Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 16
VEÐRID 181. tbl. — Laugardagur 22. ágúst 1959 Varðveiting bræðslusíldar. Sjá grein á bls. 11. Bandarískir hermenn struku úr fangelsi á Keflavíkurflugvelli ísl. lögreglan fann Jbd og handtók hjá vinkonum þeirra SNEMMA í fyrrinótt brutust fjórir bandarískir fangar út úr herfangelsinu á Keflavík- urflugvelli, og komust til Reykjavíkur í leigubíl. Var leitað til íslenzku lögreglunn- ar og fann hún mennina eftir nokkra leit með íslenzkum vinkonum sínum í skála vest- ur í Kamp Knox, að því er Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra, tjáði Mbl. Var þá klukkan orðin 6. Unakringdu þeir skálann með aðstoð nokk urra bandarískra lögreglu- manna, en hermennirnir voru vopnaðir. Handtóku íslenzku lögreglumennirnir hermenn- ina og voru þeir sendir til Keflavíkur í handjárnum. v Komust til Reykjavíkur. Bandaríska lögreglan á Kefla- Víkurflugvelli hóf leit að föng- unum strax eftir að þeir struku, en komst brátt að raun um að þeir hefðu farið út af vellinum í leigubifreið. Var lögreglan í Hafn arfirði og Reykjavík þá beðin um rðstoð og var strax settur lögregluvörður á Reykjanesbraat ina, á Krýsuvíkurveginn og við Hafnarfjörð. Kom í ljós að stroku fangarnir mundu vera komnir lengra. Var þá farið að skipu- leggja leit á Krýsuvíkurleiðinni og gert aðvart á Selfossi. Jafn- fram komu sex bandarískir lög- reglumenn til Reykjavíkur, til að vera íslenzku lögreglunni til að- stoðar og biðu þeir á lögreglu- stöðinni. En áður en leitin yrði hafin á vegunum, fannst leigubifreið- in mannlaus á Brávallagötu, en nokkur leit var að bílstjóranum, þar eð hann var fluttur frá skráðu heimilsfangi. Er upp á honum hafðist, gat hann gefið þær upplýsingar, að hann hefði ekið hermönnunum í bæinn og í Herskálakamp, sótt þangað stúlku og síðan ekið niður í bæ- inn. Mun bílstjórinn hafa haft grun um, að mennirnir hefðu ekki mikið skotsilfur, og varð það úr að þeir fengu sér annan bíi og óku báðir vestur á Bræðra- borgarstíg, þar sem hermennirnir og stúlkan fóru yfir í hinn bílinn. Fundust í skála í Camp Knox. Um svipað leyti og hafðist upp á leigubílstjóranum, sem flutti hermennina í bæinn, bárust þser upplýsingar sunnan úr Keflavík, að einn hermannanna hefði átt vingott við stúlku í Herskála- kamp. Fundu lögreglumennirnir nafn hennar og heimilsfang, en fréttu er þangað var komið, að hún hefði verið sótt á öðrum tímanum um nóttina í bíl. Lögreglumennina rak minni til þess, að stúlkan hafði einhvem tíma verið gestur í skála í Camp Knox, er þeir voru kvaddirþang- að, en þar bjó kona er þeir nöfðu haft afskiptil af. Konan kom hálfklædd til dyra og vildi ekki hleypa lög- reglunni inn. Kvað þar enga her- menn. Lögreglumennirnir hótuðu að fá úrskurð um að mega ryðj- ast þar inn og voru gerðar ráð- stafanir til að fá hann í snar- heitum. En áður en til þess kæmi, reyndi einn hermannanna að laumast út um glugga, en hörfaði aftur inn, er eftir honum var tekið. Voru banda’rísku lögreglumenn irnir sóttir og umkringdu húsið, en tveir íslenzkir varðstjórar, þeir Guðbrandur Þorkelsson og Guðmundur Brynjólfsson rudd- ust inn, ásamt fleiri íslenzkum