Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID NA-stinningskaldi. Skýjað og sennilega lítiisháttar rigning 182. tbl. — Sunnudagur 23. ágúst 1959 Varðveiting bræffslusíldar. Sjá grein á bls. 11. Undanfari Kötlugoss? Tunnulaust á Aust- fjörðum í NÁTTÚRUFRÆÐINGNUM 2. hefti þessa árs segir Ey- steinn Tryggvason, veður- fræðingur, svo um jarð- skjálfta á íslandi árin 1956— 1958: Árið 1956 fundust talsverð- ir jarðskjálftar á Norður- landi síðustu daga október- mánaðar; 'aðrir jarðskjálftar á árinu eru litlir. Árið 1957 fundust mjög litlir jarð- skjálftar hér á landi. Árið 1958 fundust talsverðir jarð- skjálftar á Norðurlandi 27. sept. og 6. des.; aðrir jarð- skjálftar voru litlir. í Gullbringu- og Kjós■ arsýslu og Hafnarfr. FULLTRÚARÁt* Sjálfstæffisflokksins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Hafnarfirffi halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu i Reykjavík þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8,30 síðd. Rætt verður um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 25. okt. og undir- búning kosninganna. Æskilegt að sem allra flestir fulltrúanna mæti á fundinum. Má búast við spennandi leik milli bæjanna, en styrkur liðanna mun vera nokkuð jafn. Eftir leik- inn mun 3. og 4. flokkur sömu bæja keppa í knattspyrnu. Akranesi 21. ágúst: — Farsæli kom hingað í gærkvöldi og er hann fiórði báturinn. sem kemur af síldveiðum að norðan. Akurey landaði hér 318,6 lest- um. —Oddur. Nokkur veiði 30 og 75 milur i hafi, en veður TALSVERÐ veiði var á Aust- fjarðamiðum í gær og fyrrinótt að því er síldarleitin á Raufar- höfn tjáði blaðinu í gær. Veidd- ist síldin 75 mílur út af Norð- fjarðarhorni, en einnig um 30 mílur úti. Sumir bátar höíðu fengið þar sæmilegan afla, en margir misst af torfunum og fengið lítið í nótina. Laust eftir hádegi í gær var farið að bræla uppi við landið, en betra var dýpra. Eitthvað af bátunum mun hafa farið til Vopnafj arðar með afla, en hinir Bifreið stolið AÐFARANÓTT laugardags var einnig stolið bifreið, þar sem hún stóð uppi í húsasundi við Suðurgötu 14 í Reykjavík. Bif- reiðin, sem bar einkennisnúmer- ið 7336, er svört Skodabifreið. Hún var ófundin um hádegi í gær. — var hann fyrsti formaður þess. Lengst hefur. gengt formanns- störfum í félaginu Jón Pálsson, dýralæknir á Selfossi, en nú- verandi formaður þess er Ásgeir Þ. Ólafsson, dýralæknir í Borg- arnesi. versnandi á Austfjarðahafnir, þar sem þeir bíða svo eftir löndun. Ef veður hefði verið betra í gær hefðu margir bátanna haldið til Rauf- arhafnar með afla sinn. Fréttaritari blaðsins í Neskaup- stað skýrði svo frá í gær, að þar væri orðið tunnulaust. í fyrri- nótt var saltað þar í 400 síðustu tunnurnar, sem til voru á stáðn- um, en von var á 1000 tunnum með Esju í nótt frá Raufarhöfn. Netjaveiðar í Djúpi ÞÚFUM, 20. ágúst: — Aftur eru nú teknar upp netjaveiðar og hafa þær verið stundaðar af fimm bátum stöðugt um tíma. Virðist töluverð síldarganga vera í Djúp- inu, en síldin var ekki stunduð* neitt að ráði, enda hefur veður spillzt upp á síðkastið. — P.P. Goo laxveioi í am við Djúp ÞÚFUM, 21. ágúst: — Undan- farna daga hefur verið þurrt veð- ur og hefur náðst inn töluvert af heyjum. Óvenjumikil laxveiði hefur verið í ám hér við Djúpið í sumar. Að vísu eru fáar góðar veiðiár, en nú hefur veiðzt ágæt- lega í Laugardalsá og sumir hafa fengið góða veiði í Hvannadalsá og Langadalsá. Eru því veiðar stundaðar töluvert um þessar mundir. — P.P. í sambandi við hugsanlegt Kötlugos segir ennfremur, að meiri jarðhræringar hafi orðið í Mýrdalsjökli á árinu 1958, eink- um síðustu mánuði ársins, en nokkru sinni áður, síðan jarð- skjálftamælingar hófust hér- á landi fyrir rúmum 30 árum. — Sé svo, að þessar jarðhræringar séu undanfari Kötlugoss, þá eru líkur til, að í framtíðinni megi nokkuð sjá fyrir, hvenær gos er væntanlegt. Enn er þó of snemmt að spá nokkru um næsta Kötlugos. r Utvarpi stolið úr bát 1 FYRRINÓTT var brotizt inn í lúkarinn á mótorbátnum Run- ólfi, sem liggur við miðbáta- bryggjuna við Grandagarð og stolið norsku Radionette ferða- útvarpsviðtæki. Hafði verið