Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. ágúst 1959 MORCVNBLAÐIÐ e hverfingum árnaðaróskir með hið nýja og glæsilega félagsheimili frá forseta íslands og frú hans en þau höfðu verið á ferð og skoðað húsið daginn áður en það var vígt. Þá flutti hann og kveðju Þorsteins Einarssonar íþróttafull trúa er staddur var erlendis er vígslan fór fram og gat því ekki verið þar mættur. Ræddi hann að nokkru um sambyggingu fé- lagshelmilis og skólabyggingar er hó l.n taldi að ýmsir forráða- menn menntamála væru ekki hlynntir, en eftir að hafa skoðað þessa byggingu kvaðst hann ekki kvíða því samstarfi. Vitnaði hann til orða brezka rithöfundar- ins Bertrand Russels, þar sem hann segir: „Þekking og mann- gæði er það sem heimurinn þarfnast“. Kvað hann það hlut- verk þessarar byggingar að auka þekki^jgu manna og gera þá að betri mönnum. Bar hann að síð- ustu fram þá ósk að menn mættu ganga góðir inn í þessa byggingu en betri út. Síðastur ræðumanna á hinni eiginlegu vígsluhátíð var Stefán Jónsson námstjóri. Sagði hann að hér settu menn að fræðast og hér ættu menn að gleðjast. Þá ræddi hann um það mikla vandaverk er fælist í stjórn og rekstri heima vistarskóla þar sem saman yrði að fara hið bezta úr íslenzku heimilislífi til forna og upp- fræðsla unglinga í nútima þjóðfé lagi. Óskaði hann forráðamönn- um skólans og þá fyrst og fremst skólastjóra til hamingju með hið nýja skólahús svo og héraðsmönn um með bæði skóla og félags- heimili. Stefán vitnaði til sænsks orðtaks er hljóðar á þessa leið: „Hlustið á þytinn í laufkrónum trjánna; rætur stofnsins liggja djúpt, þar átt þú líka rætur“. — Vildi hann með þessu undirstrika það menningargildi er þessi skóla stofnun hefði. Að síðustu sagði hann að þar sem gagnið samein- aðist gleðinni væri lífið leikur. sínu til þess að elta hillingar hins ókomna. Hún biði tjón á sálu sinni, hún mundi missa fót- festu í lífinu og verða sem rót- slitið strá. Saga og þjóðieg menn ing eru þeir hyrningarsteinar sem öll ný þekking verður að byggjast á. H*ð gamla og nýja verður að vera samofið ef vel á að fara. Svo kvað skáldið: Menningin í minningunni manntakið í nútíðinni framtíð skulu hefja hæst, fslendingar viljum vér allir vera. Saga og þjóðmenning vor á því að vera grundvöllur þeirrar fræðslu og þekkingar sem skól- arnir veita. Þess vegna verðum vér ætið að minnast þeirra manna er beztir íslendingar hafa verið, þar sem öllum öðrum mundi hafa fallist hugur. Enginn maður hefur fyrr né síð ar brotizt í jafn miklu fyrir fs- lands hönd eins og Skúli fógeti. Barátta hans fyrir endurreisn Is- lenzkra atvinnuvega og barátta hans gegn einokunarverzluninni') á að vera fræg meðan ísland er [ byggt. Vér vonum að á honuml rætist orð skáldsins: Aldrei deyr þótt allt um þrotni J endurminning þess sem var. Enginn fslendingur á það frem- ur skilið en hann, að honum sé reist minnismerki og um engan mann verður með meira sanni sagt en Skúla að hann eigi skilið minnlsmerki I öllum byggðum landsins. SHÚt.a««88U8 Hið nýja félags- og skólaheimili. Aí lokum söng kirkjukór stað arins og síðan varð hlé á há- tiðahöldum, en því næst fór fram efhjúpun minnismerkis Skúla Magnússonar landfógeta, er Þing