Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 16
16 monrrnvnr. aðið Sunnudagur 23. aeiðst 1955 „Hvaðan hefur þér komið sú vitneskja?" „Ég veit það. Það er nóg“. „Gott og vel“. Málrómurinn lýsti vantrú. „Féíag mitt hefur gert Sewe tilboð. Ljómandi goti tilboð“. „Og hann hefur hafnað því“. Það lýsti sér undrun í svip Her manns. En hann áttaði sig og *agði: „Já, það var ekki erfitt að gizka á það“. Því næst hélt hann fifram og var fljótmæltur. „En það er ekki allt og sumt. — Þú reizt, að Sewe fær féð hjá góð- gerðafélagi, og það hefur líka um tjón með peningum hans“. Anton kinkaði kolli. „Formaður þessa félags er belgiskur milljónamæringur, sem heitir André Martin. Hann á heima í Leopoldville". „Þetta veit ég allt saman". „Við höfum líka leitað samn- inga við Martin“, sagði hann ákafur. „En Martin vill ekki held ur heyra það nefnt, að selja ný- lendu Sewes. Við buðum félag- inu að reisa þorp fyrir innfædda menn inni i landi í stórum stíl“. „Og rífa þau, sem nú eru“, bætti Anton við. „Sewe er með allan hugann við þær tvö þúsund sálir, sem hann ber umhyggju fyr ir. Hann ætlar ekki að yfirgefa þær. Og félagið er líklega á sömu skoðun“. Hermann fór að hlæja. Hlátur hans glumdi um hið stóra her- bergi. Það var nærri því eins og hlátur hans herti á hinni hæg- KÆLISKÁPAR Ný sending komin Pantanir óskast sóttar Hekla Austurstræti 14 Sími 11687 gengu loftrellu. „Hvers vegna ertu að hlæja?“ spurði Anton. „Af því að þú ert líklega Díógenes eftir allt saman. Ertu í rauninni svona barnalegur, Anton, eða ertu aðeins að látast?“ „Ég veit ekki, um hvað þú ert að tala“. „Herra Martin er ekki milljóna mæringur af tilviljun", sagði Her mann. „Hann er einhver stærsti lóðabraskarinn á landinu. — Og veiztu, hver er tryggasti hjálp- armaður hans? Það er Adam Sewe, hinn mikli mannvinur. — Þessir báðir slyngu náungar keyptu landið um það leyti, sem einkafélögum voru ekki lengur seld nein úransvæði. En góðgerða félag, það var auðvitað allt ann- að! Sewe og þessi bakhjarl hans eru ekki hót meiri mannvinir en þú og ég. Þeir urðu aðeins fyrri til en við“. „Hefur þú sannanir fyrir þess- ari óheyrilegu grunsemd?“ spurði Anton. Hann stóð skyndilega upp, en hann settist þegar aftur, áður en bróðir hans gat svarað. Honum varð Ijóst, að hann gerði sig hlægi legan. Hann þóttist ekki vera ævintýramaður, eins og Hermann sagði, hann var það. Hann hafði veitt gúmmíbröskurum liðsinni og haft viðskipti við gullsmygl- ara. Hann hafði kynnzt mönnum í stríði og friði, I sigrum og ósigr um. Hann átti þeim ekkert að þakka. Árum saman hafði hann neitað heimboðum Adams Sewe. Hann kallaði trúboðana „sálna- veiðara“. Hvaða ástæðu hafði hann til að verja Adam Sewe? Hermann hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Sannanir?" sagði hann. Hann lagði áherzlu áhvert orð og tal- aði hægt. „Við vitum það, en við höfum engar sannanir. Þú átt að láta okkur fá sannanir, Anton“. „Ég? Hvers vegna einmitt ég?“ „Ert þú ekki mannhatari?" „Setjum svo að ég sé það“. „Get ég reitt mig á þagmælsku þína?