 8 og sömu- leiðis verða ferðir frá Jaðri á laugardagskvöld eftir að skemmt uninni lýkur og sama máli gegn- ir á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.