eyingarfélagið í Reykjavík hafði gefið. — Við það tækifæri flutti Árni Óla blaðamaður ræðu, en hann afhenti minnisvarðann fyrir hönd Þingeyingafélagsins. Árni er borinn og barnfæddur Keld- hverfingur og því vel til þess fallinn að afhenda þetta minnis- merki. Hann hóf mál sitt með því að geta í fáum orðum þeirra umræðna er farið höfðu fram í sveitinni um síðustu aldamót um byggingu samkomuhúss og skóla fyrir héraðið. Þá ræddi hann um menningarmiðstöð sveitarinnar og komst m. a. að orði á þessa leið: „Menningin er margþætt. Gáfaður maður hefur sagt: þess minna sem vér vitum þess meira þurfum vér að læra, en þessmeira sem vér lærum, þess minna vit- um vér. Sumum kann að virðast að hér sé þverbrestur í hugsun en svo er ekki. Hér er átt við það að eftir því sem þekking manna eykst, þeim mun ljósar verður þeim hvað margt er ólært. Þess íleiri viðfangsefni sem vísindin ieysa, þess fleiri óleyst v.iðfangsefni blasa við. Ýmsir óttast að i kapphlaupinu um að vita sem mest, muni þjóð- irnar glata sjálfum sér og fortíð sinni. En það væri hverri þjóð óbæt- anlegt tjón, ef hún hlypi frá öllu og hér viljum vér þá minnast þess að einn af höfuðskörungum þessarar þjóðar var Þingeying- ur og fæddur í Kelduhverfi Það var Skúli Magnússon land fágeti. Hann fæddist í Keldunesi 12. des. 1711. Þá var þar gamall torfbær og inni í rislágri baðstofu með skjágluggum ól Oddný Jóns- dóttir sveininn. En um leið settist stór örn á baðstofumænirinn þar uppi yfir. Það töldu menn ótví- rætt tákn þess að hér væri stór- menni fætt. Sú sjá rættist og full- komlega síðar. „Stór að gáfum, skörungur af framkvæmd, föð- urlands elskari og íslands kúgara hatari“, sagði Jón sýslumaður Jakobsson um Skúla látinn. Einhver fyrsta framkvæmd Skúla til almenningsheilla snerti þetta hérað. Hann hafði þá tekið við Skagafjarðarsýslu og þurfti að skreppa austur í Skaftafells- sýslu til að skila henni af sér. Fór hann sem leið lá til Mývatns og ætlaði að fara yfir Jökulsá á Hólsfjöllum. En í Mývatnssveit frétti hann, að engin ferja hefði verið á ánni þarna seinustu þrjá- tíu árin og þessa leið kæmist hann því ekki. En Skúli var ekki ráðalaus. Hann keypti pramma í Mývatnssveit og lét draga hann austur að ánni og ferjaðist svo yfir. Síðan gaf hann bóndanum á Grímsstöðum prammann með því skilyrði að hann ferjaði ferðamenn jafnan yfir ána. Þessi smásaga lýsir Skúla vei, mann- inum sem engir erfiðleikar ægðu, hafði þor og þrek til að berjasí f hverjum kaupstað og hverju kauptúni mætti minnismerki hans standa til minningar um verzlunarfrelsið. Hjá hverri verk smiðju og hverju fyrirtæki mætti það standa til minningar um end- urreisnarstarf hans. En samt finnst Þingeyingum að hvergi sé sjálfsagðara að minnisvarði hans standi en í því héraði er ól hann og í þeirri sveit þar sem hann var fæddur. Þingeyingafélagið í Reykjavík hófst því handa um að reisa hon- um minnisvarða og fói listamann inum Guðmundi Einarssyni frá Miðdal að gera mmnisvarðann eftir fyrirsögn félagsins. Og með ágætri aðstoð Keldhverfinga er hann nú kominn á þennan stað. Hvergi þótti hann betur kominn en hér í þessari menningarmið- stöð sveitarinnar. Hér á hann að minna æskuna og komandi