lögregluþjónum. Voru vopnaðir. Hermennimir fjórir stóðu í ganginum og voru með byssur i höndum, en ekki beindu þeir þeim þó að lögreglumönnunum. Var þeim skipað að afhenda byss urnar og hlýddu þeir því strax. Voru mennirnir nú handjárnaðir og fluttir á lögreglustöðina, þar sem þeir voru geymdir, þar til fleiri bandarískir lögreglumenn komu á vettvang og fluttu þá suður á "Keflavíkurflugvöll. Bátarnir og fólkið heldur síldar- heim Gísli Arnkelsson, kona hans, Katrín Guðlaugsdóttir, og börn þeirra, þriggja og eins árs, sem fara til Konsó. Þau fara til Konsó SÍLDARBÁTARNIR eru nú margir að búa sig til heimferðar. Fréttaritari blaðsins á Raufar- höfn sagði í gær, að þar hefðu komið við fjórir bátar með slatta af síld, um leið og þeir fóru heim á leið. Einnig streymir landfólk- ið nú unnvörpum heim. Á hverj- um degi fer eitthvað af fólki Dr. Hermann Einarsson. með áætlunarbílum og flugvél um frá Raufarhöfn, og Esja er væntanleg í dag, til að taka síld- arfólk. Síldarverksmiðjan á Raufar- höfn er nú búin að bræða alls 135 þús. mál og hefur ekki verið brætt svo mikið þar í mörg ár. Búizt var við að bræðslu lyki í nótt. Á Raufarhöfn var þoka og rign ingarsuddi í gær. Bifreið stolið f FYRRINÓTT va rbifreiðinni X -580 stolið frá Grettisgötu 73, hér í bæ. Þetta er Ford fólksbifreið árg. 1942, 2ja dyra, rauð að neð- an, en gul að ofan, með bronz „stuðara“. Bifreiðin var ófund- in, þegar síðast fréttist. AKRANESI, 22. ágúst. — Hér kom Dísarfell í dag og lestar sement. Fylkir var rétt áðan að koma að norðan og Fram er á leiðinni, en á laugardaginn kom fyrsti báturinn af síldveiðunum, Sæfaxi. —Oddur. ÍSLENZKU kristniboðsstöð inni í Konsó bætast nýir starfskraftar. Ung reykvísk hjón með tvö börn bætast í hópinn. Gísli Arnkelsson, sem ver ið hefur kennari við Mela- íkólann í Reykjavík sl. 4 ár, og kona hans Katrín Guðlaugsdóttir eru nú að undirbúa för til Konsó, þar sem þau munu starfa að kennslu og kristniboði, ásamt Benedikt Jasonar- syni, konu hans Margréti Hróbjartsdóttur og Ingunni Gísladóttur hjúkrunarkonu, sem öll eru þar fyrir. Þau hjónin fljúga í dag til Noregs, þar sem þau munu dvelja um nærri 10 mánaða skeið í Biblíuskóla. Þaðan fara þau til Eng- lands, einnig í skóla, 3—6 mánuði og síðan heim aftur og taka hér vígslu — héðan halda þau svo til Konsó, en þar bíður þeirra erfitt og skemmtilegt starf. Dr. Hermann Einarsson kvaddi síld- veiðimenn gegnum talstöð Ægís iLýsti ófullkomnum aðstæðum sildarrannsóknanna í sumar\ í FYRRAKVÖLD ávarpaði dr. Hermann Einarsson, fiskí- fræðingur, síldveiðiflotann í gegnum talstöðina á Ægi, sem staddur var undan Austfjörð- um. Er Ægir nú að hætta síld- Fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna i Gullbringu- og Kjós- arsýslu og Hafnarfr. FULLTRÚARÁD Sjálfstæðisflokkslns í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Hafnarfirði halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8,30 síðd. Rætt verður um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 25. okt. og undir- búning kosninganna. Æskilegt að sem allra flestir fulltrúanna mæti á fundinum. arrannsóknum á þessu sumri, en við tekur varðskipið Albert. Dr. Hermann