Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. áeröst 1959 UORCVISBLAÐIÐ 3 Hversu hættulegt er flugið? — Athyglisverðar niðurstöður bandariskra rannsókna EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu fórust 33 manns fyrr í vikunni, er brezk Dakota- farþegaflugvél flaug í dimmviðri á fjallstind um 40 km fyrir norð- an Barcelona á Spáni. Þetta er í annað sinn á þessu ári, sem alvarlegt flugslys verð- ur á Spáni, því að í aprílmánuði síðastliðnum fórust 27 manns, þegar farþegaflugvél steyptist til jarðar skammt frá Madrid. Er haettulegt að fljúga? Þessi endurteknu flugslys hafa orðið til þess, að fólki víða um heim hefur enn orðið tíðrætt um það, hversu hættulegt það sé að ferðast loftleiðis. Skoðanir fólks á þessu efni eru sem kunnugt skiptar mjög, og aðeins fáir hafa leitað sér upplýsinga um dóm reynslunnar. Margir mæla því gegn fluginu, án þess að hafa kynnt sér til nokkurrar hlítar, hve margir flugfarþegar að meðaltali komast á leiðarenda. Þar eð flugvélarnar eru nú á tímum orðnar ein mikilvægustu samgöngutæki mjög margra landa, skiptir sú staðreynd hins vegar miklu máli. Og fyrir skömmu var gerð athugun á þró- un þessara mála og kom þar eftirfarandi í ljós: ■ hægt Hvernig er að mæla meðf ædtla framaþörf barna? BANDARÍSKI sálfræðingurinn David C. McClelland, sem starf- ar við Wesleyanháskóla í Conn- ecticut og Harvardháskóla, og að- stoðarmenn hans hafa um nokk- urt skeið stundað rannsóknir, er miða að því að kanna meðfædda þörf barna fyrir að afreka eitt- hvað í lífinu, eða það sem hann kallar „N. ACH.“, þ.e. „Need for Achievement". Árangurinn af rannsóknum þessum er athyglis- verður, enda þótt hann sé hvergi nærri fullnægjandi. Sálfræðing- arnir hafa t.d. útbúið nokkur sál- fræðipróf í þeim tilgangi að mæla þessa eiginleika hjá börnum. Eitt þessara prófa er í því fólgið að láta börn segja það, sem þeim kemur í hug, þegar þau hafa fyr- ir framan sig myndir af öðrum börnum. Hér er svipað á ferðinni og þegar okkur dreymir, því að ummæli barnanna bera oft vott um innstu þrár þgirra og hvatir, þegar þau skýra frá því í orð- um, hvað þau geti lesið út úr myndunum, án þess að þeim hafi gefizt tími til þess áður að hugsa sig um. Við skulum taka mynd af dreng, sem horfir út um glugga. Einn drengjanna, sem spurður var, hvað hann gæti séð út úr myndinni, svaraði: „Hann er ein- mana og leiðist. Allir hinir strák- arnir eru fárnir út á ball, og hann hefur engan að tala við“. Þetta svar drengsins leiddi í Ijós þörf hans til að hafa náið samband við aðra. „Hann á að fara í próf á morg- un. Ef hann stenzt það, fær hann styrk", sagði annar drengur. „Og hann mun reyna að gera sitt bezta. Ef hann stenzt prófið, mun hann leggja fyrir sig læknisfræði og gera alls konar uppgötvanir. Hann ætlar að lesa af kappi í kvöld, svo að hann verði efstur á prófinu". í þessu tilfelli var ekki erfitt að sjá, að meðfædd framaþörf drengsins var mikil. Árið 1957 fórust aðeins 2,6 af hverri milljón flugfarþega og hafði tala látinna þá lækkað úr 25 á tæpum tveim áratugum. Á árunum 1952—56 létu aðeins 5 manns lífið fyrir hverja 100 milljón km sem flognir voru, en um jafnlangt skeið 1932—36 fór- ust 8,4 að meðaltali á hverja 100 milljón km. Þróunin í þessum efnum er því óneitanlega mjög hagstæð. Það er einnig athyglisvert í þessu sambandi, að einungis í átt Hvei ei oisök kalda stríös- ins? unda hverju flugslysi ferst ein- hver af farþegunum. Þegar und- an eru skilin þau flugslys, sem orsakast af árekstri flugvéla á lofti, komast að meðaltali 70— 75% farþega lífs af í jafnvel alvarlegustu flugslysum. Séu öll flugslys tekin með í reikninginn, verður niðurstaðan sú, að 12— 15% þeirra, sem fyrir slysum verða, farast. 