“ Forvitnin náði yfirhönd yfir Anton. Hann kinkaði kolli. „Við ætlum að fara í mál við Sewe“, hélt Hermann áfram. — Hann togaði órólegur í eyrna- snepilinn á sér. „Sá, sem ekki vill heyra, verður að þreifa á. Það er komið undir einu sérstöku atriði“. Hann stóð upp aftur og fór að ganga um gólf í herberginu. — Anton stóð líka upp, til þess að geta fylgzt með hverri hreyfingu bróður síns. Honum varð hugsað til Luvins. Luvin hafði greitt honum tíu þúsund franka — fyr- ir þá vitneskju, að Delaporte ætl aði að sölsa undir sig svæði Sewes. Nú heyrði hann fréttir, sem voru tuttugu þúsund — eða þrjátíu þúsund franka virði. — Hann brosti. Hermann mælti: „Ef Martin og Sewe var það kunnugt, þegar þeir keyptu svæð ið í Kwango, að úran var í land- inu, eru kaupin ógild. Þar að auki lenda þeir í fangelsi, því þeir hafa verzlað á fölskum for- sendurn". Hann nam staðar frammi fyrir Anton. „Ef til vill verða ekki úr þessi málaferli og sennilega kemst það ekki svo langt. Vonandi er Sewe svo hygg inn, að láta undan áður en til þess kemur. En ef það fer í mál, þá------“ Bræðurnir horfðust í augu. „Ef það fer í mál —“, endur- tók Anton. „Þá þurfum við aðalvitni. Það verður að staðfesta, að forsend- urnar hafi verið falskar, þeg- ar------“ Hann þagnaði. Það varð þögn í herberginu í eina mínútu. Þá mælti Anton: „Þið þurfið ekkert aðalvitni. Þið þurfið ljúgvitni. Og þá varst þú svo vingjarnlegur, að hugsa til mín, Hermann". Hermann sneri sér ekki undan. „Já“, sagði hann. „Af því að þú trúir mér til alls“, sagði Anton. „Nærri því til alls“. Anton kreppti hnefana. Snöggv ast átti hann í mikilli freistingu, að slá bróður sinn í andlitið. Þvi næst linuðust fingur hans. Hvernig hefði farið, ef einhver annar hefði falið honum þetta hlutverk? Til dæmis Luvin eða Delaporte? Honum fannst hlægi- legt að ætla að fara að hafa sið- gæðileg áhrif á bróður sinn. Hon- um varð hugsað til Veru. — Ef hann kæmist í viðskiptasamband við bróður sinn, þá gat hann ekki komið í veg fyrir, að hann kæmi í húsið á Leopold-Vue eins oft og honum þóknaðist. Þeir jöfnuðu sig og Hermann gekk aftur að skrifborðinu sínu í hægðum sínum. „Eíns og ég sagði — það verða líklega engin málaferli", sagði hann. „Þú heldur að Sewe gugni fyr- ir kúguninni“. „Þú hefur mætur á sterkum orðatiltækjum". Anton hlammaði sér niður í hægindastólinn og kveikti í vindling. „Nú skil ég, hvers vegna þú varSt að lofa mér auðæfum“, sagði hann. „Hvað borgið þið fyr- ir rangan eið?“ „Þú getur stungið upp á verð- inu“. „Eina milljón". „Þú ert genginn af vitinu". „Eina milljón", endurtók Ant- óníó, „ég veit, hvers virði ný- lenda Sewes er“. Hermann hreinsaði gleraugu sín. „Fimm hundruð þúsund, ef það fer í mál“, sagði hann, „en helm- inginn ef það vinnst án mála- ferla“. Peningar, hugsaði Anton. Það er helzt að ná tökum á Her- manni með háum tölum. Það er verst, að það eru ekki peningar hans sjálfs. „Ein milljón, ef það fer í mál“, sagði hann. Hann reis á fætur. „Helminginn, ef það vinnst án málaferla". „Eru það úrslitakostir þinir". „Úrslitakostir". „Ég verð að tala um það við Delaporte". „Samþykkt". Hermann fylgdi honum til dyra. Þegar hann stóð í dyrunum, Vinur þinn, Markús, er þó ekki að hlaupast á brott írá okkur? Hann hefur enga ástæðu til' fjaliið til þess að leita að gim- þess, Ríkharður. Hann fór upp á ] steinum.. Ég ætla að fá fullkominn fjall- gönguútbúnað . . . og þennan riffil. mælti hann: „Þú færð fréttir hjá mér næstu dagana". Hann rétti Anton höndina. Anton leit á útrétta höndina, en hann tók ekki í hana. Hann glotti. „Ég er ekki enn búinn að sverja rangan eið“, sagði hann. „Ég þarf ekki að rétta þér hönd- aiútvarpiö Sunnudagur 23. ágúst. 