Morgunblaðið - 23.08.1959, Side 10

Morgunblaðið - 23.08.1959, Side 10
10 MORCTnvnr. 4Ð1Ð Sunnudagur 23. águst 1959 tTtg.r H.t. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. UTAN UR HEIMI Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askj.'iftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SJALFSBJARGARHVÖT OG FRAM- LEIÐSLUAFKÖST » LDREI hefur verið talað /\ jafnmikið um það og nú 1 i að bæta þyrfti efnahags- ástandið í heiminum. Er í þessu sambandi einkum átt við fátæk- ustu löndin. En á sama tíma á sér stað mikið kapphlaup milli hinna ríkari landa um að ná sem lengst á sviði efnaiegra fram- fara. Á síðustu 60 árum, eða svo, hefur íslenzku þjóðinni tekizt að komast úr hópi allra fátækustu þjóða og í þá aðstöðu, að geta boðið einstaklingum sínum upp á betri lífskjör en eru viðast hvar annars staðar. En þó að flestir séu sér þessa meðvitandi er fólki jafnframt ljóst, að nokkur hluti hinnar margumtöluðu velmegunar er reistur á mjög veikum grunni og er hinn ótrausti gjaldmiðill lifandi sönnun þess. Meiri nauð- syn er að breyta þessu nú, en nokkru sinni fyrr, ekki sízt vegna breytinga á viðskiptaháttum í ná- grannalöndunum. En afuk þess, sem styrkja þarf efnahagsgrundvöliinn, þarf stöðugt að ná lengra á þróunarbrautinni, því kyrr- staða táknar afturför — meira að segja mikla afturför — eins og nú horfir í heiminum. Aukning framleiðslunnar, með sem minnstum tilkosnaði, er hið eilífa vandamál, sem við er að etja. Menn þurfa að gera allt sem þeir geta til að taka upp nýj- ungar eftir þeim, sem sýna mesta hugkvæmni og hagsýni í fram- kvæmdunum, og jafnframt að læra af þeim þjóðum, þar sem framfarirnar eru mestar. íslend- ingar eru yfirleitt mjög fljótir til að taka upp nýjungar, svo að lítið hefur þurft að hvetja þá á því sviði. Frekar hefur skort á að allar framkvæmdir væru nægi- lega vel undirbúnar, eða að lagt væri í þá fjárfestingu, sem að beztu manna yfirsýn myndi gefa þjóðfélaginu mest í aðra hönd. Hefur efnahagsástandið átt veru- legan þátt í hinu síðarnefnda, þar sem eðlileg lögmál markað- arins hafa ekki notið sín. Þegar læra á af öðrum þjóðum verður eðlilega hvað fyrst litið til Bandaríkjamanna, sem tekizt hefur að skapa ríkasta þjóðfélag, er um getur. Bretar hafa á und- anförnum árum sent hundruð nefnda til að læra af þeim. Nefndirnar, sem hafa verið skip- aðar bæði stjórnendum fyrir- tækja og almennum starfsmönn- um, hafa allar komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri síður en svo nokkuð dularfullt við fram- leiðslumátt Bandaríkjanna og að þar væri varla nokkur tækni notuð í framleiðslu eða iðnaði, sem ekki væri þekkt í Bretlandi. En samt eru framleiðsluafköst hvers Bandaríkjamanns að jafn- aði meira en helmingi meiri, en hvers Breta. Um síðustu aldamót mun hafa verið lítill munur á meðalafköst- um í Bandaríkjunum og í Vestur- Everópu, en á 20. öldinni hefur Bandaríkjamönnum tekizt að auka og bæta framleiðslutækni sína miklu meira en öðrum og þeir mota nú þrisvar sinnum meiri orku á mann, en gert er í Vestur-Evrópu. En hvað er það, sem hefur gert alla þessa fjár- festingu mögulega? Brezku nefndirnar segja, að skýringin sé fyrst og fremst fólgin í skipulagningu — það er að segja mjög góðri nýtingu allra framleiðsluþátta. Þessi niðurstaða er sérstaklega athyglisverð fyrir okkur íslend- inga. Það er sem sé ekki nóg að eiga góð framleiðslutæki, ef notk un þeirra er ekki skipulögð á hagkvæman hátt. Og skipulagn- ingin er raunar oft mikilvægari, en góð tæki og vélar, því hún er frekar undirstaða þess" að vel gangi. Góð skipulagning krefst af- burða stjórnenda, og í Bandaríkj unum er öllum almenningi þessi staðreynd Ijós. Þar í landi eru þeir mest metnir, sem hafa getað komið upp og stjórna stórum fyr- irtækjum, ekki einungis af því, að allir vita að til þess þarf mikla hæfileika í hinni hörðu samkeppni, heldur einnig af því, að mönnum er Ijóst að vel rekin fyrirtæki eru undirstaða velmeg- unarinnar í landinu. SjáUsagt þykir, beinlínis af hagkvæmnis- ástæðum, að skattar íþyngi ekki fyrirtækjum svo mjög, að þau hafi ekki vaxtarskilyrði, og einn- ig þykir það ekki