brotin upp hespa fyrir dyrunum. Tækið, sem stolið var, er lítið fyrirferðar, eitt af þeim sem fást núna í útvarpsverzlunum, og var það enn 1 kassanum, sem fylgdi því. Hafi einhverjir orðið varir við slíkt tæki 1 fórum einhvers eða það verið boðið til kaups, eru þeir beðnir um að gera rann- sóknarlögreglunni aðvart. ; í DAG, sunnudag, verður \ afhjúpuð, að Munkaþverá, S stytta af Jóni biskupi Ara- \ syni, er Guðmundur Einars S son frá Miðdal hefir gert. — ; KI. 1 e. h. verður hátíðar- J guðsþjónusta í Munkaþverár- \ kirkju, er hefst með skrúð- | göngu klerka í kirkju. Séra S Sigurður Stefánsson, prófast- \ ur á Möðrvöllum og séra Pét- ) ur Sigurgeirsson, Akureyri, \ þjóna fyrir altari og séra S Friðrik A. Friðriksson, pró- S fastur, Húsavík, prédikar. — \ Kirkjukór Munkaþverár- S kirkju og Glerárþorpskirkju S syngja undir stjórn Áskels \ Jónssonar söngstjóra. í Séra Benjamín Kristjáns- s son flytur ræðu við afhjúpun 5 styttunnar. Þá verður kaífi- ; samsæti í félagsheimilinu 5 Freyvangi. Mag. _____________________________ Heyskapur hefur gengið vel á Héraði Dýriæknoíélug íslnnds 25 ún Afmælisins minnzt d aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Dýralæknafé- lags íslands var haldinn að Hótel Bifröst í Borgarfirði dagana 20. og 21. þ. m. Er félagið 25 ára á þessu ári og var það hátíðlegt haldið með hófi á fimmtudags- kvöldið. Fundinn sátu fjórtán dýra- læknar, en sextán dýralæknar eru nú starfandi á landinu. Auk þess sátu fundinn þrír erlendir gestir, yfirdýralæknir Seidel og frú hans, formaður danska dýra- læknafélagsins og Olav Rivrud, varaformaður norska dýralækna- félagsins. Dýralæknafélag íslands var stofnað 8. september 1934 og voru stofnendur sex þáverandi dýra- læknar og af þeim eru fimm á lífi. Forgöngu um stofnun fé- lagsins hafði Sigurður E. Hlíðar, fyrrverandi yfirdýralæknir, og Nýr klukknohijómur EGILSSTÖÐUM, 21. ágúst: — Hér hefur á Mið-Héraði verið sæmileg tíð í sumar og heyskapur gengið vel. Eru bændur nú al- mennt búnir með fyrri slátt og sumir búnir að slá hána. Undan- farna daga hefur þó verið leið- inda veður. Suður á fjö/rðum og inn til dala hefur veður verið verra og bændur því skemur á veg komnir í heyskapnum. -—Fréttaritari. Fundur fullfrúaráðs Sjálfstæðismanna Akureyringar op; Hafnfirðingar keppa í dag HAFNARFIRÐI — í dag kl. 2 fer fram bæjarkeppni í knatt- spyrnu milli Hafnfirðinga og Akureyringa, og er það jafn- framt í fyrsta skipti, sem Akur- eyringar leika hér í bænum í meistaraflokki. Dómari verður Magnús Pétursson. VIÐ útvarpsguðþjónustu kl. 11 árdegis í dag verður kirkju- klukkum í kirkju Óháða safnað- arins hringt í fyrsta sinn með nýjum rafmagnsútbúnaði. Þeim. hefir verið handhringt síðan kirkjan var vígð í vor, en hljóm- urinn hefir ekki verið neitt svip- aður því sem nú er. Klukkurnar eru tvær og er önn ur þeirra hin stærsta hér á landi, að undanskildum klukkunum í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík. Stærri klukkan í kirkju Óháða safnaðarins er 580 kílógrömm og er 1,30 cm. í þvermál. Hún hefir tón G. Minni klukkan er 330 kg. að þyngd og hefir tón B. Klukk- urnar eru frá fyrirtækinu GLOCKEN GIESSEREI ENGEL- BERT GERHARD í Vestur-Þýzka landi, en það er eitt hið fremsta í þessari grein í Evrópu. Forstjóri fyrirtækisins var hér í sumar og gerði tillögur um samhljóm klukknanna í kirkju Óháða safn- aðarins. Hljómur þeirra er und- urfagur, hreinn og voldugur, og mun ná eyrum allflestra Reyk- víkinga á logndögum. Hljomur- inn berst miklu lengra en ella sökum þess að turn kirkjunnar er opinn til austurs og vesturs. Það er nýlunda hér á landi og tignarleg sjón að sjá þessar stóru kirkj uklukkur sveiflast í opnum turni meðan hringt er. Þegar sam hringt er sveiflast baðar klukk- urnar, hvor með sinhi tíðni, sem fer eftir þunga hvorrar um sig og verður hringingin því ekki regluleg. Einnig er sérstakur út- búnaður til líkhringingar. Litla Vinnustofan, Hafnarfirði, eða Ásgeir Long, sá um uppsetn- ingu klukknanna en raflögn önn- uðust Jón Guðjónsson og Svavar Kristjónsson rafvirkjameistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.