Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 1

Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 1
20 siður Tíu arna- hjón verpa á íslandi MYNDINA af arnarunganum tók Björn Björnsson vestur á Snæfellsnesi nú í ágúst. Ung- inn er fullbúinn og fleygur og mun því vera minnst tíu vikna gamall. Ernir eru ekki margir hér á landi sem kunn- ugt er, en lifnaQarháttum þeirra og útbreiðslu hefur ekki verið - mikill gaumur gefinn til skamms tíma. Von- andi tekst nú að friða örninn svo þessum fallega fugli verði ekki útrýmt eins og geir- fuglinum á sínum tíma. Fyrir um það bil tuttugu árum, ferðuðust tveir enskir vísinda- menn þó um vesturhluta landsins til að kynna sér islenzka örninn og einnig hafa ljósmyndararnir Björn Björnsson og Magnús Jó- hannsson kynnt sér lifnaðar- hætti hans nokkuð og tekið af honum myndir. Nú í sumar var þó fyrst hafizt handa um að rannsaka vísinda- lega útbreiðslu og lifnaðar- hætti arnarins. Er það ungur * stúdent Agnar Ingólfsson, sem vann að þessum rannsóknum í sumar og fékk til þeirra styrk frá menntamálaráðuneytinu. Hóf hann rannóknir sínar 16. júlí og vann að þeim í mánaðartíma. Blaðið átti tal við Agnar í fyrra dag og spurði hann hvers hann hefði orðið vísari um lifnaðar- hætti arnarins. Kvaðst hann ekki enn hafa unnið úr athugunum sínum, en lét oss þó góðfúslega 1 té eftirfarandi: — Nú munu vera rúmlega tíu varppör ama á öllu landinu og halda þeir sig í kringum Breiða- fjörð og á Vestfjörðum. Þeim virðist hvorki hafa fjölgað né fækkað á undanförnum árum. Örninn verpir snemma í maí, tveimur eggjum, og líður vika Ný neðan- jarbar- hreyfing á Kýpur AÞENU, 22. ágúst. — (Reuter). Grivas, fyrrverandi leiðtogi EOKA á Kýpur, kom hingað í dag eftir 10 daga dvöl í eyjunni Korfu. — Nokkur hópur fylgis- manna hans tók á móti honum með hyllingarópinu: „Dighenis, bjargaðu Grikklandi.“ En Grivas notaði þetta nafn, Dighenis, þeg- ar hann var leiðtogi EOKA. ★ Meðan hann dvaldist á Korfu, átti hann m. a. viðræður við Pál, Grikkjakonung. Áður en hann fór þaðan lét hann boð út ganga til íbúa eyjarinnar, þar sem sagði m. a.: „Grikkland þarfnast nýrra leiðtoga. Þessir leiðtogar munu finnast, og þá mun verða hreins- að til. — Hvað mér viðkemur, hefi ég helgað líf mitt þjónustu við þjóðina — og svo mun á- fram verða.“ Grivas lýsti því yfir við frétta- menn í dag, að sér væri alls ókunnugt um hina nýju neðan- jarðarhreyfingu á Kýpur, sem nefnist K.E.M. og hefir tekið upp baráttu EOKA fyrir samein- ingu við Grikkland. Þess má geta, að E.D.M.A.-hreyfingin á Kýpur, sem hefir svipaða stefnu í stjórnmálum og EOKA fylgdi, gaf í gær út yfirlýsingu, þar sem fordæmd er starfsemi K.E.M. félagsskaparins og annarra þeirra manna, sem koma vilja í veg fyrir, að Lundúnasam- komulagið um framtíð Kýpur komist í framkvæmd. Var í þessu sambandi m. a. minnt á yfirlýs- ingu Grivasar á sínum tíma, þar sem hann hvatti menn til að fylkja sér um stefnu Makaríosar erkibiskups í þessu máli. Grivas sagði við fréttamenn- ina, að gríska stjórnin stæði að baki flugufregnum um, að fylg- ismenn hans hefðu sent vopn til Kýpur — og bað stjórnina að leggja fram sannanir fyrir