tiltökumál þótt afburða stjórnendur hafi há laun og fái að halda miklum hluta þeirra, þar sem það er £ þágu þjóðarheildarinnar, að slíkir menn dragi ekki af sér. Allir vita, að þetta er önnur afstaða en í Evrópu, að fslandi meðtöldu. Hér vilja margir þeir, sem mest tala um að bæta þurfi lífskjörin draga mjög. úr fram- kvæmdum þeirra manna, sem eru hæfastir til að leggja grundvöll að auknum framförum. í þessu sambandi mætti hugsa til yfir- standandi síldveiða. Aflabrögðin á bátunum hafa verið mjög mis- jöfn og hefur svo verið alla tíð. Hvar stæði þjóðin, ef mestu afla- mennirnir, teldu sig þurfa að greiða svo háa skatta af tekjum sinum á vetrarvertíð, að ekki borgaði sig fyrir þá að fara á síld? Hætt er við að þá kæmi margur hásetinn heim með minni hlut en ella. Svipuð dæmi mætti koma með úr öðrum atvinnu- greinum, þótt þau yrðu ekki öll jafn augljós og þetta. Framfarirnar í Bandaríkjunum hafa sýnt, að mikið gott getur af því leitt, ef menn finna að þeir fá vel launað fyrir erfiði sitt, hugkvæmni og mikinn á- huga. Þetta nær ekki aðeins til stjórnenda fyrirtækja heldur verða allir að leggja sig vel fram til þess að ná góðum árangri, og hætt er við að sumum íslend- ingum þætti strangur vinnudag- ur þar vestra. En framfarirnar á fslandi hafa einnig sannað, að það býr mikill diugnaður í íslenzku þjóðinni. Það má til dæmis sjá á húsbyggjendum síðustu ára, að fólk er hér ólatt að vinna, ef það sér ljóslega á- vextina af erfiði sínu. Þennan mikla kraft þarf að virkja sem bezt öllu þjóðfélaginu til heilla. En það verður aðeins gert með því að koma á frjálsu efnahagskerfi. ,Kongressflokkurinri og kommúnisminn— gremar á sama mesði' Undir þessum v'rgorðum hefur nýr ihaldsflokkur í Indlandi „krosssferd sannleikans" HINN „stóri, gamli maður“ Indlands, Chakravarti Raja- gopalachari, sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Gandhis á sínum tíma og fyrsti landstjórinn eftir að Indland hlaut sjálfstæði inn- an brezka samveldisins, virð- ist nú vera að gerast um- svifamikill í stjórnmálum lands síns. Hann er nú 83 ára að aldri. — Hefir hann stofnað íhaldsflokk, sem nefnist „Swatantra“, er mun berjast gegn Kongressflokki Nehrus og þá sér í lagi land- búnaðaráætlun hans — m. a. undir vígorðinu: „Hverfum aftur til Gandhis“. — ★ — Dali — ekki fyrir fanga. Nehru og dóttir hans, Indira Gandhi, sem er formaður Kongressflokksins, segja að landbnúaðaráætlun þessi, sem byggð er á samvinnugrundvelli, muni ein geta bjargað landinu — að þvingunarráðstafanir, í lík- ingu við það, sem gerzt hefir í Kína, komi ekki til greina. Þau segja, að bændur þeir, sem þátt taka í áætluninni, haldi sínu landi algerlega — og geti yfir- gefið það, hvenær sem þeim sýnist. — Aftur á móti láta for- svarsmenn hins nýja íhaldsflokks í ljós þá skoðun, að „áætlunin sé beinasta leiðin til kommún- isma.“ Af hálfu Kongressflokksins hefir hinn nýi stjórnmálaflokkur verið boðinn velkomínn í hóp stríðandi pólitískra aðila í Ind- landi — ef hann „ástundi já- kvæða gagnrýni“. — Aftur á móti virðist, ef skyggnzt er að tjaldabaki í Kongressflokknum, sem talsverður ótti hafi gripið um sig við flokk „stóra, gamla mannsins". — Menn Nehrus ótt- ast, að takast muni að safna undir merki hans jafnt hinum afturhaldssömustu sem hinum fjársterkustu í landinu. Og einn- ig hefir það orðið til að auka á kvíðann, að stofnandi sósíal- istaflokksins, Jaya Prakash Narayan, hefir lýst yfir „sið- ferðilegum stuðningi" við hinn nýja flokk. — ★ — Chakravarti Rajagopalachari — sem Indverjar nefna yfirleitt aðeins C. R. — hlaut í munni Gandhis viðurnefnið „minn bezti hugsuður". — C. R. á mikilli virðingu að fagna meðal Ind- verja. Heiðarleiki hans og sjálf- stæði í skoðunum, ásamt leiftr- andi gáfum, hafa e. t. v. verið Salvodor Dali er gegtjjaður— segja fangarnir i Sing — Sing SALVADOR DALI, súrrealistinn margfrægi, hefur nýlega hlotið hina háðulegustu útreið — hjá bandarískum afbrotamönnum. — Eigi alls fyrir löngu bað stjórn hins stóra Sing-Sing-fangelsis í Bandaríkjunum Dali að annast veggskreytingu í matsal fang- anna. Dali þótti þetta hið skemmtilegasta verkefni