9.30 Fréttir og morguntónleikar: — (10.10 Veðurfregnir). a) Fimm lög eftir Oswald von Wolkenstein. Þýzkir listamenn flytja. b) Piet Kee leikur á orgel: Echo eftir Scronx, og tilbrigði um lagið „Est-ce mars“ eftir Sweelinck. c) Sinfónía nr. 5 í d-moll eftir Scarlatti. Alessandro Scarlatti- hljómsveitin leikur. Franco Caracciolo stjórnar. d) Gérard Souzay syngur gömul frönsk lög. e) Sinfónía nr. 96 í D-dúr („Mir- acle“) eftir Haydn. Fílharmón- íska hljómsveitin í Vínarborg leikur. Karl Munchinger stjórn ar 11.00 Messa í kirkju óháða safnaðarins. (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Jón ísleifsson). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegistónleikar: a) Leonid Kogan leikur á fiðlu með undirleik André Mitnik Næturljóð op. 27 nr. 2 eftir Chopin og Ungverska dansa nr. 16 og nr. 1 eftir Brahms. b) Ezio Pinza syngur óperuaríur eftir Verdi. c) „Iberia'* — hljómsveitarsvíta eftir Albéniz í útsetningu Ar- bós. Sinfóníuhljómsveitin í Lundúnum leikur. Gaston Poul et stjórnar. 16.00 Kaffitíminn. — Hugo de Groot og hljómsveit hans leika skemmti- tónlist frá Hollandi. 16.30 Færeysk guðsþjónusta. (Hljóðrit- uð á segulband í Þórshöfn). 17.00 Sunnudágslögin. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). a) Framhaldssagan: Töfravagn- inn. b) Leikrit: Rasmus á flakki (síð- asta atriði endurtekið). c) Ævintýri Odysseifs (Ævar Kvaran). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Walter Gieseking leik- ur píanólög eftir Debussy. 19.45 Tilkynningar. — 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Úr verkum Mar- grétar Jónsdóttur: a) Jón úr Vör ræðir við skáld- konuna. b) Upplestur (Elfa Björk Gunn- arsdóttir og Margrét Jónsdótt- irl. c) Guðrún Þorsteinsdóttir og Guð mundur Jónsson syngja lög við Ijóð eftir Margréti Jónsdóttur. 21.00 Tónleikar frá Austur-þýzka út- varpinu: a) Forleikur að óperettunni „Cag- liastro í Vín“ eftir Jóhann Strauss. Hljómsveit útvarpsins i Berlín leikur. Otto Dobrindt stjórnar. b) Atriði úr óperettunni „t>úsund og ein nótt“ eftir Jóhann Strauss. Einsöngvarar og kór syngja með hljómsveit útvarps ins- í Berlín. Otto Dobrindt stjórnar. c) „Lag stórborgarinnar", rapsó- dískt intermezzó eftir Hans H. Wehding. Útvarpshljómsveitin í Leipzig leikur undir stjórn höfundarins. 21.30 Úr ýmsum áttum (Sveinn Skorri Höskuldsson). • 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 24. ágúst 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir. Tilkynningar). —- 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynnmgar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar frá tónlistarhátíðinni í Björgvin 1 júnímánuði síðast- liðnum: Ingrid Bjoner syngur 3 lög eftir Hándel: a) Meine Seele hört im Sehen. b) Susse stille, sanfte Quelle. c) Flammende Rose, Zierd der Erdc. — Sigmur.d Skí.'ge lc:k- ur með á orgel og Gunnar Sæ- vig á fiðlu. 20.50 Um daginn og veginn (Helgi Hjörvar). 21.10 Tónleikar: Munn og Felton-lúðra sveitin leikur. Stjórnendur: Harry Mortimer og S. H. Bodd- ington. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. IV. lest- ur. (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veð- urfregnir. 22.25 Búnaðarþáttur: Með hljóðnemann á Mjólkurbúinu á Selfossi. 22.45 Kammertónleikar. — Frá tón- listarhátíðinni 1 Prag í maí sl.J Strengjakvartett nr. 2 í D-dúr# op. 35 eftir Viteslav Novák. Janá- cek-kvartettinn leikur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.