1 flugtaki eða lendingu Flest flugslysanna verða annað hvort við flugtak eða lendingu. Þetta skiptist þannig, að um 20% slysanna verða við flugtak og helmingur við lendingu. En fjöldi flugslysa í þessum tilvik- um er um 2,5 og 12—14 fyrir hver milljón flugtök og lending- ar. Aðeins tæpur þriðjungur flugslysanna skeður því, þegar flugvélarnar eru á flugi milli áfangastaða. Sr. Óskar J. Þorláksson; Fyrirgefning og fórnarlund — LÉNINGRAD er mjög glæsi leg borg. Alveg aðdáanlegt, hvernig Pétur rnikli keisari, höfundur hennar lét skipu- leggja hana fyrir 2% öld. Þannig mælti Þorsteinn J. Sigurðsson hinn góðkunni kaupmaður i Bristol í Banka- stræti. Mbl. hafði komizt á snoðir um, að hann og kona hans hefðu farið í ferðalag með einum Eimskipafélags fossana, nánar tiltekið Detti- fossi, til Leningrad. Þorsteinn var fremur tregur til viðtals um þetta og benti á, að margir hefðu farið og mundu fara svona för. Hins vegar sagðist hann kunna vel að meta, að Mbl. sýndi sér þá velvild að vilja spyrja hann um þetta. Hann var ófáanlegur til að tala um Leningrad nema að hann gæti fyrst komið því að, hvað það væri dásamlegt að ferðast með flutningaskipum Eimskip., hversu elskulegt fólk sé þar um borð frá skip- stjóra til messadrengs og all- ur viðurgerningur og þjón- usta sé fullkomin, — og í þess- um ferðum sé komið við í fleiri höfnum. — Bezt er að sigla með þríburunum. Þeir kalla þá þri- bura, Goðafoss, Dettifoss og Lagarf oss. Ekki hægt að hugsa sér betri aðbúnað fyrir far- þega en á þeim. Annars legg ég mest upp úr hvíldinni. Svo stoppar maður í mörgum höfn um og býr í skipinu eins og hóteli. — En Leningrad er ekki erfitt að fá að fara þar í land? Það vandamál var leyst. En það er „hernaðarleyndar- mál“. hvernig það var gert. Við fengum að fara allra okk- ar ferða. — Hvernig fannst ykkur borgin? — Hún er glæsileg og fög- ur. Stendur á bökkum Neva- fslendingar á gangi á torginu mikla fyrir framan Vetrar- höllina.'— Þorsteinn Sigurðsson til hægri. (Ljósm. Garðar Einarsson). árinnar. Þar er mikið af fögr- um byggingum, kirkjur, sem eru fullar af minjagripum. Við skoðuðum Vetrarhöllina. Þar brauzt byltingin út 1917, en gert var við höllina og hún er að því er virðist varðveitt með öllum sínum fyrri glæsi- brag. Leningrad er eins og fögur vestræn borg. Skemmtigarð- arnir snyrtilegir og mikið af myndastyttum í borginni, sem eru hreinustu listaverk. Þau varðveittu Rússar í stríðinu með þvf að grafa þau í jörðu. — En er fólkið eins og í Vesturlöndum? — Það talar tungumál, sem við skiljum ekki og við tölum tungumál, sem það skilur ekki. Ef til vill er það aðal- ástæðan fyrir kalda stríðinu. En mér fannst skrítið, hvað fólkið var þögult. Það talaði ekki saman í sporvögnunum. Yfir öllu hvíldi einhver drungi. Okkur var sagt, að ástandið hefði batnað í land- inu upp á síðkastið, en þó er eins og fólk vilji ekki tala upphátt saman á almanna- færi. Svo var líka einkennilegt, að sjá konur við erfiðisvinnu. Þær vinna störf hafnarverka- manna, þær eru lögregla, þær aka strætisvögnum. v — Hvar eru allir karl- mennirnir? — Þeir eru í verksmiðjun- um og hernum og svo eru I. „Fyrirgef oss vorar skuld- ir, svo sem vér og fyrir- gefum vorum skuldunaut- um. (Matt. 6. 12). Umhugsunarefni vort í dag er fyrirgefningin og þau vandamál lífsins, sem í hugann koma í því sambandi. Flest vandamál mann- lífsins eru að einhverju leyti and- legs eðlis. Tilfinningalíf vort er mismunandi viðkvæmt; það, sem snertir mig lítið eða ekki getur orðið öðrum næsta viðkvæmt al- vörumál. Sjaldan verður hjá því komizt, að einhverjir árekstrar verði karlmennirnir líklega miklu færri. Það féllu svo margir i stríðinu, líklega milli 30 til 40 milljónir. — Eru þær fallegar, rússn- esku konurnar? — Þessar konur eru hraust- legar og frísklegar, en svo sá- um við líka fagrar konur og stúlkur, sem vinna ekki slík störf. Þær sáum við á fínustu veitingahúsunum og í óper- unni. Við fórum að horfa á Leðurblökuna eftir Johan Strauss í Litlu Óperunni. Þar var fólkið prúðbúið, frjálslegt og glatt í