og tók því strax vel í að gera þetta. — Voru samningar við listamann- inn á lokastig, þegar óvænt babb kom í bátinn. — Nokkrir fang- anna höfðu komizt á snoðir um þessar fyrirætlanir — og þeim leizt hreint ekki á blikuna. Þeir kusu menn í nefnd, sem skyldi ganga á fund forstjóra fangelsis ins og mótmæla því í nafni með- fanga sinna, að umrædd vegg- skreyting væri sett upp. Fangelsisstjórinn veitti fanga- nefndinni áheyrn, og fórust for- manni hennar svo orð við það tækifæri: — Salvador Dali er geðveikur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að sú skreyting, sem hann kynni að gera á matsaln- um, gæti orðið sem argasta martröð. Við hljótum. að mót- mæla því eindregið, að málverk, sem sett eru upp hér innan- veggja — og ættu að sjálfsögðu að vera okkur föngunum til ánægju og uppörvunar — verði okkur sem eins konar viðbótar- hegning. Fangelsisstjórnin virðist hafa tekið þetta sjónarmið fanganna til greina — a. m. k. hefur mál- verkapöntunin hjá Dali verið afturkölluð. Jafnframt var föng- unum lofað því, að haft skyldi samráð við þá, áður en gengið yrði frá samningum við annan listamann um að mála „stílhrein og uppörvandi málverk í mat- salinn...." Bochum, V-Þýzkal. 21. ág. (Reuter). — KOLABIRGÐIR í Ruhrhéraðinu hafa farið vaxandi jafnt og þétt á þessu ári, vegna sölutregðu, og liggja nú 16 milljónir lesta óseld- ar. Mikil óánægja ríkir meðal námumanna vegna þessa ástands, og hafa verið undirbúnir útifund ir og mótmælagöngur í níu námu borgum. Dreifibréfi var útbýtt í dag til 450 þúsund námumanna, þar sem ástandið er sagt mjög ótryggt, og því sé tími til kom- inn, að þeir sýni afstöðu sína svart á hvítu. nafn hans á oddinn. þar þyngst á metunum. En það h'efir einnig aflað honum virð- ingar, ekki sízt meðal andstæð- inga hans, að hann hefir aldrei hikað við að segja nei, þótt það væri vænlegast til stundarvin- sælda að segja já. Sú var tíðin, að ákafir þjóð- ernissinnar sökuðu hann um að vera handbendi Englendinga og standa í „hættulegu samninga- makki“ við þá — og nokkuð er það, að þegar Gandhi sat í fang- elsi fór C. R. frjáls ferða sinna. —■ Þegar hann stakk á sínum tíma upp á því, að Indlandi yrði skipt, var hrópað hátt um, að slíkt væri örgustu landráð. En nokkru síðar lýsti Gandhi stuðn- ingi sínum við þessa hugmynd, og margt bendir óneitanlega til þess, að Indland hefði komizt hjá miklum erfiðleikum, ef til- lögur C. R. hefðu náð fram að ganga. Likindi eru til, að þá hefðu engin átök orðið með Pak- istönum og Indverjum, og að aldrei hefði þurft að glíma við neitt Kashmir-vandamál. C. R. starfaði um 30 ára skeið með Nehru og barðist ötullega við hlið hans. Hann tók þátt í að setja Indlandi nýja stjórnar- skrá, en skömmu síðar lýsti hann því yfir, að hann væri „von- svikinn og þreyttur á flokka- pólitíkinni." C. R. hneykslaði brezku embættismennina mjög, um það leyti sem hann var for- sætisráðherra í Madras, með „gandhiskri" framkomu sinni — að sofa á hörðum trébálki, þvo sjálfur föt sín, skúra gólfin og bursta skóna sína. En þetta dró sízt úr vinsældum hans meðal almennings. — ★ — Hinn nýi flokkur hans hyggst „bjarga Indlandi frá öfgastefn- unum — og frá velviljuðum, en ráðvilltum stjórnendum lands- ins“. Markmiðið er „frelsi ein- staklingsins, frelsi landbúnaðar- ins og frelsi frá einræðiskenndri stjórn, sem ógnar fjölskyldulíf- inu“. Það virðist enginn vafi á því, að hin óhugnanlega og að mörgu leyti misheppnaða „kommúnu- áætlun“ í Kí»a, ásamt þjóðar- morðinu í Tíbet, hefir búið flokknum traustan bakgrunn —. sem hann líka notar sér óspart. — ★ — Fyrsta þing flokksins var haldið fyrir skömmu í Bombay. Til þinghaldsins hafði verið fenginn salur, sem talinn var taka nokkur hundruð manns, en við borð lá, að þingheimur sprengdi húsið, því að þegar flest var, munu um 5000 manns hafa verið þar innanveggja sam- tímis. — Og þessa dagana eru C. R. og menn hans að hefja „krossferð sannleikans" um Ind- land. — Einkunnarorð þeirra eru: „Kongressflokkurinn og kommúnisminn eru greinar á sama meiði. — Bjargið Indlandi frá Nehru og öngþveitinu".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.