þess- um áburði. eða meira á milli. Kemur annar unginn því nokkru fyrr úr eggi' og mun hann einn komast upp. Veldur aldursmunurinn því, að yngri unginn verður útundan með fæðu, eða fellur fyrir eldri unganum. Sama arnaparið verpir alltaf á sama svæði, en skiptir oft um hreiður innan þess svæðis, og verpir í sama hreiðrið með nokk- urra ára bili. Ekki er vitað hvort ernirnir verpa á hverju ári, en annað hvort gera þeir það ekki, eða mikið misferst, því ella mundi þeim fjölga. Þeir munu ná um 40 til 50 ára aldri. Sfeve og Anne Marie voru gefin saman í gœrdag — Munu setjast oð i Bandar'ikjunum LUNDE, 22. ágúst — Þúsundir Norðmanna söfnuðust saman hér í þessum litla sjávarþorpi í morg- un til þess að vera viðstaddir merkasta atburð í sögu þess — brúðkaup auðkýfingssonarins ★------------------------* JlterðmtMiibUÞ Sunnudagur 23. ágúst. Efni blaðsins m.a.: Efni blaðsins m. a.: Bis. 2: Griðarsáttmáli Hitlers og Stal- íns undanfari heimsstyrjaldar. — 3: Fyrirgefnin og fórnarlund, eftir séra Óskar J. Þorláksson. Hver er orsök kalda stríðsins? — 6: Mörg og mikilvæg verkefni bíða úrlausnar í Hafnarfirði. Samtal við Matthías A. Mathie- sen, alþingismann. — 8: Frá vígslu skóla- og félags- heimilis í Kelduhverfi. — 10: Ritstjórnargreinin: Sjálfsbjarg- arhvöt og framleiðsluafköst. — 11: Reykjavíkurbréf. — 12: Bridge. «— 13: Fólk í fréttunum. — 18: Kvennadálkar. *------------------------* Steven Rockefeller og stúlkunn- ar Anne Marie Rasmussen. Mikill fjöldi fólks tók sér stöðu við kirkjuna, þar sem brúð kaupið fór fram, strax síðast- liðna nótt og biðu rólegir eftir því að athöfnin byrjaði eftir há- degið. Fjörutíu lögreglumenn voru á staðnum, til þess að stjórna umferðinni. Veður var bjart framan af og hlýtt. Fyrirmyndarhjón Faðir brúðgumans, Nelson Rockefeller, fylkisstjóri New York, lét svo ummælt á blaða- mannafundi í morgun, að hjóna- efnin væru „dásamleg, mesta greindarfólk, glæsileg — fyrir- myndar hjón“. Ekki fékkst fylkis stjórinn til þess að láta neitt uppi um stjórnmálaáform sín við þetta tækifæri. Hann skýrði hins veg- ar frá því, að brúðinni mundi hann gefa gullúr og Steven syni sínum skyrtuhnappa með anker- mynstri. Þegar leið á daginn þykknaði Framh. á bls. 19 Orlagadagur fyrir 20 árum Á DAG eru 20 ár síðan und- irritaður var í Moskvu þann 23. ágúst 1939 griðasáttmáli milli Þýzkalands og Rúss- Iands. Með þessum samningi tryggði Hitler sér að þurfa ekki að berj- ast á tveimur vígstöðvum í austri og vestri. Leiðin var naz- istum opin til landvinninga. Átta dögum síðar brauzt heimsstyrj- öldin út. Aftan' við griðasáttmálann var skeytt leynilegum viðbótar- samningi, þar sem Rússar og Þjóðverjar skiptu smáríkjunum í Austur-Evrópu á milli sín. Póllandi skiptu þeir í miðju milli sín. Rússar fengu Finn- land og Eystrasaltsríkin. Þjóð- verjar fengu Ungverjaland og Ralkanríkin, en Rússar sneiðar af Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Þannig skiptu ræningjarnir ránsfengnum fyrirfram á milli sín. — Stalin og Ribbentrop takast í hendur. Þeir hafa lokið við að skipta smáríkjum á milli sín. SJÁ BLS. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.