geði. Karlmenn með heiðursmerki, en konur í síð- um kjólum með dýra skart- gripi. Og meðal þessa fólks, t.d. á veitingahúsunum, ríkti glað- værð. Þar talaði fólk um alla heima og geima, sagði gam- sögur og hnittiyrði. — Var þá ekki drykkju- skapur þar? — Nei, það var ég ekki var við. Á þessum stöðum drekk- ur fólkið kaffi og gosdrykki. Við sáum engan drykkjuskap í Leningrad, svo teljandi sé. — Og hvernig var viðmót fólksins við útlendinga? — Mér virðist það mjög góðlegt og alúðlegt. Útlendir sjómenn fá ágæta aðbúð á sjó- mannaheimili þar. Já, heimsóknin til Lenin- grad var mjög skemmtileg. Síðan sigldum við til Ham- borgar. milli manna, út af einu eða öðru, ólíkir hagsmunir, ólíkar skoðan- ir, eða ólíkt lundarfar manna eru orsakir til þess. Hinn gullni með alvegur í samskiptum mannanna er oft býsna vandrataður, stund- um gera menn öðrum rangt til, eða eru ranglæti beittir af öðr- um, og oft verða ágreiningsmál- in að óvild og hatri í hugum manna, sem eitrar líf þeirra og spillir lifsgleði þeirra og raskar andlegu jafnvægi sálarlífsins. Flestir menn eru svo gerðir, að samvizka þeirra er óróleg, þegar svo er ástatt, og það er eins og einhver innri rödd hvísli að þeim: Þú átt að rétta fram hönd- ina til sátta, eða leita fyrirgefn- ingar hjá þeim, sem þú hefur gert rangt til og meira að segja vinna hug þeirra, sem þú telur að geri þér rangt til. En þetta er ekki alltaf svo auð velt. Metnaður og sjálfsréttlæt- ing stendur oft í vegi fyrir því, að menn geti rétt fram höndina til sátta, þó að þeir þrái það innst inni. Það er ekki svo sjaldan, að smávægileg ágreiningsatriði eða misskilningur 1 sambúð ástvina hefur orðið til þess að spilla sam- lífi þeirra. Það eru ekki svo fá hjónabönd, sem farið haía út um þúfur af þessum ástæðum og sams konar misskilningur hefur orðið til þess að fjarlægja syst- kini og vandamenn og orðið öll- um aðiljum til hugarangurs og sorgar. En ofurlítið meiri fórnarlund og sáttfýsi hefði getað gert allt gott. Vér spyrnum á móti brodd unum í lengstu lög, og berjumst oft gegn því, sem vér þráum heitast. II. í boðskap Frelsara vors er oft talað um fyrirgefningu og fórn- arlund og hvatt til sáttfýsi og kær leika. Þetta kemur mjög greini- lega fram í fjallræðunni og í mörgum dæmisögum sínum legg ur hann áherzlu á þetta, hvergi kemur það betur fram en í dæmi- sögunni um skulduga þjóninn, í Matteusarguðspjalli (Matt. 18. 23—35). Og ekki má gleyma bæn Faðir vorsins um fyrirgefninguna. Það er alveg ótvírætt, að Guð ætlast til þess af oss að vér leitum fyr- irgefningar, þegar samvizkan segir oss, að vér höfum gert öðr- um rangt til og séum einnig fús að fyrirgefa, þegar vér mætum framréttri hendi. Hið erfiðasta í þessu sambandi er að viðurkenna brot sitt og leita fyrirgefningar. Hvernig eigum vér þá að fara að? Vér eigum að leggja mál vor fram fyrir Guð, leita styrks hjá honum, svo að vér megum eign- ast þá auðmýkt hjartans, sem gerir oss fært að rétta fram hönd- ina til sátta. Stundum óttast menn, að með því að rétta fram höndina til sátta og játa yfirsjón ir sínar, verði slegið á hina fram réttu hönd og þeir verði fyrir enn þá meiri auðmýkingu. En þessi ótti er oftast ástæðulaus. Það er oftast auðvelt að fyrirgefa, ef menn finna einlægni þess, sem eftir leitar, og oft bíða menn eft ir því, að fá tækifæri til þess að taka í hönd andstæðingsins og sættast heilum sáttum. Oft hafa menn séð eftir því alla ævi að hafa ekki getað yfir unnið sjálfan sig og fyrirgefið á örlagastund. Og 'mörg dæmi eru til, þar sem fram rétt fyrirgef- andi hönd hefur orðið upphaf langrar og tryggrar vináttu. Ef að vér skyldum eiga erfitt með að fyrirgefa, þá hugsum um Frelsara vorn, sem átti svo ríka fórnarluna, og var illtaf fús að fyrirgefa og fyrir mátt kærleika síns vakti hjá svo mörgum trú á lífið og Guðs eilífu handleiðslu. Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.