kyn- slóðir á það, að til vorra eigin þjóðskörunga og forvígismanna eigum vér að sækja kjark og þrek til þess að efla þjóðlega menningu og byggja hana upp úr efniviði nýrrar þekkingar. Þessu næst fór fram afhjúpun á minnisvarða þeim er hér hefur að fram verið getið. Gerði það húsfrú Guðrún Hallgrímsdóttir á 'Víkingavatni, því næst mælti Árni: „Eins og þér sjáið er minn- ismerki þetta táknrænt. Það sýn- ir fylgju Skúla, örninn sem birt- ist á baðstofumæninum í Keldu- nesi fyrir tæpum 250 árum og boðaði fæðingu hins íslenzka mikilmennis. Skúli var í eðli sinu erninum líkur. Hann stefndi hæst og hann hafði hvassastar sjónir. Megi andi hans jafnan lýsa sem viti yfir þessum stað, héraðinu öllu og i hjörtum allra þeirra, er þar eiga heima“. Afhenti Árni síðan sýslumanni Þingeyinga, Jóhanni Skaftasyni, minnismerkið, sem gjöf til héraðs ins frá Þingeyingafélaginu, og fól sveitarstjórn Kelduhverfis það til ævarandi varðveizlu. Sýsiu- maður tók á móti gjöfinni og flutti við það tækifæri ræðu, en að henni lokinni talaði oddviti Kelduneshrepps og þakkaði þann heiður sem hreppnum hefði ver- ið sýndur með gjöf þessari. Þá söng kirkjukórinn og þar með var lokið athöfn þeirri, er fram fór við minnismerki Skúla. Samsæti og dans. Þessu næst var haldið heim að hinu nýja félagsheimili og þar sezt að kaffidrykkju og fluttu þar ýmsir héraðsbúar ræður og var þar fagnaður hinn bezti. Stóð samsæti þetta fram eftir kvöldi en að því loknu var stigimi dans fram eftir nóttu. Mikill fjöldi héraðsbúa svo og gestir víða ann ars staðar að af landinu, burt fluttir Keldhverfingar, er allir voru boðnir til hófs þessa, sátu þessa hátíð. Félagsheimili þetta og skóla- bygging er í einu og öllu vandað að frágangi og glæsilegt að úíliti. Er það þeim er fyrir byggingunni hafa staðið, svo og Keldhverfing- um öllum, til hins mesta sóma. — Vig. Sníðadama óskast helzt vön. Uppl. í síma 13472 og 13953 Prjónastofan Anna Þórðardóttir Grundarstíg 12 Tveir trésmiðir óskast til starfa sem fyrst að Bifröst í Borgarfirði. Upplýsingar á Teiknistofu SÍS, sími 17080. Orðsending til útsvarsskattgreiðenda í Kópavogskaupstað. Dagana 22. ágúst til 4. september liggja eftirtaldar gjaldskrár frammi, almenningi til sýnis í skrifstofu bæjarstjóra og Skattstofo Kópavogs: Skrá um útsvör til bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar, skrá um tekjuskatt og eignaskatt, kirkjugjald, kirkjugarðsgjalds og almannatryggingagjöld. Enn fremur skrá um tryggingaiðgjöld sbr. 1. nr. 24/1956 og gjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs sbr. 1. nr. 29/1956 og gjaldskrá sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 184/1957 um skyldusparnað. Kærur vegna framangreindra gjalda þurfa að hafa borist í síðastalagi, fyrir kl. 12 að kvöldi þess 4. september n.k. Kópavogi 21. ágúst 1959. BÆJABSTJÓRINN I KÓPAVOGI SKATTSTJÓRINN 1 KÓPAVOGI ELECTROLUX Hrærivélar með berjapressu Electrolux tryggir fullkomna nýtingu berjanna. Snarar tíma Sparar vinnu Hrærivélar — Ryksugur — Bónvélar Loftbónarar — Varahlutir Kaupið það bezta — kaupið ELECTROLUX 2Vz árs ábyrgð. Einkaumboðsmenn: Hannes Þorseinsson & Co*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.