ávarpaði áhafn- irnar á síldveiðiskipunum og út- skýrði fyrir þeim þær aðstæður, sem síldarrannsóknirnar hefðu átt við að búa í sumar. Hann kvaðst hafa átt um tvo kosti að velja í byrjun síldarvertíðar, annaðhvort að fá ekkert skip til síldarrannsókna eða að fá Ægi, þegar hann hefði tíma frá land- helgisgæzlustörfum og öðru. — Yfirstjórn Landhelgisgæzlunnar hefði því algerlega ráðið ferðum Ægis, en þeir sem að rannsókn- arstörfunum unnu, orðið að beygja sig undir það. Þess vegna hefðu störf þeirra verið svo slitr- ótt í sumar. Þrátt fyrir það teldi hann að mikill árangur hefði náðst. Hann þakkaði þvínæst skipstjórunum samstarfið og bað þá afsökunar á því hve samband ið við þá hefði orðið lítið vegna fyrrgreindra skilyrða, sem búið hefði verið við. Sigurður Magnússon, skip- Bondolag Framsóknar og komma um stjórn Menntomóla- raas EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, kaus Alþingi nýlega í Menntamálaráð, og hlutu þá kosningu þeir Birgir Kjaran, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, Jóhann Frí- mann, Kristján Benediktsson og Magnús Kjartansson. Var hinn síðastnefndi kjörinn með hlut- kesti, þar eð Framsóknarflolck- urinn gerði kosningabandalag við kommúnista og bolaði fuli- trúa Alþýðuflokksins burt. Á þriðjudaginn kaus svo Menntamálaráð sér formann, varaformann og ritara, og var enn hið sama uppi á teningnum og áður. Framsóknarflokkurinn gerði bandalag við kommúnista, sem tryggðu honum formanns- sætið, en fengu sjálfir sæti vara- formanns. í starf ritara var kos- inn Framsóknarmaður. Stjórnin er því þannig skipuð: Kristján Benediktsson formaður, Magnús Kjartansson varaformaður og Jóhann Frímann ritari. Sigurður Magnússon. stjóri á Víði frá Eskifirði, svar- aði fyrir hönd síldveiðimanna. Þakkaði hann dr. Hermanni gott starf við erfið skilyrði í sumar. Tók hann undir það, að sjóhern- aður og vísindarannsóknir ættu illa saman, og sagði að síldveiði- skipstjórum fyndist alltaf mikið tekið frá sér, þegar Ægir væri á brott. Varðskipið Albert hefur nú verið tekið til síldarrannsókn- anna, að svo miklu leyti sem það má vera'' að því frá öðrum störf- um. Þess skal getið að sjómenn hafa verið allóánægðir með fyrr- greint fyrirkomulag í sumar, þó erfitt sé að ráða bót á því, þar eð þessi fáu varðskip okkar hafa mikið meira en nóg að gera. — Rannsóknirnar eru ekki sízt mikilvægar núna, þegar viðhorf- ið í sildveiðimálum hefur tekið svo miklum breytingum, þar sem langmestur hlutinn af síldinni veiðist nú neðansjávar, ef svo mætti að orði komast, en ekki eingöngu þegar síldinni þóknast að vaða. Viðræðor við Tékka um vörulista VIÐRÆÐUR við Tékka um vörulista fyrir næsta árstímabil gildandi viðskiptasamnings milli íslands og Tékkóslóvakíu munu hefjast í Prag hinn 24. þ. m. Formaður íslenzku samninga- nefndarinnar er Jónas Haraíz, ráðuneytisstjóri, en auk þess eiga dr. Oddur Guðjónsson, for- stjóri og Árni Finnbjörnsson, ræðismaður, sæti í nefndinni. — Nefndinni til aðstoðhr og ráðu- neytis verða þeir Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri og Þorvarður Jón Júlíusson, f ramkvæmdastj óri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.